Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 11. MARS 1995 45 - skilafrestur í keppnina Supermodel of the World er 26. mars Fordkeppnin er í fullum gangi og eru þegar farnar að berast myndir þó að skilafrestur sé til 26. mars, enda til mikils að vinna. Tvær utan- landsferðir eru í boði fyrir þá stúlku sem verður valin Fordstúlkan 1995. Hún mun fara til Parísar þar sem teknar verða af henni tískuljós- myndir hjá atvinnutískuljósmynd- ara. Þær myndir skera úr um hvort Fordstúlkan fái að taka þátt í keppn- inni Supermodel of the World. Sú keppni fer fram síðari hluta sumars, annað hvort á einhverri af eyjum i Karíbahafmu eða jafnvel í Evrópu. Keppnin hefur einu sinni farið fram í Evrópu, það var í fyrsta skipti sem hún var haldin en þá fór hún fram í Sporting Club í Monte Carlo. í fyrra fór keppnin fram á eynni Maui á Hawaii. Sigurvegarinn varð tvítug þýsk stúlka, Georgia Goett- mann. Hún er 178 sm, bláeyg og ljós- hærð. Georgia var valin úr hópi þrjátíu og þriggja stúlkna hvaðanæva úr heiminum. í verð- laun hlaut hún samning við Ford Models skrifstofuna upp á 250 þús- und dollara. Upphaf þess að hún tók þátt í keppninni var að kærasti hennar sendi myndir af henni í Fordkeppn- ina í Þýskalandi. Hún var ekki bara valin sigurvegari þeirrar keppni heldur fékk hún einnig ferð til Par- ísar í ljósmyndatökur og starf í átta mánuði til að hefja fyrirsætuferil- inn. Það er ekki ólíkt því sem Elísa- bet Davíðsdóttir, Fordstúlkan okk- ar, fékk en hún er nú starfandi í Mílanó á vegum Ford Models. Georgia talar þýsku, ensku og frönsku. Áður en hún hóf fyrirsætu- feril sinn hafði hún yerið við há- skólanám og hyggst læra innanhúss- arkitektúr í framtíðinni. Það skemmtilegasta við starfið segir hún vera ferðalögin sem fylgja því. Eftirlætisstaður hennar er París vegna sögulegra bygginga og safna. Hins vegar býr hún nú í New York þar sem hún kann vel við sig. Georgia skreytti forsíðu Cosmopolitian stuttu eftir að hún var valin súpermodel. Hún hefur auk þess verið ljósmynduð fyrir Ellen Von Unwerth, Mario Testino og Troy Word. Hún hefur einnig verið mynduð hjá frægustu tísku- blöðum heims eins og Vogue, Sigurvegari keppninnar Supermodel of the World í fyrra, þýska stúlkan Georgia Goettmann. Hún hefur haft nóg að gera síðan hún vann titilinn súperfyrirsætan. Tískusýning i stíl við Hawaii á lokakvöldinu í Supermodel of the World keppninni. Súperfyrirsætan Christie Brinkley var kynnir keppninn- ar f fyrra á Hawaii. Fyrirsætan Lucky Vanous, sem er þekkt úr Diet coke- auglýsingum, ásamt nokkrum keppendum. Allure, Harper’s Bazaar, Mirabella og Mademoiselle. Hún hefur skreytt auglýsingar fyrir Max Mara og tek- ið þátt í tískusýningum hjá Ralph Lauren og Bill Blass í New York. í öðru sæti keppninnar í fyrra var pólska stúlkan Malvina, sem er að- eins sautján ára, og í þriðja sæti Katja Halme, 18 ára, frá Finnlandi. Keppnin Supermodel of the World þótti ákaflega glæsileg í fyrra og þar var ekkert til sparað. Það sama verður upp á teningnum á þessu ári. Hin fræga súperfyrirsæta, Christie Brinkley, var kynnir keppninnar í fyrra og má búast við að einhver önnur slík komi fram á þessu ári. Christie Brinkley hefur starfað fyrir Ford Models í mörg ár en hún er gift tónlistarmanninum Biily Joel. Þess má geta að súperfyrirsætan Rachel Hunter, sem einnig hefur starfað fyrir Ford í mörg ár, giftist einnig tónlistarmanni, nefnilega Rod Stewart. Það eru margar súperfyrirsætur sem starfa fyrir Ford Models og má nefna mörg nöfn í því sambandi. Ein sem gerir garðinn frægan um þessar mundir er Elle Macpherson en hún er nefnd í sömu andrá og Cindy Crawford og Claudia Schiffer. Eileen Ford segir að súpermodel dagsins í dag verði súperstjarna morgundagsins. Það er líklega margt til í því þar sem toppfyrirsæt- ur eru orðnar jafnfyrirferðarmiklar í slúðurdálkunum og kvikmynda- stjörnur. Það er án efa mikill áhugi hjá ungum stúlkum hér á landi að kom- ast í fyrirsætustörf eins og annars staðar i heiminum. Fyrirsætustarfið getur verið mjög vel borgað og það er hægt að fá góð mánaðarlaun og jafnvel enn meira fyrir dagsverk. Auk þess fylgir starfmu ferðalög víða um heiminn og tækifærin geta alltaf boðist óvænt. Þær stúlkur sem vilja taka þátt í Fordkeppninni 1995 ættu að senda myndir af sér sem fyrst ásamt seðl- inum sem hér fylgir og merkja um- slagið: Fordkeppnin Helgarblað DV pósthólf 5380 125 Reykjavík Ert þú fyrirsæta ársins? Aldur................ Heimili ...................i Símanúmer.......... Póstnr. og staður Hæð.................... Staða.................I ........ .þyngd. Hefur þú starfað við fyrirsætustörf? Fyllið í réttan reit já □ nei □ Ef svarið er játandi þá hvar. Myndirnar sendist til: Ford-keppnin, Helgarblað DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík Gleymið ekki að senda myndir með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.