Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Side 33
LAUGARDAGUR 11. MARS 1995 41 Tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin: i* * Lystaukandi gamanmynd - með sérkennilegum taívönskum sælkeraréttum Þaö má búa til listaverk úr agúrkum, gulrótum Hér notar matreiöslumeistarinn kiwi og rækjur á Rækjur stinga sér til sunds og kikja upp úr sós- eða hverju öðru eins og sjá má hér. skemmtilegan hátt. Kannski hér sé komin hug- unni. Þetta listaverk væri gaman að borða. mynd fyrir fermingarhlaðborðið. Matur, drykkur, maður, kona eöa Eat, Drink, Man, Woman heitir ný taívönsk gamanmynd sem Stjömu- bíó sýnir nú en myndin er útnefnd til óskafsverðlauna í ár sem besta erlenda myndin. Leikstjóri myndar- innar er Ang Lee sem kominn er í hóp þeirra ungu leikstjóra sem hvað mestar vonir eru bundnar við og gerði m.a. Brúðkaupsveisluna eða The Wedding Banquet sem sýnd var í Háskólabíói fyrir nokkrum misser- um við góðar undirtektir. Matur, drykkur, maður, kona var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín 1993 og vann þar helstu verð- laun hátíðarinnar, Gullbjörninn, og var einnig útnefnd til Golden Globe verðlaunanna sem besta erlenda myndin. Myndin segir frá herra Chu sem er frægasti matreiðslumeistari Tapei og á þrjár gjafvaxta og uppreisnar- gjarnar dætur. Eiginkona hans er látin fyrir nokkrum ármn þegar í næsta hús flyst nöldursöm ekkja, frú Liang. Dæturnar sjá um leið fyrir sér að faðir þeirra muni senn elda sinn fræga sælkeramat fyrir nýja kær- ustu og líf aUra málsaðila tekur nýja stefnu: Ein persónan verður barns- hafandi, önnur er hryggbrotin, enn önnur deyr og sú þriðja finnur hina einu sönnu ást. Ang Lee, leikstjóri og meðhöfundur hans, framleiðandinn James Scha- mus, sem m.a. hefur komið hingað til lands og haldið námskeið um kvikmyndagerð, bjóða í þessari mynd upp á kvikmyndaveislu, sann- kaUaöa lystaukandi gamanmynd sem kitlar jafnt hláturtaugar sem bragðlauka. Helgarblaðið hefur fengið nokkrar af þeim frábæru uppskriftum sem koma fyrir í myndinni þannig að kvikmyndahúsagestir geta eldað þegar þeir koma svangir heim. Upp- skriftirnar virðast ílóknar enda framandi en geta áreiðanlega verið spennandi. Myndirnar sem birtast með gefa hugmyndir um hvernig matreiðslumeistarinn útfærir krásir sínar en þær eru sannarlega óvenju- legar. Steiktur taívanskur skelfiskur 1 kg skelfiskur 2 litlar rauðar paprikur 8 lauf fersk basUika 2 msk. sojasósa 2 msk. hvítvín 1 tsk. hvítlaukur 1 tsk. sesamolía 2 msk. hnetuoUa tíl steikingar Hreinsið skelfiskinn mjög vel undir rennandi köldu vatni. Skerið paprik- urnar í Utla bita. Blandið saman bas- U, sojasósu, hvítvíni, pressuðum hvítlauk og sesamolíunni. Hitið hnetuolíuna í wok-pönnu eða annarri góðri steikingapönnu. Þegar oUan er orðin heit setjið þá skeljam- ar útí, papriku og sósu. Lokið og sjóð- ið við vægan hita þangað til skelfisk- urinn hefur opnast. Borið fram sem forréttur eða sem aðalréttur en þá er hrísgrjónum eða núðlum bætt viö. Gufusoðinn kjúkl- ingur með svörtum sveppum 3 kjúklingalæri 6 þurrkaðir svartir sveppir 2 tsk. sojasósa /i tsk. hrísgrjónavín 1 tsk. kornsterkja 1 tsk. vatn 2 tsk. hakkaður skallottulaukur Hreinsið skinnið af kjúklingalær- unum og hlutið þau í tvennt. Setjið sveppina í vatn þar til þeir eru mjúk- ir, hendið stilkunum og skerið haus- inn í tvennt. Blandið saman kjúkl- ingnum, sveppunum, kornsterkj- unni og kryddinu. Látið standa í marineringu í hálfa klukkustund. Gufusjóðið yfir háum hita í 20 mín- útur. Slökkvið á hitanum og stráið lauknum yfir. Rækjur með salati /i kíló djúpsjávarrækjur eöa venju- legar rækjur /i tsk. salt 1 tsk. kornsterkja 1/3 bolli saxaður laukur 1/3 bolli saxaður blaðlaukur 1/3 bolli baunir (nýjar eða frosnar) ísbergsalathöfuö 2 Yiou-Tias eða „Chinese donuts" (fæst í verslunum með austurlenskar matvörur en ef ekki þá má sleppa þessu) kínversk olía Marinering 4 saxaðir skallottulaukar 1 tsk. brytjaður engifer 1 msk. sojasósa 1 msk. kjúklingakraftur (eða vatn) smávegis hvítur pipar /i tsk. sesamolía' Hreinsið rækjumar vel og þerrið, ef þær eru stórar eru þær skornar í bita, settar í marineringu í tíu mínút- ur í salti og kornsterkju sem hrært er saman við örlítið vatn. Ef mögu- legt er að finna Yiou-Tias á íslandi er það steikt þar til það verður stökkt, flatt út en síðan brytjað smátt. Rækjurnar eru steiktar í olíunni þar til þær hafa breytt um lit. Þá er laukurinn steiktur, rækjurnar settar út í, kryddað og hrært saman. Loks er Yio-’has bætt í. ísberg er skolað og þerrað. Salatblöð eru síðan vafin um rækjublönduna. Uppskriftin er fyrir fjóra til sex. Ath. ef Yiou-Tias fæst ekki er allt í lagi að sleppa því. Rétturinn verður jafnljúffengur þrátt fyrir það. Grænmetisréttur 1 dós „baby“maís 14 kínversk græn salatblöð 2 bollar kjúklingasoð 2 msk. kínversk „heit“ olía 12 svartir sveppir 1 msk. sojasósa 8 plómutómatar 1 msk. kornsterkja salt eftir smekk Sjóðið „baby“maís og kálið í soðinu í tvær mínútur. Saltið. Geymið soðið. Steikið svörtu sveppina í tveimur matskeiðum af „heitu" olíunni og kryddið með 1 msk. af sojasósu. Sjóð- ið í hálfa mínútu. Hrærið korn- sterkju saman við teskeið af vatni, bætiö sveppunum í og sjóðið í háifa mínútu. Sjóðið tómatana í soðinu í tvær mínútur og afhýðið þá og skipt- iö í helminga. Raðið hverri grænmet- istegund fyrir sig á disk í hring. Upp- J skriftin ætti að nægja sem forréttur fyrir fimm til sex. Hinn frægi matreiðslumeistari, sem myndin Matur, drykkur, maður, kona segir frá, en hann hikar ekki við að framkvæma sannkallaði matargerðarlist. Myvatn 95 Vélsleðakeppnin Mývatn 95 verður haldin 16.-19. mars nk. Allar nánari upplýsingar og skráning á kvöldin í símum 96-44211, Jóhannes, og 96-44186, Ellert. Skráningu lýkur kl. 22 þriðjud. 14. mars. Undirbúningsnefndln - 1 7 5 0 Verð kr. 39,90 mín. BK-LEIKURINN er skemmtilegur leikur þar sem þátttakendur eiga þess kost á að vinna Ijúffenga vinninga frá Boston kjúklingi, Grensávegi 5. Það eina sem þú þarft að gera er að hringja í síma 99-1750 og svara fimm laufléttum spurningum. Svörin við spurningunum er að finna í blaðaukanum DV-helgin sem fylgir DV á föstudögum. Fjölskylduveisla handa fjórum þátttakendum í viku hverri!!! Fimmtudagana 9., 16., 23. og 30. mars verða fjórir heppnir þátttakendur dregnir úr pottinum og hreppa þeir fjölskylduveislu fyrir sex frá Boston kjúklingi, Grensávegi 5. Allir sem svara öllum fimm spurningunum rétt komast í pottinn í hverri viku! Nöfn vinningshafa verða birt í DV-helginni föstudaginn eftir útdrátt. Grensásvegi 5 S. 588-8585

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.