Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 15 Fækkun þingmanna „Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja hvernig unnt ætti að vera að sinna öllu þessu starfi á sómasamlegan hátt yrði þingmönnum fækkað, enda eigum við fullt 1 fangi með það eins og er.“ Til þess að sinna þvi alþjóðastarfi sem við erum aðilar að þurfum við öflugt lið á Alþingi íslendinga, segir m.a. i grein Kristínar. Hugmyndir um fækkun þing- manna stinga upp kolli öðru hverju. Nú síðast hafa hin nýju samtök Þjóðvaki kynnt það sem eitt af sín- um helstu baráttumálum að þing- mönnum verði fækkað. Ekki veit ég hvað býr að baki, hvort um er að ræða vanþekkingu á störfum þingsins eða hvort menn eru ein- faldlega að flagga spamaðarhug- mynd sem líkleg er til vinsælda. Svo mikið er víst að hugmyndir um að fækka kjömum fulltrúum fólksins í landinu eru hvorki lýð- ræðinu í hag né í takt við það sívax- andi starf sem hleðst á þingmenn vegna alþjóöasamskipta, sem við erum aðilar að, hvað þá ef hugsað er til allra þeirra umfangsmiklu lagabreytinga sem fram undan éru vegna alþjóðasamninga og breyttra þjóðfélagshátta. Alþjóðasamstarf þingmanna A lýðveldistímanum hafa íslend- ingar gerst aðilar að íjöldamörgum alþjóðasamtökum og koma þing- menn að störfum þeirra flestra á einn eða annan hátt. Evrópuráðs- þingið hittist íjórum sinnum á ári eina viku í senn og þess á milli eru haldnir nefndarfundir oftast einu sinni í mánuði. Norðurlandaráðs- þingið hittist núorðiö tvisvar á ári, auk nefndarfunda. í tengslum við Ráðstefnuna um samvinnu og ör- yggi í Evrópu eru haldnir þing- mannafundir. Þingmenn EFTA-ríkjanna hittast oft á ári, nú ásamt þingmönnum frá ESB, og þingmenn NATO-ríkjanna hittast reglulega. íslenskir þing- menn eru aðilar að Alþjóða þing- mannasambandinu og Vestnor- ræna þingmannaráðinu. Þing- menn kynna sér störf Sameinuðu þjóðanna, þing mismunandi landa Kjallariim Kristín Ástgeirsdóttir þingkona Kvennalistans skiptast á heimsóknum og kynn- ingum, auk þess sem einstakir stjórnmálaílokkar eru í samtökum systurflokka og fleira mætti telja. Nánast í hverri einustu viku eru þingmenn á fundum eða á þingum erlendis þótt viö önnum ekki nema hluta af því sem okkur ber að sinna. Hver á að sinna starfinu? Sannleikurinn er sá að við höfum afar takmarkað fjármagn til að sinna alþjóðasamstarfi og ræktum það alls ekki nægjanlega vel. Til dæmis getum við sem erum fulltrú- ar á Evrópuráðsþinginu ekki sótt nema brot af þeim fundum sem okkur ber að sækja vegna fjár- og tímaskorts. Evrópuráðið fjallar m.a. um mikilvæg mannréttinda- mál, menningarmál, umhverfismál og samskipti Evrópuríkja. Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja hvernig unnt ætti að vera aö sinna öllu þessu starfi á sómasam- legan hátt yrði þingmönnum fækk- að, enda eigum viö fullt í fangi með það eins og er. Við yrðum einfald- lega að hætta í einhverjum þessara samtaka. Er meiningin aö fela embættis- mönnum og ráðherrum nánast öll samskipti við stjórnmálamenn annarrá landa eða er málið bara vanhugsað? Er það ekki hlutverk þingmanna að fylgjast með því sem gerist í kringum okkur, móta stefnu og að setja ríkisvaldinu þær leikreglur sem vinna ber eftir? Öflugt lið þingmanna Það þarf auðvitað að vega og meta hversu mikilvægt alþjóða- samstarfið er okkur. Hvað höfum við til málanna að leggja, hvað get- um við lært og borgar sig að eyöa tíma og fjármunum í slíkt sam- starf? Hveiju getum við annaö? Að minum dómi eigum viö að efla sam- starf við aðrar þjóðir og leyfa straumum menningar, vísinda, viöskipta, mannréttinda og stjórn- málastefna að leika um landið, án þess að afsala okkur réttinum til að móta eigin framtíð eins og viö myndum gera með aðild að Evr- ópusambandinu. Ótti við einangrun er ástæðulaus ef við sinnum því alþjóðasamstarfi sem við erum aðilar að, þar með talið samstarf þingmanna, en til þess að gera það þurfum við öflugt lið á Aþingi Islendinga. Kristín Ástgeirsdóttir Breytt vinnubrögð í Reykjavík Síðasta vor háðu stuðningsmenn núverandi borgarstjórnarmeiri- hluta kosningabaráttuna undir kjörorðinu „Við viljum breyta“. Þar kom fram krafa um breytta stjórnarhætti í Reykjavik. Smátt og smátt eru nú breyttir stjórnar- hættir að koma í ljós. Nú er farið að leita til borgarbúa um álit og samráð í borgarmálefnum. Reykjavík menningarborg Evrópu Borgaryfirvöld hafa unnið að því frá í vor að kanna möguleika á því að Reykjavík verði útnefnd Menn- ingarborg Evrópu árið 2000. Það er Evrópusambandið sem veitir einni eða tveimur borgum þennan titil árlega. Ráðherraráö þess velur borgina úr tilnefningum. Frá 1990 hafa borgir í ríkjum utan Evrópu- sambandsins getað sótt um að verða útnefndar. Umsóknarfrestur fyrir þær borgir sem sækja vilja um að verða útnefndar árin 2000 og 2001 rennur út í júní í sumar. Verði Reykjavík valin menning- arborg gæti það haft afgerandi áhrif á menningarlíf, ferðaþjón- ustu og atvinnulíf í borginni. Það hefur verið reynslan í þeim borg- um sem borið hafa titiUnn Menn- ingarborg Evrópu. Leitaðtil listamanna Vegna undirbúnings fyrir menn- ingarborgarumsóknina og til aö auka áhrif borgarbúa á stjóm og stefnu- KjaUariim Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir varaþingmaður fyrir Reykavíkurkjördæmi mörkun í borginni var haldið mál- þing um menningu í Ráðhúsinu í þessum mánuði. Að því stóðu Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og menningarmálanefnd borgarinn- ar. Þar voru kvaddir til fulltrúar hópa listamanna og þeir hvattir til að segja áht sitt og koma með tillögur um það sem betur mætti fara í menn- ingarmálum hjá Reykjavíkurborg. í máli frummælenda kom fram mikil ánægja með að fá tækifæri til að vera með í ráðum. Það eru nýmæli í stjóm borgarinnar. Á þinginu komu fram mjög at- hyglisverðar hugmyndir og tillög- ur um úrbætur sem vert er að gefa gaum. Meðal þeirra er hugmynd sem Ásdís Thoroddsen kvik- myndagerðarmaður varpaði fram um nýtingu Korpúlfsstaða. Hún lagði til að býlið yrði gert að kvik- myndaveri. Það hefði ekki mikinn tilkostnað í fór með sér, húsið mætti nota í núverandi ástandi, nema aö leggja þyrfti í kostnað við eina burst hússins og væri áætlað- ur kostnaður undir 20 milljónum. Það er lítið miðaö viö 200 milljón- irnar sem íhaldið í Reykjavík not- aði í stjórnartíð sinni í hönnunar- kostnað vegna endurreisnar húss- ins, sem var reyndar óraunhæf hugmynd. í máli Ásdísar kom fram aö ísland væri vel fallið til kvikmyndagerðar fyrir erlenda kvikmyndaframleið- endur ekki síður en íslenska. Með myndarlegt kvikmyndaver eins og Korpúlfsstaöi væri hægt aö taka á móti fjölmennum hópi útlendinga utan venjulegs ferðamannatíma. Þessi möguleiki gæti orðið mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf og þjón- ustu í Reykjavík. Ásdís nefndi einnig aðra hugmynd um að Reykjavíkurborg og ríkið keyptu Nýja bíó, þar sem nú er rekinn skemmtistaður. Þar væri hægt að hýsa kvikmyndasafn íslands, sýna menningarlegar kvikmyndir og skapa aðstöðu fyrir kvikmynda- klúbba. Síðan mætti nýta sýningar- salinn á morgnana til kennslu fyrir Menntaskólann í Reykjavík. Pétur Jónasson, sem talaði fyrir hönd tónlistarmanna, benti á Tjarnarbíó, sem nú er nýuppgert og í eigu borgarinnar. Þar væri til- valið að veita tónhstarmönnum aðstöðu th tónleikahalds, þar til sérstakt tónhstarhús rís, enda hljómburður þar mjög góður. Nú verða alhr að leggjast á eitt, stjórnvöld, höfuðborgarbúar og borgaryfirvöld, ef Reykjavík á að takast að verða útnefnd Menning- arborg Evrópu árið 2000. Ásta R. Jóhannesdóttir „Verði Reykjavík valin menningarborg gæti það haft afgerandi áhrif á menn- ingarlíf, ferðaþjónustu og atvinnulíf í borginni.“ Meðog Starfforstöðumanns Kjarvalsstaða auglýst Eðlilegur starfsmáti „Fyrir kosningar í vor sagði nú- verandi borg- arstjóri í bréfi til Samtaka íslenskra myndhstar- manna aö engar stórar ákvaröanir Sólvclg Eggertsdóttir, yrðu teknar í ,orma4urSIM- málefnum myndlistarmanna nema að viðhöföu samráði við þá aðila sem að málinu kæmu. En þegar endurráðning forstöðu- manns Listasafns Reykjavíkur kom Ul umræöu vissum við myndhstarmenn ekkert af þvi og ekkert samband var haft við stjórn SÍM. Það er brot á því lof- orði aö samráð skyldi haft við okkur í svo stórum málum. For- stöðumaður Listasafnsins hefur núkil áhrif, ráðstafar til að mynda öllu fé frá borginni sem fer til kaupa á myndlist. Því er eðlhegt að samráð sé haft við okkur um hvemig að ráðning- unni er staðiö. Okkur finnst ráöningartíminn, sex ár, of langur. Við vhjum stytta hann um tvö ár. Möguleiki verði áendurráðningu standi við- komandi sig vel i starfi en eínn og sami aðili gegni starfmu þó aldrei lengur en th átta ára í senn. Langeölilegast er aö staðan verði auglýst til umsóknar í hvert sinn, það er eðhlegur starfsmáti og kemur í veg fyrir óánægju. Þetta er samdóma álit flestra myndhst- armanna og hefur ekkert að gera með þá persónu sem gegnir starfi forstöðumanns hveiju sinni. Ef staðan verður auglýst standa all- ir umsækjendur jaihfætis, verða að skha inn sinni umsókn." Göngum hreinttil verks „Astæðan fyrir því aö við töldum rétt að mæla meö því við borgarráð að forstöðumað- ur Listasafns Reykjavíkur yrðí endur- raðmn var að DSBOl StSLTÍS- ur. fólk og stjórn Kjarvalsstaða lætur mjög vel af störfura Gunnars Kvarans. Okkur þótti eðlilegt og alveg verjandi aö þar sem emb- ættismaöur hefur staöið sig vel í starfi yrði liann endurráðinn einu sinni. Við tókum það sér- staklega fram að hann yrði ráð- inn í eitt tímabil í viðbót. Máhð er í raun ekkert flóknara en þetta. Síðan geta menn sagt að það sé eðhlegra að auglýsa eftir fólki í stöðuna. En þaö er borgarráðs, sem er æöra sett stjórnvald, að taka ákvörðun um þaö. Varðandi ráðningartímann er máhð mjög einfalt i okkar huga. Maðurinn hefttr verið ráðinn til sex ára og þar sem við teljum að endurráða eigi hann einu sinnl veröi það tíl sama tíma og fyrr. Mér finnst i sjálfu sér ekki óeðhlegt að auglýst sé í stööur sem þessar en fyrst við vhdum endurráða manninn var þetta spurning um að ganga hreint til verks, vera ekki aö setja neitt á svið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.