Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 Erlend bóksjá DV Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Anne Rice; Interview with the Vampire. 2. Mary Wesley: An Imaginative Experience. 3. Peter Heeg: Miss Smilla's Feeling for Snow. 4. Anne Ríce: The Wampire Lestat. 5. Dick Francis: Decider. 6. Rosie Thomas: Other Poople's Marriages. 7. Nicholson Baker: The Fermata. 8. Sebastian Faulks: Birdsong. 9. Robert James Waller: Slow Waltz in Cedar Bend. 10. lain Banks: Complicíty. Rit almenns eðlis: 1. Jung Chang: Wild Swans. 2. Andy McNab: Bravo Two 2ero. 3. Quentin Tarantino: Pulp Fiction. 4. W.H. Auden: Tell MetheTruthaboutLove. 5. N.E. Thing Enterprises: Magic Eye, 6. J. Cleese & R. Skynner: Life and how to Survive It, 7. Bill Bryson: The Lost Continent. 8. Bill Bryson: Neither here nor there. 9. Nick Hornby: Fever Pitch. 10. Elinor J. Brecher: Schindler’s Legacy. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. JungChang: Vilde svaner. 2. Jostein Gaarder: Sofies verden. 3. Johannes Mpllehave: Det tabte sekund. 4. Peter Hoeg: Freken Smillas fornemmelse for sne. 5. Suzanne Brogger: Transparence. 6. Herbjorg Wassmo: Lykkens son. 7. Anne Rice: En vampyrs bekendelser. (Byggt á Politiken Sondag) Highsmith fallin frá Snillingur hinnar sálfræöiiegu spennusögu, Patricia Highsmith, er fallin frá, 74 ára að aldri. Hún lést á sjúkrahúsi í Sviss eftir skamma sjúkdómslegu. Talið er að dánarorsökin hafi verið hvítblæði. Patricia Plangman fæddist í Fort Worth í Texas árið 1921. Foreldrar hennar skildu og hún ólst upp hjá afa sínum og ömmu til sex ára ald- urs. Þá flutti hún með móður sinni til New York og fékk þar eftirnafn stjúpfoður síns, Highsmith. Hún átti að eigin sögn dapra æsku og leitaöi snemma huggunar í bókum. Hún var alla tíð einfari, giftist aldrei og gerði sitt besta til að halda sig íjarri sviðsljósi fjölmiöla. Fór ung að semja sögur Hún dvaldi reyndar mikinn hluta ævinnar fjarri heimalandi sínu - fyrst á Ítalíu, svo á Englandi. Árið 1966 settist hún að í litlu þorpi í Frakklandi. Fyrir skömmu flutti Patricia sig svo enn um set, nú til Sviss, en þar bjó hún í Tenga, sem er lítið þorp í Ölpunum, ásamt kisunni sinni, Karlottu. Patricia fór að semja sögur þegar á unglingsárum. Þær fjölluðu gjarnan um ungt fólk í erfiðleikum: ein um skólastúlku sem stelur bók af safni, önnur um telpu sem fer upp í bíl hjá ókunnum karlmanni. Tímaritið Harper’s Bazar birti fyrstu smásögu hennar áriö 1945. Það Patricia Highsmith, einn helsti spennusagnahöfundur aldarinnar, er látin, 74 ára að aldri. Umsjón Elías Snæland Jónsson var hins vegar með fyrstu skáldsög- unni árið 1950 sem hún sló í gegn. Sú heitir „Strangers on a Train“ og vakti svo mikla athygli - ekki síst eftir að Alfred Hitchcock gerði sam- nefnda kvikmynd eftir sögunni árið 1951 - að Patricia gat einbeitt sér að ritstörfum upp frá því. Sögurnar um morð- ingjann Ripley Árið 1955 urðu önnur tímamót á rithöfundarferli hennar með útkomu bókarinnar „The Talented Mr. Rip- ley“. Þar birtist í fyrsta sinn söguper- sóna sem tengist nafni hennar órjúf- anlegum böndum, en Ripley þessi er ótíndur glæpamaður og morðingi. Fyrir þá sögu hlaut hún verðlaun í Ameríku. Patricia lýsti því eitt sinn að hún væri svo nátengd Ripley að „mér fannst oft að Ripley væri að skrifa sögumar en ég aðeins að vélrita text- ann“. Enda samdi hún margar bæk- ur um þennan sérstæða persónu- leika - þar á meðal þá síðustu sem kom frá hennar hendi - „Ripley und- er Water" frá árinu 1991. Patricia Highsmith fékk víða mikið hrós fyrir skáldsögur sínar og smá- sögur, meðal annars frá öðrum rit- höfundum. Nægir þar að nefna Gra- ham Greene sem sagði hana búa til í sögum sínum lokaða og ruglaða veröld sem lesandanum fyndist hættulegt aö heimsækja. „Þetta er ekki heimur eins og við héldum að hann væri, en ógn hans er mun raun- verulegri í okkar augum en húsið við hliðina á okkur.“ Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Dean Koontz: lcebound. 2. Michael Crichton: Disclosure. 3. Allan Foisom: The Day after tomorrow. 4. T. Clancy 8i S. Pieczenik: Tom Clancy's Op-Center. 5. Julie Garwood: Prince Charming. 6. Robin Cook: Fatal Cure. 7. E. Annie Proulx: The Shipping News. 8. Judith Krantz: Lovers. 9. Peter Hoeg: Smiiia's Sense of Snow. 10. Ken Follett: A Dangerous Fortune. 11. Anne Rice: Intervíew with the Vampire. 12. Michael Palmer: Natural Causes. 13. Anne Ríce: The Vampire Lestat. 14. Dean Koontz: Mr. Murder. 15. Catherine Coulter: Lord Harry. Rit almenns eðlis: 1. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 2. Jerry Seinfeld: Seinlanguage. 3. Newt Gingrich, D. Armey o.fl; Contract with America. 4. Thomas Moore: Care of the Soul. 5. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 6. Thomas Moore: Soul Mates. 7. Maya Angeiou: Wouldn't Take Nothing for My Journey now. 8. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 9. Karen Armstrong: A History of God. 10. Sherwin B; Nuland: How We Oie. 11. Joan Wester Anderson; Where Angel’s Walk. 12. BaileyWhite; Mama Makes up Her Mind. 13. Maya Anagelou; I Know why the Caged Bird Sings. 14. M. Hammer og J. Champy: Reengineeríng the Corporation. 15. M. Scott Peck: Further along the Road Less Traveted. (Byggt é New York Tímes Book Review) Discovery heldur sig (400 metra fjarlægfl og fer tvo hríngi um Mir til að taka myndir af geimstöðinni Vísindi Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Stefnumót í himingeimnimi Bandariska geimskutlan Discov- ery átti stefnumót við rússnesku geimstöðina Mir á 28 þúsund kíló- metra hraða á sporbaug um jörðu síðastliðinn mánudag. Þegar þær voru næst hvor annarri voru ekki nema ellefu metrar á milh þeirra. í júní í sumar er svo fyrirhugað að geimskutla leggist upp að geimstöð- inni og geimfararnir um borð í þeim munu hittast. Þeir létu sér þó nægja að veifa hver til annars á mánudag. Stefnumót þetta var aðeins fyrsta skrefið í samruna þess þáttar geim- ferðaáætlana stórveldanna tveggja sem lýtur að mönnuðum ferðum. Bandaríska geimferðastofnunin (NASA) hyggur á aö minnsta kosti sjö ferðir enn til Mir áður en Banda- ríkjamenn og Rússar hefja smíði sameiginlegrar geimstöðvar seint á árinu 1997. „Þetta sannar svo um munar að Bandaríkjamenn og Rússar geta unnið saman og að við getum gert þetta al- þjóðlega geimstöðvarverkefhi að veru- leika," sagði Bill Clinton Bandaríkja- forseti eftir stefnumótið sögulega. Jörðin upp og niður Vísindamenn í Frakklandi hafa komist að því að jörðin rís og hnígur á degj hverjum, ekki ósvipað og öldumar á úthafinu. Þeir komust að þessu með aðstoð gervihnattar. Borgin Toulouse í suðvestur- hluta Frakklands reis t.d. og hneig um 40 sentímetra á hverj- um degi, að sögn vísindamann- anna. Þá kom í ijós að flestar heimsálfur rísa um einn sentí- metra á ári vegna þess að jöklar bráðna og dregur þar af leiðandi úr þyngd þeirra. Vísindamennimir mældu einn- ig rek heimsálfanna miðað við Evrópu og komust að því að Noröur-Ameríka fjarlægðist um tvo sentímetra á ári. Lyktin drepur Ýmis nagdýr sem merlga sér land með þvi aö pissa á það eru hugsanlega aö gefa hungruöum ránfuglum til kynna hvar þeir megi eiga vona á góðri magafylli. Að sögn finnskra líffræðinga virðast fuglarair geta séð iila þefj- andi hlandslóðina með því aö beita fyrir sig útfjólubláa hluta litrófsins. Erfitt er hins vegar að sjá sjálf dýrin úr lofti vegna smæðar þeirra. Geimskutlan Discovery flaug að rússnesku geimstöðinni Mir á braut umhverfis jörðu á mánu- dag og var það æfing fyrir teng- ingu geimskutlu við Mir í júní í sumar Mir hefur verið á sporbaug um jörðu í níu ár og er blanda margra rússneskra geimflauga Q Progress-M flutningaflaug ^ Kvant-1 stjarneðlisfræðieining ^ Kvanf-2 vísinda- og þrýstijöfnunarein. Q Aðalhluti Mir geimstöðvarínnar ^ Soyuz-T geimfar Kristall tækníeining STEFNUMÓT® Tveir geimfarar fóru einnig í geimgcjBu i átta daga ferðinni, auk þess sem gervihrrottur var sendur á loft og annar tekinn inn, og gerðar voru vísindatilraunir Discovery og Mir fara á 28000 km hraða um- hverfis jörðina á meðan á þessu stendur Fjorði dagur Discovery nemur staðar 11 m. frá Stefnumótið og hringsólið er ómetanleg þjálfun fyrir fyrirhugaða tengingu REUTER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.