Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 11. MARS 1995 Fréttir Kosningabaráttan að heflast fyrir alvöru: Kostnaður f lokka um 50 milljónir? - ekkert samkomulag um pólitískar auglýsingar flokkanna Fulltrúar stjórnmálaflokkanna hafa reynt að komast að samkomu- lagi um að takmarka auglýsingar á vegum stjómmálaflokkanna fyrir kosningarnar í vor á sama hátt og var fyrir kosningarnar árið 1991. Drög aö samkomulagi um að útiloka leiknar auglýsingar í útvarpi og sjón- varpi og takmarka blaðaauglýsingar við 15-20 blaðsíður hafa legiö fyrir en samkomiag ekki tekist. Fram- kvæmdastjórar Alþýðubandalags, Framsóknarflokks og Kvennahsta eru sammála um að Alþýðuflokkur- inn hafi sagt nei, en Kjartan Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokks, telur að viðræður standi enn. „Það komu fram ákveðnar hug- myndir og menn voru farnir að tak- marka dálksentímetra, síðufjölda í dagblöðum og vildu útiloka ákveðna miðla eins og sjónvarp. Það gátum við ekki sætt okkur við. Við vildum fleiri birtingar og fá aö hafa meira frjálsræði í auglýsingum. Við þurf- um engar takmarkanir því að við getum takmarkað okkur sjálfir. Það er rangt að samkomulag hafi endi- lega strandað á okkur,“ segir Sigurð- ur Tómas Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðuflokksins. Ekki nákvæmar áætlanir „Þaö liggur ekki alveg fyrir hvað við setjum mikla peninga í auglýs- ingar. Við höfum ekki nákvæma kostnaðaráætlun en höfum veriö að kikja á þessa hluti. Ég skýt á fimm milljónir sem viðmiðunartölu flokksins í Reykjavík en þori ekki að segja hvemig þetta skiptist milli ljós- vakamiðla og dagblaða og hvernig þetta lítur út eftir kjördæmum. Mað- ur a eftir að liggja betur yfir þessu,“ segir Egill Heiðar, framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins. „Ég vona að samkomulag sé í sjón- máli. Það hefur strandað á Alþýöu- flokknum því að hann hefur ekki viljað samkomulag en ég tel að viö- ræður séu í gangi enn þá. Það lá fyr- ir samkomulag um að auglýsa ekki leiknar auglýsingar í sjónvarpi og takmarka auglýsingar í dagblöðum við ákveðinn blaðsíðufjölda, 15 eða 20 blaðsíður, en það var engin niður- staða komin. Alþýöuflokkurinn hef- ur ekki getað sætt sig við þetta enn þá,“ segir Kjartan Gunnarsson. Varla undir 50 milljónum Erfitt er að gera sér grein fyrir því Framsóknarflokkurinn ætiar að leggja talsverða áhersiu á auglýsingar síð- ustu vikur fyrir kosningar og hefur flokkurinn, einn íslenskra flokka að því best er vitaö, bryddað upp á þeirri nýjung að auglýsa frambjóðendur sina á gólfum íþróttahúsa. Framsóknarmenn hafa látið líma auglýsingar með Drifu Sigfúsdóttur, i þriðja sæti, og Hjálmari Árnasyni, skólameistara og öðrum manni á B-listanum á Reykjanesi, á gólfið I iþróttahúsinu I Njarðvik og þar er nú „traðkað á“ þessum frambjóðendum daginn út og inn. DV-mynd Ægir Már Kárason hver kostnaður stjórnmálaflokk- anna vegna kosningabaráttunnar verður þar sem framkvæmdastjórar flokkanna eru heldur tregir til að gefa nokkuð upp. Svo virðist sem kosningastjórar í hverju kjördæmi fyrir sig haldi utan um þessi mál eða flokksfélögin sjálf. Gróflega áætlað má þó segja að heildarkostnaður hjá öllum framboðshstum í öllum kjör- dæmum verði hátt í 50 milljónir króna og munar þar langmest um auglýsingar og útgáfumál. Arthúr Morthens, kosningastjóri Alþýðubandalagsins í Reykjavík, segir að hátt í fimm milljónir fari í kosningabaráttuna í Reykjavík og á kosningaskrifstofunni í Hafnarfirði er talað um fjórar milljónir á Reykja- nesi. Starfsmenn Sjálfstæöisflokks- ins þverneita að gefa nokkuð upp en á kosningaskrifstofu Alþýðuflokks- ins fást þau hreinskilnu svör að kostnaðurinn verði 20-25 mihjónir króna. Hrannar Amarsson, kosn- ingastjóri Þjóðvaka, segir að kostn- aðurinn fari ekki yfir fimm mihjónir króna og Reykjavíkurangi Kvenna- Ustans verður langt undir fimm miUjónum. Svo viröist sem fjáröflunarleiöir verði hefðbundnar í þessari kosn- ingabaráttu. Flokkamir reiða sig á að selja happdrættismiða og fá styrktarauglýsingar í blöö og bækl- inga auk sjálfboðavinnunnar sígUdu. Alþýðubandalag og Þjóðvaki virðast leggja megináherslu á maður á mann-aðferðina en hinir flokkarnir hafa beggja blands, auglýsingar í fjölmiðlum, kosningafundir og geng- iö í hús. Sjónvarpsþættir Stjómmálaflokkarnir eru þegar farnir að vinna aö kynningarmálum og undirbúa útgáfu blaða og bækl- inga. Samkvæmt upplýsingum á kosningaskrifstofum flokkanna á höfuðborgarsvæðinu eru flokkarnir að láta vinna sjónvarpsþætti sem sýndir verða á dagskrá Ríkissjón- varpsins á næstunni. Þeir verða hka með skjáauglýsing- ar og útvarpsauglýsingar en að öllum hkindum verður ekkert um leiknar sjónvarpsauglýsingar. Þá fetar Framsóknarflokkurinn ótroðnar brautir og auglýsir frambjóðendur á flettiskiltum og á gólfum íþróttahúsa og kostar sú síðarnefnda í fjórum leikjum um 140 þúsund krónur, sam- kvæmt heimildum DV. Utflutningur á hveraleir fyrir andlit er að hefjast: Mýkir oq sléttir húðina „Fyrir nokkrum árum framleiddi ég leirbaðkör til útflutnings með kunningja mínum. Hann framleiddi körin og ég útvegaði leirinn. í fram- haldi af þessu bað Norömaður mig um að útvega sér andhtsleir og eftir nokkra leit fann ég hann. Þessi starf- semi datt upp fyrir en í vor sem leið langaði mig til að taka hana upp aft- ur og var með ókeypis kynningu í leirböðunum í Laugardal. Ég tók fljótlega eftir því að andht fólks varð sléttara og húöin varð mýkri og hreinni þegar það notaöi leirinn," segir Ásgeir Leifsson, eigandi leir- baðanna í Laugardalslaug. Ásgeir hefur fengið 500 þúsund króna styrk frá atvinnumálanefnd Reykjavíkurborgar til að markaðs- setja hveraleir fyrir andlit erlendis en hann hefur kynnt andlitsleirinn í leirböðunum í Laugardalslaug síð- ustu mánuði og selt þar í litlum krukkum. Ásgeir segir að leirinn hafi virk og góð áhrif á húðina, sér- staklega þegar um húðsjúkdóma, hrukkur og gelgjubólur sé að ræða. Hann hyggst markaðssetja hann sem hreina náttúruafurö og snyrtivöru í Kanada, Bandaríkjunum og Austur- löndum íjær á næstunni. „Ég er búinn að flytja út um 400 krukkur og sendi aðrar 400 út í dag eða á morgun. Útlendingar sem hafa kynnst andhtsleimum hjá mér hafa fengiö að kynna.hann á ráðstefnum snyrtifræðinga 1 Basel, Vancouver og víðar. Ég hef ekki verið með nógu góðar umbúðir og því vildi leirinn þorna og roðna á yfirborðinu. Það hefur hamlar framleiðslunni. Nú er ég búinn að fá nýjar og loftþéttar umbúðir með tvöfóldu loki þannig að leirinn geymist vel,“ segir hann. Framleiðsla á íslenskum andhts- leir er rétt að hefjast og hefur Ásgeir því starfsaðstöðu að mestu heima hjá sér. Þar setur hann leirinn á krukk- umar og bætir örlítilli olíu út í. Ás- geir segir að þaö sé framleiðsluleynd- armál hvar hann fái leirinn og hvernig hann sé fluttur í bæinn. Eitt sé þó vist að Vilhjálmur G. Skúlason, prófessor í lyíjaefnafræði, hafl stað- fest verkunarmáta leirsins og nota- gildi hans og þvi til sönnunar veifar Ásgeir undirrituðu plaggi. Andhtsleirinn frá Ásgeiri Leifssyni fæst í versluninni í Laugardalslaug og kostar 200 krónur krukkan. Talið er að leirinn hafi mýkjandi og leys- andi áhrif á húö, dragi úr flösu og hafi góð áhrif á hár. Leirinn er einn- ig notaður gegn gelgjubólum. DV Augiýsingatekjur fjolmiðla - í milljónum króna - 2500 —------------ ÍTSTO Fjölmlðlar: Enn meira auglýst í dag- blöðunum Hlutdeild dagblaða á auglýsinga- markaðnum eykst enn, samkvæmt úttekt Miðlunar hf. Á síðasta ári jókst hún um 9,6%, eða um 183 milljónir króna, og nam 66,6% af öllum auglýsingum. I krón- um tahð eru það ríflega 2 milljarða í tekjur. Hlutdeild sjónvarpsstöðva var 27,5% og tímarita 5,9%. Athygli vekur hvað hlutdeild tíma- rita á auglýsingamarkaðnum hefur hrunið. Hún var um 8% árið 1993 en fer niður í 5,9% á síðasta ári. Heildartekjur fjölmiðla af auglýs- ingum námu 3,1 milljarði áriö 1994, samkvæmt úttekt Miðlunar. Miðað var við verðskrárverð án afsláttar og virðisaukaskatts. Viðurkenndi vopnaburð Fíkniefnadeild lögreglunnar stöðvaði laust eftir miðnætti í fyrrinótt ökumann bifreiðar á mótum Réttarholtsvegar og Bú- staðavegar. Að sögn Einars Karls Kristjánssonar, starfandi fuhtrúa hjá fíkniefnadeild, höfðu borist upplýsingar um að maðurinn, sem komið hefur við sögu fíkni- efnamála, væri vopnaður skammbyssu. Svo reyndist þó ekki vera en við yfirheyrslur við- urkenndi hann að hafa gengið um vopnaður skammbyssu nýlega. „Þetta sýnir hvernig ástandið er orðiö í fíkniefnaheiminum. Viö megum búast við hverju sem er núoröíð," sagöi Einar Karl. Fíkniefnadeild naut aöstoðar tveggja sérsveitarmanna á vakt viðhandtökumannsins. -pp Námskynning 38 skóla Umfangsmikil námskynning skóla á háskólastigi og annarra sérskóla verður haldin á morgun, sunnudag, frá kl. 13-18.38 skólar kynna 131 námskeiö. Kynningin ferfram á þremur stöðum í Reykjavík, þ.e. í bygg- ingum Háskóla íslands, í Iðnskól- anum og í framtíðarhúsnæði hstaskólanna í Laugamesi. Villa slæddist i töflu um vin- sældir og óvinsældir ríkisstjórn- arinnar sem birt var í blaðinu í gær í tengslum viö frétt um skoð- anakönnun DV, í töflunni var sagt að af þeirn sem afstöðu tóku i könnuninni væru 46,7 prósent fylgjandi stjóminni en 53,3 pró- sent andvíg. Rétt er að fýlgjandi Stjóminni reyndust 45,0 prósent en andvíg 55,0 prósent. Rétt hlut- fóh komu hins vegar fram bæði í grein og grafi sem fylgdi frétt- inni. Beöist er velvirðingar á mis- tökunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.