Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 33 :rick Ewing skoraði grimmt fyrir New York lir lokin gegn Portland í nótt. Newcastle, var skorinn upp vegna slæmra hnjámeiðsla á mánudaginn og verður sennilega sex mánuði að ná sér alveg. Aston Villa leitar leikntanna Aston Villa er reiðubúið að greiða 5 milljónir punda fyrir að fá miðvallar- leikmanninn Mark Draper frá Leicester og sóknarmanninn Niall Quinn írá Manchester City. Thernereftlrsóttur Sænski , landsliðsmaðurinn Jonas Thern, sem leikur með Roma á ítalíu, er eftirsóttur. Arsenal, Glasgow Rang- ers, Fiorentina og Benfica hafa öll borið víurnar í kappann sem er óánægður með vistina hjá Roma. Elavlkur og KR: mið mun klu máli“ mundsdóttir, fyrirliði KR. „Við erum tilbúnar í slaginn. Eini tapleik- ur okkar í vetur var gegn KR og þetta verð- ur mjög erfiður leikur. Dagsformið kemur til með að skipta miklu máli um hvernig fer. Við veröum að hafa góöar gætur á Helgu og Guðbjörgu en ekki má gleyma hinum leikmönnunum. Ungu stelpurnar hjá okkur hafa komið alveg rosalega á óvart í vetur og ég hef ekki neina trú á að þær springi í þessum leik. Ég vona að margir áhorfendur komi og styðji við bakið á okkur þó svo að strákamir séu ekki í úrslitum núna,“ sagði Anna María Sveinsdóttir, fyrirliði Keflvík- inga. instri, og Anna Maria Sveinsdóttir, fyrirliði DV-myndÆMK fþróttir Enska knattspyman 1 gærkvöldi: John Hartson skoraði afturfyrirArsenal John Hartson, nýi leikmaðuiinn hjá Arsenal í ensku knattspyrn- unni, skoraði annað mark sitt fyrir Arsenal í jafnmörgum leikjum í gærkvöldi þegar Arsenal og Sout- hampton skildu jöfn, 1-1. Hartson, sem keyptur var á dög- unum frá Luton, skoraði sigur- mark Arsenal gegn Coventry sl. laugardag. í gærkvöldi kom hann liöi sinu yfir á 21. mínútu en Jim Magilton jafnaði fyrir Southamp- ton á 74. mínútu. • Leeds vann stórsigur á QPR, 4-0. Phil Masinga (2), David White og Brian Deane skoruðu mörk Le- eds. • Þá geröu nágrannarnir og erkiíjendumir Liverpool og Ever- ton markalaust jafntefli frammi fyrir 40 þúsund áhorfendum á Anfield Road. • Ingimar Jónsson skýtur jafn fast með hægri og vinstri. DV-mynd ÞÖK Ungur handboltamaður í Val með fágæta hæfíleika: Er jafnvígur á hægri og vinstri Ingimar Jónsson, 17 ára hand- knattleiksmaður í Val, er sam- kvæmt heimildum DV eini íslenski handknattleiksmaðurinn fyrr og síðar sem hefur yfir að ráða jafn- miklum skotkrafti með hægri og vinstri hendi. Nokkrir íslenskir hægrihandarmenn í handknattleik hafa í gegnum árin getað skotið að marki með vinstri hendinni, en jafnan af mjög stuttu færi og alls ekki eins fast og með þeirri hægri. Ingimar er mjög efnilegur hand- knattleiksmaður og viðmælendur DV í gærkvöldi fullyrtu að hér væri kominn landsliðsmaður fram- tíðarinnar, æfði hann af krafti næstu árin. „Þegar ég var lítill var ég alltaf að leika mér að skjóta bolta í vegg, bæði með hægri og vinstri hendi. Ég hélt þessu svo við upp yngri flokkana hjá Val,“ sagði Ingimar Jónsson í samtali við DV í gær- kvöldi. Ingimar leikur meö 3. flokki Vals en á laugardag lék hann í fyrsta skipti með meistaraílokki er Valur mætti ÍH í 1. deildinni. Ingimar heldur áfram: „Ég skrifa með vinstri og geri allt þetta auð- veldara með vinstri en er samt sterkari í hægri hendinni. Þetta held ég að sé mjög sjaldgæft. Ég veit að það er einnig mjög sjald- gæft að handboltamenn geti skotiö af sama krafti með hægri og vinstri og vonandi nýtist þetta mér í fram- tíðinni. Ég stefni að því að gera mitt besta og komast sem fyrst í meistaraflokksliöið hjá Val,“ sagöi Ingimar sem leikur oftast á miðj- unni hjá 3. flokki Vals. „Ég veit bara um tvo í heiminum sem hafa getað þetta“ Þorbjörn Jensson, þjálfari 1. deildarliðs Vals, sagði við DV í gærkvöldi aö hæfileikar Ingimars væru mjög fágætir þegar hand- knattleiksmenn væru annars veg- ar. „Ég man ekki eftir nema tveim- ur leikmönn- um í heimin- um sem hafa getað þetta. Annar er danskur, Thomas Patsy, en • Þorbjörn. hann var um tíma danskur landsliðsmaöur og atvinnumaður hjá sænska liðinu Olympia og lék þar með Ólafi Bene- diktssyni. Hinn er Spánverji og var í landsliði Spánar. Ég lék landsleiki gegn báðum þessum leikmönnum og það er með því erfiðara sem ég hef lent í um dagana. Það er eðli- lega mjög erfitt fyrir varnarmenn að átta sig á leikmönnum sem búa yfir þessum hæfileikum. Og þess- um hæfileika beitir Ingimar óspart í leikjum," sagði Þorbjörn. - Það hlýtur að vera hvalreki fyr- ir alla þjálfara að hafa leikmann í sinu liði sem getur skotið af sama krafti með hægri og vinstri hendi, er ekki svo? „Jú, að sjálfsögðu. Ingimar hefur mjög margt til brunns að bera og er mjög efnilegur. Hann ætti að geta náð mjög langt ef hann æfir áfram af kappi, en stífar æfingar eru auðvitað lykillinn að goðum árangri í þessari íþrótt sem öðr- um.“ - Sérð þú Ingimar fyrir þér sem framtíðar landsliðsmann? „Þaö er ekki spurning. Hann er nú þegar í unglingalandsliðinu, sem skipað er leikmönnum 18 ára og yngri og hefur alla burði til að geta orðið lykilmaöur í íslenska landsliðinu í framtíöinni," sagði Þorbjörn Jensson. „Okkur leist vel á Guðna“ Eyjólfar Harðarson, DV, Svíþjóð: Nú er ljóst að það er undir forráða- mönnum Tottenham komið hvort Guðni Bergsson knattspyrnumaður fer til sænska liðsins Orebro eða ekki. - „Okkur leist mjög vel á Guðna. Við ræddum hans kröfur og þær eru viðráðanlegar fyrir okkur. Nú er það spurningin hvað Tottenham gerir,“ sagöi Kenneth Karlsson, forseti Örebro, í samtali við DV í gærkvöldi. Guðni fór til London í gær og fljót- lega mun koma í ljós hvaö gerist varðandi Tottenham. • Guðni Bergsson ræddi við for- seta Örebro i gær. „ Við þurf um toppleik“ FH-ingar leika síðari leik sinn gegn danska liðinu GOG í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik í Danmörku i kvöld. F\Tri leikinn, sem fram fór í Kaplakrika, unnu Danirnir með fimm marka mun, 22-27, og þvi verður að telja möguleika FH á að komast í undanúrslit keppniimar frekar litla. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því aö þetta verður mjög erfitt en við höfum þó ekki gefið upp alla von. Ef við náum upp sama leik og gegn Stjörn- unni getum við vel iagt GOG að velli. Viö þurfum að ná toppleik, spila sterka vörn og ná upp góðri markvörslu og leggja áherslu á að fá hraðaupp- hlaup. Þá þurfum við að stöðva Nikolaj Jakobsen sem skoraði 15 mörk á móti okkur i fyrri leiknum. Gangi þetta allt eftir tel ég okkur eiga möguleika á að komast áfram,“ sagði Sigurður Sveinsson, horna- maðurinn knái, við DV, @ Sigurður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.