Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1995, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1995 5 Fréttir Slegist um völdin í Lífeyrissjóði verslunarmanna: Deilur um stólana gætu endað fyrir dómstólum - sjóðurinn átti um áramótin 1,5 milljarða í 25 öflugum hlutafélögum Lífeyrissjóður verslunarmanna átti um síðustu áramót hlutabréf að verðmæti 1,5 milljarðar króna í 25 öflugum hlutafélögum. Á síðasta ári jókst hlutabréfaeign sjóðsins um 219 milljónir. Alls námu eignir sjóðsins um áramótin 34,9 milljörðum, þar af lágu tæplega 4,2 prósent í hlutabréf- um samanboriö við 4 prósent árið áður. Þetta er mun hærra hlutfall en gengur og gerist því sé tekið mið af öllum lífeyrissjóðum landsins er hlutabréfaeignin um 2 prósent. Stjórnin Víglundur Þor- steinsson, full- trúi VSI og Sam- taka iðnaðarins (formaður). Guðjón Odds- son, fulltrúi Kaupmanna- samfakanna og Verslunarráðs. Birgir Rafn Jónsson, fulltrúi Felags ís- lenskra stór- kaupmanna. Magnús L. Sveinsson, full- trúi VR (vara- formaður). Pétur A. Maack, fulltrúi VR. Guðmundur H. Garðarsson, fulltrúi VR. Ljóst má vera af þessu að ítök Líf- eyrissjóðs verslunarmanna í at- vinnulífmu eru veruleg. Það þarf því ekki að koma á óvart að tekist sé á um sæti í 6 manna stjórn sjóðsins. Eins og DV greindi frá í gær stefnir í að fulltrúar vinnuveitenda þurfi að kjósa á milli 4 fulltrúa í þau 3 stjóm- arsæti sem þeir eiga rétt á. Félag íslenskra stórkaupmanna hefur neitað öllu samstarfi viö Versl- unarráöið, Vinnuveitendasamband- ið og Samtök iðnaðarins og vill til- nefna eigin fulltrúa án samráðs. Ná- ist ekki samkomulag í vikunni milli þessara aðila er ljóst að kjósa þarf um stjórnarsætin. Kosning kann að verða flókin enda óvissa um at- kvæðavægi og eignarhlutdeild milli samtaka atvinnurekenda. Sam- kvæmt heimildum DV kann svo að fara að deilunni verði skotið til úr- lausnar hjá dómstólum. Vershmar- mannafélag Reykjavíkur tilnefnir fulltrúa launafólks í stjórnina, alls 3 fulltrúa. Stjórnin í dag Núverandi stjórn er skipuð þeim Víglundi Þorsteinssyni, tilnefndur af Samtökum iðnaðarins og Vinnuveit- endasambandinu, Guðjón Oddsson, tilnefndur af Kaupmannasamtökun- um og Verslunarráði, og Birgir Rafn Jónsson, tilnefndur af Félagi ís- lenskra stórkaupmanna en án sam- ráðs við Verslunarráð eins og sam- komulag frá 1958 geröi ráð fyrir. Fulltrúar Verslunarmannafélags Reykjavíkur eru þeir Magnús L. Sveinsson, Pétur A. Maack og Guð- mundur H. Garðarsson. Samkvæmt heimildum DV er ekki að vænta að breyting verði á fulltrú- um verslunarfólks í stjórninni. Hugsanlegt er að VSÍ, Samtök iðnað- arins og Verslunarráð sameinist um 2 fulltrúa komi til kosninga. Ljóst er að Víglundur Þorsteinsson verður í framboði en óvist er hver hinn full- trúinn' verður. Þá hafa Kaupmanna- samtökin ákveðið að bjóða fram Guð- jón Oddsson og af hálfu Félags ís- lenkra stórkaupmanna verður Birgir Rafn Jónsson í boði. Hlutabréf keypt og seld Hlutabréfakaup Lífeyrissjóðs verslunarmanna hafa tryggt stjóm- armönnum sjóðsins gífurleg völd á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þrátt fyrir að stjórninni sé uppálagt að kaupa einungis bréf á Veröbréfaþingi fara í framboð Ekkert verður af sameiginlegu framboði Inga Björns Albertssonar alþingismanns og klofningsmanna úr Þjóðvaka í Reykjavík og á Suð- urnesjum. Njáll Haröarson, for- svarsmaður klofningsmanna úr Þjóðvaka, segir að Ingi Björn hafi rætt framboðsmálin við stuðnings- menn sína í gærmorgun og komist að þeirri niðurstöðu að útséð væri um hvernig alþingiskosningarnar færu. „Við stöndum í þeim sporum að hafa engan flokk til aö vinna í þannig að ég reikna meö aö fólk segi sig úr Þjóðvaka. Við erum að horfa á 50-60 manna úrsagnir úr Þjóövakanum á næstu dögum. Trú- lega hefði betur verið heima setið en af stað farið. Ég óska Jóni Bald- vini til hamingju. Trúlega ætti ég að senda honum reikning fyrir þrif,“ segir Niáll Harðarson, einn af klofningsmönnunum í Þjóövaka. Fyrirt. sem lifeyrissj. á hlutabréf i %: Þróunarfélag ísl. hf. 8,7% | Þormóður rammi hf. 0,7%| Útgeröarfél. Akurey. hf. 2.8% Tollvörugeymslan hf. 4,3%| Skeljungur hf. 3,1% Skagstrendingur hf. 1,0% | Sjóvá - Almennar hf. 0,2%| Síldarvinnslan hf. l,7%| Samsklp hf. 0,S%| Olíufélagiö hf. 3,2% Olíshf. 2,4%| Máttarstólpar hf. 9,3%| Marel hf. 5.1%| Jaröboranlr hf. 3,4%| íslandsbankl hf. 10,0%| Haraldur Boövarsson hf. 4,4%| Hampiðjan hf. 3,S%| Elmsklp hf. 4,2%| Grandihf. 3,2% Fiugielölr hf. 6,3% Féfang hf. 10,7%| Eignarhaldsf. Alþýöub. hf. 7,8% Draupnissjóöurinn hf. 7,1% Ármannfell hf. 0,4%| I 42.948.400 4.721.555 WKKM 51.391. 3.698.533 253 70.034.347 4.328.500 2.724.543 9.649,776 3.536.843 Hlutabréfaeign Lifeyrissjoðs verslunarmanna | - í árs ok 1994 - i 33.923.932 6.922.625 | 15.188.715 114.463.200 87.977.573 406.108.565 | 23.100.000 15.208.136 29.683.742 72.189.486 55.093.579 398.180 194.685 232.574.1 690 013 o lO o o o o CM o o w o CM CO s co § I 1 s og Opna tilboðsmarkaðinum geta ákvarðanir sjóðsins skipt sköpum fyrir einstök fyrirtæki. í því ljósi er fróðlegt að skoða hlutabréfaviðskipti sjóðsins á síðasta ári. Á síðasta ári jók sjóðurinn eignar- hluta sinn í ýmsum fyrirtækjum en losaði sig við hlutabréf í öðrum. í eignarhaldsfélagi Alþýðubankans jókst til dæmis eignarhlutinn úr 7 í 7,8 prósent, í Granda úr 2,7 í 3,2%, í Haraldi Böðvarssyni úr 2,2 í 4,4%, í Hampiðjunni úr 3,6 í 3,8%, í íslands- banka úr 9,8 í 10%, í Eimskip úr 4 í 4,2%, í Sjóvá-Almennum úr 0,-1 í 0,2% og í Skeljungi úr 2,7 í 3,1%. ÍIISjH Þá eignaðist sjóðurinn 1,7% hlut í Síldarvinnslunni og 0,7% í Þormóði ramma á síðasta ári. Hins vegar los- aði sjóðurinn sig við hlutabréf í tveimur hlutafélögum, Olíufélaginu og Samskipum. Eignarhluti sjóðsins í Olíufélaginu minnkaði úr 3,5 í 3,2% og í Samskip úr 2 í 0,8%. -kaa AIR ROVER Hlaupaskórinn sem allir hafa beðið eftir. Vatnsvarinn, níðsterkur, stöðugur og léttur (320 gl). Stæðir 36-47. Verð: 9.990. AIR MAX UPTEMPO C Loksins! unglinga- og barna- Barkley-skórinn. Stærðir 32-38,5. Verð: 6.990. AIR GONE Mjög léttur körfubolta- og götuskór í hæsta gæðaflokki. Stæðir 38,5-47. Verð: 9.990. ZOOM RIVAL Mjög góður alhliða gaddaskór. Stæðir 36-46. Verð: 5.990. JUSTDOIT! Nike-Air dempun er tækni sem Nike hefur einkaleyfi á og gefur þægindi og vernd. Dempunin bygg- ist á lofti og er því miklu léttari en hefð- bundin efni sem notuð eru í miðsóla. Umvafinn sterkum urethane-hjúp vinnur Nike-Air loftpúðinn á móti höggþunga líkamans. Eftir hvert skref fer hann í upprunalegt form, tilbúinn fyrir næsta högg, meðan skórinn endist. Engin önnur dempun er eins þægileg og endingargóð. Útsölustaðir Reykjavík: Frísport Laugavegi 6, Sportkringlan Kringlunni, Útilíf Glæsibæ, íþróttabúðin Borgartúni 20, Steinar Waage, Kringlunni, Sautján. Hafnarfjörður: Fjölsport Miðbæ, Keflavík: K-Sport, Selfoss: Sportbær, Akureyri: Sportver Glerárgötu, Egilsstaðir: Táp og Fjör, ísafjörður: Sporthlaðan, Sauðárkrókur: Skagfirðingabúð, Húsavík: Skóbúð Húsavíkur, Akranes: Akrasport, Borgarnes: Borgarsport, Flúðir: Sportvörur. Kópavogur: Sportbúð Kópavogs. Ath. Verið getur að vissar tegundir séu ekki til á öllum útsölustöðum á tíma augl. BABY MAX UPTEMPO Langflottasti barnaskórinn! Stærðir 17-25. Verð: 3.990.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.