Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 11. MARS 1995 39 Skólamir kynna námsbrautir sínar á morgun þrátt fyrir verkfall: Vonum að sem flestir mæti - segir Ásta Ragnarsdóttir, forstöðumaður Námsráðgjafar „Viö höfum verið að undirbúa þessa árlegu námskynningu undanfama mánuði en þetta er mjög risavaxið verkefni. Þaö eru hundrað og fimm- tíu aðilar sem standa að kynning- unni. Við erum með skólakerfið í heild sinni eftir framhaldsskóla og upp úr miðjum framhaldsskóla, t.d. aílt það nám sem er starfsmiðað í framhaldsskólunum. Við leysum upp skólana og kynnum námið í kjörnum í faglegum tengslum og skyldleika greinanna. Við erum ekki að kynna háskólann sér, tækniskól- ann sér og svo framvegis heldur tök- um allar greinar innan t.d. heil- brigðiskerfisins sér, m.a. nuddnám sem kennt er í Ármúlaskóla. Þannig að þetta er kjarnakynning sem er mjög nýstárleg en hún er unnin upp úr því líkani sem við störfum eftir varðandi námsval. Námsmaðurinn getur kynnt sér allt sem honum er hugleikið varðandi nám og hvaða möguleikar eru í boði,“ segir Ásta Ragnarsdóttir, forstöðumaður Námsráðgjafar við Háskóla íslands, í samtali við DV. Ókeypis í strætó Á morgun verður svokallaður námskynningardagur á þremur stööum í borginni, Háskóla Islands, Listaskólanum í Laugarnesi og Iðn- skólanum í Reykjavík, milli klukkan 13 og 18. Ókeypis Strætisvagnaferðir verða á milli þessara þriggja staða þannig að nemendur geta farið á milli og safnað öllum hugsanlegum gögnum sem þeir þurfa á að halda varðandi frekari nám. Einnig getur kynningin hjálpað þeim sem enn eru óráðnir með framtíðina. Þannig segir Ásta aö ekkert sé því til fyrirstöðu að nemendur í tíunda bekk geti kom- ið og náð sér í kynningarefni og þannig áttað sig betur á hvaða náms- braut ætti að velja í framhaldsskóla næsta vetur. í fyrsta skipti verður kynning í Iðn- skólanum í Reykjavík og er það í til- efni 90 ára afmælis skólans. Þar geta nemendur kynnt sér á fimmta tug iðngreina sem í boði eru. Allir í verkfalli Þar sem skólamir hafa verið í verkfalli undanfarnar þrjár vikur er hætta á að nemendur hafi misst dampinn og áhugann. Hér gefst þeim kjörið tækifæri til að ná aftur sam- bandi við skólann og fá í sig kraft til að halda áfram heimavinnu þó engin kennsla sé. ,',Það hefur reynst okkur erfitt að ná sambandi við nemendur þar sem skólamir eru ekki starfandi en með öflugri kynningu vonumst við tfi að þetta takist og sem flestir muni not- færa sér þennan eina dag sem kynn- ingin stendur yfir. Við erum búin að senda plaköt og auglýsingar um allt land,“ segir Ásta. - En rekst þessi kynning ekkert á viö verkfall kennara? „Við gerðum samkomulag við verkfallsstjórn um að hafa hvergi kennara bak við kynningarborð. Þetta eru allt nemendur sem stjórna kynningu en þannig hefur það verið að hluta áður. Við erum t.d. með 70 nemendaráðgjafa í háskólanum sem vinna allt árið í samvinnu við náms- ráðgjöfina. Þetta er eitt af þeirra verkefnum." Hér er hluti þess fólks sem stjórnað hefur framkvæmd námskynningarinnar. Frá vinstri er Ragna Ólafsdóttir, námsráðgjafi HÍ, Halldór Ásgeirsson, stjórnandi kynningar listaskólanna í Laugarnesi, Kolbrún Eggertsdóttir, náms- ráðgjafi HÍ, Ásta Ragnarsdóttir, forstöðumaður Námsráðgjafar HÍ, og Elísa M. Kwaszenko, skrifstofustjóri HÍ. DV-mynd JAK Þrátt fyrir verkfall kennara í þrjár vikur geta nemendur nú farið að huga að áframhaldandi námi næsta vetur og kynnt sér á morgun þær fjölmörgu námsgreinar sem í boði eru. Líka fyrir fullorðna - Til hverra viljið þið helst ná? „Við viljum ná til sem flestra og alveg niöur í efri bekki grunnskól- anna þar sem við erum að kynna ákveðnar verknámsbrautir í íjöl- brautaskólunum. Síðan erum við með fullorðinsfræðslu, bréfaskól- ann, endurmenntun og námsflokk- ana. Einnig verður kynning á Kenn- arasambandinu og Hinu íslenska kennarafélagi en það verður eini staðurinn sem kennari mun sitja við kynningu. Einnig verður kynningar- borð frá Vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins, öldungadeildun- um og alþjóðaskrifstofu háskóla- stigsins en það er upplýsingastofa um nám erlendis. Hér geta allir náð sér í nauðsynleg gögn sem þarf til að kynna sér hvað er í boði. Því fyrr sem maöur byrjar að skoða hlutina því betra,“ segir Ásta. Hún bætir við að auk alls þessa verði líka líf í tuskunum því margir aðilar hafa undirbúið skemmtidag- skrá. „Það verður spilað, sungið, les- ið upp og leikið. Kórinn kemur t.d. fram og Stúdentaleikhúsiö." Vonast eftir fjölmenni Námskynningin fer fram einu sinni á ári og hefur hún ætíð verið mjög fjölsótt. Ásta segir að það verði bara að koma í ljós hvernig til tekst þetta árið en hún vonar sannarlega að sem flestir komi þrátt fyrir verk- fallið. Dagurinn er löngu ákveðinn þar sem miðað er við að halda kynn- inguna hæfilega langt frá páskum og prófum. „Ég hef mikla trú á að unga fólkið komi því mér finnst það hafa mikinn áhuga á þessu. Það er mjög margt í boði og miklu fleira en fólk veit um,“ segir Ásta Ragnarsdóttir forstöðumaður Námsráðgjafar. EVRÓPUVERÐ Mínútugrill EVROPUVERÐ Steinasteik EVRÓPUVERÐ Hraðsuðukönnur EVRÓPUVERÐ ISgd öji„ Matvinnsluvél EVRÓPUVERÐ ☆ Binan'é’ Brauðrist EVRÓPUVERÐ Kaffikanna EVRÓPUVERÐ SÖLUAÐILIAR Akranes Sigurdór Jóhannsson S: 12156 Akureyri Ljósgjafinn S: zms Radiovinnustofan S: 22817 Borgarnes Kaupfélag Borgfirðinga S: 71200 Egilsstaðir Sveinn Guðmundsson S:11438 Grundarfjör&ur Guðni Hallgrímsson S:86722 Hafnarfjöröur Rafbúðin Álfskeiði S:53020 Húuvik Öryggi sf. S: 41600 Hvolsvöllur Kaupfélag Rangaeinga S:78121 Höfn Lónið S: 82125 ísafjöröur Straumur hf. S: 3321 Keflavík Reynir Ólafsson hf. S:13337 Kópavogur Tónaborg S: 45777 Neskaupstaöur Verslunin Vík S:71800 Ólafsfjöröur Valberg hf. S: 62255 Patreksfjörður Jónas Pór S: 1285 Reykjavík Borgarljós hf. S: 812660 Glóeyhf. S: 681620 Hagkaup S: 685666 Húsgagnahöllin S:622322 Sauöárkrókur Rafsjá hf. S: 354*1 Selfoss Árvirkinn hf. S: 23460 Vestmannaeyjar Neisti - Raftaekjaversl. S: 11218 Vopnafjörður Kaupfélag Vopnfirðinga S: 31203 Pórshöfn Kaupfélag Langnesinga S: 11205 ✓ EVROPUVERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.