Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Page 24
40 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 L E I K U R I N N Sviðsljós Courtney Love: Dæmd til að vera þæg og góð Courtney Love í glæsilegri múnderingu fyrir utan dómhúsið í Melbourne í Astralíu þar sem hún var dæmd til að sitja á strák sinum í heilan mánuð. Bandaríska rokksöngkonan fékk aldeilis að finna fyrir því í Ástralíu um helgina að það borgar sig ekki að móðga flugfreyjur. Dómari í Melbourne fyrirskipaði henni nefni- lega að haga sér skikkanlega í einn mánuð fyrir shkt uppátæki, nokkuð sem gæti reynst þessari skapmiklu konu eríitt. Málsatvik voru þau að Courtney og hljómsveitin hennar, Holan, eru á ferðalagi um Ástralíu. í flugi milh borganna Brisbane og Melbourne setti Courtney fæturna upp á vegg í vélinni til að lina þjáningar í baki. Umræddri flugfreyju var ekkert um svona gefiö og fyrirskipaði henni að taka bífumar niður. Við það reiddist Courtney, bölvaði freyju en hlýddi samt. Courtney var klædd í þröngan kjól, svartan, jakka og með pinnahæla á fótunum þegar hún kom fyrir dómar- ann. Eins og alhr vita var stúlkan gift popparanum Kurt Cobain úr Nir- vana sem skaut sig í fyrra. Gítarsniilingurinn Eric Clapton ætlar að gera stofusniUingunum sem blunda í okkur öllum kleift að leika á svipaö hljóðfæri og hann sjálfur gerði á Unplugged- plötunni sinni. Hann er því kom- inn í samstarf viö gítarafyrirtæk- ið Martin og hefur teiknað fyrir þaö gítar. Aðeíns veröur selt 461 eintak á ári, hvert og eitt númer- að og áritað af goöinu sjálfu. Tom Arnold al- veg í rusli Nei, nei. Ég meinti það ekki þannig. AUs ekki. Tom langar bara til að leika mslakarl, eða sprphirði, í væntanlegri kvik- mynd sem heitir því góða nafni G-Man, sem á íslensku gæti út- lagst sem R-kaUinn. Sorphirðir- inn í myndinni hefur óvenju- sterkan og þroskaðan hægri fót. Þaö verða þvi örlög hans að taka vítaspyrnur fyrir ruðningsliðið Chicago Bears. hörkutól Christian Slater er einn af þess- um ungu og efnilegu í Holly wood, ekki kannski neinn rosalegur töffari. Nú á hins vegar að bæta úr því, þar sem allt bendir til að Stjáni muni leika boxarann Vinny Pazienza í ævisögulegri bíómynd. Það var Vinny sjálfur sem kom aö máli við Slater eftir að hafa rætt við ekki ómerkari menn en Eric Roberts og Matt Dfflon. bIlarettÍngar SPRAUTUN waTnli Auðbrekku 14, sími 64 21 41 msriiEd Sími 99-1750 Vcrð kr. 39,90 mínútan Dregið daglega og gjafakort með uttekt á þrem myndbands- spólum frá Bónus- vídeó fyrir þá heppnu! Munið að svörin við spurningunum er að finna í blaðauka DV um dagskrá, mynd- bönd og kvikmyndir sem fylgdi DV síðasta nmmtudag. BÚHUSVlDEÚ Nýbýlavegl 16 sími 564-4733 Opið virka daga frá 10-23.30 - laugard. og sunnud. frá 12 - 23.30 Uma Thurman þótti standa sig með afbrigðum vel í Reyfara Quentins Tarantinos þar sem hún fékk að sötra sjeik á bar. Nú hefur hún fallist á að glima viö enn vandasamara og viðameira hlutverk en bófafrúna hjá Quentin, nefnilega hlutverk þýsku söng- og leikkonunnar Marlene Dietrich í nýrri mynd eftir Louis Malle hinn franska. Handrit myndarinnar er byggt á bók eftir einkadóttur Marlene. Myndin spannar næstum sextíu ár í lífi leikkonunn- ar dáðu, frá árinu 1935, þegar hún lék í myndinni Djöfullinn er kona eftir Joseph von Sternberg, til ársins 1992 þegar Marlene Dietrich lést á heimili sínu i París, níræð að aldri. Jamie Lee Curtis í nýrri mynd: Krakkarnir lappa upp á hjónaband foreldranna Jamie Lee Curtis er búin að tryggja sér aðalhlutverk- ið í nýrri gamanmynd, House Árrest, eða í stofufang- elsi, undir stjóm Harrys Winers og eftir handriti Micha- els Hitchcocks. í stofufangelsi segir frá krakkahópi sem lokar foreldra sína, sem eru um þáð bil að skilja, niðri í kjallara á heimili sínu á meðan þeir reyna að finna lausn á hjóna- bandseijum þeirra. Fljótlega kvisast út um hverfið hvað er á seyði í kjallar- anum og ekki líður á löngu áöur en aðrir krakkar koma með foreldra sína sömu erinda. Úr verður svo ein alls- herjar sálarkreppumeðferð. Jamie Lee Curtis er hagvön gamanmyndaleikkona, samanber Fiskinn Wöndu og Sannar lygar meö Arnold vöðvafjalli. Og talandi um Wöndu; ákveðið hefur verið að gera framhaldsmynd og fer Jamie Lee beint úr stofu- fangelsinu í fiskabúriö. Jamie Lee Curtis finnst gaman að vera skemmtileg. Til heiðurs Fellini Þessa dagana stendur yfir í Róm risastór sýning tii minning- ar um hinn látna ítalska kvik- myndameistara Federico Fellini. Sýningin var opnuð við hátíðlega athöfn á 75 ára afmæli snillings- ins sem lést 31. október 1993. Ýmsir munir úr einkaeign Fellin- is, svo og búningar úr myndum hans og hundruð ljósmynda, eru á sýningunni sem fyllir tvo stóra sali. Sýningunni lýkur 26. mars. 9 9 • 1 7 • 5 0 Verð kr. 39,90 mín. Dregið daglega og stjömumáltíð fyrir tvo frá McDonald’s fyrir þá heppnu! Munið að svörin við spumingunum er að finna í blaðaukanum DV-helgin sem fylgdi DV síðasta fóstudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.