Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Blaðsíða 28
28
LAUGARDAGUR 11. MARS 1995
Ekkert hreyfist í samningamálum kennara:
Kúnstin er að
finna lendinguna
- segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands íslands, sem hér skýrir stöðu kennara
Skólastofurnar hafa nú staðið auðar i þrjár vikur og nemendur láta sér
leiðast heima. Á meðan gengur hvorki né rekur i samningaviðræðum kenn-
ara og Eiríkur segist ekkert geta spáð um hversu lengi verkfallið geti staðið.
DV-myndir GVA
„Staðan í dag er í raun og veru
mjög svipuð og hún var 19. febrúar.
Það hefur ekkert hreyfst allan þann
tíma. Þá var samninganefnd ríkisins
komin með þetta tilboð upp á 740
milljónir sem hún segir að eigi að
nægja fyrir þeim breytingum sem
eiga að verða á skólastarfinu. Þær
eru í stuttu máli þannig að ríkið vill
fiölga kennsludögum í grunnskóla
um tólf á ári, færa sex til átta starfs-
daga að vetrinum yfir á sumarið,
breyta 1. des., öskudegi og þriðjudegi
eftir páska í bundna starfsdaga og
auka bundna viðveru í skólanum í
kennslu úr þremur klukkutimum í
sex á viku. í framhaldsskólunum vill
það fjölga dögum samtals um tíu, þar
af fimm inni á skólaárinu og fimm
um sumarið. Einnig vill það geta
hliðrað til starfsdögum framhalds-
skólanna að vild þannig að skólarnir
gætu byrjað 1. september og verið
út maí eða byrjaö 20. ágúst og veriö
til 20. maí. Þar fyrir utan vill það að
þessi bundni tími í viku hverri fyrir
utan kennslu, sem er enginn í dag,
verði íjórir klukkutímar á viku. Fyr-
ir allt þetta vill það borga sem nemur
10% í launum og segist þá um leið
vera að leiðrétta þann launamun sem
orðið hefur á undanfómum ámm
milli kennara annars vegar og sam-
bærilegra hópa háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanna hins vegar. Þessi
munur er í dag á dagvinnulaunum
nálægt því að vera 15% en á heildar-
launum um 28%. Staðreynd málsins
er sú að ef við tækjum á okkur þessa
auknu vinnu og þægjum það sem
okkur er boðið yrði launamunurinn
eftir slíkan samning, að því gefnu að
þessir sambærilegu BHMR-hópar
fengju ekkert af sínum sérkröfum í
gegn, um 4% í dagvinnu okkur í óhag
og 15% í heildarlaunum," sagði Ei-
ríkur Jónsson, formaður Kennara-
sambands íslands, þegar helgarblað-
ið óskaði eftir því að hann skil-
greindi fyrir lesendum um hvað deila
kennara snerist í raun og vem. Verk-
fallið hefur nú staðið í þrjár vikur
og engin sátt virðist í sjónmáli. For-
eldrar hafa orðið þungar áhyggjur
vegna barna sinna, sérstaklega
þeirra sem eiga að útskrifast úr
grunnskólum og framhaldsskólum.
Staða þessara nemenda er mjög óljós
og hafa foreldrafélög haft fundi í
skólum til að ræða þessi mál þótt
engum spumingum verði svarað. Er
óhætt að segja að foreldrar séu aö
missa þolinmæðina enda engin lausn
í sjónmáli.
25% launahækkun
„Kennarar fóm í verkfall út af
þeim launamun sem orðiö hefur á
undaniomum áram og síðan koma
skipulagsbreytingar inn í myndina.
Þær vom ekki hluti af kröfugerð
kennarafélaganna en viðræðunefnd-
irnar lýstu því yfir að þær væm til-
búnar að ræða þann þátt ef það yrði
til að liöka fyrir launaleiðrétting-
,<wl <<
um.
- Hvað vomð þið að fara fram á
mikla launahækkun þegar þið hófuð
ykkar baráttu?
„Við vorum að fara fram á hækkun
grunnlauna um 15% til að jafna þann
launamun sem orðið hefur. Síðan eru
þessar almennu hækkanir sem koma
til allra, 6-7% fyrir utan sérkröfur.
Það er því kannski ekki fráleitt að
tala um launahækkun á bilinu
20-25%. Hin krafan var sú að gerðar
yröu tilfærslur í vinnutímanum,
kennsluskyldan myndi lækka en á
móti yrði sá tími sem við það losnaði
vera bundinn við stundaskrá. Þá er-
um við að horfa til þeirra starfa sem
hafa verið að koma inn í skólana á
síðustu ámm og hefur ekki verið tek-
ið tillit til í kjarasamningum. Ég get
nefnt dæmi um það á báðum skóla-
stigunum. Skólunum var gert með
aðalnámskrá 1989 í grunnskólunum.
að hver skóli ætti að sétja sér sína
skólanámskrá sem er töluvert mikil
vinna fyrir kennara. Þeirri vinnu
héfur ekki veriö fundinn farvegur í
vinnutímanum. Það má líka benda á
að þegar lög um framhaldsskólana
voru sett árið 1988 var talað um að
þeir ættu að vera fyrir alla. Hins
vegar gleymdist að taka mið af því
hvemig kennarar ættu að bregðast
við því að taka við öllum. Þetta eru
aðeins tvö dæmi af mörgum."
Skipulagsbreytingar
ekki í upphafi baráttu
- Þessar skipulagsbreytingar í skól-
um hafa þá ekki verið uppi á borðinu
í upphafi kjarabaráttu ykkar?
„Nei, síðast þegar við vomm í
samningum vomm við í umræðu um
fjölgun kennsludaga og vomm
komnir áleiðis með að reyna að verð-
leggja þá en þá kom skyndilega upp
áhugaleysi ríkisvaldsins að stíga
skrefið til fulls. Hins vegar vissum
við ekki nú að áhuginn hefði vaknað
á nýjan leik og gerðum því engar
kröfur um það. í rauninni er það þar
sem hnífurinn stendur í kúnni því
okkur finnst samninganefnd ríkisins
ekki tilbúin aö greiða fyrir þessar
skipulagsbreytingar og leiðréttingar
það verð sem viö teljum sanngjarnt."
- En eruö þið ekki í erfiðri stöðu þar
sem stórir hópar í þjóðfélaginu hafa
samið um 2.700 króna launahækkun?
„Reyndar er það þannig að í gegn-
um árin hafa félög fengið ákaflega
mismikið út úr samningum. Allar
tölur og kjararannsóknir benda til
þess að á undanfðrnum ámm hafi
önnur félög fengið eitthvað meira
heldur en við. Þær breytingar sem
orðið hafa á skólastarfinu að undan-
förnu og þær væntingar sem menn
gera til skólans krefjast þess að sam-
ið sé við þessa stétt út frá því um-
hverfi sem hún starfar í. Það hefur
verið gert með aðra hópa og ég vil
benda á að á síðasta ári samdi samn-
inganefnd ríkisins við hjúkrunar-
fræðinga um samninga sem yoru
ekki í neinum stíl viö það sem al-
mennt gerðist þá. Þeir samningar eru
eflaust gerðir út frá þörf sem hafði
myndast í þeirri stétt og er mjög já-
kvætt. Við viljum láta meta okkur
út frá starfi okkar og umhverfi. Það
hafa á undanfömum árum verið eins
konar almennar reddingar á vinnu-
markaðnum og nánast verið bannorð
að taka á sérmálum einstakra hópa.“
Langþreyttir kennarar
- Er mikill hugur í þínu fólki að berj-
ast?
„Kennarar eru orðnir mjög lang;
þreyttir. Ég hugsa að það verði að
fara aftur til áranna 1987-88 til að
finna síðustu raunverulegu breyt-
ingar sem gerðar hafa verið á kjöram.
þeirra og sérmálum. Fólk hefur trú-
að því í allri umræðunni um skóla-
mál að það hafi verið vilji til að leið-
rétta kjör stéttarinnar en það hefur
aldrei verið tekið á því. Það var mik-
ill hugur í fólki og er enn þá. Manni
finnst það segja mikið að 95% félags-
manna í Kennarasambandi íslands
um land allt tóku þátt í atkvæða-
greiðslunni og 86% þeirra sögðu já.
Það segir allt um hug stéttarinnar."
Órætt frumvarp
- Komu þessar skipulagsbreytingar
varðandi færslu til sveitarfélaganna
ykkur í opna skjöldu?
„Við vissum af allri umræðunni
um flutning grunnskóla til sveitarfé-
laga þannig að það kom okkur ekki
á óvart. Það kom okkur hins vegar
mjög á óvart að grunnskólafrum-
varpið sem slíkt skyldi vera tekið
fram á síðustu dögum þingsins því
að okkar viti átti eftir að ræða það
mál mun meira í þinginu. Þetta
frumvarp hefði þurft að fá miklu
meiri umfjöllun og ég get mér þess
til aö það sé alveg sama hvaða ríkis-
stjórn verði mynduð eftir kosningar,
frumvarpið verður tekið upp og end-
urskoðað. Þá er ég ekki að tala um
flutninginn sem slíkan heldur ýmis
fagleg efni sem er tekið á í frumvarp-
inu en eru ekki útrædd. Það var mjög
undarlegt hversu lengi dróst að taka
þetta frumvarp til umfjöllúnar."
- Tókuð þið kennarar þá ekki þátt í
að móta frumvarpið?
„Nei, okkur var algjörlega haldið
frá því. Frumvarpið var unnið sem
leyndarmál."
- Vissuð þið þá ekkert fyrr en á síð-
ustu stundu hvað var að gerast?
„Þessi svokallaða átján manna
nefnd, nefnd um mótun mennta-
stefnu, vann í lokuðu umhverfi og
var ekki í tengslum við neina hags-
munaaðila úti í þjóðfélaginu. Það
eina sem við fengum að vita var þeg-
ar áfangaskýrsla nefndarinnar kom
út og síðan fengum við lokaskýrsl-
una á síðasta sumri ásamt drögum
að frumvarpi. Við sendum umsagnir
við það frumvarp ásamt frumvarpi
til nýrra framhaldsskólalaga, þ.e.a.s.
það var sameiginleg umsögn beggja
kennarafélaganna. Það verður aö
segjast eins og er að það eru ansi
margar athugasemdir sem fengu
engan hljómgrunn og komust ekki
inn. Við fengum aldrei með beinum
hætti að koma að vinnunni meðan
hún var í gangi.“
- Að hvaða leyti finnst þér frum-
varpiö gallað?
„Það eru atriði í því sem mér
finnast ekki eiga að vera þar, t.d.
sérkennslumál sem eru ekki í góðum
farvegi eins og þau eru sett upp. Viö
höfum einnig verulegar áhyggjur af
því sem við köllum stoðkerfi skól-
anna en þá er ég að tala um stofnan-
ir eins og Kennaraháskólann, Náms-
gagnastofnun og fræðsluskrifstofur
og ýmislegt fleira mætti nefna.“
Verkfall út skólaárið
- Áttuðþiðvonáaðverkfalliðmyndi
dragast svona á langinn?
„Við gátum alveg eins búist við
því. Markmiðið var að semja áður
en verkfallið hæfist en þegar það
tókst ekki gerðum við okkur grein
fyrir að það gæti orðið í langan tíma.“
- Jafnvel út skólaárið?
„Ég held að menn hafi litið á það
sem óraunhæfan möguleika, þótt það
hafi verið rætt. Ég get ekki séð
hvemig þjóðfélagið færi út úr því.
Vandinn myndi safnast upp sem
hefði veruleg áhrif á næsta ár. Ef
menn væru að reyna að leysa verk-
fallið í sumar og kannski rétt áður
en skóli hæfist kæmu upp vandamál
eins og orlof sem kennarar ættu inni.
Það er bundið í kjarasamningum að
kennarar hafi 153 stundir til undir-
búnings hverjum vetri. Ef svo skelfi-
lega færi að verkfalhð leystist ekki
fyrr en í haust myndi það þýða að
skólastarf gæti ekki hafist fyrr en í
nóvember. Þá ætti eftir að gera upp
fyrra skólaár."
Betrilaun-
betri nemendur
- Nú er stór hópur að útskrifast í
vor, jafnt úr grunnskóla sem fram-
haldsskóla. Finnið þið fyrir stuðningi
frá þessu fólki?
„ Já, við höfum fundið fyrir honum.
Ég held að það hafi aldrei fyrr verið
jafn gott lag að taka á þessum málum
og núna. Það má t.d. benda á að Stöð
2 var með könnun í vikunni þar sem
fólk var spurt hvort það væri eðlilegt
að kennarar fengju meiri launa-
hækkanir en aðrir. Niðurstaðan var
mjög jöfn. Athyglisvert var að yngra
fólkið, sem á börn í skóla, svaraði
játandi. Ég held að þetta segi mikið
um viðhorfið. Skólamál hafa yerið
mikið í umræðunni og það hefur
verið viðurkennt lengi, meira að
segja af samninganefnd ríkisins, að
kennarar hafi dregist aftur úr og það
þurfi að bæta kjör þeirra. Ég held
að umhverfið skynji þetta og launa-
bætur til kennara muni leiða til betra
skólastarfs og verða þess valdandi
að skólaárið hjá nemendunum verði
samfelldara þar sem frídágar muni
heyra til undantekninga."
- Þaðkomasemsagtbetrinemendur
út úr skólunum ef þið fáið ykkar
kröfur í gegn?
„Það hlýtur að mega setja sama-
semmerki á milli þess að ef menn eru
með ánægt starfsfólk þá fá þeir betra
vinnuframlag. Það er ómögulegt að
lifa af kennslu í dag og maður horflr
til framtíðar þar sem talað er um
einsetinn skóla. Ef það verður gert
án þess að taka á vinnutímamálum
kennara mun það leiða til þess að í
grunnskólunum verður illmögulegt
að fá fullt starf. í dag fá yngstu nem-
endur 25 tíma á viku en af því kenna
list- og verkgreinakennarar ein-
hverjar stundir þannig að tímafjöld-
inn sem bekkjarkennarinn fær er um
20 stundir meðan kennsluskyldan er
29 og það þýðir sjálfkrafa að kennar-
ar fá aðeins 75% starf. í einsetnum
skóla eru allir bekkir á sama tíma
þannig að þetta gamla og vonda kerfi
þar sem kennari kenndi einum bekk
fyrir hádegi en öðrum eftir hádegi til
að draga fram lífið verður þá ekki
fyrir hendi. Við viljum að kennara-
starfið verði fullt starf - einn bekk-
ur, fullt starf. Við höfum hins vegar
ekki mætt miklum skilningi með
það. Einsetningin er mjög mikið átak
og þá fyrir sveitarfélögin, sérstaklega
í þéttbýli. Ég held nú að það sé kom-
inn tími til að ísland komi sér á þann
stall og skólar hér verði eins og í
þeim löndum sem við bemm okkur
saman við.“
Stífni við
samningaborðið
- Þyrfti ekki að vera fulltrúi frá
sveitarfélögunum við samninga-
borðið núna þar sem þau taka við
rekstri grunnskólanna í ágúst 1996?