Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 Fréttir Svavar Gestsson alþingismaður um Stasi-skjölin og ásakanir íhaldsins: Þetta eru landráðabrigsl - Hverjum augum lítur þú umfjöll- un íjölmiöla undanfarna daga? „Mér finnst þetta í aðra röndina ósköp dapurlegt. Mér finnst vont að vera kallaður landráðamaður, þótt ég sé búinn að vera í pólitík næstum alla ævi. Mér finnast þetta særandi og meiðandi ummæli. í annan stað finnst mér þetta dapur- legt vegna þess að það er eins og einhver gamall tími sé kominn fram. Sá tími sem var áður en ég varð til í pólitík, kalda stríðs tíminn. Þetta er afturhvarf til for- tíðar. Ég held ég hafi kallað Bjöm Bjarnason við umræðumar á þingi háttvirtan síðasta þingmann kalda stríðsins og mér finnst hann stund- um vera það. Þegar verið er að stilla okkur upp viö vegg vegna einhverrar fortíðar er kannski rétt að vekja athygli öðmm atriðum úr fortíðinni. Hvað er með þetta lið hér sem var til dæmis 1 Sjálfstæðisflokknum og var á móti vökulögunum, á móti verkamannabústöðunum? Hvenær vom sett lög um málefni fatlaðra fyrst á íslandi, málefni aldraðra? Sjálfstæðisflokkurinn var ekki þar á ferð. Vill þetta gengi ekki gera grein fyrir því af hverju það setti sig upp á móti þessum hlutum. Öllu velferðarkerfinu? Vill ekki Alþýðu- flokkurinn gera grein fyrir því af hveiju hann var á móti stofnun lýðveldisins? Eigum við sem sagt að fara að heyja stjórnmálabarátt- una núna árið 1995 á sama grunni og menn gerðu árið 1935. Eg segi nei takk.“ Sex mánuði í A-Berlín - Hvaö varstu að læra í A-Berlín árið 1968? „Ég var þarna einungis í sex mán- uði. Ég var innritaður í nám í heim- speki en fann að það var eiginlega ekki hægt eins og andrúmsloftið var. Auk þess langaði mig orðið heim í pólitíkina og ég átti orðið fjölskyldu. Ég stoppaði því mjög stutt.“ - Hefurðu hitt samstúdenta þína eftir þú varst þama í námi „Ég hef ekki haldið kunningskap við það fólk sem var þarna í námi. Þessi tími, sem ég var þama, var venjulega skoðaöur meðal stúd- enta sem undirbúningstími. Það var ekki þannig að menn væra famir að bindast einhverjum tengslum með fóstum skipulegum hætti. Mér leist satt að segja fljót- lega ekkert á þetta." - Hvað áttu við með að þér hafi ekkert litist á þetta? „Þetta var dogmatískt umhverfi sem mér fannst ég mjög lítið geta lært af. Stúdentar höfðu til dæmis tvo eftirUtsmenn. Það vissu það allir og við kölluðum þá spor- hunda. Þannig var það með mig eins og aðra. Þótt ég sé laus við að vera haldinn ofsóknarbrjálæði hafði ég þaö á tilfinningunni að það væri fylgst með mér. Aldrei neina trú á þessu kerfi - Breytti vera þín í A-Þýskalandi viöhorfum þínum til sósíalismans? „Nei. Ég hafði aldrei neina trú á þessu kerfi sem slíku. Ég hef aldrei haft trú á því að altæk miðstýring í efnahagsmálum leysi vandann. Hún geti í raun verið hættuleg. Allir stúdentar í V-Evrópu voru að tala um pólitík á þessum tíma. AUt þetta fólk batt gríðarlegar vonir við Voriö í Prag. Þá var verið að taka upp það sem Dubcek kallaði „sós- íaUsma með mannlegu andliti". Síðan gerðist það að skriðdrekarnir fóru eins og yfir hjartað í fólkinu þegar ráðist var inn í Tékkóslóvak íu. Það breytti auðvitaö gríðarlega miklu fyrir þetta fólk. Þessi tími var mjög sterkur part- ur af mínu póUtíska mótunar- skeiði, en aö ég hafi einhvern tíma bundið vonir við að svona kerfi væri vitlegt fyrir okkur er í versta lagi lygi. Þessi tími staðfesti miklu frekar það sem ég hafði ímyndað mér.“ - Nú er það svo að margir ykkar vora sendir tU náms í A-Þýskalandi í þeim tilgangi að búa ykkur undir að gegna forystu í Sósíalistaflokkn- um á íslandi? „Á þessum tíma haföi ég mjög tak- mörkuð fjárráð. Mig langaði í nám í heimspeki en hafði ekki efni á námi á Vesturlöndum á þessum tíma. Þama var boðið upp á náms- styrk og þama var fjöldinn allur af námsmönnum alls staðar af Norðurjöndum. Stjórnvöld þama sóttust eftir námsmönnum og menntamálaráðuneytið hafði milli- göngu um að senda liámsmenn til A-Evrópu á þessum tima. A-Þýska- land var undantekning því landið var ekki viðurkennt. Aðferð þeirra til að ná sambandi liingað var að gera það með pólitískum hætti. Þessi tengsl voru í gegnum Einar Olgeirsson." - Hefðuð þið Alþýðubandalags- menn, sem höfðuð tengsl við A- Evrópuríkin, ekki getað gert upp fortíöina miklu fyrr? „Menn þurfa að gera sér grein fyr- ir því að þetta er tal um ekki neitt. Við höfum ekkert að gera upp við. Við höfum þegar sagt fram og aftur Yfirheyrsla Pétur Pétursson frá þessum hlutum. Mér finnst það ósanngjarnt þegar ráðist er á rót- tækustu forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar með þessum rógi áratugum saman. Núna þykist Morgunblaðið standa á líki heimskommúnismans og hoppar hæð sína í öllum her- klæöum og segir: „Við unnum.“ Þetta er barnaleg uppsetning mála. Auðvitað hafa þeir gert vitleysur og við líka en aðalatriðið finnst mér vera það að menn reyri sig ekki svo fasta í fortíðinni." Gerðu það sjálfur!' - Nú er því haldið fram að skjölum er þig varða í skjalasafni Stasi hafi veriö eytt 25. júní 1989. Þú hefur rakið ferðir þínar í júní og júlí og menntamálaráðuneytið staðfestir frásögn þína að mestu leyti. Hins vegar segir þú sjálfur frá því að þú hafir veriö í Grikklandi í fríi frá 21. júní til 2. júlí. Af hverju ertu ekki reiðubúinn aö leggja gögn á borðið sem sanna þetta? „Gerðu það sjálfur. Heldurðu að ég fari að taka þátt í þessum fíflaskap með þessum hætti. Það er veriö að dylgja um að ég hafi kannski verið í Grikklandi en svo liafi ég kannski farið til Berlínar og eyðilagt þessi gögn. Þetta eru landráðabrigsl af því að sagt hefur verið að í gögnun- um séu upplýsingar um Stasi- tengsl mín. Ég kann ekld við svona lagað. Ég veit aö til er einstaka maður í landinu sem vill trúa því að ég sé sá fantur sem hægripressan hefur lýst mér í 30 ár. Ég veit aö þetta fólk mun missa mjög mikilvægan þátt úr tilveru sinni ef ég yrði allt í einu talinn almennilegur maður. Ég vil ekki svipta það einum af homsteinum að pólitískri tilveru sinni. Það er alveg sama hvað ég geri. Hvort ég reiöi fram farmiða, vegabréfsáritun eða yfirlýsingar. Þetta fólk myndi aldrei trúa mér nokkum tima, vegna þéss að það er búið að ljúga svo miklu upp á mig af þessu hægra liði, sem er í landinu, aö ég fæ engu breytt.“ - Kom það þér á óvart aö til var mappa um þig hjá Stasi? „Arni Snævarr sagöi mér fyrst af því. Mér hafði veriö sagt að til væru fleiri hillukílómetrar af skjöl- um þarna. Þetta var náttúrlega brjálað skriffinnskuþjóðfélag þar sem menn vora hundeltir, lá við á klósettiö. Ég hafði ekki pælt mikið í því, ég tók engin bakfóll. Ég fagna því að menn reiði fram eins mikið af pappírum og mögulegt er. Það eina sem er slæmt í þessu máli er að menn skuli ekki finna eina helv.... möppu um mig sem er sennilega um ferðalög yfir landa- mærin og jafnvel vafasamar ferðir á bari og knæpur í A- og V-Berlín á þessum tíma. Þessi skjöl, sem eiga að hafa verið til um mig, hljóta að hafa verið gasalega ómerkileg. - Samkvæmt mínum heimildum eru til skjöl þar sem fram kemur að menn í Alþýðubandalaginu hafi veitt sendiráðsstarfsmönnum a- þýska sendiráðsins hér á landi upp- lýsingar um flokksstarf bandalags- ins á áttunda áratugnum. Varst þú einn af þeim? „Ég hef séð skýrslu hjá Árna Snæv- ari sem sendifulltrúi þeirra hér skrifaði á níunda áratugnum. Þá var ég formaður Alþýðubandalags- ins og kom í sendiráðið eins og al- gengt er og sendiráðsstarfsmenn komu einnig í Stjórnarráðið. í þess- ari skýrslu var heldur kvartað undan mér. Ég hafði mjög skýra afstöðu í þessum efnum. Ekki að- eins þá aö sjá til að fylgt væri flokkssamþykktum Alþýðubanda- lagsins um að hafa engin samskipti við þetta lið, heldur líka beinlínis að ekki kæmi til greina að breyta því.“ Ég hlakka til - Telurðu að á næstu misserum eigi eftir að koma fram skjöl sem varpa nýju ljósi á tengsl félaga þinna í Sósíalistaflokknum við A- Evrópu og Moskvu eða telurðu þig geta fullyrt, vegna náinna tengsla þinna við þessa menn, að ekkert nýtt muni koma franí um pólitísk og fjáhagsleg tengsl við þessi ríki? „Ég reikna ekki með neinum stór- um tíðindum. Ég hlakka hins vegar til þegar öll skjöl koma fram, aust- anhafs og vestan. Fólk verður að átta sig á því að ísland var í raun og veru eins og eldfjall í miöju kalda stríðinu. Ameríkaninn réð að nokkru leyti skoðanamyndun í þessu landi í gegnum íhaldsblöðin. Hann var með ótrúlega sterk ítök. Það var ritskoðað efni í útvarpinu og þaðan voru menn reknir af því að þeir voru grunaðir um að halla oröi á þá utanríkisstefnu sem hér var fyigt- Eg hlakka tU og vona að ég lifi það að öll skjalasöfn veröi opnuð, í Moskvu, í Washington og Reykja- vík. Ég skora á DV að finna þessi skjöl og birta þau og spyija menn um hlutina. Ekki hvar þeir hafi verið þegar þeir voru strákar á knæpum einshvers staðar i útlönd- um. Spyrjið þá hvernig Ameríkan- inn styrkti þingmenn sem vora á ferðalögum í Bandaríkjunum, hverr.ig Ameríkaninn styrkti verkalýðssendinefndir. Hvernig var þaö með Marshallaðstoöina og mótvirðissjóðinn? Voru þeir pen- ingar notaðir til að styrkja einhver blöð? Komið þið með þetta allt sam- an og þá verð ég kátur. Ég vona að það vanti engar möppur alvöra- efni þá.!“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.