Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 Spumingin Lesendur ingur neytenda Samhugur og f réttaf lutningur Hver verður bikarmeistari í handbolta? GATT og ávinn- Jóhann Karl Hermannsson: Valur. Ragnar skrifar: Nokkuð hefur borið á því að þeir sem fram hafa komið í umræðu um voðaatburðina í Súðavík og á Reykj- hólum haldi því fram að fjölmiölar hafi farið of geyst í flutningi af frétt- um og viðtölum við fólk. Þetta skipt- ist þó í tvö horn og finnst mér meiri- hluti þeirra sem rætt hefur verið við ekki sjá verulega agnúa á þessum fréttaflutningi. - Það er hins vegar að vonum að menn greini á í afstöðu sinni um hvernig taka eigi á svona málum og engar reglur eru til um hvemig standa eigi að fréttum um slys og vá. Verður heldur ekki séð hvernig eða hvort yfirleitt eigi að setja sér einhverjar reglur þar um. Mitt álit er aö hér hafi í flestu ver- ið vel að verki staðið hjá öllum fjöl- miðlum landsins. Auðvitað má ræða eitt og eitt tilvik, einstaka spurning- ar. En ef rangt hefur verið spurt sýn- ir þaö varla annað en einlægan og falslausan vilja til að dreifa vitneskju til landsmanna. Varla verður neinn fréttamaður á þessum dögum ásak- aður um að hafa vísvitandi þjarmað að hinum syrgjandi eða sent frá sér ósæmilega tilkynningu frá slysstöð- unum. í það heila tekið finnst mér að það hafi einmitt verið hinn nákvæmi fréttaflutningur og návígi þjóðarinn- ar við hörmungarnar með hjálp fjölmiðla sem hafi þjappað lands- mönnum saman í órofa heild og myndað þann samhug sem svo greinilega myndaðist hjá þjóðinni allri. - Þessi samhugur er enn ríkj- andi og verður svo lengi sem þessa atburðar verður minnst. Óskandi væri að við gætum staðið svo þétt saman um hin smærri en oft þýðing- armiklu mál sem varða þjóðina alla. Árdís Hrafnsdóttir: Skagamenn. íris Hervör Sveinsdóttir: Skaga- menn. Haukur Sigurðsson: Afturelding. Þjóðvakinn á ystu nöf Sigurður Þórðarson skrifar: Eg er ekki viss um að almenningur hér á landi hafi gert sér nægilega grein fyrir þeim mikilsverða ávinn- ingi sem þjóðir heims hlutu með því að staðfesta GATT-samninginn. Nú erum við íslendingar meðal stofnað- ilanna og það þýðir einfaldlega að íslenskar útflutningsvörur njóta lægri tolla í ýmsum viðskiptalöndum okkar. Á sama hátt munu íslending- ar þurfa að lækka sína tolla á inn- fluttum vörum og þá ekki síst á mat- vörum sem hér hafa verið mjög hátt verðlagðar gegnum árin. En þá kemur babb í bátinn. - ís- lendingar virðast ekki ætla að fara eftir hinum nýja samningi nema að litlu leyti. Það á sem sé að setja hér upp tollmúra að gamla laginu og það ekki litla. Á flestar innfluttar mat- vörur, sem helst mátti vænta góðs af til verðlækkunar, á að setja tolla sem nema hvorki meira né minna en nokkrum hundraðshlutum. - Gleggsta dæmið er af erlendum kjúklingum sem á að leggja á milli 400 og 500% toll á! Varla þarf að taka fram að þessi fyrirhugaði tollur brýtur í bága við áöurnefndan GATT-samning. Og það er hér sem almenningur hér á landi staldrar við og hugsar sitt. Eru ís- lensk stjórnvöld þá á móti verðlækk- un á matvælum eftir allt? Eru stjórn- Með þvi að lækka verð á nauðsynjavörum er hægt að koma á sæmilegum friði um kaup og kjör í landinu, segir m.a. í bréfinu. völd að verja minni hagsmuni fyrir meiri með því að neita að horfa á staðreyndir, sem blasa við, og byrja að brjóta ákvæði GATT-samningsins að nýgerðu samkomulaginu? - Ætlar Alþingi íslendinga að vinna gegn hagsmunum almennings með gróf- um viðskiptalagabrotum? íslenskir stjórnmálamenn verða að skilja það að eingöngu með því að lækka verð á nauðsynjavörum verð- ur hægt að koma á sæmilegum friði um kaup og kjör í landinu. Ef menn hafa ekki til hnífs eða skeiðar, hve hátt kaup sem samið er um, þá þýðir heldur ekki að halda áfram með við- ræður á vinnumarkaðinum um eitt eða annað. Það er þó verið að ræða kaup og kjör til að verja hagsmuni fólkins, að maður hélt. Guðfinnur Finnbogason skrifar: Litlu munaði að Þjóðvakinn, hreyf- ing Jóhönnu Sigurðardóttur og nokkurs hóps fólks, sem ekki hefur hlotið þá upphefð í þjóðfélaginu og það sjálft telur sig verðskulda og fylgir því henni að málum, yrði sér til minnkunar í þeirri dimmu viku dapurra tíðinda sem nýliðin er. - Alveg fram á miðvikudagskvöld hinn 18. janúar sl. auglýsir Þjóðvaki kynn- ingarfund í Reykjaneskjördæmi, sem átti að vera degi síðar. - Þetta er að gerast löngu eftir að önnur stjórn- málaöfl höfðu aflýst öllum fundum á sínum vegum í kjölfar hinna hræði- legu atburða í Súðavík að morgni Fundur hjá „hreyfingu fólksins", Þjóðvaka. þess 16. þ.m. Framsóknarflokkurinn, sem hafið hafði nær því þriggja mánaöa kosn- ingabaráttu, og jafnvel hin herskáu samtök kennara aflýstu öllum fund- um sínum samstundis. Öll samtök aflýsa fundum og öðrum mannfagn- aði tafarlaust nema samtökin Þjóð- vaki. Fundinum í Reykjaneskjör- dæmi er ekki aflýst fyrr en sama dag og hann á að halda, þann 19. janúar. „Hreyfingu fólksins" nefnir Jó- hanna samtök sín. - í fjármálaheim- inum er oft talaö um viðmiðunar- gengi. Skyldi mat Jóhönnu og við- miðunargengi á kjörum fólks á ís- landi enga breytingu hafa tekið við þessa válegu atburði? En á meðan allt þetta gengur yfir auglýsa samtök Jóhönnu fundi um réttláta skiptingu þjóðartekna. Er nema von að manni gremjist. - Getur ekki hugsast að Jóhanna Sigurðar- dóttir og margir aðrir stjórnmála- menn þyrftu nú að koma til sjálfs sín á nýjan leik og skilgreina stefnumál sín upp á nýtt í kjölfar slíkra at- burða? Byrja á því að spyrja sig nokkurra einfaldra spurninga, þ.á m.: Hvað eru góð og slæm kjör, góðar og slæmar aðstæður, og hvað er að búa við velgengni og öryggi? Ólafur Páll Gunnarsson: Ekki Skaga- menn þetta árið. Birgir Brynjólfsson: Náttúrlega Val- ur. Hringið í síma 563 2700 milli kl. 14 og 16 - eða skriffð » * DV Kassakvittanir fylgi Ásdis hringdi: Ég er þess fullviss að fjármála- ráðherra og hans fólk er ekki nærri nógu vakandi yfir því aö öllu sé til skila haldið varðandi virðisaukaskattinn. Á veitinga- húsum, jafnt og í ýmsum verslun- um, verður maður var við að kassakvittanir eru ekki sjálfsagð- ar í viðskiptum. Um þær þarf að biðja. Þetta eru ekki réttlætanleg- ir viðskiptahættir og engan er þar verið að svíkja meir en þig sjálfan þegar þú ferö þannig út úr við- skiptunum. - Þig og þjóðfélagið. Fólkiðflýrflóðin Friðjón skrifar: Þaö er engin furða þótt fólk vilji flýja flóðin ógurlegu þar sem þeirra er von. Það stoðar lítt fyrir stjómmálamenn að benda á ágæta höfn, góð fiskimið og ann- að í þeim dúr á þeim stöðum sem ógnirnar eru yfirvofandi. Fólkið verður sjálft að velja. En það má ekki hvetja það til dáða á röngum forsendum. Enginn hvalur, enginn hákarl! Bjössi hringdi: Ég álpaðist inn í matvöruversl- un eina nýlega til að kaupa mér einn þorrabakka, svona rétt til að taka forskot á sæluna. Bakk- inn kostaði rúmar 800 krónur og átti víst að nægja fyrir tvo. Það gerði hann nú engan veginn, því aðeins var í honum eitt stykki svinasulta (ekki sviðasulta) og lít- ið af öðru. Og enginn hvalur og enginn hákarl! Hafl þetta hins vegar átt að vera fyrir einn, var þetta æði dýr þorrabakki. Ég hvet fólk til aö kanna vel og vandlega hvað þorrabakki verslana inni- heldur því það er ótækt að selja bakkana á slíku verði og fá ekki allt sem þorramat tilheyrir. Lýður kominn íLágmúlann Einar Gunnarsson skrifar: Ég hef síðustu áratugi látið klippa mig hjá sama rakrarnum, honum Lýð í Nóatúninu, og sem þar áður var í húsi Eimskips í Pósthússtræti. Nú ætlaöi ég að ganga beint að minni rakara- stofu, hjá Lýð í Nóatúninu, rétt eftir áramótin en þá var hann fluttur og mundi ég ekkert eftir hvert hann hafði flutt. Góðviljað- ur maður sem ég hitti sagöi mér að nú væri rakarastofa Lýðs flutt í Lágmúla 7 og létti mér mjög við að vita hið rétta heimilisfang. - Þetta vildi ég upplýsa ef einhver lúnna mörgu gesta sem Lýður snyrtir vissi ekki. Furðulegur feluleikur Sveinn Jónsson skrifar: Á undanfórnum áratugum hef- ur þjóðin orðið vitni að furðuleg- um feluleik ákveðins stjórnmála- flokks. Flokks, sem gefið hefur sjálfum sér ýmis nöfn, eða eitt- hvað í líkingu við skáldið sem orti um reiðhross sitt: Vakri Skjóni hann skal heita/honum mun ég nafnið veita/þó að meri það sé brún, - Á svipaðan hátt hefur ofangreindur flokkur kall- að sig; Kommúnistaflokk íslands, Sameiningarflokk alþýðu - Sós- íalistaflokk og síðast Alþýöu- bandalag. Og i hvínandi haúærí ætlar hann enn að breyta til og bæta viö sig orðinu „óháðir". Hætt er við að niðurstaðan verði svipuð og hjá leifum Borgara- flokksins, sem í öngum sinum tók upp á að kalla sig „óháða".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.