Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 Uflönd Stefhuraeða Clintons: Hefgertmistök „Ég var staðráðinn í aö ráöast á vandamál sem ekki hafði verið sinnt of lengi. í þessari viðleitni minni hef ég gert min mistök og hef lært mikilvægi hógværðar- innar. Ég er þó stoltur af því að geta sagt að land okkar er betra og sterkara en fyrir tveimur árum,“ sagði Bill Clinton í stefnu- ræðu sinni á þingi í nótt Clinton sagöi að nauðsynlegt væri að minnka ríkisumsvif og ríkisútgjöld til að mæta vanda- málum framtíðarinnar. Hann vill einnig lækka skatta millistéttar- innar og auka útgjöld til hermála. Þessum málum fógnuðu repú- blikanar í þinginu ákaft enda telja þeir þau alfarið sín stefnu- mál. Clinton fór einnig frarn á að þingið samþykkti lán til Mexíkó vegna efnahagsörðugleikanna þar og hann vill aö lágmarkslaun í tímavinnu veröi hækkuö. Taliö er að þetta hafi veríð mik- ilvægasta ræða forsetans í langan tíma, sérstaklega i ljósi kosn- ingaósigurs deraókrata í haust. Þingheimur fagnaði ræðu forset- ans með lófaklappi, jafnt demó- kratar sem repúblikanar. Það var eftir því tékiö hvað Clinton virtist gera mikið til að koma til móts við stefhumál repúblikana. Hvemig til tókst meö ræðuna er taliö hafa raikil áhrif á möguleika hans til aö ná endurkjöri á næsta árí. Reuter Sækjendur í máll 0. J. Simpsons leggja fram sönnunargögn í morðmáli aldarinnar: Blóði drifin slóðin er sönnun á sekt hans Dagsbrúnarmenn Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 26. jan- úar kl. 13 í Bíóborginni við Snorrabraut. DAGSKRÁ: HEIMILD TIL VERKFALLSBOÐUNAR Félagarl! Nú fjölmennum við og fyllum húsið. Stjórn Dagsbrúnar \iUarHe tjU •** Kvöldnámskeið í Miðbæjarskóla og Gerðubergi ÍSLENSKA: íslenska, stafsetning og málfræði. ítarleg yfirferð. íslenska fyrir út- Iendinga I, II, III, IV (í I. stig er raðað eftir þjóðerni nemenda). íslenska fyrir útlendinga I - hraðferð. Kennt fjögur kvöld í viku. ERLEND TUNGUMÁL: (byrjenda- og framhaldsnámskeið)' Danska. Norska. Sænska. Enska. Þýska. Hollenska. Franska. ít- alska. Spænska. Portúgalska. Gríska. Búlgarska. Rússneska. Jap- anska. Arabíska. Talflokkar í ýmsum tungumálum. Áhersla lögð á tjáningu daglegs máls, lesnar smásögur, blaðagreinar o.s.frv. VERKLEGAR GREINAR: Fatasaumur. Bútasaumur. Skrautskrift. Postulínsmálun. Bókband. Stjörnuspeki. Silkimálun. Glerskurður. Teikning. Málun. Módel- teikning. Teikning og litameðferð fyrir 13-16 ára. Olíulitamálun. AÐSTOÐ VIÐ SKÓLAFÓLK OG NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN: Stærðfræði á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Nemendur mæta með eigið námsefni og fá aðstoð eftir þörfum. Fámennir hópar. Stafsetning og málfræði. ítarleg yfirferð. DANSKA, NORSKA, SÆNSKA, ÞÝSKA fyrir 6-10 ára gömul börn til að viðhalda kunnáttu þeirra í málun- um. Byrjendanámskeið í þýsku. NÝNÁMSKEIÐ: Trúarbragðasaga - yfirlitsnámskeið: Fjallað verður um helstu trúar- brögð heims. Kennari: Dagur Þorleifsson. Stjörnuspeki: Leiðbeint í gerð stjömukorta og túlkun þeirra. Kenn- ari: Þórunn Helgadóttir. Listasaga: Fjallað verður um helstu tímabil listasögunnar frá upp- hafi myndgerðar fram á okkardaga. Kennari: Þorsteinn Eggertsson. Glerskurður: Kennari: Ingibjörg Hjartardóttir. Olíulitamálun: Kennari: Þorsteinn Eggertsson. Módelteikning: Kennari: Kristín Arngrímsdóttir. Innritun stcndur yfir. Upplýsingar í síma 12992. Kennsla hefst 30. janúar. „Sú staðreynd að við fmnum blóð þar sem ekki ætti að vera blóð í húsi sakborningsins, í heimkeyrslunni, í bílnum hans og í sokki við rúmgafl- inn, sú blóði drifna slóð er óræk sönnun á sekt hans,“ sagði Marcia Clarke, aðstoðarsaksóknari í Los Angeles og einn af sækjendunum í máli ruðningshetjunnar O.J. Simp- sons, við upphaf réttarhaldanna. Clarke sagði að í hanska, sem hefði fundist á landareign Simpsons, hefði veriö blóð úr Simpson, Nicole Brown Simpson, fyrrum eiginkonu hans, og vini hennar, Ron Goldman. Simpson er ákærður fyrir að hafa myrt þau fyrir utan heimili hennar í fyrrasum- ar. Sams konar hanski fannst á vett- vangi morðsins, rúma þrjá kflómetra í burtu. Saksóknarinn sagði að blóð úr Nic- ole hefði einnig fundist í sokki í svefnherbergi Simpsons og að blóð hans og fórnarlambanna tveggja hefði fundist í hvítum Ford Bronco jeppa hans. En um þaö bil sem sækjendur voru að ljúka upphafsorðum sínum, krydduðum með ljósmyndum af fórnarlömbunum, skrúfaði Lance Ito dómari fyrir hljóðið á sjónvarps- myndatökuvélunum sem fluttu rétt- arhöldin heim í stofu til milljóna manna. Hann sagðist vera á því að stööva sjónvarpsútsendingar úr rétt- arsalnum vegna þess aö andlit vara- kviðdómanda hefði sést í átta tíundu hluta úr sekúndu á skjánum. Verj- endur mótmæltu hástöfum og verður skotið á fundi um ákvörðun dómar- Juditha Brown, fyrrum tengdamóðir O.J. Simpsons, þerrar tár af hvörm- um við réttarhöldin i gær. Símamynd Reuter Maria Shriver og eiginmaður hennar, kvikmyndaleikarinn Arnold Schwarz- enegger, fylgjast með þegar kista ömmu Mariu, Rose Kennedy, er borin inn í kirkju heilags Stefáns i Boston. Rose Kennedy var til moldar borin i gær en hún lést á sunnudagskvöld, 104 ára. Símamynd Reuter Breskir og bandarískir embættismenn: íranir ekki ábyrgir fyr- ir Lockerbie-tilræðinu Breskir og bandarískir embættis- menn vísuðu í gær á bug frétt í skosku blaði um að íranir en ekki Líbýumenn bæru ábyrgð á sprengju- tflræðinu við þotu Pan Am flugfé- lagsins sem sprakk yfir bænum Loc- kerbie á Skotlandi árið 1988 en með henni fórust 270 manns. Blaðið Daily Record vitnaði til skjala frá njósnastofnun bandaríska flughersins þar sem segir að íransk- ur stjórnarerindreki hafi greitt hryðjuverkahópi um sjö hundruð milljónir króna fyrir að sprengja vél- ina í tætlur. „Þetta eru greinilega ekki neinar sannanir. Okkur var kunnugt um þetta, þetta er ekkert nýtt og það var ekki talið þess virði að skoða það af alvöru," sagöi breskur embættis- maður í gær. Talsmenn bandaríska ílughersins í Washington sögöu að í umræddu skjali væru „hráar" upplýsingar sem væru hafðar eftir írönskum flug- mönnum sem hefðu hlaupist undan merkjum á meðan á Persaflóastríð- inu stóö árið 1991. Christine Shelly, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytsins, sagði aö þriggja ára ítarleg rannsókn á hugsanlegri aðild írana hefði ekki leitt neitt í ljós sem styddi slíka nið- urstöðu. „Vísbendingar um tengsl líbýskra útsendara við sprengjutflræöið eru ótvíræðar," sagði Shelly. Skoska blaðið segir að klerkurinn Ali Akbar Mohtashami, náinn vinur hryðjuverkaforingjans Abus Nidals, hafi fjármagnað tilræðið til aö hefna fyrir að Bandaríkjamenn skutu nið- ur íranska farþegaþotu í júlí 1988. Reuter ans nú í hádeginu. Baihð byrjaði fyrir Simpson þegar Christopher Darden varasaksóknari sagði kviödómendum að afbrýðisemi og ástarþráhyggja heíðu knúið Simp- son tfl að myrða eiginkonu sína. Á bak við brosgrímu hans væri ofbeld- ishneigður ruddi. Kviðdómendur hölluöu sér fram til að nema hvert orð af vörum sækjendanna og gripu andann á lofti þegar sýnd var hrylh- leg mynd af líki Nicole í fósturstell- ingu á blóðidrifmni gangstétt. Ætt- ingjar fórnarlambanna grétu en Simpson iðaði sér í sæti sínu. „Við ætlum að kíkja á bak við and- litið sem hann setur upp á almanna- færi. Þið munið sjá andlitið á morð- ingja Nicole og Ron,“ sagði Darden saksóknari. Reuter Stuttar fréttir Jan Henry til Moskvu Jan Henry T. Olsen, sjávar- útvegsráöherra Noregs, fer tfl Moskvu í næstu viku til að ræöa vanda- málin í Smug- unni við rúss- neskan kollega sinn. Bjartara i Svíþjóð Fyrirtæki í byggingariðnaöi í Svíþjóð telja að botninum sé náö og bjartara verði í ár en í fyrra. Fyrsti kvenbiskupinn Danmörk eignaðist í gær fyrsta kvenbiskup sinn þegar Lise-Lotte Rebel fékk stólinn á Helsingja- eyri. Wilson dettur Harold Wflson, fyrrum forsetis- ráöherra Bretlands, var lagður inn á spítala í gær eftir að hann hafði dottið illa heima hjá sér. Hann er nú 78 ára. Rússarskjóta Rússar haía náö Grosní aiger- lega á sitt vald og skjóta nú þaðan út í úthverfin. Diniöruggur Lamberto Dini er öruggur meö að stjóm hans hlýtur traust ítal- íuþings í dag eftir að flokkur Ber- lusconis ákvað að sitja hjá. Rúmtvötonn Lögreglan á Spáni náði tveim og hálfu tonni af kókaíni í Madríd. Talið er að hægt hefði verið að selja efniö fyrir 21 milij- arö. VíkurGradsjov? Líkur eru taldar á að Gradsjov, varnarmálaráðherra Rússlands, verði látinn víkja vegna Tsjetsje- níu. Samstarfmikilvægt Stjómsýslu Norðurlanda- ráðs á að skera niður en sam- starfið verður áfram jafn mik- ilvægt og áður, segir Poul Nyr- up Rasmussen, forsætisráöherra Danmerkur. Reuter/NTB/TT/Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.