Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 íþróttir Reyklaust KA-heimili - stefnt að reyklausum íþróttahúsum Aöalstjórn Knattspyrnufélags Akureyrar samþykkti í síöasta mánuði að félagsheimili KA yrði reyklaus staður frá áramótum að telja. Ákvörð- unin tekur til allra húsakynna félagsins. Eitt af markmiðun KA er að skapa félagsmönnum sínum og þeim öðrum sem í heimilið koma eins heilsusamlegt og aðlaðandi umhverfl og kostur er og er þessi samþykkt liður í þeiri viðleitni. Með reyklausu félagsheimili er stigið skref í þá átt, jafníramt því að bæta móttöku viðskiptavina og annarra sem erindi eiga viö KA-heimilið. Undantekningar frá þessari samþykkt eru gerðar ef haldnar eru sérstak- ar skemmtanir á vegum KA og ef félagið leigir húsnæöið við sérstök tækifæri til annarra aöila. Sigurður Magnússon, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir þessa samþykkt aðal- stjórnar KA þá fyrstu sinnar tegundar sem hann hafi spurnir af, en á fyrri hluta ársins 1994 tók ÍSÍ höndum saman við heilbrigðisráðuneytið um að stefnt yröi að því aö gera öll íþróttahús og félagsheimili landsins reyklaus. Knattspyrna: Wohlfarth féll á lyfjaprófinu Roland Wohlfarth knattspyrnu- maður, sem leikur með þýska úrvals- deildarliðinu Bochum, liði Þórðar Guðjónssonar, er fallinn á lyíjaprófi. Wohlfarth féll á lyfjaprófl sem hann gekkst undir á innanhúss- knattspyrnumóti sem fram fór í Leipzig fyrr í þessum mánuði. Wo- hlfart, sem er fyrram landsliðsmað- ur Þjóðverja og lék um árabil með Bayern Múnchen, hefur verið dæmd- ur í tímabundiö keppnisbann. • Roland Wholfarth féll á lyfjaprófi og var dæmdur í ótímabundið bann. NBA-deildin 1 körfuknattieik 1 nótt: Pippen rekinn í bað - Robinson skoraði sigurkörfu San Antonio í lokin í Chicago David Robinson tryggði San An- tonio sigur í Chicago í nótt, 102-104, þegar rúm sekúnda var eftir af fram- lengingu. Chicago var 1 sókn og gat tryggt sér sigurinn, en missti boltann og „Aðmírállinn" skoraði auðvelda körfu. Scottie Pippen hjá Chicago var rtjkinn af leikvelli þegar 3 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, lét þá öll- um illum látum og félagar hans urðu að draga hann til búningsklefans! Úrslitin í nótt: New York - Portland.........105-99 Starks 26, Ewing 25 - Orlando - Boston............110-97 Shaq 31/15 - Radja 29, Douglas 17. Miami - Indiana.............107-96 Owens 19/12, Geiger 18 - Detroit - Philadelphia...116-105 Houston 32 - Mills 28. Chicago - San Antonio.....102-104 - Robinson 30. Milwaukee - Houston...... 99-115 Conlon 21, Robinson 20, Day 20 - Olajuwon 31, Maxwell 25. Minnesota - Phoenix...... 85-100 Rider 26, Rooks 18/11 - Barkley 18/11, Johnson 17, Green 13. Golden State - New Jersey. 93-106 - Gilliam 26/13, Morris 13/14. Sacramento - Dallas.......110-109 Richmond 32, Williams 18, Grant 18. Seattle-Denver............111-89 Kemp 19, Payton 16 - Abdul-Rauf 27. Tvær framlengingar hjá Sacramento og Dallas Leikur Sacramento og Dallas var tví- framlengdur og þaö voru aðeins 4/10 j úr sekúndu eftir þegar Walt Williams || skoraði sigurkörfu Sacramento. Ellefu stig frá Patrick Ewing í || fjórða leikhluta tryggðu New York [|| sigurinn á Portland. Hakeem Olajuwon bætti um betur og skoraði 20 stig í fjórða leikhluta þegar Houston vann góðan sigur í Milwaukee. Leikmenn Boston réðu ekkert við H Shaquille O’Neal sem skoraði 31 stig Pal og tók 15 fráköst fyrir Orlando. unt Tennisínótt: Auðvelt hjá Agassi Andre Agassi vann auðveldan sigur á Rússanum Jevgeni Kafelnikov í 8-manna úrshtum á opna ástralska meistaramótinu í tennis í nótt. Allt stefnir nú í úrslitaleik milh hans og Pete Sampras, sem vann frækinn sigur á Jim Courier i gær eftir að hafa tapaö tveimur fyrstu settunum. Leikurinn tók fióra klukkutíma. Sampras þarf þó áður aö sigrast á Micha- el Chang. Agassi mætir sigurvegaranum úr leik Aarons Kricksteins og Jaccos Eltinghs. Átta manna úrslitin í nótt og gær fóru sem hér segir: Karlar: Michael Chang (Bandaríkjunum) - Andre Medvedev (Ökraínu) ....7-6,7-5,6-3 Pete Sampras (Bandar) - Jim Courier (Bandar)..6-7,6-7,6-3,6-4,6-3 Andre Agassi (Bandar.) - Jevgeni Kafelníkov (Rússlandi).6-2,7-5,6-0 Konur: Conchita Martinez (Spáni) - Lindsay Davenport (Bandar.) .6-3,4-6,6-3 Mary Pierce (Bandaríkjunum) - Natalia Zvereva(Hvíta-Rússlandi).....6-l, 6-4 Arantxa Sanchez Vicario (Spáni) - Naoko Sa wamatsu (Japan)...6-1,6-3 Marianne Witmeyer (Bandar.) - Angelica Gavaidon (Mexíkó)...,.6-1,6-2 í kvöld Handbolti - Nissandeildin: Valur-KA.... 20.00 Haukar-KR 20.00 Handbolti - 1. deild kvenna: Valur-.FH 18.00 Haukar - Fylkir 18.15 Fram - Stjarnan 20.00 Víkingur-ÍBV. 20.00 Handbolti - 2. deild karla: Grótta - Breiðablik ...20.00 Körfubolti - DHL-deildin: Snæfeli - Akranes 20.00 Þór - Skallagrímur 20.00 Blak - bikarkeppni karla: IS - Þróttur, R 20.50 Blak - bikarkeppni kvenna: HK-Víkingur...............18.30 NBA-deildin í körfuknattleik: • í nótt fara fram 5 leikir í NBA- deildinni. AÍlt um þá í DV á morg- un. • Ástþór Ingason, fyrirliöi Njarðvíkinga, til vinstri, og Guðmundur Bragason, fyrirliði Grindvíkinga. Annar hvor hampar bikarnum eftirsótta í körfunni um næstu helgi. DV-mynd ÆMK íþróttafélagið Hamar í Hveragerði leitar eftir þjálfara fyrir 5., 6. og 7. flokk í knattspyrnu. Um er að ræða starf frá 1. febrúar til 31. ágúst. Áhugasamir vinsamlega hafið samband í síma 98-34410 alla laugardaga kl. 10-17. Einnig vantar okkur þjálfara fyrir meistaraflokk karla frá og með 1. mars. Stjórn knattspyrnudeildar Hamars NISSAN-DEILDIN ÍH - KR í kvöld kl. 20.00 í íþróttahúsinu v/Strandgötu Haukamenn, fjölmennum og styðjum strákana. Áfram ÍH!!! Bikarúrslit Njarövlk - Grindavlk: „Áberandi bestu liðin í dag“ Ægir Már Karason, DV, Suöumesjum: Mikill áhugi er fyrir úrslitaleik Njarðvíkinga og Grindvíkinga í bik- arkeppni KKÍ í karlaflokki sem fram fer í Laugardalshöll klukkan 16 á laugardaginn. Menn eru sammála um að þarna mætast tvö af bestu lið- um landsins enda tróna þau á toppi A og B riðils DHL-deildarinnar. Liðin áttust viö í DHL-deildinni um síðustu helgi og þá höfðu Njarðvíkingar bet- ur og nú vilja Grindvíkingar hefna ófaranna. DV spjallaði við fyrirliða liðanna í gær en efnt var til blaða- mannafundar í Bláa Lóninu. „Ég á von á skemmtilegum leik. Við ætlum að leggja allt í sölurnar og standa okkur vel. Þetta verður mikill baráttuleikur og bæði liðin eiga eftir að gera mikið af mistökum eins og alltaf í svona úrshtaleikjum. Njarðvíkingar eru með breiðan hóp og lítið er um veikleika hjá þeim. Það þarf því að stoppa menn í öllum stöð- um og við megum aldrei slaka á. Til að sigra þurfum við að spila sem eitt lið og leika hraðan körfubolta," sagði Guðmundur Bragason, fyrirliði Grindvíkinga. „Þetta verður meiri háttar skemmtun. Það er ekki spurning að þetta verður erfiöur leikur. Grinda- víkurhðiö er að mínu mati það lið sem stendur okkur næst og þetta era áberandi bestu liðin í dag. Við þurf- um að ná toppleik til að sigra. Þeir .era með margar þriggja stiga skyttur og með besta leikmann á síðasta ári, Guðmund Bragason, undir körfunni. Ég vil meina að okkar styrkur sé lið- ið sjálft en við erum með mjög góðan 10 manna hóp,“ sagði Ástþór Inga- son, fyrirliði Njarðvíkinga. Naumur sigur KR-stúlkna Einn leikur var í gærkvöld í 1. deild kvenna í handknattleik. Ármann tók á móti KR í Laugardalshöllinni. KR fór með sígur af hólmi í jöfnum ogspennandi leík, 16-18. Staöan í leikhléi var 8-8. Mörk Ármanns: Svanhiidur 4, Irina 4, Guðrún 3, Ellen 2, Ásta 2, María 3. Mörk KR: Brj’nja 7, Sigurlaug 4, Helga 2, Selma 2, Valdís 1, Erla 1. ■■ Taglið þýddi leikbann Grískur knattspymudómari hefur verið settur í þriggja ieikja bann fyrir að binda hár sitt í tagl í 1. deildar leik fyrirskömmu. / ; ' ' Albert frá í 6 mánuði Philippe Albert, hinn snjalli belgíski knattspymumaöur, sem leikur með Bikarúrslit Ke: „Dagsfor skipta mi Ægir Már Karason, DV, Suðumesjum: KR og Keflavík leika til úrslita í bikar- keppni kvenna í körfuknattleik klukkan 13.30 á laugardaginn og fer leikurinn fram í Laugardalshöll. Eins og hjá körlunum er búist viö hörkuleik. „Leikurinn leggst vel í okkur og þetta er sá leikur sem við erum búnar að bíða eftir síðan við unnum undanúrslitaleikinn. Þetta veröur mjög erfiður leikur. Við verðum að stöðva þeirra leikreyndustu leikmenn, Önnu Maríu og Björgu, en við megum samt ekki gleyma ungu stelpunum í liðinu. Við eigum góðan möguleika náum viö upp sterkum varnarleik," sagði María Guð- • María Guðmundsdóttir, fyrirliði KR, tii v Keflavikur, sjást hér meö bikarinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.