Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 9 ÐV ______________________________ Útlönd Fergie fær lögbann á kjaftaglaða vinkonu sina: Andrés er von- laus bólfélagi - er meðal þess sem ekki má segja frá Fergie leggur blátt bann við þvi að segja megi frá því að Andrés prins sé lélegur í bólinu. Santerætlar að hressauppá ímyndESB Jacques Sant- er, sem tók við forsæti í fram- kvæmdastjóm Evrópusam- bandsins á mánudag, ætlar að gera hvað hann getur til aö bæta ímynd sambandsins í augum almennings. „Við verðum að koma fólki i skilning um aö sem stendur er ekki neinn annar valkostur i upp- byggingu Evrópu,“ sagði Santer í fyrsta viðtalinu sínu sem forseti framkvæmdastjómar ESB. Skoöanakannanir sýna að margir ibúar aðildarlandanna era tortryggnir í garð stjórnmála- manna. Öldungur ákærðurfyrir appelsínustuld Sjötíu og flmm ára gamall mað- ur frá Kalmar í Svíþjóð hefur verið ákærður fyrir stuld á einni appelsínu. Verðmæti hennar er um niutíu íslenskar krónur. 1 fyrra var maðurinn dæmdur fyr- ir aö stela karamellum fyrir fimmtíukall. „Allt bendir til að maðurinn sé atvinnuhnuplari. Annars ákæri ég fólk ekki fyrir svona sakir,“ sagði Gunilla Ohlin saksóknari. Ohlin segir að það séu ekki bara unglingar sem hnupli. „Ellilifeyr- isþegar era nokkuð stór hópur hjá okkur,“ sagði Gunilla Öhlin. Reuter, TT Sara Ferguson, hertogaynja af Jór- vík, vann mál í rétti í gær þar sém fyrrum vinkonu hennar er bannað að segja sögur úr einkalífi Fergie eða frá sambandi hennar og Andrésar prins. Fergie fór fram á bannið eftir að Theo Ellert, fyrrum vinkona hennar, viðraöi skoðanir sínar á hjónabandi Fergie og Andrésar á forsíðu blaðsins Sunday Mirror nýlega. Theo þessi lýsti því yfir að Andrés væri vita gagnslaus í bólinu og hafði Fergie fyrir þessum ummælum. Þetta mál er eitt íjölda blaðamála um konungsfjölskylduna sem komið hafa upp í Bretlandi að undanfornu. Einkaþjónn Karls Bretaprins sagði af sér með skömm sl. mánudag eftir að hafa viðurkennt að hafa selt ljós- myndir af svefnherbergi prinsins og lýst kynlífsathöfnum hans og Cam- illu hjákonu hans undir beram himni. Bann hefur einnig verið feng- ið á fyrrum ráðskonu Karls svo hún geti ekki sagt fleiri safaríkar sögur um villt ástarævintýri Díönu prins- essu og James Hewitts nokkurs þar sem hún taldi upp fjölda sönnunar- gagna svo sem hár á kodda og bletti á lökum. Samkvæmt dómsúrskurðinum má fyrram vinkona Fergie ekki segja frá neinum trúnaðarupplýsingum um einkalíf eða viðskiptamál hertoga- ynjunnar. Henni er einnig gert að segja frá því hverjum hún hefur þeg- ar sagt slíkar sögur. Fergie og Theo settu á fót góðgerðarsamtök fyrir nokkrum árum og hafa brallað ýmis- legt saman í gegnum tiðina. Fergie hefur nú flutt tímabundið inn til Andrésar, ásamt dætrum þeirra tveimur, á meðan verið er að ganga frá innréttingum í nýju átta herbergja húsi hennar. Hún harð- neitar þvi hins vegar að þau séu að taka saman aftur þótt vitað sé að Andrés hefur mikinn áhuga á því. Reuter Grænlendingar viljaflugvélar- flakiðburt Lars Emil Johansen, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, ætlar að krefjast þess að dönsk stjórnvöld láti fjarlægja allt brak sem eftir er af bandarísku sprengjuvélinni sem hrapaði við herstööina í Thule fyrir 27 árum. Johansen hittir danska forsæt- isráðherrann á morgun og ætlar hann að leggja kröfur sínar fram þá. Kjamorkusprengjur voru um borð í flugvélinni þegar hún fórst og hefur mikil leynd hvílt yfir öllu málinu. Jacobháðfugl Haugaard nýtur mikilsfylgis Jacob Hau- gaard, danski liáðfuglinn sem varð stjórn- málamaður, nýtur mikils fylgis meöal landa smna, ef marka má skoðanakönnun sem blaðiö Jót- landspósturinn lét gera. Ef hann byði fram á landsvísu fengi hann ellefu prósent at- kvæða, samkvæmt könnuninni. Þar með yrði flokkur Haugaards sá fiórði stærsti í landinu, með nítján þingmenn. Prófkjör standa fyrir dyrum í Danmörku en Haugaard tekur ekki þátt í þeim þar sem hann getur aðeins boðið sig fram í Árósum. Ritzau era//taf yjnna élr>unnh DaSs S, furPottar, . 'nn,n9Um. 13-jar, St»6ur; Vl^nni: H'jto’ ^rin9luháÍnLaU9aV6G'Upp,1*ð kr.: U.jan rP®nn£>ÍLalJfÓpavo9'. f 2 ?32 1?- an >rv'«r 9aveai... /S-*7S 1a-jan uaspan«i .... ,5?-4s4 • 1s-ian ufSp6nna’La^^ai 10a-26i HðsPenna'H^9ave9' 243 '66 * Síaöa r, „ nars"m .... 55.29ð a Var 3 *4i.02? lanupr,hl. To itamti 'mir< 2.000 r Oetta. rvsicu silfuppoltum Vikuna 12-1S janúar féllu 5 afS silfupottum í Gullnámunni á spilastöðum Háspennu í Hafnarstræti og á Laugavegi. Spilaðu þar sem spennan er mestt Hafnarstrœti 3 • Laugavegi 118

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.