Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJORN - AUGLYSINGAR - ASKRiFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL. 6-6 LAUGARDAGS- QG MANUOAGSMORGNA Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995. SVR: Óánægja með ráðningu yfirmanns Yfirstjórn Strætisvagna Reykjavík- ur, SVR, hefur kynnt tillögu um nýtt skipurit á fundum meö starfsmönn- um. Samkvæmt tillögunni er gert ráö fyrir aö yfirstjórnin skiptist í þijú sviö: fjármála- og starfsmannasviö, þjónustusvið og markaös- og þróun- arsvið. Tvær af þremur stjórnunar- stöðum verða auglýstar lausar til umsóknar. „Menn eru ekki ósáttir við að skrif- stofustjórinn sé látinn halda áfram hjá fyrirtækinu en menn eru ekki alveg sáttir viö aö hann sé gerður aö starfsmannastjóra. Mönnum finnst j^hann ekki því starfi vaxinn aö eiga mikil samskipti viö fólk þó hann sé mjög góöur maður að ööru leyti,“ segir Rögnvaldur Jónatansson vagn- stjóri. „Fastráöinn skrifstofustjóri, sem hefur séö um starfsmannamál og fjármál fyrirtækisins, veröur ráöinn yfirmaöur fjármála- og starfsmanna- sviös. Þá erum .viö búin aö gera starfslokasamning viö aöstoðarfor- stjóra fyrirtækisins," segir Arthur Morthens, formaður stjórnar SVR. Borgarráö hefur frestað afgreiöslu 'á tillögu stjórnar SVR um nýtt skipu- rit fyrir fyrirtækiö. Austurbæj ar skóli: Óskaðeftir nýjum aðstoð* arskólastjóra Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslu- stjóri í Reykjavík, hefur sent loka- skýrslu um skólastjórann í Austur- bæjarskóla til menntamálaráðherra. Ákvörðunar ráðherra er aö vænta í lok vikunnar eöa byrjun næstu viku. Þá hefur verið öskað eftir heimild til aö ráða aðstoðarskólastjóra til vors og hefur ráðuneytiö tekiö jákvætt í þá hugmynd. Samkvæmt heimildum DV stað- festir lokaskýrslan meöal annars aö skólastarf hafi ekki verið nægilega vel undirbúiö þegar skóli hófst í haust, stundatöflur ekki tilbúnar og skólabækur ekki komnar í skólann og ekki hafi verið gengiö frá húsnæði fyrir heilsdagsskólann. Þá hafi starfsmaður skólans kvartað viö Skólaskrifstofu um ærumeiðingar og trúnaðarbrot skólastjórans. „í skýrslunni eru bara taldar upp þær ávirðingar sem hafa verið born- ar á skólastjórann. Þaö er ekkert .uýtt í henni umfram þaö sem kom fram í byrjun janúar," segir Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra. Kristileg stjómniálahreyfíng: Oruggt framboð í þrem kjördæmum • A • •• /-> X • / X s «-• I , • / n 1 • /• „Þaö er alveg öruggt að við bjóð- um ffam í Reykjavík, á Reykjanesi og í Suðurlandskjördæmi. En við stefhum aö því að bjóða fram lista í öllum kiördæmum landsins. Viö erum þegar búin að sækja um og fá listabókstafinn K. Ég þori ekki aö fullyrða að þetta takist en við stefhum að því,“ sagði Ámi Björn Guðjónsson, stofnandi Kristilegrar stjórnmálahreyfingar, við DV. Hann sagði að samtökin tengdust ekki neinum trúarfélögum beint. Með sér í hreyfingunni væri fólk úr allmörgum söfnuðum. Einn af nánustu samstarfsmönnum Áma Björns í hreyfmgunni er séra Guð- mundur Öm Ragnarsson. Árni sagði líklegast að hann sjálf- ur yrði í efsta sæti í Reykjavík en séra Guömundur Örn á Reykja- nesi. Ami Björn sagöi að stefnuskráin yrði kynnt laugardaginn 4. febrúar, þaö væri ekki alveg endanlega frá gengið. Helstu stefnumálin sagði Árni Björn vera þjóðarátak á flestum sviðum þjóðlífsins. „Viö viljum breytta stefnu í at- vinnumálum og sjávarútvegsmál- um. Viö viljum standa með bænd- um í að breyta landbúnaöinum yfir í lífræna ræktun. Þá viljum við þjóðarátak til að eyða atvinnuleysí. Við munum berjast fyrir þörfum fjölskyldunnar sem allt byggist á. Svo munum við að sjálfsögðu standa vörð um lýðræöið í landinu eins og kristilegir stjórnmálaflokk- ar gera alls staðar í heiminum,“ sagði Ámi Björn Guðjónsson hús- gagnasmiður. Ef það er snjór á annað borð er ekki langt fyrir skíðaáhugafólk i höfuöborg- inni að komast á gott skiðasvæði. Það þarf ekki að fara lengra en upp Breiðholt til þess að renna sér í góðum brekkum. DV-mynd BG Rlkisendurskoðun um sendiráðið 1 London: Gerir alvarlegar athugasemdir Utanríkisráðuneytinu barst í gær skýrsla Ríkisendurskoðunar um sendiráðið í London. í skýrslunni er einkum staðnæmst við störf Jakobs Magnússonar menningarfulltrúa. Samkvæmt heimildum DV koma fram alvarlegar athugasemdir við fjárreiður og embættisstörf menn- ingarfulltrúans. Nokkur dráttur hef- ur orðiö á gerð skýrslunnar en ástæðan mun vera sú að ákveðið var að fara yfir allt síðastliðið ár. Ekki reyndist unnt að fá upplýs- ingar um skýrsluna hjá Ríkisendur- skoðun í morgun. í samtali við DV kvaðst Róbert Trausti Árnason, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, ekki hafa kynnt sér efni skýrslunnar. í dag muni hann fara yfir hana og síðan ræða viö Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra umhvernigviðskulibrugðist. -kaa Almannavamlr ríkisins funda um Súöavíkurflóðiö: Farið verður í gegnum allt ferlið - segir Guöjón Petersen framkvæmdastjóri „Á þessum fundi voru allir sam- mála um það að nú færum við að setjast niður til að fara í gegnum allt ferlið til þess að læra. Það er fastur hður hjá okkur í öllum svona tilvik- um að við setjumst niöur með þeim sem voru á staönum. Þá er farið í gegnum allt og reynt að finna styrk- leika eða veikleika. Þar fer einfald- lega fram alveg kalt mat,“ segir Guð- jón Petersen, framkvæmdastjóri Al- mannavama rikisins, en ráðið var á Vestfjörðum í gær. „Menn fóru þarna vestur til að sjá afleiðingarnar af snjóflóðunum og hittaheimamenn,“segirGuðjón. -rt LOKI Það er sem sagt einkar árang- ursríkt að kæra lögguna! Veöriö á morgun: Frost 3-10 stig Á morgun verður norðaustan- kaldi. Skýjað og dálítil él um landið norðanvert en léttskýjað syðra. Frost 3-10 stig. Veðrið í dag er á bls. 44 Qienner Reimar og reimskífur Vowlsen SuAurtandsbraut 10. S. 686499. LfTlf alltaf á Miðvikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.