Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1995 Viðskipti. 200 Opel Astra innkallaðir „Viö munum iimkalla alla þá Opel Astra bíla sem gallamir ná til þegar við erum búnir að fá ákveðna varahluti til að fyrir- bygsa minnstu möguleika á tjónisagði Júlíus Vífill Ingvars- son, framkvæmdastjóri Bílheima og Ingvars Helgasonar hf. sem hefur umboð fyrír Opel á íslandi. Opelverksmiðjurnar í Þýska- landi hafa sökum bensíntanks- galla ákveðið að innkalla alla bíla af tegundinni Opel Astra sera framleiddir hafa verið frá 1992. Að sögn Júlíusar nær þetta til um 200 bíla á íslandi. Góðafkomahjá Sæplasti Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Hagnaður af reglulegri starf- semi Sæplasts hf. á Dalvík á síö- asta ári nam 28,8 milljónum króna eða 8% af tekjum. A aðal- fundi félagsins á morgun verður lögð fram tillaga um að greiddur verði 10% arður til hluthafa. Tekjur Sæplasts á síðasta ári námu 361 milljón króna og jukust um 17% frá árinu áður. Hagnaður eftir skatta var rúmar 10 milljón- ir. Salan á innanlandsmarkaði nam 184,3 milljónum króna og salan erlendis 174,9 milljónum. Útflutningur jókst um 20% milli ára og vegur þar mest sala á trollkúlum en útflutningsverð- mæti fiskikera, sem er megin- uppistaða í framleiðslu Sæplasts, jókst um 15% milli ára. Lokshagnaður af sementinu Garöax Guöjónsscaa, DV, Akranesí: Sementsverksmiðjan hf. á Akranesi skilaði 36 milljóna króna rekstrarhagnaði á síðasta ári og sneri þar með þróun und- anfarinna ára sér í hag. Sements- sala var hins vegar í sögulegu lágmarki í fyrra, aðeins seldust 83 þúsund tonn sem er minnsta sala síöan 1969. í tilkynningu frá verksmiðj- unni segir að forsvarsmenn hennar búist við enn minni sölu á þessu ári en síöan fari hún hægt vaxandi. Lýsi til Finnlands og Eystrasaltsríkjanna 1994: Utnutningur áttfaldaðist Verðmæti útflutnings hjá Lýsi hf. til Finnlands og Eystrasaltsríkjanna áttfaldaðist frá árinu 1993 og nam 13 milljónum króna á síðasta ári. Heild- arverðmæti útflutnings á síðasta ári nam um 300 milljónum króna. Að auki hefur eftirspum í Póllandi stór- aukist. Lýsi hefur uppi áform um útflutning til Þýskalands þegar ákveðin leyfi hafa fengist og þá gætu markaðir eins og Frakkland opnast í kjölfarið. Til Finnlands og Eystrasaltsríkj- anna hefur farið hefðbundið þorska- lýsi ásamt lýsi með ávaxta- og myntubragði. í öllum þessum lönd- um er lýsi aðeins selt í apótekum. Finnska lyfiafyrirtækið Oriola hef- ur séð um sölu og markaðssetningu undanfarin ár í austrinu. Að auki hefst sala á lýsi í Pétursborg í Rúss- landi í lok þessa árs. í undirbúningi er að markaðssetja lýsisperlur og lýsi með sítrónubragði á erlendum markaði, auk nýrra lýs- isperlna með kalki, ætlaðar fólki sem er hrjáö af beinþynningu. Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna Kynningarmiðstöð Evrópurann- sókna, KER, var formlega opnuð sl. fostudag. Auk Evrópusambandsins standa að henni Rannsóknaráð ís- lands, Iðntæknistofnun og Rann- sóknaþjónusta Háskólans. KER er ætlað að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við þátttöku í rann- sókna- og tækniþróunaráætlunum Evrópusambandsins, ESB, sem ís- lendingar hafa nú nánast fullan að- gang að. Hægt er að Qármagna ákveðin verkefni með aUt að 50% til- styrk ESB. Ennfremur mun KER koma á framfæri niðurstöðum úr evrópskum rannsóknum sem henta íslensku atvinnulífi. Meðal gesta við opnunarhátíðina var Vincente Parajón Collada, ráðu- neytisstjóri í einu ráðuneyta ESB. Hann sagði íslensk fyrirtæki eiga mikla möguleika á að nýta sér niður- stöðu rannsókna á vegum ESB. Með KER gæfist tækifæri tU að nýta sér þá möguleika. Einnig fluttu erindi við opnunina Sigmundur Guðbjarnason, formaður Rannsóknaráðs íslands, Sighvatur Frá opnun Kynningarmiðstöðvar Evrópurannsókna á íslandi. Frá vinstri Sigmundur Guðbjarnason, formaður Rannsóknaráðs, Vincente P. Collada, ráðuneytisstjóri hjá ESB, og Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra. DV-mynd BG Björgvinsson iðnaðarráðherra, VU- stjóri Rannsóknaráðs, og Ólafur G. hjálmur Lúðvíksson, framkvæmda- Einarsson menntamálaráðherra. Hlutabréfahækkun vegna aðalf unda Hlutabréfaverð heldur áfram að hækka en viðskipti eru engu að síður minni háttar í krónum talið. Þing- vísitala hlutabréfa var komin í enn eitt metið sl. mánudag, eða 1088 stig. Vísitalan hefur á einum mánuði hækkað um 8% en um rúm 30% mið- að við mars í fyrra. Hækkunin er einkum rakin til aðalfunda fyrir- tækja sem nú fara fram hverjir á fætur öðrum. Hlutabréfaviðskipti í síðustu viku námu 17,3 milljónum króna og 6,5 milljónum sl. mánudag. Mest hefur verið keypt af hlutabréfum Granda eða fyrir 5,2 milljónir, fyrir 3,9 millj- ónir af bréfum Skagstrendings, 3,7 milljónir af bréfum Haraldar Böðv- arssonar og rúmar 3 milljónir af Eimskipsbréfunum. Einnig hefur töluvert verið höndlað með bréf Flugleiða. Viðskipti með bréf olíufé- laganna hafa verið lítil. Tveir togarar lönduðu í Þýskalandi í síðustu viku. Búið er að segja frá sölu Hauks GK sem var ágæt á mánudeginum en hins vegar fékk Drangur SH lélegt verð í Brimarhöfn sl. fimmtudag. Þá seldust 144 tonn fyrir tæpar 12 milljónir króna. Með- alverð var 82 krónur kílóið sem er þaö lægsta síðan í júlí í fyrra. í gámasölu í Englandi seldust 299 tonn fyrir tæpar 40 milljónir króna. Meðalverð hélst svipað milli vikna. Af álmarkaði berast þau tíðindi frá Rússlandi að þar standi til að auka álframleiðslu, þvert ofan í gefin lof- orð. Hækkandi álverð hefur hins vegar freistað Rússanna. Þetta kom óróa á heimsmarkaðsverðið sem var 1790 dollarar tonnið í gærmorgun og horfur eru á verðsveiflum næstu daga. Gengisfall dollars á erlendum mörkuðum hafði áhrif hér heima. Þannig lækkaöi dollarinn gagnvart krónu um 3% yfir helgina en sölu- gengið var 64 krónur í gær. Pundið lækkaði sömuleiðis en mark og jen hafa hækkað. Þingvísit, hlutabr. DV 145 milljóna uppsveifla HB ásíðastaári Útgerðarfyrirtækið Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi skilaði 103 milljóna króna hagnaði af rekstri síðasta árs. Þetta er upp- sveifla milh ára um 146 milljónir því 43 milljóna tap varð af rekstri ársins 1993. Heildarvelta fyrirtækisins var tæpir 2,7 milljarðar samanborið við 2,4 milljarða árið áður. Eigið fé var 700 milljónir í árslok 1994 og hafði eiginflárhlutfallið aukist frá árslokum 1993 úr 16,6% í 25,8%. Arðsemi eigin fiár var um 17% á árinu. Skuldir HB lækkuðu milli ára um 317 milljónir, þar af voru afurðalán upp á 199 milljón- ir greidd upp. HB rekur frystitog- ara, tvo ísfisktogara, tvö loðnu- skip, frystihús, fiskimjölsverk- smiðju og fiskverkun. Að meðal- tali störfuðu 300 manns hjá fyrir- tækinu á síðasta ári og námu launagreiðslur um 740 milljónum króna. Aðalfundur HB verður auglýstur síðar. Tryggingar- , félögumfækkar Aðalfundur Sambands ís- lenskra tryggingafélaga, SÍT, var haldinn nýlega. Auk hefðbund- inna aðalfundarstarfa var fiallað um starfsskilyrði vátryggingar- starfseminnar og almennt um ástand og horfur á markaðnum hérlendis. Fram kom að trygging- arfélögum hefur fækkað úr 15 árið 1985 í 11 í dag. Félögin eru óðum að búa sig undir samkeppni við erlenda tryggingaraðila. Þá var fiallað um náttúruham- farir og ráðstafanir vegna þeirra. Flutti Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra erindi um það efni með sérstakri áherslu á snjóflóð og snjóflóðavarnir. Ný stjórn SÍT var skipuð og er Axel Gíslason hjá VÍS formaður. Innlánífyrsta sinnyfir milljarð Helgi Jónsson, DV, Ólafsfirði: Sparisjóður Ólafsfiarðar jók gríðarlega innlán á síðasta ári eða um 22,5% á meðan landsmeðal- tahð var 9,5%. Alls námu innlán rúmlega 1 milljarði króna. Spari- sjóðurinn var með níunda hæsta innlánshlutfalhð yfir sparisjóði landsins. Að sögn Þorsteins Þor- valdssonar sparisjóðsstjóra er þetta í fyrsta skipti í sögu sjóðsins sem innlán fara yfir milljarð króna. Útlán jukust ekki eins mikið hjá sparisjóðnum á síðasta ári, eða um 11,4%. Smáritum áhættustjórnun Viöskiptafræðistofnun Háskól- ans og Framtíðarsýn hafa gefið út níunda smáritið í ritröð þeirra fyrir atvinnufyrirtæki. Ritið nefnist Áhættustjórnun og er eft- ir þá Guömund Magnússon hag- fræðiprófessor, Tryggva ÞórHer- bertsson hagfræðing og Jón Daníelsson lektor. Ritstjóri rit- raðarinnar er Runólfur Smári Steinþórsson lektor. í ritinu Áhættustjórnun er bent á að stjórnendur fyrirtækja þurfi að bregðast við þrenns konar óvissu í ytra umhverfi sínu; óvissu um stefnu stjórnvalda, óvissu sem tengist þáttum utan stefnumörkunar stjórnvalda og óvissu um viðbrögð markaðar- ins. Meginviðfangsefni ritsins er að kynna þær leiðir sem mögu- legar eru. til að draga úr áhættu vegna þessarar óvissu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.