Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627281234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 11. MARS 1995 Kennir konnm að bæta líf sitt -Ásta Kristrún Ólafsdóttir heldur námskeið fyrir konur sem vilja losna undan stjóm annarra „Þegar manneskjunni er farið að líða illa í stöðugri viðleitni sinni við að þóknast öðrum er það orðið vandamál,“ segir Ásta Kristrún Ólafsdóttir. „Það er í hverri einustu manneskju löngun til að koma vel fyrir og vera vel liðin. En þegar manneskjunni er fariö að líða illa í stöðugri viðleitni sinni við að þóknast öðrum þá er þetta orðið vandamál,“ segir Ásta Kristrún Ólafsdóttir. Hún heldur námskeið fyrir konur sem vilja losna frá því að stjórnast af öðrum, svo sem maka, börnum, skyldmennum, vin- um og starfsfélögum. Ásta, sem er meö BA-próf í sál- fræði og er löggiltur ráðgjafi fyrir fíkla og aðstandendur þeirra, segir áberandi viðhorf hjá konum að þær vilji ekki særa aðra, þær láti ekki aðra vita þegar á þeim er troðið, þær séu oft aö reyna að finna út hverjar þarfir annarra séu og sinni þeim án þess að spyrja viðkomandi hvort þeir vilji það eða ekki. „Oft tekur einhver sér í raun bólfestu í höfðinu á konun- um. Þá fara þær að hugsa um hverj- ar þakkirnar séu, þær fái aldrei neitt í staðinn og að ekki sé tekiö tillit til þeirra þarfa. Það sé alltaf verið að láta þær gera eitthvað. Þetta getur líka verið á þann veginn að þegar konumar eru alltaf á verði komi ör- yggisleysið fram í því að þær reyna að stjóma á móti, til dæmis með því að dæma fólk áður en það dæmir þær.“ Konurtapa sjálfinu sínu Afleiðingar þessa geta verið margs konar, aö sögn Ástu. Hún nefnir þunglyndi, þráhyggju, áráttu, kaup- æði, pilluát og drykkju. „Maður er búinn að tapa sjálfinu sínu. Maður veit ekki hvar þetta byrjaði. Allt í einu er manni fariö að líða illa og leitar aö einhverju til að laga það. Oft verður þetta stundarlækning en meinið er til staðar." Ruðst inn fyrir persónuleg mörk Til að konumar geti breytt hugar- fari sínu kveðst Ásta aðstoða þær við að setja sér ákveðið markmið. „Fyrst verða þær að vita hver persónuleg mörk þeirra eru. Manni finnst óþægilegt þegar einhver kemur of nálægt manni og finnur þá fyrir lík- amlegum mörkum. Innan persónu- legra marka eru skoðanir, tilfinning- ar, hugsanir, þarfir, smekkur, allt sem maður á. Þegar mörkin eru skýr gerir maður sér grein fyrir hvar maður endar og hvar einhver annar byrjar. Þá viröir maður mörkin og ruglar sér ekki saman við aðra. Þá ryðst maður hvorki inn fyrir ann- arra mörk né leyfir fólki að fara inn- fyrir sín mörk. Maður getur bæði farið inn fyrir mörk annarra með of mikiili góðmennsku og með ofbeldi, það er þegar maður er að gagnrýna, gera lítiö úr fólki og hæðast að til- finningum þess, hugsunum og skoð- unum. Með því að segja til dæmis við aðra manneskju að maöur viti hvað hún er að hugsa er maður að fara inn fyrir mörkin. Maður finnur sjálfur hvað gerist innra með manni þegar einhver segir svona við mann. Og líka þegar einhver segir að maður ætti að drífa sig út og hlaupa svolítið og vera almennilegur og taka sig saman í andlitinu. Maður hefði svo gaman af því.“ Skjálfandi og sveittar Ásta segir aðalatriðiö að konurnar segi með oröum hvemig þeim líður og leggi áherslu á að þær vilji ekki láta tala við sig á ákveðinn hátt. I>að sé nauðsynlegt að leggja niður óbein- ar stjórnanir, eins og svipbrigði og fýlu. „Konumar verða að leyfa sér að verða reiöar og segja hreint út að þær vilji ekki að aðrir segi þeim hvað þeim finnist gaman aö gera eða hvað þær séu að hugsa eða að þær séu of eða van í ýmsu samhengi. Konurnar em stundum skjálfandi og sveittar við tilhugsunina um að setja öðrum mörk. Þær hafa stundum með sér miða heim bara til að muna hvernig á að segja að þær vilji ekki að talað sé við þær á ákveðinn hátt. En gefi þær skýr skilaboð hættir þetta smátt og smátt. Þetta er oft mikil vinna en launin eru þess virði. Á meðan kon- urnar eru að reyna að gefa skýr skilaboð fá þær oft sektarkennd en finna jafnframt fyrir stolti. Þetta verður svolítill slagur um það hvort hefur yfirhöndina, sektarkenndin eða stoltið. Þá þurfa konumar raun- veruleikatékk, að fá staðfestingu á því að það hafi verið allt í lagi að leyfa eiginmanninum að vera í fýlu. Þetta gengur alls ekki út á það að vera dónalegur og særa fólk. Oft finna konurnar fyrir miklu frelsi þegar þær uppgötva að þær þurfa ekki að bera ábyrgö á líðan fólks. Það er eins og þær hafi fengið leyfi til að hlúa að sér.“ Aö sögn Ástu geta þó komið erfiðir tímar. „Konurnar eru stundum eins og í lausu lofti. Þær eru að hoppa út úr mynstri og hegðun sem þær hafa æft í jafnvel tugi ára. Þær þurfa að hafa sig allar við og vera meðvitaðar um hvað þær em að gera.“ Börnin sett í fullorðinshlutverk Ásta segir að persónumörkin fari að myndaát um tveggja ára aldur og þá verði oft strax misbrestur. „Börn byrja að aðskilja sig frá foreldrunum um tveggja ára aldur. Þá byrja þau að segja nei og reyna að finna hvar mörkin eru, hvað þau mega og hvað þau eigi. Ef uppalendur hafa ekki skýringu er ekki von til að barnið finni þessa skýringu. Það sem skaðar ef til vill helst mörkin er ef barnið er sett í fullorðinshlutverk og látið bera ábyrgð á tilfinningum foreldra, eins og til dæmis þegar foreldri segir við barnið sitt að það sé alltaf að láta sig kaupa eitthvað handa því. Börnin hafa fyrirmyndir og herma eftir þeim. Þó að þau segi að þau ætli ekki að verða eins og foreldrarnir þá fara hlutirnir í sama mynstur og þau lærðu heima geri þau ekki eitthvað til að breyta því. Þegar foreldrar eru komnir með skýr mörk kenna þeir börnum sínum að það sé allt í lagi að finna til, að reiðast og gleðjast, að syrgja og óttast. Að vera í snertingu við tilfinningar sínar er forsenda þess að geta aðskilið sig.“ Karlareinnig ofurseldir í fyrstu taldi Ásta að það væri rík- ari eiginleiki hjá konum en körlum að þóknast öðrum en nú segist hún ekki vera viss. „Ég hef verið að hugsa um þetta undanfarið. Ég tók fyrgt eftir þessum eiginleika hjá konum í alkóhólistafjölskyldum en hef svo uppgötvað að konur í öllum stéttum og á öllum aldri eiga við þetta vanda- mál að stríða. Mér finnst margir karlar vera ofurseldir þessu, að þóknast öðrum og vera hræddir við álit annarra og efast um sjálfsímynd- ina. Og þetta háir fólki alls staðar. Ef það er þannig innstillt að það láti stjórnast af öðrum þá verður það í samskiptum við alla. Auðvitað getur það verið mismikið að vísu, sumir geta verið sjálfstæðari á vinnustað en heima og öfugt. En viðhorfið blundar alltaf í viðkomandi sé ekkert gert til að breyta hegðunarmynstri og hugsun. í stað þess að spyrja sjálf- an sig hvemig öðrum líkar við mann væri gott að spyija sjálfan sig hvern- ig manni líki við aðra. Og þegar maður hættir að búast við því versta getur maður farið að taka viö öllu því góða sem lífið hefur upp á að bjóða. Ég hef séð stórkostlegar breyt- ingar á konum sem hafa unnið mark- visst að því að bijóta upp hegðunar- mynstur sitt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 60. tölublað - Helgarblað (11.03.1995)
https://timarit.is/issue/195950

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

60. tölublað - Helgarblað (11.03.1995)

Aðgerðir: