Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1995, Blaðsíða 30
34 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1995 Afmæli Kári í sleifur Ingvarsson Kári ísleifur Ingvarsson húsasmíða- meistari, Grandavegi 47, Reykjavík, eráttræðurídag. Starfsferill Kári fæddist í Framnesi í Holta- hreppi í Rangárvallasýslu. Árið 1927 fór hann til Guðrúnar, systur sinn- ar, og Þorsteins Runólfssonar að Markaskarði í Hvolhreppi. Þau voru þá að byija búskap og þar átti hann sín unglingsár. Kári vann við búskap sumar, vor og haust en var við vertíðarstörf í Vestmannaeyjum á veturna. Hann stundaði nám við íþróttaskólann í Haukadal veturinn 1937-38. Kári flutti til Reykjavikur vorið 1939 en næstu tvö sumur var hann við vegaviðhald frá Ingólfsfjalli til Hveravalla. Árið 1941 hóf hann svo nám í húsasmíði hjá Guðmundi Jó- hannssyni en lærði við Iðnskólann 1944-46. Hann fékk sveinsbréf 1948 og meistarabréf 1951. Kári starfaði við húsasmíði til 1979 er hann gerðist húsvörður hjá Pósti og síma í Múlastöð til 1987. Kári hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörf- um en hann var varaformaður Tré- smiðafélags Reykjavíkur 1957-60. Fjölskylda Kári kvæntist 14.10.1939 Margréti Stefánsdóttur, f. 13.8.1912, d. 26.4. 1993, húsmóður. Foreldrar hennar voru Stefán Eyjólfsson, b. á Kleifum í Gilsfiröi, f. 2.8.1869, d. 12.2.1944, ogk.h., Anna Eggertsdóttir, f. 6.7. 1874, d. 1.5.1924. Böm Kára og Margrétar eru Katr- ín Sigríður, f. 30.6.1941, húsmóðir í Grindavík, gift Ölveri Skúlasyni skipstjóra og eiga þau einn son og tvær dætur; Stefán Arnar, f. 30.6. 1944, tæknifræðingur í Reykjavík, kvæntur Stefaníu Björk Karlsdóttur skrifstofustúlku og eiga þau einn son; Anna, f. 19.9.1950, kennari við Húsaskóla í Reykjavík, gift Karsten Iversen tæknifræðingi og eiga þau tvo syni og eina dóttur. Hálfbræður Kára frá fyrra hjóna- bandi fóður hans, vom Jón, sem léngi var vegaverkstjóri á Selfossi, nú látinn, og Sigurður, vörubílstjóri á Eyrarbakka, nú látinn. Alsystkini Kára: Kári, f. 1898, d. 1905; Guðrún, f. 1901, d. 1981, hús- freyja í Framnesi; Jóseflna, f. 1904, d. 1904; Ólafur, f. 1906, sjómaður og b. á Vindási í Kjós; Magnea, f. 1907, lengst af húsmóðir í Reykjavík; Sig- urður, f. 1909, lengst af jámsmiður í Reykjavík; Guðmundur, f. 1913, lengst af sjómaður og verkamaður í Reykjavík. Foreldrar Kára vora Ingvar Pétur Jónssop, f. 21.6.1862, d. 31.3.1949, trésmiður og bóndi, og Katrín Jó- sefsdóttir frá Ásmundarstöðum í Holtum, f. 23.5.1872, d. 23.10.1938, húsfreyja. Ætt Ingvar var sonur Jóns, b. í Aust- vaðsholti í Landsveit, Þorsteinsson- ar, b. í Austvaðsholti, Grímssonar, b. í Austvaðsholti, Þorsteinssonar. Móðir Jóns var Guðrún Runólfs- dóttir, prests í Krókstúni, Jónsson- ar. Móðir Ingvars var Vigdís Guð- mundsdóttir, b. á Haugum í Staf- holtstungum og síðar á Stokkalæk, Ólafssonar, b. á Hamri í Borgar- hreppi, Sveinssonar. Móðir Guð- mundar var Guðlaug Oddsdóttir. Móðir Vigdísar var Ragnhildur Brandsdóttir, b. í Sólheimatungu, Sigmundssonar, og Vigdísar Ólafs- dóttur. Katrin var dóttir Jósefs, b. á Ás- mundarstöðum í Holtum, bróður Ingveldar, móður Einars í Búðar- koti, langafa Ingvars í ísbirninum, fóður Jóns, stjórnarformanns SH. Bróðir Einars var ísleifur, afi Gunn- ars M. Magnús rithöfundar. Systir Einars var Ragnhildur, langamma Halls söngvara, fööur Kristins óperusöngvara. Jósef var sonur Kári ísleifur Ingvarsson. ísleifs, b. á Ásmundarstöðum, Haf- liðasonar, ríka á Syðstubrekku, Þórðarsonar Skálholtsráðsmanns Þórðarsonar. Kári verður að heiman í dag. Til hamingju með afmælið 8. mars 85 ára 50ára Rögnvaldur Dagbjartsson, Heiðarbæ, Skaftárhreppi. Ragnheiður Eiríksdóttir, Hæöargarði 33, Reykjavík. Rósa Björnsdóttir, Sunnubraut 12, Akranesi. Ingibjðrg Jósefsdóttir, Ketilsbraut 11, Húsavík. 75 ára Sigfríður Runólfedóttir, Heiðarvegi 66, Vestraannaeyjum. Unnur Runólfedóttir, Kambaseli 85, Reykjavík. Björgvin Óskar Bjarnason, Kveldúlfsgötu 10, Borgarbyggð. Ragnheiður Bald vinsdó tt ir, Brekkutanga 1, Mosfellsbæ. Ólöf Ólafsdóttir, Skipasundi 29, Reykjavik. Halldór Magnússon, Ystu-Tungu, Tálknafjarðarhreppi. Karl Hermannsson, Faxabraut 64, Keflavík. Gréta Maria Garðarsdóttir, Hábergi 40, Reykjavík. Hallveig Björnsdóttir, Mosgeröi 18, Reykjavik. Jóhann Ingiþórs Ingason, Hamragarði 6, Keflavik. Hanneraöheiman. 40ára 80 ára 70 ára Lukka Jónsdóttir, Faxatröð 4, Egilsstöðum. Óli Sveinbjörn Júliusson, Hlíðarvegi 45, Siglufirði. 60 ára Valdimar Ásmundsson, Unufelli 6, Reykjavik. Jytte Eiberg, Reykjamörk 12, Hveragerði. Sigmar Ólafur Maríusson, Suðurbraut9, Kópavogi. Ásgeir Eiriksson, Krókabyggð 1, Mosfellsbæ. Jón Þór Guðjónsson, Karfavogi 35, Reykjavík. Oddný Ósk Guðmundsdóttir, Bláskógum 17, Egilsstöðum: Karl Ómar Jónsson, Grenigmnd 18, Kópavogi. Laufeylngadóttir, Skarðshlið 14F, Akureyri. SumarUði Óskarsson, Næfurási 12, Reykjavík. Kristinn S. Ásmundsson, Miðengi21, Selfossi. Jón Ingi Arngrimsson, Lagarfelli 21A, Fellahreppi. ímarit fyrir alla Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA 563 2700 Þorgeir Óskarsson Þorgeir Óskarsson sjúkraþjálfi, Aflagranda 10, Reykjavík, er fertug- urídag. Starfsferill Þorgeir fæddist í Réykjavík og ólst þar upp í Smáíbúðahverfmu. Hann lauk barnaskólaprófi frá Breiða- gerðisskóla 1968, landsprófi frá Rétt- arholtsskóla 1971, stúdentsprófi frá MT1975, BS-prófi í sjúkraþjálfun frá HÍ1980 og MS-prófl í sjúkraþjálfun frá The Ohio State University í Ohio í Bandaríkjunum 1987. Þorgeir var sjúkraþjálfari að Reykjalundi 1980-81, sjúkraþjálfari við Grant Medical Center í Colum- bus 1 Ohio í Bandaríkjunum 1981-87 og sjúkraþjálfari viö J.L. Camera Center, endurhæfmgarstöð fyrir starfsfólk úr iðnaði og opinberum störfum í Ohio í Bandaríkjunum í fjóra mánuði 1987, var sjúkraþjálf- ari hjá Sjúkraþjálfaranum sf. í Hafnarfirði veturinn 1987-88 en hef- ur frá vori 1988 verið sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur hf. Þorgeir var stundakennari á námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ 1989-94. Frá 1980 hefur hann stund- að leiðbeindendastörf í vinnuvernd við ýmis fyrirtæki og stofnanir og þ. á m.ávegumMáttar-vinnu- vemdar. Hann hefur haldið fjöida fyrirlestra um þjálfun við ýmis tækifæri, skrifað greinar í dagblöð um vinnuvernd og átt þátt í útgáfu á segulbandsspólum með hléæfing- um fyrir starfsfólk í fyrirtækjum. Fjölskylda Þorgeirkvæntist8.8.1981 Önnu Soffiu Hauksdóttur, f. 4.6.1958, pró- fessor í rafmagnsverkfræði við HÍ. Hún er dóttir Hauks P’álmasonar, aðstoðarforstjóra Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og Aðalheiðar Jó- hannesdóttur, fulltrúa hjá Orku- stofnun. Sonur Þorgeirs frá því áður með Ásu Einarsdóttur er Einar Þorgeirs- son, f. 15.3.1980, nemi. Sonur Þorgeirs og Önnu Soffiu er Haukur Óskar Þorgeirsson, f. 6.12. 1992. Systkini Þorgeirs eru Gunnhildur Óskarsdóttir, f. 16.3.1950, flugfreyja og sjúkraliðanemi, búsett í Belgíu; Katrín Óskarsdóttir, f. 6.5.1951, hús- móðir pg skíðakennari í Austurríki; Pétur Ámi Óskarsson, f. 28.8.1952, skrifvélavirki, búsettur í Kópavogi; Þorgeir Óskarsson. Sumarhði Óskarsson, f. 8.3.1955 (tvíburabróðir Þorgeirs), rannsókn- armaður hjá veiðimálastjóra, bú- settur í Reykjavík; Kristberg Ósk- arsson, f. 14.2.1957, skiltagerðar- maður hjá Neon-þjónustunni hf., búsettur í Reykjavík; Hafsteinn Óskarsson, f. 11.12.1959, landfræð- ingur og kennari, búsettur á Hellu; Margrét Dröfn Óskarsdóttir, f. 21.12. 1963, hjúkrunarfræðingur í Reykja- vík. Foreldrar Þorgeirs: Óskar Sum- arliðason, f. 25.6.1920, d. 1.6.1971, húsasmiöur í Reykjavík, og Jó- hanna Margrét Þorgeirsdóttir, f. 6.9. 1926, gangavörður við Breiðageröis- skóla. Þorsteinn Einarsson Þorsteinn Einarsson bakari, nú til heimilis að Hlíf, Torfnesi á ísafirði, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Þorsteinn fæddist á Eyri í Skötu- firði og ólst þar upp til tólf ára ald- urs er hann flutti til Hafnarfjaröar með foreldrum sínum. Þar bjó hann í sex ár en átján ára gamall flutti hann til ísafjarðar þar sem hann hefurbúiðsíðan. Þorsteinn lauk bamaskólanámi og nam við Iðnskólann á ísafirði. Hann fékk iðnréttindi sem bakari árið 1932 og meistarbréf 1934. Á ár- unum 1928^77 vann hann hjá Bök- unarfélagi ísfirðinga eh starfaði í íshúsi næstu fjögur árin þar á eftir. Fjölskylda Þorsteinn kvæntist þann 12.3.1932 Soffiu Karlsdóttur Löve, f. 27.10. 1907, húsmóður. Foreldrar hennar vom Karl Löve, skipstjóri og fisk- maður á ísarfiröi, og Agnes Jóns- dóttir. Þorsteinn og Soffia eignuðust þrjú böm, tvö dóu, annað í æsku en hitt um tvítugt. Á lífi er Einar Hjörtur, f. 7.7.1935, vélvirki, búsettur í Grindavik, kvæntur Sigríði Gunn- arsdóttur bankastarfsmanni og eiga þau fjögur böm: Þorstein, Baldvin, Guðrúnu Agnesi og Una Þór. Systkini Þorsteins: Karítas, f. 6.6. 1899, látin, húsmóðir í Reykjavík, var gift Sigurði Bjömssyni, stór- kaupmanni og konsúl; Kristján Jón, f. 27.3.1902, d. 28.7.1946, var verk- stjóri við síldarsöltun á Húsavik, kvæntur Þómnni Kristrúnu Elías- dóttur; Margrét, f. 20.6.1906, d. 15.10. 1938, húsmóðir í Reykjavík, var gift Bimi Hjaltested; Einar, f. 15.6.1907, lengi starfsmaður vélsmiðjunnar Kletts í Reykjavík, var kvæntur Svövu Bjömsdóttur sem er látin; Unnur, f. 25.7.1908, látin, húsmóðir í Reykjavík, var gift Páli Jóhannes- syni verslunarmanni; Elín, f. 11.5. 1911, d. 27.12.1953, húsmóðir í Reykjavík, var gift Tryggva Magn- ússyni, verslunarmanni og leikara; Baldvin, f. 22.2.1913, látinn, forstjóri Almennra trygginga í Reykjavík, var kvæntur Kristínu Pétursdóttur; Jóakim, f. 30.10.1914, látinn, starfs- maður Almennra trygginga; Karl, f. 12.12.1915, rekur verslunina Álf- hól í Kópavogi, kvæntur Ólafiu Jó- hannsdóttur. Foreldrar Þorsteins vom Einar Þorsteinsson, f. 15.8.1875, d. 27.2. 1955, b. á Eyri i Skötufirði og síðar í Hafnarfirði, og Sigrún Kristín Baldvinsdóttir, f. 1.6.1879, d. 9.3. 1943. Ætt Einar var sonur Þorsteins, b. á Hrafnabjörgum í Ögursveit, Einars- sonar, Magnússonar. Móðir Einars Þorsteinssonar var Sara Benediktsdóttir, skutlara í Vatnsfirði og b. í Strandseljum, Bjömssonar, b. í Laugabóh, á Ögri og í Þemuvík, Sigurðssonar. Móðir Benedikts var Guðný Jónsdóttir. Móðir Söm var Soffia Jakobsdóttir, b. á Ósi í Bolungarvík. Sigrún, móðir Þorsteins, var systir Jóns, prentara, alþingisforseta og forseta Alþýðusambands íslands, og Hafliða, fisksala í Reykjavík. Sigrún var dóttir Baldvins, b. í Strandselj- mn, Jónssonar, b. á Eyri og skutlara í Vatnsfirði, Aúðunssonar, prests á Stóruvöllum, Jónssonar. Móðir Jóns á Eyri var Sigríður Magnús- dóttir frá Indriðastöðum. Móðir Sigrúnar var Halldóra Sig- urðardóttir, b. í Hörgshlíð í Míóa- firði vestra, Hafhðasonar, b. á Skarði og Borg, Guðmundssonar. Móðir Hahdóm var Kristín Hah- dórsdóttir, b. í Hvítanesi og í Hörgs- hhð, Hahdórssonar, og Kristínar Hafliðadóttur, b. í Armúla, Hafliða- sonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.