Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 13 Fréttir Tilboð sem ekki er hægt að hafna? Úr fiskvinnslusal Útgerðarfélags Akureyringa. Sala afurðanna sem þaðan koma er helsta bitbein Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna og ísienskra sjávarafurða. DV-mynd gk Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur spilað út trompum sínum í baráttunni um að halda viðskipt- um sínum með afurðir Útgerðarfé- lags Akureyringa hf. Varla er of djúpt í árinni tekið að segja að til- lögur þær sem SH lagði fyrir bæjar- fulltrúa á Akureyri hafi verið stór- brotnari en menn áttu von á og er jafnvel hægt að taka þannig til orða að SH-menn hafi lagt fram tilboð sem ekki verði séð í fljótu bragði að hægt sé að hafna, eins og einn viðmælandi DV orðaði það. Frá því til umræðu kom að Út- gerðarfélag Akureyringa færði við- skipti sín frá Sölumiðstöðinni til íslenskra sjávarafurða hf. og Akur- eyrarbær seldi 53% eignarhlut sinn í ÚA hafa SH-menn greinilega unn- ið „heimavinnuna" sína vel og til- lögur þeirra um hvernig SH geti komiö inn í eflingu atvinnulífsins á Akureyri eru bæði margþættrar og ítarlegar og gera ráð fyrir allt að 100 nýjum störfum í bænum:* Tilboð íslenskra sjávarafurða hf. um flutning höfuðstöðva sinna með 60-70 hálaunastörf til Akureyrar, fái fyrirtækið ÚA-viöskiptin, stend- ur þó sem fyrr og tengist því ekki beint að KEA eignist meirihluta í ÚA. Einn hluti tilboðs SH gerir ráð fyrir stofnun sérstaks félags, SH- Akureyri, sem þýðir að um þriðj- ungur af umsvifum SH flytjist til Akureyrar. Einnig að Umbúðamið- stöðin stofni til atvinnurekstrar á Akureyri, keypt verði meirihluta- eign Landsbanka íslands í Slipp- stöðinni Odda, flutningar um Ak- ureyrarhöfn verði tvöfaldaðir, skipafélagið Jöklar flytji starfsemi sína til Akureyrar, ígulkeravinnsla við Eyjafjörð verði stóraukin og SH vill beita sér fyrir því að stofnaður veröi formlegur samstarfsvett- vangur SH og Háskólans á Akur- eyri til eflingar á kennslu og rann- sóknum við skólann. Skipasmíðaiðnaður stórefldur Það sem kemur einna mest á óvart í tillögum SH-manna er að dótturfyrirtækið Jöklar hf., raf- eindafyrirtækið DNG í Glæsibæj- arhreppi og Málning hf. í Reykjavik hafa tryggt sér kaup á meirihluta í Slippstöðinni Odda af Lands- banka íslands fyrir rúmlega 50 milljónir króna. SH-menn líta á þau viðskipti sem mikilvægan þátt í að bregðast við beiðni Akureyrarbæj- ar um aukin umsvif í bænum. Einn bæjarfulltrúanna á Akur- eyri orðaði það þannig að Shpp- stöðin hefði undanfarin misseri verið „munaðarleysingi" sem eng- inn vildi kannast við og hér væri komið tækifæri til að snúa algjör- lega við rekstri stöðvarinnar og byggja upp að nýju öflugan skipa- smíðaiðnað. í tillögum SH segir að það sé trú SH og þeirra fjárfesta sem standa að kaupunum á Shpp- stöðinni að fyrirtækið eigi mikla vaxtarmöguleika. Einnig kemur fram að fyrir liggi að semja við Akureyrarbæ um afnot af flot- kvínni sem keypt hefur verið til bæjarins frá Litháen. SH-Akureyri „Innan vébanda SH er mjög fjöl- þætt starfsemi og að vandlega at- huguðu máh er ljóst að flutningur hennar til Akureyrar að verulegu leyti mun skapa SH tækifæri til nýrrar sóknar um leið og það efhr mjög atvinnulíf á Akureyri," segir í tihögum SH-manna þar sem segir að stofnað verði nýtt félag, SH- Akureyri. Innan skamms verði um þriðjungur af umsvifum SH fluttur til Akureyrar, en heildarscda SH á síðasta ári nam um 28 milljörðum króna. Þetta þýðir að um 30 störf verði flutt norður, en þau eru á sviði markaðsmála, afskipunar, skjala- gerðar, flutningamála, innkaupa, skoðunarstofu, vöruþróunar og rannsókna. Þá verði lager fluttur norður og hluti af yfirstjóm SH verður á Akureyri. Umbúðaframleiðsla Umbúðamiðstöðin hf., sem er dótturfyrirtæki SH, mun stofna til atvinnurekstrar á Akureyri og er um að ræða framleiðslu á pappa- öskjum, pappakössum og plastum- búðum. Samkvæmt fram- kvæmdaáætlun SH-manna þarf sem svarar 38 ársstörfum þegar starfsemin verður komin í gang að fullu. „Kannanir okkar sýna að hér er um lífvænlegt fyrirtæki að ræða sem hefur áætlaða ársveltu um 435 milljónir króna,“ segir i tillögum SH. Húsnæðisþörf vegna þessarar framleiðslu er áætluð um 2500 fer- metrar. Vitað er að fram hafa farið viðræður SH við AKO-POB á Akur- eyri um hugsanlegt samstarf hvað varðar þennan þátt. Útflutningshöfn Norðurlands í tillögum SH segir að Akureyrar- höfn veröi miðstöð vikulegra flutn- inga til og frá landinu með beinum tengslum við helstu viðskiptalönd íslands. SH og Eimskip hafa um nokkurt skeið unnið að athugun- um á viðamiklum breytingum á flutningum SH til og frá landinu, en i dag er öll útflutningsvara frá Akureyri flutt til Reykjavíkur og sett þar um borð í millilandaskip. SH gerir ráð fyrir að Akureyrar- höfn verði útflutningshöfn Norður- Fréttaljós Gylfi Kristjánsson lands með beinum siglingum skipa Eimskips til Evrópu. Áformað er að flytja vörur og afurðir til Akur- eyrar frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dal- vík og Húsavík, ýmist sjó- eða land- leiðina, og útflutningsmagn frá Akureyrarhöfn mun tvöfaldast. Þá er rætt um 4 ný störf við viðgerðir og viðhald á gámum sem til þessa hefur farið fram í Reykjavík, en alls er reiknað með um 10 nýjum störfum vegna þessa málaflokks alls. Samstarf við Háskólann „SH vill taka þátt í að efla Háskól- ann á Akureyri til að takast á við það markmið aö verða viðurkennt menntasetur sjávarútvegsfræða á alþjóðlegan mælikvarða og kanna forsendur fyrir samstarfi við Há- skóla Sameinuðu þjóðanna," segir í bréfi SH. SH vill nú þegar stofna til form- legs samstarfs við Háskólann á Akureyri um það hvernig efla megi kennslu og rannsóknir í greinum eins og gæðastjórnun, markaðs- fræðum og vinnslutækni. í þessu sambandi hefur SH boðist til að setja á stofn og kosta eina prófess- ors- eða lektorsstöðu við skólann, t.d. í markaðsfræðum sjávaraf- urða. Þá lýsir SH yfir vilja sínum til frekara samstarfs við Háskólann á Akureyri, t.d. um það hvernig SH geti stutt það að komið verði á fót matvælamiðstöð í tengslum við skólann. Jöklar norður? Skipafélagiö Jöklar er í eigu SH og er verið að kanna möguleika á að flytja starfsemi þess fyrirtækis til Akureyrar að einhverju eða öhu leyti. Af 27 starfsmönnum fyrir- tækisins eru rúmlega 20 farmenn og fyllilega hefur verið gefið í skyn að Akureyringar gætu gengið í þau störf í framtíðinni. Um leið yrðu Jöklar eigandi að Slippstöðinni Odda og tækju þátt í uppbyggingu stöðvarinnar. Aukin ígulkeravinnsla SH hefur um nokkurt skeið stundað útflutning á ígulkerum, aðahega í samstarfi við Islensk íg- ulker hf. í Njarðvík. SH hefur nú beitt sér fyrir að samstarf takist milli íslenskra ígulkera hf. og Haf- sólar á Svalbarðseyri um að auka ígulkeravinnslu við Eyjafjörö. Stefnt er að samhæfðri söfnun ígul- kera til vinnslu á Svaibarðseyri eða á Akureyri og segja heimildir að fleiri fyrirtæki komi að þessu máli. „Sprengjutilboð“ Óhætt er að segja að fyrstu við- brögð við þessu tilboði SH meðal þeirra sem DV hefur rætt við séu undrun. Menn segjast ekki hafa átt von á svo víðtæku tilboði sem feli í sér jafnmikla möguleika og það gerir til eflingar atvinnulifmu á Akureyri. Menn horfa ekki síst til Slippstöðvarinnar Odda í því sam- bandi, en með þvi að gera kaup á fyrirtækinu með áformum um öfluga uppbyggingu þess aö hluta af tilboði sínu hafl SH-menn hitt í mark. Tilboðin vegin og metin Bæjarfulltrúar á Akureyri vega nú og meta tilboð SH og er áformað að fyrir mánaðamót liggi niður- staða bæjarstjórnarinnar fyrir. Einnig er til skoðunar tilboð ís- lenskra sjávarafurða um flutning höfuðstöðva fyrirtækisins til Akur- eyrar. Þá stendur yfir rannsókn af tveimur óháðum aðilum á áhrifum þess að flytja viðskipti ÚA frá Söl- umiðstöðinni til ÍS. Margir Akureyringar hafa áhyggjur af því að afstaða bæjar- fulltrúanna til þessara tilboða muni að einhverju leyti a.m.k. mótast af pólitík. Er þá horft til þess að framsóknarmenn vilji ýmislegt frekar en hleypa „Kol- krabbanum" inn í atyinnulífið á Akureyri og hins vegar til þess að sjálfstæðismenn hafi ekki mjög mikinn áhuga á að hleypa „fram- sóknarfyrirtækinu" Islenskum sjávarafurðum að viðskiptum Út- gerðarfélagsins. Slík afstaða gæti, ef allt fer á versta veg, hleypt mál- inu í bál og brand innan bæjar- stjórnarinnar og jafnvel leitt til falls meirihlutasamstarfs Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks ef bæjarfulltrúi krata væri ekki sam- stiga framsóknarmönnum í mál- inu. Það er hins vegar ekki sann- gjarnt fyrir fram að ætla bæjar- stjórnarmönnum annað en setja hagsmuni bæjarins og Útgerðarfé- lags Akureyringa ofar öllu slíku. Hlutabréfin á almennan markað? Salan á 53% eignarhlut Akur- eyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akur- eyringa er allt í einu orðin að auka- atriði í málinu öllu og ekki tahð að ákvörðun um sölu á eignarhluta bæjarins verði á dagskrá fyrr en það liggur fyrir hvort SH, sem hef- ur annast sölumál ÚA, annist þau áfram eða hvort þau viðskipti verði flutt til íslenskra sjávarafurða hf. Leiðin til að selja hlutabréf bæjar- ins í ÚA á hæsta verði á almennum markaði hefur nú galopnast og við- mælendur DV eru á einu máli um að fáist farsæl lausn í uppbygging- armálum atvinnultfsins í bænum muni hlutabréfin í ÚA hækka mjög í verði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.