Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995, 13 Bama- og unglingaviku lýkur á morgun: * Ætla aö gefa út eigin ljóðabækur - segir Róbert Öm Einarsson, 11 ára ljóöskáld „Eg byrjaði að semja ljóð þegar ég var sjö ára gamall. Þá var Ijóða- keppni í skólanum og ég tók þátt í henni. Áhuginn kviknaöi þegar ég settist niður og samdi ljóðið. Ég var einn þeirra sem sigraði í þessari keppni og ljóð mitt birtist síðan í Ljóðabók bamanna sem út kom árið 1990 á vegum Alþýðusambands ís- lands,“ segir Róbert Öm Einarsson, 11 ára nemandi í Hvassaleitiskóla, sem vakið hefur mikla athygli í skó- lanum vegna skáldskapar. Á skóla- skemmtunum hefur Róbert staðið upp og flutt frumsamin ljóð af mikl- um krafti. „Eftir að ég vann í þessari keppni hef ég haft mjög gaman af að búa til ljóð og hef skrifað þau niður en þó varla nógu vel,“ segir Róbert. „Æth ég verði ekki að bæta úr því og hrein- skrifa þau. Ég hef heldur ekki verið nógu duglegur að halda þeim til haga en þarf að taka tO í dótinu mínu,“ heldur stráksi áfram. Þegar Róbert var spurður hvort fleiri skáld væru í ættinni var hann fljótur til svars: „Já, Egill Skalla- grímsson, afi og mamma. Afi, Guð- mundur Oddsson, var mjög hag- mæltur en pabbi gagnrýnir mig bara,“ segir Róbert en bætir því að faðir sinn sé mjög klár í stærfræði sem hann sjálfur ráði verr við. Á foreldrakvöldi fyrir stuttu las Róbert Örn upp frumsamin ljóð við mikla hrifningu. Þannig löjómar þaö: Tígur Grimmur tígur, tennm- vigur hrammar stórir, léttur stigur fugla étiu' hann getur betur fíla drepur hann, klórað getur. Veiðimaður sporin stígur sprækur hleypur voðavígur heggur gróður augum frá, veiðimaður, hann er hræddur mundar byssu skjóta fer. Veiðimaður kvíðir því að hlaupa hans hreysi í, maður mætir dýri grimmu lileður byssu, skýtur á. Öskur heyrast niðrí byggð brjálað dýr með skot í kvið. Veiðimaður flettir feldi flýtir sér hann fer að kveldi. Dauöamóða dýrið áðan i sorgartóni heilsar dauðan missir feldinn líkama af. Róbert segir að hugmyndir að ljóð- um sínum komi bara fram í hugann án þess að hann sé mikið að hugsa um þau. „Þegar ég samdi þetta Ijóð hafði ég verið að hugsa um tígrisdýr og ég var að horfa á sjónvarpið þegar það fæddist á blaði. Annað ljóð las hann líka í skólanum sem heitir Fá- tæka stúlkan og hljóðar svo: Dregur eftir götu skjólu fulla af vatni fátæka stelpan heim í hreysi hvergj. Hendir sér í götu að niðurlotum komin, Jesú, margir englar toga hans til sín, vill hún svefnin langa, leggst hún skýin í. Stelpan Utla fegin í himnariki fer sefur svefninum langa, í rauninni er hún hér. En hvílir nú á himnum en ekki á götunni ber. Þetta er tUgangur lifsins, að deyja og koma hér. Róbert dregur upp sterkar myndir í ljóðum sínum en hann segist hins vegar lítið hafa samið sögur. „Ég hef samið myndasögur og í fyrra samdi ég draugasögu." Eftirlætisskáld Róberts er Hall- grímur Pétursson. „Hann samdi Passíusálmana," segir hann. „Ann- ars hef ég gaman af að lesa ljóðabæk- ur.“ Róbert er langyngstur af systkin- um sínum, hann á þrjár eldri systur 21, 31 og 33ja ára. „Þær hafa frekar verið fyrir að teikna en að semja sög- ur eða ljóð,“ segir hann. Undanfamir dagar hafa verið til- einkaðir börnum og unglingum. Það er Heimili og skóli, sem eru hags- munasamtök bama og unglinga, sem hafa staðið fyrir henni. Það er ljóst að mörg böm og unglingar á íslandi em að gera skemmtilega hluti og kynslóð sinni til sóma. Skólamir hafa stutt þessi börn með því að leyfa hæfileikum þeirra að njóta sín. Róbert Örn segist stefna að því að gefa út ljóðabækur í framtíðinni en jafnframt langar hann til að verða rafmagnsverkfræðingur eða raf- eindavirki. Áhugamálin em hins vegar fimleikar, sem hann æfir, píanóleikur, sem hann er að læra, og ljóöagerð. Róbert öm Einarsson, 11 ára nemandi í Hvassaleitiskóla, á orðið mikið safn frumsaminna Ijóða. DV-mynd Brynjar Gauti Vií bjóðum þessi tfönduðu Saba-tski, sem hafa unnið til verðlana varðandi hönnun 09 gsli, á sérlega hagstsðu verði. Misstu ekki af þessu takikerM Saba T-7049 28" sjónvarpstœki með Nicam Stereo, innbyggðum 2 x 20 W Surround-magnara, sem gefur gríðar- lega góðan umhverfishljóm, Black a 16:9 breiðtjaldsmynd, tímai’ófð, vekjara, mjög fullkominni fjarstýringu, tveimur scart-tengjum, hótalaratengjum fyrir fjóra hátalara, S-VHS-tengi, Pal, Secam og NTSC-video móttaka, Saba VR-5025 ervandaðstíl- hreint tveggja hausa myndbands- tœki, hannað í stíl við T-7049- sjónvarpstœkið. Það er með tvö Scart-tengi, fjarstýringu, aðgerðum á skjá sjónvarps, Show-View, stafrœnni sporun, 365 daga uppfökuminni, Index-merkimöguleika í upptöku o.m.fl. 79.900,« 96.900, m farsími 59.900,5 Nýi Siemens S3 farsíminn er lítill og handhœgur, en þó sérlega öflugur. Hann er hlaðinn innbyggðum, stillan- legum atriðum, s.s. símaskrá, símtalsflutningi, mismun- andi hringingum, 5 númera endurvalsminni og fjölmörgu fleira, en er þó rómaður fyrir að vera einstaklega auðveldur í notkun. Svo vegur hann aðeins 280 gr. EUROCARD raögreiðslur TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA ‘T/sTi RAÐGREIÐSLUR TIL ALLT AÐ 24 MÁNAÐA munÍ T11_ ALLT AÐ 30 MÁNAÐA Hraðþjónusta við landsbyggðina: (Kostar innanbœjarsímtal og vörumar eru sendar samdœgurs) ígi 11 Sími: 886 886 Fax: 886 888

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.