Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Side 6
6 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 Stuttar fréttir Taka hart ábardögum Fyrrum rM Sovétríkjanna ætla að taka hart á þjóðemisbardög- um innan Samveldis sjálfstæöra ríkja en minntust ekki einu orði á átökin í Tsjetsjeníu. Rússarsprengja Sveitir Rússa sendu í gær sprengjur á bæinn Argun sem er rétt fyrir utan Grosní. Arafat vill hjálp Arafat Palest- ínuleiötogi bið- ur leiðtoga heimsins að koma til bjarg- ar friðarsamn- ingi hans og ísraela eftir að fundur hans og Rabíns fór út um þúfur í gær. Fimmíhaldí Súdanskir byssumenn héldu í gær flmm starfsmönnum hjálp- arstofnana í gisiingu í Suður- Súdan. Búlgaríamafíuriki Ný ríkisstjóm sósíahsta verður að taka hart á glæpasamtökum ef ríkið á ekki að verða mafíu- ríki, segir forseti landsins. Franskur sundmaöur sem synti yfir Atlantshafið, eina 3900 kiló- metra, var furðanlega vel á sig kominn þegar læknar skoðuðu hann á eyjunni Barbados. Mandelaífangelsi Nelson Mand- ela, forseti Suð- ur-Afríku, sneri aftur til Robben Island-fangels- isins í gær ásamt 1300 fyrrverandi fóngum til að halda upp á að flmm ár eru liöin síðan hann slapp út eftir 27 ára fangelsisvist. BardagaríBihae Bardagar voru milli herja Bos- níustjórnar og Bosniuserba í Bi- hac í gær. Finnaekkitæki Hlustunartæki sem átti að hafa verið komið fyrir í skrifstofum Sinn Fein, norður-írsku stjóm- málasamtakanna, hafa ekki fundist í lögregluleit en viöræð- um við Breta var frestaö vegna gruns um hlerun. Brauðgegngetuleysi Rússneskur bakari segist búa til brauð sem lækni getuleysi karlmanna. Mikil eftirspum er eftir brauöunum í Moskvu. Keuter Olíumarkaðir: Bensín hækkar Innkaupaverð á 95 og 98 oktana bensíni á Rotterdammarkaði hefur hækkað nokkuð síðustu daga. Engar tæmandi skýringar eru á hvers vegna þessi hækkun verður nú enda stendur bensínnotkun yfirleitt í stað yfir vetrarmánuðina. Helst er taliö að stærstu kaupendur hafi verið orðnir birgðalitlir og rokið til við innkaup og því hafi verðið hækkað. Því er ekki búist við frekari hækkun- um næstu vikur. Upp úr páskunum má hins vegar búast við að inn- kaupaverð bensíns hækki vegna þess að þá eykst notkun bíla venjulega í Evrópu nokkuð. Lítið var að gerast í evrópskum veröbréfahöllum í síðustu viku. Fjár- festar halda að sér höndum þangað til séð verður að verðið þokist upp á ný. Reuter Útlönd I>V Verkamannaflokkurmn með yfírburðastöðu í norskum stjómmálum: Flokkur Gróu, hann er ríkið Gísli Kristjánsson, DV, Osló: Haraldur V. hefur heiðurinn af að vera Noregskonungur en hinn eigin- legi konungur heitir Thorbjorn Jag- land. Þó gegnir hann ekki valdastöðu á vegum ríkisins, situr ekki í ríkis- stjórn og er bara formaður Verka- mannaflokksins í skugga Gro Harlem Brundtland forsætisráð- herra. Engum dylst þó að það er Jagland sem ræður ferðinni í flokknum og ríkisstjórninni. Hann er helsti hug- myndasmiður og herforingi minni- hlutastjórnar Verkamannaflokksins og mótar stefnuna. Gro til eilífðar „Gro verður forsætisráðherra svo lengi sem hún vill. Þegar hún hættir tekur Jagland við,“ ályktaði Aften- posten í gær við upphaf landsfundar flokksins. Þetta er sjaldgæf staða hjá stjórnmálaflokki í lýðræðisríki og það hjá flokki sem ekki hefur ekki einu sinni meirihluta á þingi. Ástæðan er auövitað ekki sú að enginn hafi neitt við Verkamanna- flokkinn að athuga. Ástæðan er miklu fremur að hinir norsku stjórn- málaflokkamir eru svo veikir og sundraðir að aðeins einn þeirra, Mið- flokkurinn, gerir kröfu um að taka víð stjórnartaumunum. Og það er Verkamannaflokkurinn heldur landsfund sinn nú um helgina. Flokkurinn hefur slika yfirburða- sföðu í norskum stjórnmálum að enginn hinna flokkanna vill taka við stjórnartaumunum af Gro Harlem. bara hlegiö að þeirri kröfu. Hægriflokkurinn, höfuðandstæð- ingur Verkamannaflokksins um ára- tuga skeiö, hefur ekki forsætisráö- herraefni í sínum röðum og flokks- menn viðurkenna það fúslega. For- maðurinn Jan Petersen þykir enginn skörungur og er almennt Utið svo á að hægrimenn liggi í dvala eftir af- hroð í síðustu kosningum. Jafnvægiskúnstir Minnihlutastjórn Verkamanna- flokksins nýtur stuðnings eftir þörf- um frá öllum flokkum nema Rauða kosningabandalaginu. í utanríkis- og efnahagsmálum kemur stuðningur- inn frá hægri, í félagsmálum frá vinstri. Jagland segir fyrir um jafn- vægiskúnstimar þegar leita þarf stuðnings við stefnu stjómarinnar. Svo er að sjá sem það sé létt verk því enginn hefur hag af því að fella stjórnina. Verkamannaflokkurinn hefur lengi haft yfirburðastöðu í Noregi. Nú er flokkurinn orðinn slíkt bákn að vandi er að skilja milli hans og ríkisins. Ekki dugar að segja að flokkurinn sé ríki í ríkinu - hann er ríkið. Útvötnuð stefna Gagnrýnendur segja að stefna flokksins hafl aldrei verið jafnóljós og útvötnuð. Opinberlega er stefnan eins konar gamaldags jafnaðarstefna en í reynd eru allar gerðir flokksins í ætt við hægfara miðjuflokka. Það á að gera allt það besta fyrir alla; markaðshagkerfi fyrir atvinnulífið og félagslegt öryggi fyrir alþýðuna. Eina ógnunin við veldi flokksins var í þjóðaratkvæðagreiðslunni um inngönguna í ESB í haust. Hluti flokksmanna myndaði bandalag gegn stefnu flokksins. Nú er þetta innanflokksbandalag horfið og helsti leiðtogi þess hættur afskiptum af stjórnmálum. Fangavörður í Robben Island-fangelsinu í Suður-Afríku heilsar upp á tvo fyrrum fanga sem voru ásamt Nelson Mandela forseta i heimsókn í fangelsinu i gær. Haldið var upp á það í gær að fimm ár eru liðin siðan Mandela var sleppt úr fangelsinu. Simamynd Reuter Demierofkyn- þokkafull Yfirvöld þremur frönsk- um bæjum hafa ákveðið að láta fjarlægja vegg- spjöld þar sem kvikmyndin Disclosure er auglýst. Ástæð an er sú að mörgum muum oæj- anna þykir aðalleikkonan, Demi Moore, vera hættulega, og raunar alltof, sexí á plakatinu. Myndin íjallar eins og kunnugt er um kynferðislega áreitni og í mynd- inni er það Moore sem lætur aumingja Michael Douglas ekki í friði á vinnustaðnum. * Islenskar kart- öflurseldarí Gísli Kristjánsscm, DV, Ósló: „Framboðið af kartöflum er einfaldlega svo litið og verðið svo hátt að það borgar sig jafhvel að flytja þær imi frá íslandi,“ segir Lasse Erdal hjá grænmetiseinka- sölunni i Ósló. Mörgum til undr- unar hefur síðustu daga mátt fá íslenskar kartöflur hér í Noregi þótt í smáum stíl sé. Skortur er á kartöflum í Noregi enda hefur nú að mestu tekið fyr- ir innflutning frá Hollandi í kjöl- fiar flóðanna þar. Norska fram- leiðslan dugar fram i apríl og nýjar kartöflur koma ekki á markaðinn fyrr en í júní. Verð hefur liækkað verulega og nú eru kartöflur fluttar inn frá Kanada og Suður-Afríku, auk íslands. Meirihluti Bandaríkja- manna vill losna viðClinton Ný skoðana- könnun . sýnir að meirihluti Bandaríkja- manna vill aö Clinton íbrseti sitji aðeins út núverandi kjörtímabil og bjóði sig ekki fram aftur. 55% vildu að hann sæti aðeins út tíma- bilið en 38% vildu aö hann byði sig fram aftur. Ef forsetakosníngar væru haldnar i dag telja menn að Ro- bert Dole, öldungadeildarþmg- maður úr röðum repúblikana, myndi sigra Clinton. 51% vildu Dole en 44% Clinton. Ef þrír væru í framboöi, Dole, Clinton og auðkýfingurinn Ross Perot, myndi Dole fá 41%, Clinton 39% og Perot 18%. íslensk bygging- arlistiOsló Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Við sjáum vel að Islendingar hafa farið sínar eigin leiðir í bygg- ingarlistinni. Áhrifin frá gamla tímanum eru greinileg en um leið er húsagerðin mjög nýtiskuleg og alþjóöleg," sagði Ulf Gronvold, safnstjóri í norska byggmgar- listasafmnu i Ósló, þegar sýning á íslenskri byggingarlist var opn- uð þar í fyrradag. Sýmngin er mjög vegleg og spannar sögu byggíngarlistar á íslandi frá upphafi vega. Sýning- in er hönnuð í Arkitektaskólan- um í Árósum og er ætlunin að setja hana upp á nokkrum stöð- um í Noregi til að minna á fimm- tíu ára afmæli lýðveldisins. Eiður Guðnason sendiherra opnaði sýninguna en einnig var Össur Skarphéðinsson umhverf- isráðherra viðstaddur. Hann er nú á umhverfisráðstefnu í Ósló. Reutei

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.