Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1995 Fréttir „Við höfum unnið sigur í þessu stríði við yfirvöld og vonandi er þessu hér með lokið. Þetta er óskap- legur léttir og þótt við höfum fengið að umgangast bömin hefur það verið undir eftirUti. Það er mjög þreytandi og svo fengum við aðeins að umgang- ast þau yfir daginn,“ segir Aðalsteinn Jónsson. Aöalsteinn og sambýliskona hans, Sigrún Gísladóttir, fengu böm sín, Ásgerði Lilju, eins árs, og Jón Val- geir, fjögurra mánaða, heim í gær samkvæmt úrskurði barnavemdar- nefndar. Böm þeirra voru tekin af þeim 4. og 5. janúar síðastliöinn eftir að þau höfðu veriö með þau í felum á þriðju viku. Eftir umfangsmikla leit lögreglu náðist vinkona þeirra með eldri stúlkuna og nokkru seinna var Aðalsteinn handtekinn. Skömmu síðar gaf Sigrún sig fram með yngra barnið á Barnaspítala Hringsins. Barnavemdarnefnd svipti þau þá forræði yfir bömunum tímabundið og þeim var komið fyrir á vistheimili. „Viö nennum ekki að vera að velta okkur upp úr því sem liðið er. Það er þó ljóst að þessir atburðir munu aUtaf lifa með okkur og sárin sem þetta skilur eftir munu seint gróa. Ég vil engum svo illt að þurfa að ganga í gegnum það sem við höfum þurft að líða,“ segir Sigrún. Mikill samhugur í bókun barnaverndarnefndar frá 28. febrúar er falbst á að Aðalsteinn og Sigrún fái böm sín heim en það skUyrði sett að starfsfólk Félags- málastofnunar fylgist með velferð þeirra. Aðalsteinn og Sigrún féUust á þessi skilyrði. Þau em sammála um að fóUc hafi sýnt þeim mikinn samhug í baráttunni fyrir bömun- um. Margir hafi sýnt þeim hlýhug Aóalsteinn og sambýliskona hans, Sigrún Gisladóttir, með börnin sin tvö, Ásgerði Lilju, eins árs, og Jón Valgeir, fjögurra mánaða, í gær. DV-mynd BG og þeim hafi jafnvel borist gjafir frá fólki. Þau segja að barnavemdaryfir- völd verði að endurskoða starfshætti sína. „Við emm afskaplega þakklát öUu því fólki sem studdi dyggUega við bakið á okkur á meðan við stóðum í þessum erfiðleikum. Barnaverndar- yfirvöld verða að endurskoða sína starfshætti. Ég vU þó taka það fram að þau hafa sýnt okkur meiri skUn- ing að undanfornu en í upphafi," seg- ir Aðalsteinn. - rt Aðalsteinn og Sigrún fá böm sín heim: Höf um unnið sigur í stríði við yf irvöld - bamavemdamefnd hélt bömunum í 2 mánuði Stuttar fréttir dv Ráðherra sýknaður Utanr&isráðherra var í gær sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu Samheija um 6,5 mUljóna króna bætur vegna synjunar um leyfi til út- flutnings á fiski í desember 1993. Samherji var dæmdur til aö greiöa ríkinu 400 þúsund krónur í málskostnað. Sjónvarpiö greindi frá. Aukning skulda Skuldaaukning rUtíssjóös á kjörtímabUinu nemur 74 miUj- örðum króna. Skv. Morgunblað- inu má rekja þriðjung þessarar upphæðar tU gengisbreytinga. Lögntenn framb'ðarinnar Könnun meðal lögfræðinema sýnir að dæmigerður framtíðar- lögmaður er pabbastrákur úr Reykjavík sem kýs Sjalfstæðis- flokkinn. Tíminn skýrði frá. HagnaðurhjáSS Sláturfélag Suðurlands var rek- ið með rúmlega 30 milijóna króna hagnaði á síöasta ári. Greiðslu- staða fyrirtækisins batnaöi um 81 milljón á árin. Mbl. greindi frá. Gróðurhúsaáhrif Mesta lágþrýstiskeiö í rúmlega 100 ár skýrir að hluta til langvar- andi norðaustanátt á landinu síð- ustu ár, Trausti Jónsson veöur- fræðingur útilokar ekki byrjun gróðurhúsaáhrifa í þessu sam- bandi. Sjónvarpið greindi frá. Þykkfrosthella Óvenjumikið frost er nú í jörðu hér á landi eftir 3 mánaða sam- felldan frostakafla. Skv. Tíman- um er frosthellan í jöröu á Suður- landi nú um metri á þykkt. Minni útflutningstekjur Gengishræringar að undan- förnu munu hafa í fór með sér 800 milljóna króna lækkun út- flutningstekna af íslenskum sjáv- arafurðum. Sjónv. greindi frá. Aðsetur í Reykjavík íslenskar sjávarafurðir ákváðu í gær að staðsetja höfuðstöðvar fyrirtækisins í Reykjavík. Félagið hefur sótt um lóð við Sigtún þar sem byggja á nýtt hús. -kaa En það er ekki nóg með að dómar- ar og þjálfarar séu komnir í hár saman, heldur hafa áhorfendur blandað sér í þessa dómgæslu til aö ráða því hvemig leikirnir fara og þannig hefur komið til átaka og áfloga utan vallar og eftir leiki og sjónvarpið er líka með beinar út- sendingar af þeim útistöðum. Þannig er fjöriö í hámarki enda þótt leikjum sé lokið og þá taka áhorfendur við að lemja dómara og þjálfarar aö skamma dómara og dómarar að kæra þjálfara og aga- nefndir að skoða myndbönd af áhorfendum sem eru aö útkljá leik- ina við dómarana, sem eru komnir áfram í úrslitakeppnina, löngu eftir að liðin eru úr leik. Kapphðin sjálf eru algjör auka- númer í þessum átökum öllum og það er í rauninni ástæða til aö þakka íþróttamönnunum fyrir þátttöku þeirra, enda þótt þeir ráði engu um úrslit.Leikmennimir eru statistar í hatrammri og tvisýnni úrshtaorrustu á milli dómara, þjálfara og áhorfenda og sigurlaun- um munu þeir hampa að lokum sem aganefnd og dómstólar hand- boltahreyfingarinnar útnefna. Það er fjör í boltanum. Dagfari Úrslitakeppnin í handbolta stendur nú sem hæst. Þar er mikið líf og flör. Liðin heltast smám saman úr lestinni og spennan eykst hröðum skrefum. Ekltí bara í íþróttasölun- um og milli keppenda, heldur og í fjölmiðlum, á síðum dagblaðanna, útvarpi og sjónvarpi, þar sem allt er í beinni útsendingu og hasarinn ógurlegur. Fyrir Dagfara og aðra þá sem fylgjast með þessum íþróttakapp- leikjum úr fjarlægð er þetta að mestu góð og saklaus skemmtun, af því að utanaðkomandi gera sér ekki grein fyrir þeim hita og þeim ákafa sem smitar út frá sér í kapp- leikjum af þessu tagi. Við höldum nefnilega að íþróttir séu íþróttir og þetta sé leikur sem fólk á að hafa gaman af. Þetta er hins vegar mikill mis- skilningur sem byggist meðal ann- ars á því að það eru í rauninni ekki liöin sem eigast við sem eru að keppa, heldur eru það allt aðrir menn og allt önnur átök sem fara fram í handboltahöllunum. Þaö eru heldur ekki mörkin sem telja og ekki úrslitin sem ráða því hveijir fara áfram í keppninni? Ef betur er að gáð er þessi keppni háð á bekkjunum og á áhorfendapöll- Það er fjör í boltanum unum og þá allra helst verðiu- að fylgjast með dómurum leikjanna, því það eru mennirnir sem standa og falla í þessari keppni. Það var ekki Afturelding sem sigraði FH né heldur KA sem vann Stjömuna og það var alls ekki Vík- ingur sem bar sigurorð af ÍR. Þeir sem sigruðu í þessum leikjum voru dómaramir. Um þetta em allir sammála, sérstaklega þeir sem töp- uðu leikjunum og em úr keppni. Ef einhver efast um sannleiksgildi þessara ummæla, þá hlustið bara á þjálfara liðanna. Það eru jú menn- inrir sem hafa mest og best vitið á handbolta og þeir hafa allir komið fram í fjölmiðlum og borið að dóm- aramir hafi skipt sköpum. Það hafi verið þeir sem réðu úrslitum. Ekki strákamir á vellinum, ekki mörkin sem vom skomð, ekki frammi- staða liðsheildar á móti annarri liðsheild. Nei, dómaramir vom aðalmenn- imir. Og í anda sannrar íþrótta- mennsku munu forráðamenn fé- laganna beijast til þrautar og ekki láta dómarana komast upp með að sigra í leikjum og þess vegna mun úrslitakeppnin í handboltanum ná hámarki í dómsölum og aganefnd- um sem munu að lokum skera úr um það hveijir verða sigurvegarar í fyrstu deildinni. Reyndar em þjálfarar liöanna ekki sammála úrskurðum dómar- anna á vellinum og hafa sakað dómarana um að láta þau lið sigra sem áttu að tapa. Dómaramir era ekki sáttir við þetta og hafa sakað þjálfarana um að saka þá um að ráða úrslitum þegar dómarar segj- ast ekki ráða úrslitum og dómarar hafa kært þjálfara fyrir ærumeið- andi ummæli. Er heitt í kolunum, enda láta þjálfarar ekki dómara vaða yfir sig og þjálfarar vita miklu betur hvenær dómarar eiga aö dæma, enda þótt þeir dæmi ekki sjálfir. Þaö er bara af því að þeir em það góðir þjálfarar að þeir geta ekki verið hvort tveggja, en það sem þjálfaramir em eiginlega að segja er að þeir hafi rétt til að dæma leikina og aUa vega að dæma dóm- arana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.