Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 11 Fréttir I Skálavík 1. mars 1910 Önundarfjöröur | 27. okt. 1934(3) f| ísSSHr,. •AlvírúV-; Kkg (4)1 M Óshlíö 11. febr. 1928 (4) 8. mars 1985 í21 -'J Vébjarnarnúpur 17-18. des. 1920 (4) -r— -------------------------------------------------------------------------------1 J -j^k J / ) Hnífsdalur * 12. apríl 1919 (H) 12. apríl 1919 (7) W-'"- 13. febr. 1928 (1) 19. jan. 1930 (l) J J Skutulsfjöröur 2. mars 1941 (2) "" J j 18. febr. 1910 (20) v< J ^ ; L&je.br: 1916 iti | - ggi Eftag nwi” g -- €3 \) .. . Súöavík 16. jan. 1995 (14) , J -.brr . ------------ -Ák [22. mars 1971 (2) fPH|| ''S, Bjarnarfjöröur 12 Kolbeinsdalur n > •!: V \ -i 9L , 5. apríl 1920 (2)M| Vopnafjöröur Skriöuvík M 9. des. 1909 (2) * Patreksfjöröur 4. mars 1931 (1) 22. jan. 1983 (4) ------ - i ■ 2 -* . des. 1948 (6)[\ ~ 23. des. 1925 (3) / V. J - ■ * iilm wm I ■ 49k - X / Dauðsföll af völdum snjóflóða 19. öld 20. öld j ?s : <> . U /,y . ■ k • -.< ( Neskaupstaöur : 20. des. 1974 (12) 26. mars 1978 (2) WrSm. Jl X / >.-»• JG,- :-J" V Mannskæð frá aldamótum Heimild: Skriðuföll og snjóflóð eftir ÓlafJónsson ofl. IDV Súðavíkurslysið þriðja mest í 4 aldir Snjóflóöiö sem féll á Súöavíkur- kauptún og varö 14 manns að aldur- tila hefur vakið upp spumingar um þennan vágest sem hefur fylgt lands- mönnum í gegnum aldimar. Ef skoö- aö er frá upphafi 20. aldarinnar hvemig mannfall í snjóflóðum dreif- ist á áratugina, kemur í ljós aö á ára- bilinu 1910 til 1919 farast 47 manns. Þama ber hæst stórslys sem varð í Hnífsdal 18. febrúar 1910, þegar 20 manns fórust. Nú tæpum 75 árum síðar verður slysið í Súðavík, ná- grannasveitarfélagi Hnífsdals, og er það jafnframt næstmesta slys á öld- inni og allt aftur til 18. febrúar 1885 þegar 24 fórust í snjóflóði á Seyðis- firði. Það snjóflóð hefur verið nefnt snjóflóðið mikla og það þarf að leita allar götur aftur til 1613 til að fínna mannskæðara slys. Það er þegar 50 manns fómst á leið til messu í Siglu- firði á aðfangadagskvöld. Heimildir eru þó óljósar hvað varðar þetta atr- iði og er í sumum tilvikum talað um 30 manns. Sé litið til mannfalls und- anfarnar aldir sést að mesta mann- fallið verður á 19. öldinni 190 manns. Það sem af er þessari öld hafa 144 manns falliö fyrir hinni köldu krumlu þessa vágests. Bækumar Skriðufoll og snjóflóð eftir Ólaf Jónsson og fleiri gera þessu góð skil og er byggt á þeirri heimild hér. Þar er sagt frá hamfórunum í Hnífsdal 18. febrúar 1910 og er vakin athygli á því að þetta slys verður nákvæmlega 25 ámm eftir stórslysið á Seyðisfirði og bar nánast upp á sama klukkutímann. Á lífi eftir 40 klukkustundir Aðeins hálfum mánuði eftir að hörmungarnar dundu á Hnífsdæl- ingum féll snjóflóð á Breiðaból og Minni-Bakka í Skálavík milli ísa- fjarðardjúps og Súgandafjarðar. Þetta gerðist 1. mars og fórust þar fjórir. Vegna stórviðris og hríðar var ekki hægt að fara til bjargar fólki fyrr en eftir einn og hálfan sólar- hring. Þegar björgunarmenn komu á vettvang hafa þeir eflaust taliö von- htið að bjarga fólki miðað við aðkom- una. Það gerðust þó þau undur aö kona með fjögur böm sín fannst á lífi eftir 40 klukkustundir í rústun- um. Yngsta barnið var aðeins átta vikna. Talið var að skápur sem stóð fyrir framan rúm þeirra hefði vamað því að súöin félli ofan á þau. Þarna fórust eiginmaöur konunnar og eitt barn þeirra. Næsta stórslys af völdum snjóflóða verður 12. apríl 1919 í Siglufirði. Flóð- ið féll gegnt kaupstaðnum á síldar- verksmiðju sem þar var. Siglfirðing- ar urðu varir flóðsins á þann hátt aö flóðbylgja sem kom af völdum þess stórskemmdi skip í höfninni á Siglufirði og kraparöst og klaka- stykki fóru langt upp á eyri. Hríðar- veður var og sást því ekki yfir fjörð- inn, en mönnum þótti sýnt hvað hefði gerst og var þegar sendur leiðangur til að kanna það. Þegar björgunar- menn komu á vettvang sáu þeir strax hvað haföi gerst og að snjóflóð hafði fallið úr Skollaskál í Staðarhólsfjalli og lent á þremur íbúðarhúsum. Þarna fundust á lífi 7 manns en níu fórast. í Engidal vestan Siglufjarðar varð mikfil mannskaði þegar spjó- flóð féll á bæinn og lagði hann í rúst, með þeim afleiöingum að allt heimfi- isfólkið, sjö að tölu, fórst. Ekki upp- götvaöist um flóðið fyrr en fjóram dögum eftir að það féll, sjófarandi sem var á leið frá Siglufirði vestur um tfi Hofsóss veitti því eftirtekt að ekkert lífsmark var við bæinn og engan reyk lagði upp af honum. Þeg- ar að var komið voru líkin orðin fila farin og tekin að rotna. Alls fórust í Hvanneyrarhreppi um þetta leyti 18 manns. Dagana 17. og 18. desember 1920 fórast Qórir menn í snjóflóðum. Ótt- ast var um póstinn milli ísafjarðar og Hesteyrar og héldu menn til leit- ar. Þrír þeirra lentu í snjóflóði og fundust látnir en lík póstsins fannst aldrei. Fjórir farast á Óshlíðinni Næsta stórslys varð á Óshlíðinni 11. febrúar 1920 þegar fjórir fórust þar. Fólk frá Bolungarvík hafði farið með vélbáti til ísafjarðar, m.a. til að sjá sjónleik. Þegar haldið var til baka tók að gefa á bátinn út af Hnífsdal og var þá ákveðið að lenda og setja sjö manns af til að létta á bátnum. Fimm manns afréðu að ganga tfi ísa- fjarðar og þegar fólkið kom í Steina- ófærugfi féll snjóflóð. Aðeins einn komst lífs af. Árið 1934, þann 27. október fórust þrír menn sem fóru að leita kinda. Þeir lentu í snjóflóði við svokallað Búðarnes í norðanverðum Önundar- firði utan Flateyrar. Árið 1941 fórust tveir þegar snjóflóð lenti á Sólgerði í Skutulsfirði. Sunnudaginn 12. desember 1948 fórast sex af sjö heimflismönnum að Goðdal í Bjamarfirði. Fjórir sólar- hringar liðu áður en slysið uppgötv- aðist og var aðeins húsbóndinn á lífi þegar komiö var að. 22. mars 1971 fórast tveir menn á Hrafnseyrarheiði og 20. desember 1974 féll snjóflóð á Neskaupstað þar sem 12 manns létu lífið. I Esjunni fórast tveir ungir menn 6. mars 1979 og tvennt lét lífið í Ingólfsfjalli 30. janúar 1982. Á Patreksfirði fórast fjórir af völd- um tveggja krapaflóða 22. janúar 1983 og tveimur áram síðar fórust tveir menn þegar snjóflóð féll á Ós- hlíðina. Síöasta stórslys af völdum snjóflóða varð svo í Súðavík 16. jan- úar sl. og er það hið þriðja mesta í fjórar aldir. Hér er ekki um tæmandi úttekt að ræða heldur reynt að bregða ljósi á mestu slysin sem orðið hafa vegna snjóflóöa. Ekki er sagt frá þeim slys- um þar sem einn ferst eða allir kom- astaf. -rt tJOCKEY Jockey THERMAL nærfötin eru úr tvöföldu efni. Innri hluti efnisins er til helminga úr polyester ng viscose en ytri hlutinn er úr hreinni búmull. Þetta tryggir THERMAL nærfötunum einstaka einangrun ng öndun. Athugid. Fást nú Andrés Skólavörðustíg Fatalínan Skeifunni • Herrahúsið Laugavegi Ragnar herrafataverslun Laugavegi Fjarðarkaup Hafnarfirði • Kaupfélag Suðurnesja Miðvangi Hafnarfirði • Vöruland Akranesi Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi Apótek Ólafsvíkur • Kaupfélag Vestur- Hónvetninga Hvammstanga • Vísir Blönduósi Kaupfélag Þingeyinga Hósavík Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum Viðar Sigurbjörnsson Fáskrúðsfirði Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Höfn Hornafirði Grnnd Flúðum • Vöruhús K Á Selfossi Palóma Grindavík Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson 8 Co.hf. sími 91-24333 ^ Vitundarvígslamannsogsólar / fjallar um launhelgaheimspeki af meiri nákvæmni en áður hefur verið fram sett í riti fyrir hinn almenna lesanda. Bókin fæst í Bókahúsinu, Skeifunni 8 Áhugamenn um þróunarheimspeki Pósthólf 4124, 124 Reykjavík, sími 79763.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.