Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 11. MARS 1995
21
TÆKNISALAN
KIRKJULUNDI 13 - GARÐABÆ - SÍMI 91-656900
Opið laugardag og sunnudag kl. 13-17.
í þaki og veggjum er öryggisgler. Valkostur er gler, sem
ver gegn ofhitun á sólardögum og hefur tvöfalt
einangrunargildi tvöfalds glers. Burðarrammar úr áli eða
viði. Glerjað er með állistum undir og yfir glerið. Seljum
einnig glerið eftir máli. SÝNINGARHÚS Á STAÐNUM.
Taki dæturnar upp evrópska siði er þeim oft hafnað af fjölskyldum þeirra.
---- ■ ■ ■
mm
C' e s
4jáíj.M3»»iiatAÍfeií«
SIÐUMULA 2 • SIMI 68 90 90
Asískar stúlkur
flýja að heiman
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR:
• Digital FM/MW/LW útvarp
með 30 minnum
• 140 watta magnari
• Surround-hljóðkerfi
• Tímastilling og vekjari
• 3ja diska geislaspilari
með 30 minnum
• Superbassa-, bassa- og
diskantstilling
• Tvöfalt Dolby segulband
með síspilun
• Innstunga fyrir heyrnartól
• Fullkomin fjarstýring
• 200 watta hátalarar
Árekstur milli tveggja menningarheima í Bretlandi:
Nítján ára bresk stúlka af asískum
uppruna er nú í felum frá foreldrum
sínum í Manchester eftir að hafa
hafnað um sextíu mannsefnum sem
fjölskylda hennar hefur kynnt fyrir
henni. Þegar stúlkan Amina, sem er
múslími, hafði hafnað öllum manns-
efnunum missti faðir hennar stjórn
á skapi sínu. Hann gaf henni frest til
að velja á milli fimm pilta. Þegar
fresturinn var að renna út hljópst
Amina að heiman.
Þetta er ekkert einsdæmi í Bret-
landi. Víða hafa verið settir á laggirn-
ar stuðningshópar fyrir stúlkur sem
togast á milli tveggja menningar-
heima. Enginn veit hversu stórt
vandamálið er en stuðningshóparnir
hafa ekki getað aðstoðað allar þær
stúlkur sem hafna strangri trú og
siðum foreldranna og hlaupast að
heiman. Ógnvekjandi þykir að sjálfs-
morðstíöni meðal asískra stúlkna á
aldrinum 15 til 34 ára er tvöfalt hærri
í Bretlandi en meðal stúlkna af
breskum ættum. Sjálfsmorðstíðnin
meðal asískra kvenna er einnig
hærri en meðal asískra karla, þveröf-
ugt við þá þróun sem átt hefur sér
stað almennt.
Minna valfrelsi
en á Indlandi
Meðal þeirra stúlkna sem lent hafa
í deilum við foreldra sína er Karan.
Foreldrar hennar eru síkhar og búa
í Leicester. Karan er tvítug og hefur
lokið fyrsta ári sínu í háskóla. Hún
gerir ekki ráð fyrir að sjá fjölskyldu
sína aftur. Eldri bræður Karan
kvæntust báðir stúlkum sem voru
síkhar og höfðu verið valdar handa
þeim. „Bræðrum mínum þótti ég
vera með vestrænan hugsanagang
en margir fyrrverandi Asíubúar,
sem búa í Bretlandi, gera sér ekki
grein fyrir að hlutirnir hafa einnig
breyst á Indlandi. Kvenréttinda-
hreyfmgar eru sterkar hjá millistétt-
unum og það virðist sem ungar stúlk-
ur þar hafi meira valfrelsi en ungar
asískar stúlkur í Bretlandi," segir
Karan í viðtali við tímaritið Cosmo-
politan.
Hafnað af
fjölskyldunni
Vandamálin hófust þegar Karan,
sem er prýðisnemandi, sagði fjöl-
skyldu sinni frá því að hún hygðist
stunda nám við háskóla sem var
langt frá heimkynnum foreldra
hennar. Foreldrar hennar voru sam-
þykkir því að dóttirin aflaði sér há-
skólamenntunar en það varð að vera
það nálægt að hún gæti búið heima.
Haldnir voru fjölskyldufundir með
þátttöku frænda og frænkna en án
árangurs. Að lokum var Karan til-
kynnt að ef hún skipti ekki um skoö-
un myndi fjölskyldan ekki hafa frek-
ari afskipti af henni. „Faðir minn
sagði aö það væri mikilvægt að ind-
verska samfélagið á staðnum sæi að
fjölskylda mín sætti sig ekki við
óhlýðni mína.“
Tveimur dögum seinna hélt Karan
að heiman og hefur ekki séð fjöl-
skyldu sína í eitt ár.
Hlýddi móóur sinni
og drap eiginkonuna
Fyrir tólf árum hvatti móðir í
Middlesex son sinn til að myrða eig-
inkonu sína vegna þess hversu vest-
ræn hún var orðin í háttum. Móðirin
bjó með sonum sínum og tengda-
dætrum en hættir einnar þeirra féllu
móðurinni ekki í geð. Stúlkan var
ritari og klæddist evrópskum fötum.
Eftir fjölskyldufund fór sonurinn
upp í svefnherbergi sitt og kyrkti
konu sína. Allir synirnir voru reynd-
ar ekki sammála ráðabrugginu en
sögðu ekki til bróður síns þegar lög-
reglunni var greint frá því að inn-
brotsþjófur hefði verið að verki. Lög-
reglan komst hins vegar að hinu
sanna og móðirin og morðinginn
voru dæmd í lífstíðarfangelsi. Hinir
synirnir voru dæmdir í tíu ára fanga-
vist.
Fjölskylduráðgjöf
Sumar stofnanir, sem settar hafa
verið á laggirnar til að hjálpa fólki
af asískum uppruna, hafa einbeitt sér
að fjölskylduráðgjöf. Reynt er að
sætta hin ólíku sjónarmið barna og
foreldra. Eitt af erfiðustu vandamál-
unum hefur verið hlutverk tengda-
móöurinnar í íjölskyldunum.
Atburðurinn í Middlesex er undan-
tekning en á undanfórnum árum
hefur sú þróun orðið að sífellt fleiri
ung hjón af asískum uppruna stofna
eigin heimili. Og þeim fjölgar reynd-
ar einnig sem giftast af ást. Foreldr-
arnir samþykkja fegnir ráðahaginn
ef börn þeirra giftast einhverjum
sömu trúar.
Stúlkur af asískum uppruna, sem
búsettar eru i Bretlandi, togast á
milli tveggja menningarheima.
FULLKOMIN
SURROUND-HLJÓMTÆKI
MX-570