Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1995, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ 562•2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað I DV, greiðast 3.000 .krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRÍFT ER OPiN; Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMi BLAÐA- AFGREiÐSLU: 563 2777 KL.6'8 LAUGAftDAGS* OÖ MANUDAGSMORG NA Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1995. Skeljungsránið: Fjöldi manna yfirheyrður , Fleiri hafa ekki verið handteknir vegna ránsins á peningasendingu Skeljungs fyrir rúmri viku en sá maður sem handtekinn var á fimmtudag og situr í gæsluvarðhaidi hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Embættið verst allra frétta í mál- inu en samkvæmt upplýsingum DV hefur maðurinn, sem ennþá er grun- aður um ránið, hvorki gefið trúverð- ugar skýringar á ferðalögum sínum né getað skýrt hvernig hann komst yfir þau hundruð þúsunda sem hann var með á sér þegar hann var hand- tekinn. Fjöldi aðila hefur verið yfir- heyrður undanfarna daga og eru menn að vinna úr þeim upplýsingum sem komið hafa inn. , Maðurinn áfrýjaði úrskurði hér- aðsdóms um gæsluvarðhald til Hæstaréttar. Úrskurðar Hæstaréttar eraðvæntaídag. -pp Óshlíð: Snjóflóð í nótt Björgunarsveitin Tindar í Hnífsdal aðstoðaði í nótt mann sem lent hafði í snjóflóði í Óshlíð. Maðurinn var á ' bíl og lokaði flóðið leið hans. Mann- inn sakaði ekki og fékk hann hjálp björgunarsveitarmannanna við að komastleiðarsinnar. -pp Barrinn drapst: Töf í tíu mánuði Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: „Við vonumst svo sannarlega til að menn greini á milli þessa atviks og áframhaldandi barraeldis hér á ----landi án þess þó að horfa fram hjá því að þetta hafi átt sér stað,“ sagði Guðmundur Örn Ingólfsson, fram- kvæmdstjóri hjá Máka á Sauöár- króki, þegar DV ræddi við hann um tjónið mikla í Máka, þegar allir barrafiskarnir í stöðinni drápust. Vegna óhappsins tefst framleiðslu- verkefnið um 10 mánuði. Hrygning- arfiskurinn var ótryggður og tjóniö er metið á 200 þúsund krónur. Allir 2300 barrarnir í stöðinni dráp- ust vegna súrefnisskorts. Dæling hafði stöðvast og safnker tæmst. Bæjarstjórn Sauðárkróks ákvað á fundi í gær að ábyrgjast sölu á 5 milljón króna hlutafé. Vilyrði liggur fyrir 15 milljóna hlutafé frá öðrum aðilum. Þetta er það hlutafé sem þarf miðað við 71 tonna framleiðslu á ári. LOKI Einn kemur þá annarfer: Ingi Björn út-náttúran inn! Hraðfrystihús TálknaQarðar seldi kvóta án vitimdar hreppsins: Brot á sam- komulaai við wm w sveitarstjórn - segir hreppsnefhdarmaður -þurfum engan að spyija segir framkvæmdastjórinn „Ég frétti af þessari kvótasölu á sölunni og þetta var hluti þess varðar HT þvi togarinn hefur verið fundihreppsnefndaráföstudaginn, kvóta sem átti að vera áfram á seldurogkvótihanseraliurskráð- löngu eftir að hún var um garð Tálknafirði eftir brotthvarf togar- ur í Vestmannaeyjum. Við sölu gengin. Hreppsnefndarmenn, sem ans. skipsins áformaöi fyrirtækið að áttu sæti í síðustu hreppsnefnd, „Min skoðun er sú að þarna hafi skrá eftirstöðvar kvótans á frysti- segja mér að þeir hafi samþykkt verið brotið samkomulag sem gert húsið sem hefði verið heimilt sam- söiuna á togaranum á þeim for- var. Þvi miður virðist sveitar- kvæmt sljómarfrumvarpi sem þá sendum að ákveðinn hluti kvótans stjórnin ekkert geta gert í málinu. lá fyrir. yrði áfram á staönum,“ segir Finn- Það eru hreinar línur með það aö „Við þurfum ekki að spyrja neinn ur Pétursson, hreppsnefndarmað- verði haldið áfram á þessari braut, til aö selja kvöta. Það er enginn ur á Tálknafiröi, við DV. þá verður hér engin byggð eftir kvóti lengur skráður á staðnum. Hraðfrystihús Tálknafjarðar þrjú ár,“ segir Finnur. Við seldum þetta til að lækka seldi rúmlega 140 tonna kvóta fyrir I lögum um stjórn fiskveiða er skuldir fyrirtækisins. Þetta eru 25 mifijónir í vetur. Þar var um að það skilyrt að eigi að selja skip eða ýmsar tegundir og kvótinn fór til ræða 20 prósent af kvóta fyrirtæk- kvóta þá beri að leggja slikt fyrir Vestmannaeyja," segii’ Pétur Thor- isins. Athugasemdir hreppsnefnd- sveitarstjórnir sem hafi forkaups- steinsson, framkvæmdastjóri armanna viö þessa sölu byggjast á rétt að skipi og kvóta. Á Tálkna- Hraðfrystihúss Tálknaíjarðar. því að þeir fengu ekkert af vita af firöi á þetta ákvæði ekki viö hvað -rt SB§1 Guðmundur Örn framkvæmdastjóri og franski fiskifræöingurinn dr. Frederic Gaumet, starfsmaður stöðvarinnar, með dauða barra. DV-mynd Þórhallur Veðriðámorgun: Bjart sunn- anlands Á morgun verður norðan- og norðaustanátt, víðast kaldi. Sunnanlands verður bjartviðri en él í öðrum landshlutum. Veðrið í dag er á bls. 36 Málaferli: Ásakanir um ofbeldi gegn börnum sínum Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: íslendingur er sakaður um að hafa . stungið nálum í ung börn sín og bar- ið þau með spýtu. Þá á hann að hafa sparkað í þau. Brotin eiga að hafa átt sér stað þegar íslendingurinn bjó með norskri konu sinni í Noregi á árunum 1992 til 1994. Réttað hefur verið í málinu í Solör Heredsrett í Glámdalen frá þvi á mánudag og þúist við að málflutningi ljúki í dag. Saksóknari kemur þá fram meö kröfu um refsingu áður en málið verður tekið til dóms. Reiknað er með dómi innan fárra daga. Upphaflega var íslendingurinn einnig sakaður um að misnota börn sín kynferöislega en saksóknari i málinu, Vegaard Aaloken, hefur fall- ið frá því ákæruatriði. íslendingurinn, sem nú býr á ís- landi, er viðstaddur réttarhöldin. Banaslys í Köln íslendingur beið bana er hann varð fyrir neðanjarðarlest í Köln í gær. Maðurinn, sem var 38 ára, var á við- skiptaferðalagi í Þýskalandi. Hann rann út af brautarpalli og fyrir lest sem kom aðvífandi. Hann beið sam- stundis bana. -pp Náttúrulagaflokkurinn: Usti í borginni Fram er kominn framboðslisti Náttúrulagaflokks íslands en flokk- urinn berst fyrir því að leysa vanda- mál samfélagsins eftir vísindalega sannprófuðum leiðum. Efstu menn á lista flokksins í Reykjavík eru: 1. Jón Halldór Hannesson framkvæmda- stjóri. 2. Öm Sigurðsson kerfisfræð- ingur 3. Ingimar Magnússon garð- yrkjumaður. 4. Edda Kaaber bóka- vörður. IngiBjöm: Pólitískt orlof „Það verður ekkert af þessu fram- boöi. Ég skoðaði þetta mjög nákvæm- lega með fjölskyldu og vinum. Niður- staöan er sú að ég tek nú pólitískt orlof,“ segir Ingi Bjöm Albertsson alþingismaöur. Hann segist nú ætla áð snúa sér að rekstri fyrirtækja sinna sem hann hafivanræktundanfarinár. -rt NSK kúlulegur Powbew SuAuriandsbraut 10. S. 686483. K 1 N G lotto alltaf á Miðvikudögami

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.