Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1995, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjóri: PALL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700
FAX: Auglýsingar: (91)563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
777 hvers er kosið?
Hún hefur vakið athygli, yfirlýsingin frá Þjóðvaka
þess efnis að flokkurinn útilokar samstarf við Sjálfstæðis-
flokkinn eftir kosningar. Það er ekki algengt að stjórn-
málaflokkar taki svo einarða afstöðu gagnvart samstarfi
við aðra flokka eftir kosningar. Allt er betra en íhaldið
var slagorð sem heyrðist í pólitíkinni á íslandi um miðja
öldina en stjórnmálaflokkarnir hafa fyrir löngu lagt nið-
ur slíka útilokunaraðferð og meira að segja var engum
dyrum lokað á íhaldið þótt flest annað væri talinn skárri
kostur í augum andstæðinga þess.
í flestum ef ekki öllum skoðanakönnunum að undan-
förnu mæhst Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 40%
fylgi og er raunar kominn yfir fjörutíu prósentin í síð-
ustu könnun Gallups. Ef að líkum lætur mun fylgi Sjálf-
stæðisflokksins varla taka miklum breytingum fram að
kosningum eða í kosningunum sjálfum. Flokkurinn hef-
ur notið slíks fylgis meira og minna frá stofnun sinni í
rúmlega sex áratugi.
Aht bendir til að hann beri ægishjálm yfir aðra flokka.
Næststærsti flokkur þjóðarinnar, Framsóknarflokkur-
inn, nýtur fylgis innan við 20% atkvæða.
Enginn segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé ómissandi í
stjóm en er það ekki býsna mikh bíræfni að lýsa yfir
því fyrir kosningar af fuhtrúum nýs flokks að þeir úti-
loki samstarf við nærri helming kjósenda? Eða eins og
Davið Oddsson segir: þessi yfirlýsing ber ekki merki um
mikla lýðræðisást.
Athyglisvert er í þeim skoðanakönnunum sem birtar
em með reglulegu mhhbih að núverandi stjórnarand-
stöðuflokkar eru ekki í sókn. Þeir gera gott í því að halda
sínu fyrra kjörfylgi og varla það. Framsóknarflokkurinn
stendur í besta fahi í stað, Alþýðubandalagið gerir vart
meira en að halda sínu og Kvennahstinn virðist ætla að
bíða afhroð. Þjóðvaki, flokkur Jóhönnu, dregur til sín 9
th 10% atkvæða og það em áreiðanlega að mestu at-
kvæði th stuðnings Jóhönnu. í því sambandi ber að
minna á að Jóhanna nýtur sinna vinsælda vegna frammi-
stöðu sinnar sem ráðherra í þeirri sömu ríkisstjóm og
hún er nú að úthoka samstarf við.
Enn er verulegur hluti kjósenda óákveðinn og ekki
bendir það th þess að mikhl andbyr sé gegn núverandi
ríkisstjóm eða Sjálfstæðisflokknum ef því er að skipta.
Jafnvel Alþýðuflokkurinn, sem um tíma var varla á vet-
ur setjandi, er að sækja í sig veðrið, í krafti vem sinnar
í stjóm með Sjálfstæðisflokknum.
Aht ber þess vegna að sama bmnni. Þjóðin er ekkert
sérstaklega andsnúin ríkisstjóminni og að minnsta kosti
ekki Sjálfstæðisflokknum og þess heldur er það furðuleg
skammsýni og í rauninni storkun við lýðræðið að af-
neita hugsanlegu samstarfi við þann flokk sem höfðar
svo sterkt th stórs hluta þjóðarinnar. Það kemur og í ljós
að aðrir vinstri flokkar, sem Þjóðvaki vhl eingöngu starfa
með, em ekki thbúnir að afneita Sjálfstæðisflokknum
fyrir kosningar. Þeir vhja bíða eftir dómi kjósenda. Þeir
vilja bíða eftir úrshtum kosninganna, th að átta sig á því
hvað það er sem kjósendur vhja.
Auðvitað er kosningabaráttan eftir og sjálfsagt verður
að gera ráð fyrir að hún breyti einhverju. En einmitt af
því kosningar fara fram og kosningabarátta er háð verð-
ur að sýna kjósendum þá virðingu að bíða með allar
sljómarmyndanir þangað th þeir hafa gengið að kjör-
kössunum. Yfirlýsingar um afneitun og úthokun em
ótímabærar og óskynsamlegar nema fyrir þá sem vhja
mála sig út í hom.
Varla er það ætlunin hjá Þjóðvaka!
Ellert B. Schram
Reykjavíkurlög-
reglan í fjársvelti
Rán, líkamsmeiösl, innbrot, þjófn-
aðir og fíkniefnamisferli eru þeir
brotaflokkar sem viö heyrum stöð-
ugt af í fréttum. Við heyrum af
fólskulegum árásum, hversu miklu
hafi verið stolið og hversu mikið
fíárhagslegt tjón hafi orðið. Við
heyrum líka óhugnanlegar tölur
um magn fíkniefna sem fyrirhugað
er að flytja inn í landið. Hins vegar
er ekki sagt frá fíársvelti lögregl-
unnar í Reykjavík sem er hluti
vandans.
Afbrotamenn í peninga-
vandræðum
Það er alveg ljóst að þegar fiár-
hagslegur samdráttur verður í
þjóðfélaginu harðnar á dalnum í
undirheimunum. Einnig veldur
aukið atvinnuleysi því að mun
fleiri reyna að ná í peninga á óheið-
arlegan hátt og félagsleg vandamál
hlaðast upp. Afbrotamenn finna að
stöðugt verður erfiðara að ná í fíár-
magn. Með tilkomu debetkortanna
verður margfalt ílóknara fyrir
menn að verða sér úti um lausafé.
Þeir sem hingaö til hafa gert út á
falsaða tékka eiga nú í mun meiri
vandræðum með að ná sér í pen-
inga þar sem lítill möguleiki er á
að nota debetkort annarra. Inn-
brotum fíölgar þar sem menn
freista þess að ná í verðmæta muni
sem auðvelt er að koma í verð.
Stöðugt aukin neysla fikniefna
kaliar sömuleiðis á meira „illa
fengið fé“.
Eitt rán á viku í Reykjavík
Eftir því sem erfiðara verður fyr-
ir afbrotamenn að verða sér úti um
fíármagn kallar það á alvarlegri
tegundir brota. Atburðir síðustu
vikna staðfesta þetta. Frá áramót-
um, eða í janúar og febrúar sl.,
hafa 7 rán verið framin í höfuð-
borginni en 22 rán á öllu árinu í
fyrra. Þetta þýðir tæplega 1 rán á
viku. Innbrot og þjófnaðir hafa
stóraukist þessa tvo síðustu mán-
uði og á sama tíma hefur lögregla
verið kölluð til í 81 skipti vegna
átaka þar sem líkamsmeiðsl hafa
hlotist af eða rúmlega tvö líkams-
meiðingamál á dag.
Stjórnvöld ennþá í torfkofan-
um?
í öllum löndum í kringum okkur
hefur orðið gífurieg aukning af-
brota síðustu árin; afbrota sem eru
nfiög aivarlegs eðlis þar sem vopn-
uð rán-eru nánast daglegt brauð
og vopnum beitt við aðrar tegundir
afbrota. Við íslendingar eigum að
draga lærdóm af þeirri staðreynd
því margoft hefur það sannast að
það sem tíðkast erlendis kemur
fyrr en síðar hingað tii lands. Það
sem viröist fíarri og óraunhæft,
. jafnvel aðeins í kvikmyndum, get-
ur áður en varir orðið hluti af götu-
lífinu í Reykjavík. Yfirmenn dóms-
mála virðast ekki gera sér grein
KjaUariim
Arnþrúður Karlsdóttir
fyrrverandi lögreglumaður
skipar 3. sæti á framboðslista
Framsóknarfl. i Reykjavik
fyrir ástandinu eða þá að þeir eru
ennþá í torfkofanum?
Frá árinu 1987 til 1994 hefur lög-
gæslukostnaður á hvern íbúa í
Reykjavík lækkað um tæpan þriðj-
ung. Þetta þýðir að öryggi borgar-
anna er skert sem því nemur og
sömuleiðis hlýtur það að draga úr
almennri þjónustu við borgarbúa.
Þrátt fyrir þetta hefur iögreglan í
Reykjavík náð góðum árangri í
ýmsum málaflokkum með góðu eft-
irliti, s.s. ölvunarakstri en slíkum
tilfellum fækkaði um 12% á síðasta
ári.
Gestir í bænum
Hins vegar er þaö athyglisverð
staðreynd að langflestir unglingar
undir 16 ára aldri, sem Reykjavík-
urlögreglan hefur afskipti af í mið-
borginni, eru úr nágrannasveitar-
félögunum. Lögreglan stendur því
ekki bara frammi fyrir fólksfíölgun
og niðurskurði heldur líka „gest-
um“ úr nágrannasveitarfélögun-
um. Þessár staðreyndir tala sínu
máli og sömuleiðis sú staðreynd að
afbrotum fiölgar stöðugt og hafa
tekið á sig mun fólskulegri mynd
en áður. Það hlýtur því að vera
sjálfsögð og eðlileg krafa okkar
borgarbúa að dómsmálayfirvöld
sjái sóma sinn í því að tryggja ör-
yggi borgaranna sem best, jafnvel
þótt það kosti peninga.
Arnþrúður Karlsdóttir
„Frá áramótum, eða i janúar og febrúar sl., hafa 7 rán verið framin í
höfuðborginni en 22 rán á öllu árinu í fyrra. Þetta þýðir tæplega 1 rán
á viku.“ - Frá ráninu í Áskjöri.
„Frá árinu 1987 til 1994 hefur löggæslu-
kostnaöur á hvern íbúa í Reykjavík
lækkaö um tæpan þriðjung. Þetta þýðir
aö öryggi borgaranna er skert sem því
nemur og sömuleiðis hlýtur þaö að
draga úr almennri þjónustu við borg-
arbúa.“
Skodanir annarra
Skuldir ríkisssjóðs
„Ríkissjóðshalhnn var 14 milijarðar króna árið,
sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Aiþýðuflokks
tók við. Hann var kominn niður í 7,6 milljarða á sl.
ári. Hallinn var 12,5% af heildartekjum ríkissjóðs
1991, en um 6,8% á síðasta ári. Skuldir ríkissjóðs
höfðu hins vegar tvöfaldast á sama tíma, voru tæpir
65 milljarðar 1991, en voru orðnar um 128 milljarðar
í fyrra. Þetta er alvarlegasta arfleiö samdráttarár-
anna. Ný ríkisstjórn þarf aö taka hér til hendinni á
næsta kjörtímabili, stöðva hallareksturinn og hefía
niðurgreiðslu skuldanna." Leiðari Mbl. 7. mars.
Tilflutningur fjármagns
„Eitt af því, sem einkennt hefur feril núverandi
ríkisstjómar, er hinn mikli tilflutningur fíármagns
frá almenningi til fiármagnseigenda. Sú kvöm, sem
malar stóreignamönnum þessa lands gull, hefur
gengið fast og öragglega síðustu árin. Almenningur
hefur safnað skuldum, meðan fíármagnseigendur
raka til sín fiármagni. En þetta er ekki nóg. Stór-
eignamennirnir brenna einnig í skinninu aö ná til
sín þeim eignum sem almenningur á óbeint, þaö er
að segja þeim sem em í höndum ríkisvaldsins."
Leiðari Tímans 7. mars.
Fyrirheitna landið
„Eini flokkurinn sem Ólafur Ragnar hefur nánast
útilokað samstarf við er Alþýðuflokkurinn. Ástæðan
er fyrst og fremst sú að hið fyrirheitna land Ólafs
og félaga er nú austur í Singapúr og því eru Evrópu-
málin ekki á dagskrá þar á bæ. Það segir sína sögu
um tækifærismennsku formanns Alþýðubandalags-
ins að hann skuli útiloka Alþýðuflokkinn, en ekki
Sjálfstæðisflokkinn. Væntanlega verður þetta vatn á
myllu Jóhönnu Sigurðardóttur, sem þrátt fyrir allt
er enn svo vinstri sinnuð að hafa ekki kokgleypt
efnahagsstefnu Alþjóðabankans í Washington."
Leiðari Alþýðublaðsins 7. mars.