Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNUSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91)563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Er Ögmundur óháður? Alþýðubandalagið í Reykjavík hefur ákveðið að bjóða fram í nafni flokksins og óháðra. Þessir óháðu eru Ög- mundur Jónasson og óskilgreindir fylgismenn hans. Ögmundur á að taka þriðja sætið á þessum lista og ef hann nær kjöri á Alþingi situr hann þar í þingflokki Alþýðubandalagsins sem óháður! Eða svo erokkur sagt. Nú er það spuming ein og sér hvemig menn geti ver- ið óháðir í framboði þegar þeir binda trúss sitt við einn tiltekinn stjómmálaflokk, taka sæti í þingflokki hans og gegna trúnaðarstörfum á þingi og í nafni þingsins á veg- um Alþýðubandalagsins. Alla vega mun það reynast Ögmundi hinum óháða eríitt að sverja af sér hagsmuna- tengshn sem nú em að skapast og munu vera fyrir hendi, þá og þegar hann nær kjöri. Það er enginn óháður sem er háður stuðningi þess þingflokks sem hinn óháði er háður í þingstörfum sínum. Ögmundur Jónasson er formaður í Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja. Hann hefur að sjálfsögðu rétt til þess sem einstaklingur að taka þátt í stjómmálastörfum og gerast virkur félagi í hvaða flokki sem er. Það á sér fordæmi. Það er svo stéttarfélaga hans að ákveða hvort þeir vilja hafa þann mann í forystu í sínum samtökum. Hitt hefur ekki áður gerst að formaður slíkra hags- munasamtaka þykist áfram vera utan og ofan við flokk- ana, á þeirri forsendu að hann sé óháður, en leggi síðan einum tilteknum flokki hð með framboði sínu. Þar með er verið að gefa í skyn að formaður BSRB sé í rauninni að fara fram fyrir hönd BSRB og annarra launþega. En atkvæðin, sem ætlast er th að frambjóðandinn fái, nýtast vitaskuld þeim flokki og þeim flokki einum sem hann leggur nafn sitt við. Þessi tvískinnungur er hvorki Ögmundi né BSRB til framdráttar. Ögmundur Jónasson réttlætir þennan skohaleik með þeim rökum að Alþýðubandalagið standi næst hagsmunum launþega og siðbótin langþráða eigi sér helsta von í skírlífi Alþýðubandalagsins. Ogmundur segir að þjóðfélagið hafi verið notað sem tilraunabú fyrir frjálshyggjuna og fjármagnið flutt frá almenningi th stór- fyrirtækjanna. Ögmundur vhl breyta þessu og „flytja fjármagnið þangað sem þess er þörf‘. í þessu sambandi er það ómaksins vert að rifja upp að Ogmundur var á sínum tíma aðili að fyrirtækinu Svart á hvítu, sem lenti í fjárhagserfiðleikum, og þáver- andi fj ármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, skar Ögmund niður úr snörunni með því að létta veðböndum af húseign hans og láta ráðuneytið kaupa hugbúnað af Svörtu á hvítu. Sá hugbúnaður reyndist ekkert annað en hugarfóstur og skuld Svarts á hvítu var á endanum greidd af fjármálaráðherra með skattpeningum. Kannske er Ögmundur að launa þann greiða? Kannske er Ólafur Ragnar að taka út veðið sem hann átti í Ög- mundi? Er það svona, með þessum aðferðum, sem Ögmundur og Alþýðubandalagið vhja færa fjármagnið þangað sem þess er mest þörf? Launafólk og foringjar þess geta auðvitað gengið í stjómmálaflokka og starfað innan þeirra en það heitir að sigla undir fölsku flaggi að þykjast hvergi nálægt slík- um flokkum koma en ganga þó undir merki þeirra í krafti þeirrar forystu sem viðkomandi einstaklingum hefur verið falin af stéttarfélögum. Hvað segja opinberir starfsmenn um þessa tvöfeldni? Eru þeir allir sammála um að BSRB bindist samtökum við Alþýðubandalagið eitt og sér til að sækja sín réttinda- og baráttumál? Ehert B. Schram Frá uppreisninni í Peking 1989. - „Umheiminum brá sem snöggvast. Svo sleikti hann út um: 1200 milljóna markaður að opnast." Símamynd Reuter Paradísin Ijóta Meðan Maó heitinn var önnum kafínn við að koma á guðlegum óskeikulleika sínum í Kínverska alþýðulýðveldinu fór ýmislegt af- vega í efnahagsstjórn hans. Þá komu jaröbundnari menn til hjálp- ar, einkum maður að nafni Deng Xiaoping. „Það gildir einu hvort kötturinn er hvítur eða svartur, bara ef hann veiðir mýs,“ sagði hann. Með þessa kennisetningu að vopni reisti hann við efnahag landsins. Maó líkaði ekki að Deng Xiaoping skyldi takast það sem honum sjálfum hafði mistekist. Hann féll þrisvar í ónáð. Kötturinn enn Á þessari tíð tóku ýmsir að efast um óskeikulleika Maós. En eigin- kona hans haföi mikla hæfileika til þess að virkja það illa í mann- skepnunni. Hún pískaði upp í ungu fólki ofsatrú á Maó. Síðan sigaði hún því á háa sem lága. Árangur- inn varð undraverður. Með ánauð, pyntingum og morðum tókst að fá alla til að sitja um alla af svo gagn- gerri auðsveipni við náðarógn Ma- ós að enginn var óhultur. Eftir fráfall Maós og nokkra til- þrifalitla milUleUd tók ofannefndur Deng Xiaoping við stjórn og hélt sig enn við kenninguna um köttinn. A næstu árum bárust ótvíræðar orð- sendingar frá Kína til umheimsins: Nú eiga allir Kínverjar að verða ríkir. Alþýða manna safnaðist sam- an á Torgi hins himneska friðar og vildi fá mannréttindi. Deng lét skjóta á hana. Það þýddi: Kínverjar eiga að verða ríkir en ekki frjálsir. Umheiminum brá sem snöggvast. Svo sleikti hann út um: 1200 mUlj- óna manna markaður að opnast. Öfugmælið Hagvöxtur í Kína er nú mestur í KjaHarinn Birgir Sigurðsson rithöfundur heimi og nefndur efnahagsundur. Faðir þessa undurs er Deng Xiaop- ing. Fyrir skömmu brá honum fyr- ir í Sjónvarpinu, níræðum og ör- vasa og umkringdum Kínverjum sem hann hafði gert ríka. Hann hafði heldur ekki gleymt alþýðunni sem hann frelsaöi forðum með fé- laga Maó. íslenskir sjónvarpsá- horfendur urðu þess vísir fyrir skömmu þegar sýnd var heimilda- mynd frá borginni Senzhen. Þar fer fram eins konar tilraun með nútíð og framtíð Kína, nefnd í gríni öfug- mæhnu kapítalískur kommúnismi og þar er útungun stórgróðans hröðust á jörðinni. í þessari paradís blómstrar gjör- spillt yfirstétt sem Maó og Deng og félagar gátu af sér. Og fyrir hana og erlenda fjárfesta vinnur alþýða manna í auðsveipni kynslóðanna íjórtán tíma á dag alla daga vikunn- ar. Hún fær tvö þúsund krónur á mánuði eða svo og hefur engin mannréttindi. „Þetta venst,“ segir hún. Erlendir fjárfestar hlæja gleði- hlátrum yfir að hafa fengið þetta hræódýra og vel tamda vinnuafl að léni fyrir framleiðslu sína. Brátt mun þessi paradís verða í öllu land- inu og harmsaga kínverskrar al- þýðu lengjast enn. Stjórnmála- menn umheimsins segja: Mann- réttindi aukast með auknum sam- skiptum. Þeir láta sem þeir viti ekki að á þessu nútímaþrælahaldi er kínverska efnahagsundrið grundvallað. Þannig fórna þeir mannréttindum 1/5 hluta jarð- arbúa í félagi við arftaka Maós og Dengs og magna upp öflugasta al- ræðisríki heims. Og hvað um íslendinga? Þeir „vilja auðvitað verða virkir þátt- takendur í þessu ævintýri og fá sína sneið af kökunni," segir Bjöm Bjarnason alþingismaður. Birgir Sigurðsson „Erlendir ijárfestar hlæja gleðihlátrum yfir að hafa fengið þetta hræódýra og vel tamda vinnuafl að léni fyrir fram- leiðslu sína. Brátt mun þessi paradís verða í öllu landinu og harmsaga kín- verskrar alþýðu mun lengjast enn.“ Skoðanir annarra Kjarasamning fyrir miðjan febrúar „Því miður heyrast raddir í þessu þjóðfélagi sem virðast því nánast fylgjandi aö til átaka komi á vinnu- markaði og sjá sér jafnvel hag í því að etja saman launþegahreyfingunni og vinnuveitendum og ýta mönnum út í harðvítugt verkfall.... Til að koma í veg fyrir þetta verða því samtök launamanna innan Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasam- bands íslands að koma sér saman um nýjan kjara- samning fyrir miðjan febrúar." Páll Kr. Pálsson framkvæmdastj. í Mbl. 24. jan. Viðunandi fjárhagsstaða heimila „Þrátt fyrir að íjárfesting heimila hafi virst íjár- mögnuð nær einvörðungu með lánsfé árið 1994, er reiknað með að hreinn sparnaður verði nokkru meiri en árin 1992 og 1993. ... Fjárfesting heimila í heild verður að teljast vel viðunandi. Heildareignir þeirra, að meðtöldum innistæðum í lífeyrissjóðum, eru metnar á hátt í þúsund milljarða króna en til frádráttar eru skuldir við lánakerfið, sem era áætlað- ar um 290 milljarðar króna.“ Kristjón Kolbeins viðskiptafr. i Vísbendingu 19. jan. Sameiningarflokkur félags- hyggjumanna? „Átök Þjóövaka og allaballa era farin að minna dálítið á baráttu maóistahópa í framhaldsskólunum á áttunda áratugnum.... í dag keppa menn um það hver sé hreinasti, sannasti og rétttrúaðasti samein- ingarflokkur félagshyggjumanna. Er það Þjóðvak- inn, Alþýðubandalagið eða jafnvel Alþýðuflokkur- inn?. Það skyldi þó aldrei vera að niöurstaðan yrði eins í dag og hjá marx-lenínistunum á sínum tíma: rifrildin voru vissulega fjörug milli hópanna, en það höfðu bara engir aðrir en innvígðir áhuga á þeim.“ Garri í Tímanum 24. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.