Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627281234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Blaðsíða 6
Útlönd Kalt grálúðustríð Kanada og Evrópusambandsins við Nýfundnaland: ESB undirbýr refsiaðgerðir - Kanadamenn ætla ekki að skila spænska togaranum Kanadamenn neituðu í gær að sleppa spænska togaranum sem þeir tóku við grálúðuveiðar rétt fyrir ut- an 200 mílna lögsögu sína í fyrradag og hótuðu að taka fleiri skip ef þau voguðu sér að veiða á grálúðumiðun- um. Evrópusambandið hefur harð- lega mótmælt aðgerðum Kanada- manna. Kanadamenn létu herskip vakta grálúðumiðin í gær. Það virtist virka vel því þeir 14 spænsku togarar, og 10 portúgölsku, sem voru á miðunum þegar herskipin komu í fyrradag Stuttar fréttir $prengjadrap11 Sprengja sem sprakk fyrir utan mosku sjíta-múslíma í Karachi í Pakistan drap 11 manns, þar af fimm börn, og særöi 27. Balladurívanda Stuðnings- menn Balla- durs kvarta undan þvi að kosningabar- áttan í Frakk- landi hala verið óheiðarleg fram að þessu en Balladur hefur verulega misst fylgi undanfarið. Chirac hefur skorað á Balladur að draga sig í hié Vlkið úr starffi Mannréttindafulltrúa rúss- neska þingsins var vikið úr starfi í gær en hann hefur verið mjög gagnrýnínn á stríðsreksturinn í Tsjetsjeníu. Loks sammála Á endanum tókst aö koma sama ályktun á félagsmálaráðstefnu SÞ í Kaupmannahöfn þar sem segir að eyða eigi fátækt og féiagslegu misrétti. Dollar sfetrkari Staða dollarans nú í vikulokin er heldur að skána eftir mikið fall síðustu vikuna. Sjöhálshöggnir Sjö manns voru hálshöggnir í Sádi-Arabíu í gær en þeir voru fundnir sekir um refsisvert at- hæfi sem ekki myndi þykja alvar- legt á Vesturlöndum. LæknirmeðHIV ítalskur læknir skar sig á skurðhnífi þegar hann gerðí að HlV-smituöum sjúklingi fyrir nokkrum árum og smitaðist sjálf- ur. Reuter Erlendar kauphallir: Fall í Frankfurt Efi þýskra fjárfesta um að gengi doll- ars sé að rétta úr kútnum hefur orðið til þess að hlutabréfavísitala kauphall- arinnar í Frankfurt hefur lækkað verulega síðustu daga. Lækkunin nem- ur 6% á einni viku og nálgast hún sögu- legt lágmark. Fjárfestar í Þýskalandi óttast ennfremur að gengisórómn að undanfomu muni skaða þýsk útflutn- ingsfyrirtæki. Gengisfall doliars hefur að sjálf- sögðu valdið titringi í öðrum helstu kauphöllum heims. Hlutabréfavið- skipti í Asíu hafa varla náð sér eftir uppþotið í kringum Nick Leeson í Baringsbankanum. Verð á bensíni og olíu helst enn stöðugt, hefur þó lækkað örlítið. Reuter/Fin. Times voru öll á braut síðdegis í gær. Kanadamenn hóta að taka hvert það skip sem vogar sér að koma inn á grálúðumiðin út af Nýfundnalandi. Þeir réttlæta aðgerðir sínar með því að þeir séu að vernda grálúðustofn- inn, síðasta nytjastofninn í hafinu sem eftir sé á þessum slóðum. Brian Tobin, sjávarútvegsráðherra Kanada, segir að spænska togaran- um Estai verði ekki sleppt þrátt fyrir hótanir frá ESB. „Evrópusambandið vill aö við fylgjum í þeirra fótspor og veiðum þangað til allt er dautt. Það gerum við ekki,“ segir Tobin. Hann sagði að engir samningar yrðu gerðir við Evrópusambandið fyrr en sambandið stöðvaði veiðar skipa sinna. Kanadamenn hafa lýst yfir einhliða 60 daga veiðibanni á allar grálúðu- veiðar út af austurströnd landsins. Það telja þeir vera neyðaráætlun til að bjarga stofninum frá hruni. Fiskveiðideila Kanada og ESB hófst eftir að ESB hafnaði grálúðukvótan- um sem Norðvestur-Atlantshafsfisk- veiðiráðið (NAFO) úthlutaði því og skammtaði sér í staðinn miklu hærri kvóta. Neyðarfundur var haldinn í Bruss- el vegna málsins í gær. Þar var þess krafist að Kanadamenn slepptu tog- aranum umsvifalaust enda væri taka hans kolólögleg. Refsiaðgerðir voru einnig undirbúnar gegn Kanada. Talsmaður sagði að engar refsiað- gerðir væru útilokaðar. Reuter Kanadíski sjávarútvegsráðherrann, Brian Tobin, er í vígahug þessa dagana og hann hefur tekið að sér hlutverk hershöfðingja í grálúóudeilunni við ESB. Hér sýnir hann blaðamönnum hvar spænsku og portúgölsku togararnir voru staddir um tíuleytið í gærmorgun. Símamynd Reuter Norskir sjómenn reiöir yfirlýsingum Þorsteins Pálssonar um síldarsmuguna: Hótun um stríð Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Þetta er bara hótun um stríð,“ sagði talsmaður sjómanna í Álasundi í Noregi eftir að hafa heyrt yfirlýs- ingar Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðherra um að ekki verði samið um veiðar í Smugunni í Barentshafi án þess að ræða einnig um skiptingu á norsk-íslenska síldarstofninum þegar og ef hann kemur í síldarsmug- una við Jan Mayen í sumar. Síldin komst á allra varir hér í Noregi í gær eftir að upplýst var að silfur hafsins væri á leið frá landinu og út í síldarsmuguna svokölluðu og þaðan væntanlega til íslands. Síldar- stofninn er nú í örum vexti, örari en nokkur í Noregi átti von á. Norskir sjómenn óttast að „hinn gríðarstóri togarafloti íslendinga", eins og talsmenn þeirra taka til orða, muni drepa alla síldina við Jan May- en í sumar. í kvöldfréttum norska sjónvarpsins í gær voru sýndar myndir af flotanum ósigrandi og ekki spáð góðu um framhaldið. Talað var við Þorstein Pálsson og hann lýsti þeirri skoðun sinni að ís- lendingar hlytu að nýta sér síldina í hugsanlegum samiúngaviðræðum um þorskveiðar í Smugunni í Bar- entshafi síðar. Kauphallir og vöruverð erlendis | 4000 3950 3900 3850 C "3750 iMMÉÉÉIÉMI Dow Jones /y\ 3150 FT-SE100 /pj\j 3i00ft A JUj 3o5°W^ wvyy 3000 P 3963.39 2950 2999,2 D J F M D J F M ! 370 300, 350(j 340 363 Ul 3200 « A 3000 Jj /M _ 2800 tfs 2600 2400 3155 F M 20000 „ X, 15000 16358,38 D J F M 8500« Han8 i-.tifoteYwm l=gm-nn:i:n^ 18 16,5 16 J^\ $/ tunna 16,69 D J F M LAUGARÐAGUR 11. MARS 1995 Skautmanninn meðljáinn Gisli Kristjánssai, DV, Ósló: Þeir urðu ósáttir um verð og gæði á gömlum bil. Kaupandinn þóttist svikinn í viðskiptunum og hugðist jafna um bílasalann með ljá að vopni. Bílasalinn var hins vegar vopnaður skammbyssu og lauk viðskiptunum svo að hann skaut manninn með Ijáinn. Hann lést skömmu siðar. Bílasalinn kallaöi sjálfur á sjúkrabíl oglögreglu. Hann segist hafa skotiö í sjálfsvörn. Hann er nú í vörslu lögreglunnar í heimabæ sínum, Björgvin í Nor- egi. Aö ráðum lögreglu hefur hann notið hjálpar sálffæðings vegna raunarinnar sem fylgdi þ ví að horfa í egg ljásins og að skjóta mann. Fórmeðfaðir- og móðirvorið Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: Rosemarie Kohn, biskup á Hamri í Noregi, fór með faðir- og móðirvorið í kirkju sinni sl. mið- vikudag. „Faðir og móðir vor,“ hóf hún bæn sína. Þar með undir- strikaði hún þá skoðun sína að Guð sé ekki karlkyns og ekki heldur hvorugkyns heldur bæði faðir og móðir. Á sjálfan kvennadaginn hafði Rosemarie biskup þar með að engu boð norsku kirkjunnar um að líta beri á Guð sem kynlausa veru. íhaldssamir karlklerkar og róttækir kvenprestar hafa brugð- ist ókvæða við boðskap biskups sem um árabil hefur mátt þola margar ákúrur fyrir sérlega kvennaguðfræði sína. Upphaflega voru það konur innan kirkjunnar sem fengukyn- leysi Guðs viðurkennt. Rose- marie segir að engin Ieið sé að sýna almættið kynlaust á mynd- um. Hvin vill því hafa Guð skegg- lausa(n) og svolítið kvenlega(n). Féllábúri kattarins Gísli Kristjánssan, DV, Ósló: Norska lögreglan er á góðri leið með að upplýsa meira en ársgam- alt morðmál á Norðurmæri. Eftir umfangsmikla rannsókn tókst loks að snúa á hinn grunaða morðíngja með heldur ómerki- legu kattarbúri. I byrjun árs 1994 hélt Christel nokkur Gjovikli með lest frá Ósló ti Averoy á Norðurmæri. Hún hafði með sér kött í búri. Bæði hurfu þau sporlaust eftir aö á leiðarenda kom. Nú fannst búr kattarins hjá manni þar í bænum. Við frekari rannsókn hafa einnig fundist gamlir blóðblettir í húsi hans og er maðurinn nú í vörslu lögreglunnar. Noregskonung- ursteinlá ísfríðinu Gisli Kristjánsscai, DV, Ósló: Norömenn þykjast standa traustum fótum á öllum sviðum þessa dagana. Krónan er á upp- leið og fyrírtækin græða. Það eina sem er á niðurleið er líkams- þungi Groar forsætisráöheri'a og svo kóngurinn sjálfur, Haraldur V. Hann féll nefnilega í „stríð- inu“ í Þrændalögum nú á dögun- um. Konungur var noröur þar að fylgjast með fjölsóttum heræfing- um NATO. Snjór er mikill hjá Þrændum og land erfitt yfirferð- ar. Haraldur missti fótanna í ein- um skaflinum og lá kylliflatur. Margir aðrir steinlágu í um- ræddu stríði sem lauk i vikunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 60. tölublað - Helgarblað (11.03.1995)
https://timarit.is/issue/195950

Tengja á þessa síðu: 6
https://timarit.is/page/2725604

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

60. tölublað - Helgarblað (11.03.1995)

Aðgerðir: