Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1995, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1995, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1995 Fréttir Dagsbrún ein var til- búin að f ara í verkf all - aðrir forystumenn þögðu og hörfðu í gaupnir sér, segir Guðmundur J. Guðmundsson Við skýrðum frá því að við værum tilbúnir i verkfall. Menn þögðu. Enginn sagðist ætla að fylgja okkur, seg- ir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar. Þú sagðir við upphaf kjarasamn- ingalotunnar að þið Flóabandalags- menn gætuð ekki sætt ykkur við kröfur verslunarmanna og iðnað- armanna og ættuð því ekki samleið með þeim. Samt skrifuðuð þið und- ir sama kjarasamning og þeir. Hvers vegna? „Það er von þú spyijir. Ég sagði þetta vegna þess að ég veit að þjóð- artekjur hafa vaxið um 30 milljarða á síðustu 4 árum. Hins vegar hefur kaupmáttur verkafólks dvínað á þessum sama tíma. Það eru þús- undir manna sem eru að berjast um á hæl og hnakka við að halda eignum sínum og geta það ekki. Þetta er ungt og kjarkmikið fólk en atvinnuleysi og dvínandi kaup- máttur leikur það svona illa. Eg taldi knýjandi að breyta þessu sjúklega ástandi. Og til þess þurfti þá kauphækkun sem við fórum fram á. Ég treysti ekki á Alþýðu- sambandið. Það var margreynt að forystumenn innan þess stóðu ekki saman. Þess vegna var Flóabanda- lagið myndað. Þessí félög hafa gíf- urleg tök ef þau beita sér. En því miður þegar leið á samningalotuna þá hélt Flóabandalagið ekki. Bíddu við. Ertu með þessu að segja að tilraunin með Flóabandalagið hafi brugðist? Já, því miður. Þegar að því var komið að taka ákvörðun um verk- fall lýsti Sigurður Tr., formaður Hlifar, því yfir að hann væri á móti þessum samningum en hann gæti ekki lofað því að hann fengi sína menn í verkfall. Keflvíkingar voru ekki tilbúnir að fara í verk- fall þegar til átti að taka. Þá stóðum við Dagsbrúnarmenn uppi einir. Og þá kemur upp stöðumat, eins og 1 skák. Er skákin töpuö eða er hægt að tefla upp á jafntefli eða er sigurleið til í stöðunni. Við mátum stöðuna svo eftir að við vorum orðnir einir að þaö væri erfitt að sigla í verkfall með 5 þúsund manna félag og ekki nema 200 millj- ónir í verkfallssjóði...“ En þú sagðir í samtab við DV eftir Dagsbrúnarfundinn þegar þið feng- uð verkfallsheimild að þú þekktir þína menn. Þú vissir að þeim væri dauðans alvara að fylgja kröfum sinum eftir með öllum þeim ráðum sem til væru. Hvað breyttist? Treystir þú þeim ekki? „Jú, ég treysti Dagsbrúnarmönn- um. En ég treysti á að það yrði Flóabandalagshópurinn allur sem stæði að verkfalli en ekki Dagsbrún ein. Ef við hefðum farið einir í verkfall þá lá fyrir að verslunar- menn semdu, iðnaðarmenn líka og öll verkalýðsfélögin í kringum okk- ur. Keflavík og Hafnarfjörður hefðu bæði verið opin fyrir aUri afgreiðslu. Mitt stöðumat var að það væri ekki rétt að fara einir í verkfall. Það kom svo í ljós á Dags- brúnarfundinum um samningana að þetta var ekki endilega rétt mat hjá mér. Það munaði ekki nema 38 atkvæðum að samningarmr væru samþykktir." Samt mæltir þú af miklum sann- færingarkrafti með því að samning- arnir yrðu samþykktir? Já, það er rétt. En ég skal játa að ég átti alveg eins von á því að þeir yrðu felldir. Ég sá menn sem alltaf styðja stjóm félagsins ganga út þegar atkvæöagreiðslan hófst. Þeir gátu ekki samþykkt samningana.“ Þú og margir aðrir verkalýðsleið- togar hafið oft verið með stórar yfirlýsingar um að nú verði barist til þrautar fyrir bættum kjörum. Samt sem áður hefur Alþýðusam- bandið eða félög innan þess ekki farið í verkfall vegna kjarabaráttu síðan 1978. Hver er skýringin? „Þær eru sjálfsagt fleiri en ein. Ég veit að menn voru orðnir óskap- lega hvekktir á því að ríkisstjórnir á hveijum tíma stóðu aUtaf með atvinnurekendum og tóku allan ávinning samninganna af. Stund- um með einu pennastriki. Þetta dró kjark úr mönnum. Þá spurðu menn tú hvers að fóma fyrir ávinning sem er samstundis tekinn af. Og nú spyija menn líka hvort þeir haldi því sem þeir hugsanlega næðu með átökum. Síðan 1989 að Jón Sigurðsson, þáverandi við- skiptaráðherra, breytti lánskjara- vísitölunni á þann veg að hversu lítiö sem laun hækkuðu, hækkuðu allar skuldir manna. Ég fuUyrði því að sú breyting sem nú var knúin fram á lánskjaravísitölunni sé Yfirheyrsla merkUegasta atriði þessara kjara- samninga. Þetta svarar þó ekki því að verka- lýðsleiðtogar, þar á meðal þú, hafa verið uppi með stóryrði fyrir samn- inga vitandi þetta sem þú nefndir hér að framan? „Það er rétt og ein aðalástæðan er sú að samstaða verkalýðshreyf- ingarinnar hefur að mestu brugðist þegar á reyndi. Verkalýðshreyfing- in í heUd er orðin miklu veikari en áður var. Menn innan hennar sinna henni miklu minna en fyrr á ámm og ég held að margir hafi misst trú á hana. Verkalýðshreyf- ingunni hefur ekki tekist að við- halda sigmm fyrri ára. Einnig mega menn ekki gleyma þessu þrúgandi atvinnuleysi nú síðari árin. Ég veit að þaö hefur dregið gífurlegan þrótt úr verkalýðsfélög- unum. Á mínum ferU í forystusveit verkalýðshreyfingarinnar, sem fer nú senn að ljúka, hafa síðustu tvö ár veriö með þeim ömurlegustu sem ég hef lifað. Að horfa upp á 500 tU 600 Dagsbrúnarmenn atvinnu- lausa, margra hveija mánuð eftir mánuð er hræðUegt. Ég ólst upp við þetta á kreppuárunum. Maður spyr því á þetta að verða hlutskipti ungra manna undir aldamótin?" Þú ert með öðrum orðum að segja að samstöðuleysi og atvinnuleysi sé ástæðan fyrir því að verkalýðsfé- lög fara ekki lengur í átök til að bæta kjör sín? Meðal annars. Sem dæmi get ég nefnt að þegar kom að því að skrifa undir kjarasamningana á dögun- um og alhr í Verkamannasam- bandinu voru óánægðir þá var spurt: Eigum við að fara í verkfall og berjast áfram? Þá horfðu aUir í gaupnir sér. Ég get svarið að þetta er rétt, ég horfði á þetta. Nokkrir sögðust ekki treysta sér í átök, aör- ir þögðu bara. Dagsbrún ein var tUbúin. En eins og ég sagði áðan ekki einsömul..." Ef Dagsbrúnarmenn hefðu sagt á þeirri stundu, við förum í verkfall. Hefðu ekki einhverjir tekið undir? „Við sögðum það. Við skýrðum frá því aö við værum tilbúnir í verkfall. Menn þögðu. Enginn sagðist ætla að fylgja okkur. Sig- urður T. sagðist andvígur samn- ingunum en efast um að hann fengi sína menn í verkfall. í Keflavík hefur ekki verið farið í verkfaU í áratugi. Enda þótt stöðumat mitt segði mér að við gætum þetta ekki einir verð ég að játa að mig langaði óskaplega í þessa ghmu.“ Er þá sú staða komin upp að Vinnu- veitendasambandið geti sagt sem svo, þeir eru bara að gjamma, það er ekkert að marka þetta, þeir gera ekki neitt? „Það er sjálfsagt eitthvað tU í því. Þó þori ég fullyrða að enn eru menn hræddir við Dagsbrún. Jafn- vel þótt hún sé ein. Ég veit að ríkis- stjórnin neitaði á dögunum að semja við ASÍ nema að ljóst væri að Dagsbrún yrði með í samning- unum. Fyrr yrði ekki gengið frá neinu. Ég fuUyrði að þeir samning- ar sem skrifað var undir á dögun- um, þótt þeir séu alls ekki nógu góðir, hefðu ekki náðst án sam- þykkis Dagsbrúnar. Við lærðum það á þessari samningagerð að Dagsbrún verður að hefja undir- búning að því að geta farið ein í verkfall ef því er að skipta. Og þann undirbúning munum við hefja inn- an skamms." Þú sagðir í viðtali við DV á dögun um að Dagsbrún þyrfti að eiga einn milljarð í verkfallssjóði en ætti ekki nema rúmar 200 milljónir. Hefur verið slegið slöku við að safna í verkfallssjóð. Ætli þið að breyta þessu? „Það eru ákveðnar reglur í þessu. Nú fara 15 prósent af tekjum félags- ins í verkfaUssjóð. Ég held að það sé erfitt að hækka þetta hlutfall. Það verður þó eflaust skqðað hvort þess sé einhver kostur. Ég á von á því að það verði erfitt því félagið veitir sínu fólki mjög mikla þjón- ustu og rekstur þess er á núUinu." Þú sagðist ekki treysta Alþýðusam- bandinu. Er uppi klofningur innan verkalýðshreyfingarinnar? „Já, hann er til staðar. Dagsbrún á ekki upp á pallborðið hjá núver- andi forystu ASÍ og getur ekki treyst á hana. Klofningurinn er vegna þess að verslunarmannafé- lögin og iðnaðarmanriafélögin ráða ferðinni. FJóabandalagsfélögin þrjú eru ekki hátt skrifuð hjá ASÍ- forystunni. Ef um er að ræða áhrifamiklar nefndir eða verkefni hjá ASÍ er aldrei kosinn maður í þær frá þessum félögum. Á síðasta ASÍ-þingi var ég sem formaður fé- lagsins ekki spurður aö því hvaða mann eða menn ég vildi hafa í stjórn Alþýðusambandsins. Þeir gengu svo langt að við endurskoð- un Húsnæðisstjórnar var Leifur Guðjónsson, stjómarmaður í Dags- brún og til vara í stjórn ASÍ, ekki hafður með.“ Er enn jafn kalt á milli ykkar Bene- dikts Daviðssonar og eftir að þú komst með orðið uppmælingaaðall á sinni tíð? „Ég vil svara þessu þannig að við séum ekki fjandmenn við Benedikt en það væri synd að kalla okkur vini.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.