Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1995, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1995 31 Hringiðan Þorbjörn Haraldsson slökkviliósmaður og veislustjóri vakti mikla kátinu hjá gestum sem aóalskemmtikraftur þar sem farið var með það ástkæra ylhýra í bundnu máli auk þess sem hetjan afklæddist öllu nema nærbuxunum. Smáauglýsingar Argos pöntunarlistinn - vönduð vörumerki, ótrúlega lágt verð. Verð kr. 200 án burðargj. Pöntunarsími 555 2866. Hljómar, grip, nótur og textar. Sígild,sönglög-2 er komin út. NótuUtgáfan, sími 551 4644. Teg. 2. Leöurskór m/slitsterkum sóla fyr- ir stráka og stelpur. Staerðir frá 36. Verð aðeins 2.995. Skóverslun Þórðar, Kirkjustræti 8, s. 91-14181. Skóverslun Ecco, Laugavegi 41, sími 91-13570. Tískufatnaöur í st. 44-58. Nýjar vörur komnar. Enn meiri lækkun á eldri vör- um. Stóri listinn, Baldursgötu 32, s. 91- 622335. Einnig póstverslun, opió frá 10-18 og laugad. frá 10-14. Jlgl Kerrur Verslunin Skútuvogi 1, s. 568 4422, er opin mán.-fös., kl. 12-18. Pöntunar- listinn kostar kr. 200, án buróargj. Barnarúm úr furu. Selt beint frá verkstæói. Tökum að okkur ýmiss kon- ar sérsmíði. Form-húsgögn hf., Auó- brekku 4, Kópavogi, simi 91-642647. |©| Verslun Stórkostlegt úrval af titrurum, titr- arasettum, margsk. spennandi olíum og kremum o.m.fl. Tækjal., kr. 500, plastfatal., kr. 500 og samfellul., kr. 500. Kynntu þér úrvalið. Pósts. duln. um allt land. Ath. afgrfr. 2 dagar. Rómeó & Júlia, Grundarstig 2, opið mán- föst. 10-18, laug. 10-12, s. 91- 14448. Geriö verösamanburö. Ásetning á staónum. Allar gerðir af kerrum, allir hlutir til kerrusmíða. Opið laugard. Víkurvagnar, Síðumúla 19, s. 568 4911. Jeppar Til sölu Suzuki Vitara JLX ‘89, breyttur, ekinn 40 þús. km, rafdr. rúður, sam- læsingar, 33” dekk, álfelgur, brettak- antar. Bein sala, skipti á ódýrari eða skuldabréfaviðskipti koma til greina. Uppl. í síma 91-27161 e.kl. 22. Kerruöxlar á mjög hagstæöu veröi, með eða án hemla, í miklu úrvali fyrir flestar geróir af kerrum. Fjallabílar/Stál og stansar hf., Vagnhöfða 7, Rvk, sími 91-671412. Árshátíð Slökkviliðs Reykjavíkur var haldin í Átthagasal Hótel Sögu um síðustu helgi og tókst hún í alla staði vel. Fólk skemmti sér konunglega en á myndinni má sjá Hrólf Jónsson slökkviliðsstjóra fyrir miðju hálftryllast af hlátri þegar Þorbjörn Haraldsson veislustjóri afklæðist. Hrólfi á hægri hönd sitja þau Jón Fr. Jóhannsson og Guðrún Geirsdóttir en handan við borðið sitja þau Ingibjörn Steinunn Sverrisdóttir og Vignir Óskarsson. DV-myndir S Menning Eitt verkanna á sýningu Leo Santos á Sóloni íslandusi. Tvær textflsýningar við Ingólfsstræti - Margrét Adolfsdóttir og Leo Santos hjá Sævari og á Sóloni Meðal sýnenda á nýafstöðnum hönnunardögum í Reykjavík voru átján textílhönnuðir úr Textílfélaginu. Sé mið tekið af fjölbreytileika verka textílhönnuðanna er sýndu í Geysishúsi virðist vera um talsverða grósku að ræða í textílhönnun hér á landi. Sýningar eru þó fátíðar hér á textíl, enda hefur jafnan verið tahð að þar komi til kasta veflistarinnar og að tiskusýningar eigi að vera vettvangur kynninga á höfundaverkum textílhönnuða. Til eru þeir hérlendir textílhönnuðir sem hafa kom- ið ár sinni vel fyrir borð erlendis og vinna fyrir fremstu tískuvöruframleiðendur. Þeirra á meðal er Margrét Adolfsdóttir er býr í London og hefur selt verk sín til tískuhúsa í París, Mílanó og New York. Jafnframt hefur hún hannað eigin textílverk; slæöur, sjöl, veski, púða, rúmábreiður, pullur o.fl. Verk hennar eru til sýnis og sölu í nokkrum galleríum í London. Nýlega kom Margrét heim til að kenna sem gestakennari við MHÍ ásamt manni sínum Leo Santos sem einnig er textílhönnuður. Þau hafa nú bæði sett upp sýningar á verkum sínum; Margrét hjá Sævari Karli og Leo í Sóloni íslandus. Samspil forms og litar Það er fengur að því að fá innsýn í grunnvinnu text- ílhönnnuða líkt og færi gefst á hér. Augljóslega eru mörk hönnunar og listar ekki eins skörp og oft er látið í veðri vaka. Grunnurinn er sá sami og innan mód- ernískrar geómetríu þar sem samspil forms og litar eru í öndvegi. Teflt er á grunnformin og frumlitina og hrif undirvitundarinnar af samspili þeirra. Líkt og önnur hönnun spilar textíllinn inn á hið sálræna og nýtir sér goðsagnir að baki forma og lita. Frumform, áferð og dýpt Margrét nýtir sér frumformin hring og ferning til hins ýtrasta í akrýlmálverkum og pullum á gólfi. Upp- setningin er með óþarflega miklu fjöldaframleiösluyf- irbragði miðaö við hina tæknilegu úrvinnslu verkanna Myndlist Ólafur J. Engilbertsson sem er einkar persónuleg og ágætlega útfærð. í verk- um níu og ellefu er litasamspilið sérstaklega athyglis- vert og í verkum tvö og sjö eru áferð og dýpt sem fróð- legt hefði verið að sjá jafnframt útfærð í textíl, með þrykki eða málverki. Helst til hógvært Á sýningu Leo Santos er engan textíl að fmna, ein- ungis 15 verk sem eru unnin með blandaðri tækni, samklippi og akrýl á pappír. í verkum þijú og fimm eru form og litir í vel útfærðu samspili sem minna um margt á gullöld geómetríunnar upp úr 1950. Verk sjö og átta eru athyglisverð samklipp með blandaðri tækni þar sem hönnuðurinn freistar þess að ná fram hughrif- um elds og fangaðrar mýktar. Báðar eru sýningar þessar helst til hógværar og hverfa dálítið í salina, þó litlir séu. Ef til vill hefði veriö betri kostur að setja þær í sama rými og stúka það niður og gefa jafnframt inn- sýn í endanlega útfærslu hugmyndanna í textíl. Sýn- ingar þessar standa báðar til 15. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.