Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1995, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1995, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 Fréttir Werner ber mikla ábyrgð á landaframleiðslunni - segir Valdimar Jóhannesson, framkvæmdastjóri átaksins Stöðvum unglingadrykkju „Ég hygg að sú stofnun sem brugðist hefur sé rikissaksóknari. Hann gefur ekki nógu fljótt út ákærur,“ seg- ir Valdimar Jóhannesson. DV-mynd Brynjar Gauti Af hveiju er áfengismálum ungl- inga komið eins og þau eru i dag? „Það er eflaust ekki hægt að kenna neinu einu um. Þetta er bara óheiilavænleg þróun sem hefur orðið. Mann grunar að tilkoma bjórsins hafi brotíð ísinn. Síðan tel ég líka að sú kynslóð sem er að ala upp börn, sem er mín kynslóð, kunni hreinlega ekki að ala upp börn í þeim heimi sem við erum að ala þau upp í. Það hefur orðið það mikil breyting frá því við sjálf vorum börn. Það var eftirlit með okkur og umhverfíð afslappað. í dag er hins vegar mikil spenna og hraði. Krökkunum er ýtt í burtu því foreldrarnir hafa hreinlega ekki tíma tíl að sinna þeim málum sem þeir þurfa að sinna. Flest börn skilja svona lagað bara á einn veg: „Þú ert fyrir mér.“ Þar með er kom- inn fjöldi barna sem elst upp við óeðlilegar aðstæður eða er nánast sjálfala.“ - Hvað flnnst þér um þá dóma sem gengið hafa í bruggmálum til þessa? „Þeir eru fáránlega vægir. Ég hygg að þeir séu nú samt að þyngj- ast frá því sem áður var. Dómarar skypja það sem er að gerast. Ég held að dómarar séu sammála mér um það að refsiákvæði áfengislag- anna ættu að vera þannig að fang- elsa ætti menn fyrir ítrekuð brot en vægari brotum, víngerð til einkaneyslu, ætti að taka á með allt öðrum hættí enda um smáglæp að ræða." Ákæruvaldið brugðist - Hvernig finnst þér ákæruvaldið hafa staðið sig? „Ég hygg að sú stofnun sem brugðist hefur sé ríkissaksóknari. Hann gefur ekki nógu fljótt út ,ákærur. Þar safnast kannski upp mörg mál á hendur sama einstakl- ingnum. Ef ákærur væru gefnar út á hvert brot þá væri ítrekun strax komin til staðar og minn lagaskilningur segir mér að ef brot eru ítrekuð þá sé tekið harðar á þeim.“ - Hverju er um að kenna? „Kannski slöku almenningsáhtí. Menn hafa í raun og veru afsakað þennan glæp og fundist hann létt- vægur en svo er ekki þegar bömin okkar, allt niður í 10 ára aldur, eru orðnir viðskiptahópur sem stílað er á.“ - Finnast þér stjórnvöld hafa brugðist með fjárveitingum til þessa málaflokks? „Mér finnst aö Alþingi hafi brugðist mjög illilega því það hefur margítrekað verið bent á þá þróun sem orðið hefur í bruggmálum. Meðal annars sendum við áskorun til alþingismanna að taka á þessum málum. Enginn hinna 63 alþingis- manna, sem send var áskorunin, taldi ástæðu til að gera neitt í mál- unum. Ánnað sem sýnir sinnuleysi stjómvalda í þessum málum er að árið 1988 var haldin ráðstefna Sam- einuðu þjóðanna um afbrotavamir í fíkniefnamálum. Þar skrifuðu fulltrúar allra ríkja undir sáttmála um bætt úrræði lögreglu og dóm- stóla til að takast á við þessi mál. Öll ríkin sem sóttu ráðstefnuna hafa staðfest sáttmálann nema við, tæpum fjórum árum eftir að frestur til þess rann út.“ - Hvernig fmnst þér lögreglan hafa staðið sig í baráttunni gegn brugg- málum? „Þeir lögreglumenn, sem ég þekki til, vinna að þessum málum af ótrúlegum áhuga og dugnaði. Þeir eru hreimr kraftaverkamenn miðað við þann aðbúnað sem þeim er skapaður. Það er mjög þrengt að þeim. Þeir eru fámennir en það er spurning hvort forgangsröðun mála hjá Lögreglunni í Reykjavík sé rétt. Bruggmáhn eiga að mínu matí að hafa forgang umfram flest annað.“ Hvernig fjármagnið þið starfsemi ykkar og þetta sérstaka átak ykk- ar, að greiða fyrir ábendingar sem leiða til að upp kemst um brugg- starfsemi? „Við höfum átt mjög bágt fjár- hagslega og þaö lá við að við legð- um átakið niður því það var varla veijandi að reka þetta og safna skuldum um leið. Okkur tókst hins vegar að afla nokkurs fjár með happdrætti, síðan höfum við Uka fengið fjárveitingar frá fjárveit- inganefnd, menntamálaráðuneyt- inu, félagsmálaráðuneytínu, um 40 bæjarfélögum og Seðlabankanum. Síðan hafa einstakUngar lagt okkur til fé. Ég vona að þessar ábendingar leiði til þess að einhver bruggari verði tekinn. Það má samt ekki búast við árangri strax því þaö þarf að vinna úr þessum upplýsing- um.“ Lögreglan ánægð - Er þetta rétta leiðin? Er ekki verið að dreifa kröftunum með þessu. Nú hefur lögreglan eigið upplýsinganet. Væri ekki nær að láta lögregluna hafa þetta fjármagn beint? „Lögreglan er mjög ánægð með þetta. Við ætlum ekki að taka að okkur löggæslu. Okkar aðgerðir miðast að því að stöðva ungUnga- drykkju. Viö skiptum okkur ekki að því hvað fullorðna fólkiö gerir. Það eina sem við biðjum fuUorðið Yfirheyrsla Pétur Pétursson fólk að gera er aö vera verðug fyrir- mynd bama og ungUnga því þau læra það sem fyrir þeim er haft.“ - Telurðu að hægt sé að ala upp meðal ungmenna einhvers konar áfengismenningu eða telurðu að hægt sé að koma í veg fyrir alla áfengisdrykkju ungmenna? „Ég held hvorki að hægt sé að stöðva áfengisdrykkju ungmenna algerlega né að hægt sé að ala upp meðal ungmenni áfengismenn- ingu. Þaö er hægt aö stemma stígu við drykkju ungmenna en þaö hef- ur verið reynt að kenna bömum að drekka og kannanir sýna að það hefur neikvæö áhrif. Það var gerð könnun í ákveðnu bæjarfélagi í Noregi þar sem mikiö af miðstétt- arfólki bjó og hvernig bömum þessa fólks reiddi af þar sem börn- um var kennt að dreypa á víni. Það kom í ljós að þessum börnum vegn- aöi verr en ella. Það kann ekki góðri lukku að stýra að semja við börn á þessum vettvangi." - Hvað með að lækka bjórverð? „Það myndi auka vandamálið. Stefna Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar er að gera aögengi að áfengi erfiðara." - Er unglingadrykkja jafn stórt vandamál og þið látið af. Eruð þið ekki að mála skrattann á vegginn? „Við erum ekki að mála skratt- ann á vegginn enda erum við ekki ein um að gefa þessar upplýsingar. Það hggja fyrir fjöldamargar kann- anir og þeim ber öllum saman um að íslensk böm byrja að drekka miklu fyrr í dag en áður. Ég á sjálfur böm á aldrinum 7 og 8 ára til 28 ára. Ég er sannfærð- ur um að þær hættur sem blasa við mínum yngstu börnum em marg- falt meiri en þær sem blöstu við eldri bömum mínum. Við emm með kannanir sem sýna gróflega að 20 prósent ungmenna byrja að drekka áfengi við ferm- ingu. Það flæða yfir landið fíkniefni af ýmsu tagi og það er fyrst og fremst drykkjan sem skapar jarð- veginn fyrir frekari fíkniefna- neyslu. Áfengisneysla lækkar sem sagt þröskuldinn. Ungmennin byrja á áfenginu og leiðast í mörg- um tilfeflum út í aðra fíkniefna- neyslu. Ég fullyrði aö í mörgum framhaldsskólum finnist sprautuflklar. Þeir stoppa auðvitað stutt við.“ . Deiglan kærð - Nú hefur þú kært verslunina Deigluna fyrir að selja efni og tæki til áfengisgerðar og jafnframt að veita upplýsingar um hvernig standa eigi að áfengisgerð. Hvað finnst þér um slíkan rekstur? „Ég tel hann ekki innan ramma laganna og að hann brjóti gegn áfengislögunum. Ég tel að um aug- ljósa sýndarmennsku sé að ræða þegar sagt er að þetta sé einungis gert í fræðilegu upplýsingaskyni. Lögregluyflrvöld eiga að sjá í gegn- um svona lagað. Þarna eru vörur til framleislu áfengis af ýmsu tagi seldar og augljóst að þeir sem kaupa þær eru ekki að því tíl að framleiða vín innan þeirra pró- sentumarka sem leyfilegt er. Ég fór þarna og fékk upplýsingar um hvernig nota á þær tíl áfengisgerð- ar. Þegar svona upplýsingar eru veittar þá er verið að hvetja til lög- brots. Ég. segi líka í kærunni að mér hafi verið bent á að ég ætti að fá mér góð tæki úr ryðfríu stáli ef ég ætlaði að framleiða góðan landa í miklu magni. Þau gætí ég fengiö hjá „góðum" blikksmiðum og var sérstaklega bent á Vélsmiðju Ey- þórs Bollasonar sem framleiddi bestu tækin.“ - Það að svona starfsemi sé látin óáreitt. Hverju finnst þér það lýsa? „Ég tel að það lýsi fyrst og fremst sljóu almenningsáliti. Við höfum verið óþreytt að benda á þetta í fjölmiðlum um mánaðaskeið en menn geispa bara. Allt í einu náum við svo athygli. Málið er að þetta ástand hefur verið að skapast smám saman. Menn hafa ekki tekið eftir því. Það hefur læðst aftan að manni eins og myrkur á haust- kvöldi. Svo kynnist fólk þessu af eigin raun, þekkir til einhvers sem kynnist vandamálinu og þá vaknar það upp.“ -1 kærunni nafngreinir þú eiganda og stjórnarformann Deiglunnar og kemur inn á það að hann sé í öðrum atvinnurekstri. „Ég segi í kærunni aö þetta sé Wemer Ivan Rasmusson, apótek- ari í Ingólfsapóteki. Apótekarar hafa sérstök forréttíndi í þjóðfélag- inu sem felast í því að selja vörur til heilsugæslu. Þeim ber að minnsta kostí mórölsk skylda að sinna um heilsugæslu fyrst og fremst. Þessi forréttindi tel ég að byggist á mjög sterkum siðferðileg- um skyldum. Ég tel jafnframt að maöur, sem síðan nýtír sér þessi forréttindi til þess að fara út í rekst- ur fyrirtækis eins og Deiglunnar, sé að bregðast aö minnsta kosti þessum mórölsku skyldum. Ég get ekki fullyrt að hann sé að bregðast lagalegum skyldum sínum. Hann er að vinna gegn þeim hagsmunum sem honum hefur verið trúað fyr- ir.“ - Attu við að hann sé að nota hagn- aðinn af „forréttindastarfsemi“ sinni til að græða ennþá meira? „Já! Ég tel að Werner Ivan Ras- musson, með sinni starfsemi, beri stóra ábyrgð á þeirri landafram- leiöslu sem núna hefur þróast í landinu. Ég tel að það beri enginn einstaklingur jafnmikla ábyrgð á landasölu til bama og unglinga og hann. Úr kolum sem hann hefur selt er hægt aö selja milljón lítra af landa á ári.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.