Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 7 dv Sandkom Á árshátíð Núfertími árshátíðanna ogþorrahlor- anna að renna upp. Landsins inenn ogmevj- arstreymaá fagnaðarfúnái sc-moftátiðum getaenáaðmeð ósköpum. Þeg- arumstarfs- mannapartí ... eðaárshátíðir fyrirtækjaer að ræða kemur oft upp sú spuming hvort makinn fái að fylgja með. Kunningi Sandkornsrit- ara mætti á dögunum samstarfs- manni sínum af kvenkyninu og spurði hvort hún ætlaði ekki á árshá- tíð sem í vændum var. Konan hélt nú ekki og þegar kunningi vor spurði af hvetju í ósköpunum ekki, svaraði hún að bragði: „Maður tekur ekki með sér kaffi þegar maöur fer til Brasiliu.“ Svo mörg voru þau orð. Tilviljun? Frægterorð- iðviðtalStöðv- ar2.semHeimir MárPétursson fréttamaður : j lokviðDavíð Oddssonádög- unum um bæj- armálapólitík- inaíHafnar- tiröi.StoiV! birti viðtalið oftareneinu ' sinniogflutti það sérstaklega á Bylgjunni svo Jón Baldvin Hannibalsson gæti heyrt það í fullri lengd. Jón hafði nefnilega uppi efasemdir um að Heimir hetði haft rétt eftir Davíð í viðtalinu. í ljós kom að Jón haíði á réttu að standa, Davíð sagði ekki þau orö sem hann átti að hafa sagt og baðst Elín Hirst fréttastjóri opinberlega afsökunar á mistökunumfyrirhönd Stöðvar2. En hvort sem það er tilviljun eða ekki þá má geta þess að Hcimir Már Pétursson fréttamaður er á leiðinni til Danmerkur á 3ja mánaða nám- skeið í blaðamannaskólanum í Árós- um! Kratarassar Afturum Hafnarfjarðar- málin.Þaðvar ekkilitiðsem gekkáþegar JóiBegg sprengdimeiri- hlutasjallaog kommaum siundos’gaf krötumundir fótinn.Umtíma leitútfyrirað Jói skriði undir sæng með krðtum og my ndaði með þeim meirihluta i bæjarstjórn. En „sættir“ tókust á endanum með því að Jói tók sér frí fram yíir kosningar og ÞorgilsÓttar tók sæti hans í bæj- arsfjóm. Áður en sú niöurstaða varö ljós setti hinn landskunni hagyrðing- ur Hákon Aðalsteinsson saman eftir- farandi vísu sem Austri á Egilsstöð- umbirtinýlega: Það er fögur sjón að sjá hvað sumum þykir mikils viröi, aðkijúpatilaðkyssaá kratarassa i Hafnaríirði. Kynbætur Viðskulum . endaá Austra, Þarsegiraf bóndaeinum ; greindumvel en sérvitrum. Hannþótti langrækinnog minnugura áviröíngarog brestiná- grahhasinna. Hannntu dott- ureinagjaf- vaxta. Einn góöan veðurdag kom hún að máll við fðður sinn og kvaðst vera trúlofuö. Nefhdi hún til sögunnar bóndason í nágrannasveit, þar sem gamli maöurinn hafði búiö á y ngri árum. Karl brástlllaviðþessum fréttum ogsagði ættfólk piltsins „leiðindapakk og litið gefið til sálar- innar". Dóttirín lét sér h vergi bregða og svaraði: „Þáheldégað veiti ekki af að fara að kynhæta það.“ Fréttir Nítján kærur á hendur lögreglu fyrir meint harðræði í starfi á fjórum árum: Engin ákæra frá ríkissaksóknara - Evrópunefnd flallar um gagnrýni á að lögreglan rannsaki kærumál á hendur sjálfri sér Frá árinu 1991 hafa Rannsóknar- lögreglu ríkisins borist 19 kærur á hendur lögreglumönnum fyrir meint harðræði. Samkvæmt upp- lýsingum hjá ríkissaksóknara höföu 15 málanna verið send ríkis- saksóknara um áramótin en enn þá voru 4 til rannsóknar hjá rann- sóknarlögreglu. Flest málin komu upp á seinasta ári, en um seinustu áramót hafði embætti ríkissak- Fréttaljós Pétur Pétursson sóknara fellt niður 11 málanna þar sem ekki var talið tilefni til neinna viöbragða af hálfu embættisins. Fjögur mál voru hins vegar enn til meðferðar hjá embætti ríkissak- sóknara. Stóraukning á seinustu árum Á seinustu tveimur árum hefur orðið stóraukning á kærum á hend- ur lögreglumönnum fyrir meinta illa meðferð eða harðræði. Árið 1991 bárust einungis 2 kær- ur á hendur lögreglumönnum fyrir meint harðræöi. Þessar kærur leiddu ekki tii viðurlaga á hendur lögreglumönnum. Árið eftir harst ein kæra um meint harðræði eða illa meðferö af hálfu lögreglumanna. Málið var rannsakað hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins og eftir þá rannsókn ákvaö ríkissaksóknari að fella mál- iö niöur. Árið 1993 bárust 6 kærur í sams konar málum og fyrr eru upp talin. Öll voru rannsökuð hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins. Áð rannsókn lokinni lét ríkissaksóknari málin niður falla af sömu.ástæðu og fyrr- nefnd mál. Á seinasta ári má svo segja aö sprenging hafi orðiö í kærumálum er varða illa meðferð og harðræði af hálfu lögreglu. Þá voru 10 mál kærð til lögreglu, 7 málanna komu upp í Reykjavík en 3 á öðrum stöð- um á landinu. Um áramótin hafði saksóknaraemhættið fengið 6 mál til meðferðar, fellt 2 þeirra niður en 4 var ólokiö. Rannsóknarlögregla ríkisins annast kærur um meinta illa með- ferð eða harðræði af hálfu lögreglu. Að lokinni rannsókn gefur hún rík- issaksóknara skýrslu en ef mál varöa Rannsóknarlögregluna sjálfa fer rannsókn fram á vegum embættis ríkissaksóknara í sam- vinnu við dómsmálaráðuneyti. Þá getur einnig hver sá sem telur sig hafa sætt illri meðferð í vörslu lög- reglu borið sig upp viö umboðs- mann Alþingis. Endurskoðun stendur yfir Um mitt árið 1993 kom hingað til lands nefnd, á vegum Evrópuráðs- ins, um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi með- ferð eða refsingu. Nefndin heim- sótti flest fangelsi hér á landi og stofnanir er hafa með löggæslu og framkvæmd dómsmála að gera. En eins og kemur fram í skjali frá nefndinni sjálfri er hún tæki til að koma í veg fyrir iila meðferð. Svör íslenskra yfirvalda koma fram í skýrslu nefndarinnar til ríkis- Kærur vegna meints harðræðis 1991 1992 1993 1994 „Reyndar virðist sem sii tilhögun hafi sætt gagnrýni að lögreglu sé falið arsín.“ hugunar. Dökkletrað er í skýrsl- unni að nefndin óskar eftir frekari upplýsingum um þetta mál frá ís- lenskum yfirvöldum. Athygli vekur í samantekt þeirri sem rakin var hér að framan á flölda kæra um meinta illa meðferð og harðræði að öll mál sem lokið er hafa verið felld niður hjá sak- sóknaraembættinu. Frumkvæði lögreglu Þess ber þó aö geta að auk fyrr- greindra mála, sem felld hafa verið niður hjá saksóknara, ákváðu lög- regluyfirvöid að eigin frumkvæöi að rannsaka tvö tilvik af sama toga áriö 1991. Öðru málinu lauk með formlegri áminningu til tveggja lögreglumanna um brot í starfi og hinu málinu var lokið meö form- legri áminningu til eins lögreglu- manns. Ári seinna var enn eitt málið tekið upp að frumkvæði lög- reglu og lét einn lögreglumaður af störfum í framhaldi af rannsókn málsins. Hann hafði þegar fengið áminningu fyrir harðræði. Honum voru ekki gerð viöurlög vegna málsins. Árið 1993 tók lögreglan tvö mál af sama toga og hér eru rakin til rannsóknar. Annaö málið var rannsakað af Rannsóknarlögreglu ríkisins og feildi saksóknari málið niður að lokum. Lögreglan ákvað hins vegar að veita viðkomandi lög- reglumanni áminningu fyrir brot í starfi. Eftir athugun gaf hitt máiið ekki tilefni til neinna viðurlaga á hendur viðkomandi lögreglu- manni. Af þessu má sjá að einungis þegar lögreglan á frumkvæði að rann- sókn mála er varða hana sjáifa er =t stjórnar íslands. Þar segir að nú standi yfir endurskoðun á þeirri tilhögun sem viðhöfð er við rann- sókn á kærum, og meðal annars gert ráð fyrir aö kallaöir væru til menn utan löggæslunnar. „Reyndar virðist sem sú tilhögun hafl sætt gagnrýni, að lögreglu sé falið að rannsaka mishresti í starfi sjáifrar sín. Þar að auki gáfu starfs- menn Rannsóknarlögreglu ríkis- ins, sem sendinefndin hafði tal af, til kynna að þeim félli ekki við það hlutverk sem þeim hefði verið falið í slíkum tilvikum," segir í skýrsl- unni. Segir nefndin aö það sé mikilvægt öryggisatriði að unnt sé að vísa kærum varðandi meðferð manna í haldi hjá lögreglu til óháðrar at- að rannsaka misbresti í starfi sjálfr- DV-mynd S eitthvaö aðhafst í þeim. Engar upp- lýsingar liggja hins vegar fyrir um hvort dómstólar hafl íjallaö um máhn sem einkamál í framhaldi af fyrrnefndum niðurstöðum. Þessar staðreyndir vekja upp eft- irfarandi spumingar: í fyrsta lagi hvort þær kærur sem Rannsóknarlögreglu berast séu all- ar tilefnislausar. I öðru lagi hvort lögreglan viti sjálf hvenær eitthvað fer úrskeiðis og rannsaki þá málið. í þriðja lagi hvort meðferð kæru- mála, sem sprottin eru vegna meints harðræðis eða illrar með- ferðar lögreglu, séu í röngum far- vegi og þarfnist því úrbóta. Tillögur nefndarinnar í fyrmefndri skýrslu er einnig að finna fjölmargar tillögur nefndar- innar um hvað betur megi fara í þeim málum sem hér er um fjallað. Þar er meðal annars kveöið á um að skýra þurfi handteknum mönn- um strax í upphafi frá réttindum þeirra, aö reglur verði settar fyrir íslenska lögreglu um tilhögun yfir- heyrslna og að fastar starfsreglur verði settar um hljóðritun á lög- regiuyfirheyrslum. Oskað er frekari upplýsinga um nokkur mál. Þar á meðal hvernig sú tilhögun verkar að „greinargóð- ur og trúverðugur vottur" sé við- staddur lögregluyíirheyrslur, til hvaða úrræða umboðsmaöur Al- þingis geti gripið þegar leitað er til hans af mönnum sem halda því fram aö þeir hafi sætt illri meðferð meðan þeir voru í haldi hjá lög- reglu og síðast en ekki síst er óskaö upplýsinga um hver annist rann- sókn á kærum vegna meðferðar manna í haldi lögreglu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.