Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Blaðsíða 36
44
LAUGARDAGUR 11. MARS 1995
*
Sviðsljós
Claudia Schiffer.
Iifirá
loftinu
Ofurfyrirsætan Claudia Schif-
fer neytir aðeins 458 kaloría á
dag. Hún snæöir ávexti og drekk-
ur te og appelsínusafa á morgn-
ana, í hádeginu borðar hún Kjúkl-
ingabringu, soðíð egg og grænt
salat. Um miöjan dag fær hún sér
tómatsafa, svört vínber og jurtate
og í kvöldmat grænt salat með
gufusoðnu grænmeti. Frá þessu
er greint í erlendum tímaritum.
Haft er eftir næringarfræðing-
um að þeir skilji ekki að Claudia
skuli halda lífi.
Úr klámmyndum
í Melrose Place
Nýja stjarnan í sjónvarpsmynda-
flokknum Melrose Place heitir Traci
Lords. Henni hefur tekist að slá í
gegn í fötum en það hefur fáum öðr-
um klámkvikmyndaleikkonum tek-
ist hingað til.
Líf Traci, sem er orðin 25 ára, hefur
ekki verið dans á rósum. Faðir henn-
ar var áfengissjúklingur og mis-
þyrmdi henni. Henni var nauðgað
þegar hún var tólf ára. Hún fór
snemma að neyta áfengis og eitur-
lyíja og fimmtán ára var hún farin
að starfa í klámbransanum.
Traci segist hafa verið bráðþroska
líkamlega. Hún hafi þurft að afla sér
peninga til kaupa á kókaíni og með
því aö ljúga til um aldur sinn hafi
hún fengið hlutverk i klámmynd.
Þegar hún var átján ára var hún
búin að leika í mörg hundruð klám-
myndum. Vendipunkturinn varð
1988 þegar bandaríska alríkislögregl-
an gerði rassíu heima hjá henni. Þá
ákvað Traci að breyta líferni sínu.
„Ég er ekki stolt yfir því sem ég
gerði í æsku,“ segir Traci í tímarits-
viðtali. „En því verður ekki breytt.
Ég vil í staðinn sýna öðrum að það
er hægt að ná sér upp úr svartasta
helvíti."
Þegar Traci hafði hætt allri vímu-
efnaneyslu tókst henni að fá hlut-
verk þar sem hún var alklædd. Hún
byrjaði í hryllingsmyndum en hefur
smátt ogsmátt fengið betri hlutverk.
í Melrose Place leikur Traci þjón-
ustustúlkuna Rikki.
Traci Lords, nýja stjarnan í Melrose Place.
Gáfaða kvik-
myndastj arnan
Kylie Minogue.
Ekta
barmur
Leikkonan Kylie Minogue brást
illa við á dögunum þegar einhver
fullyrti að barmur hennar hefði
stækkaö. „Ég er alls ekki meö
silikon í brjóstunum,“ lýsti hún
yfir.
Kylie, sem er 26 ára, lék i sjón-
varpsmyndaflokknum Nágrönn-
um fyrir nokkrum árum. Á næst-
unni geta kvikmyndaunnendur
séð hana í nýrri mynd Jeans
Claudes van Dammes, Streetfig-
hter.
Jodie Foster er 32 ára og hefur leik-
ið í 32 kvikmyndum. Hún hefur tvi-
svar hlotið óskarsverðlaun og er nú
tilnefnd til verðlaunanna enn einu
sinni fyrir leik sinn í kvikmyndinni
Nell sem frumsýnd var á íslandi nú
í vikunni.
í kvikmyndinni Nell leikur Jodie
unga stúlku sem elst upp í einangrun
með móður sinni sem hefur orðið
málhölt í kjölfar veikinda. Mál móð-
urinnar verður mál ungu stúlkunnar
og þegar móðirin deyr skilur enginn
stúlkuna.
Jodie Foster greinir frá því í blaða-
viðtali að hún hafi verið skelfingu
lostin þegar hún var að búa sig und-
ir hlutverkið því að það hafi virst
sem allir væru vissir um að hún
færi létt með það. Álit manna er
nefnilega að Jodie Foster sé skarp-
greind, vel menntuð og víðlesin.
Hún var þriggja ára þegar kvik-
myndaferill hennar hófst. Hún fór
aldrei í leiklistarskóla heldur nam
hún við hinn virta Yale-háskóla. Nú
er hún sögð áhrifamesta kona Holly-
wood. Hún hefur þegar leikstýrt
einni mynd og framleitt aðra og er
nú að búa sig undir að leikstýra á
ný. Polygram hefur greitt kvik-
myndafélagi Jodie, Independent
Company, 100 milljónir dollara fyrir
að gera þrjár myndir á næstu þremur
til fjórum árum.
Aidan Quinn þykir risandi stjarna.
Aidan Quinn:
Konur
spennandi
ánand-
litsfarða
Aidan Quinn, sem leikur í Legends
of the Fall með Brad Pitt og Anthony
Hopkins, þykir konur sem láta það
vera að mála sig kynþokkafullar. „Ég
lék í sjónvarpsmynd með Isabellu
Rossellini og hún farðaði sig aldrei
þegar hlé varð á vinnunni í þessar
fimm vikur sem tökur fóru fram. Ég
kann vel við hrukkur og veðurbarin
andlit. Þau segja ákveðna sögu.“
Aidan er kvæntur og á einn son og
býr með fjölskyldu sinni í Bandaríkj-
unum. Foreldrar hans eru frá írlandi
en fluttu til Kanada og síðan til
Bandaríkjanna. Fjölskyldan hefur
búið af og til á írlandi þar sem Aidan
kveðst kunna afar vel við sig.
Kvikmyndaferill Jodie Foster hófst þegar hún var þriggja ára.
... að Daniel Day Lewis væri í
tygjum við starfskonu á frönsku
geðsjúkrahúsi. Daniel dvetur þar
vegna þunglyndis en hann hefur
neitað að hitta Isabellu Adjani,
frönsku leikkonuna sem ber bam
hans undir belti, frá þvi í sept-
ember.
... að Geena Davis hefði verið
örmagna af völdum hita þar sem
hún var að leika í kvikmynd við
strendur Taílands auk þess sem
hún hefði fengið matareitrun.
Tökum á myndinni hefur verið
frestað um mánuð.
... að Johnny Bryan, sem kyssti
tærnar á Söru Ferguson á sínum
tíma, væri nú í Noregi til að kikja
á norskar fegurðardísir. Johnny
situr í dómnefnd sem velja á
ungfrú Noreg.
... að þegar fyrrum hjónakornin
Atana og George Hamilton unnu
saman að gerð sjónvarpsþáttar
hefði George uppgötvað að Al-
ana væri dauðhrædd við bakter-
iur og veirur. Hún þvær sér alltaf
með sérstakri sápu eftir að hafa
tekið í höndina á fólki.
... að kærasti Catherine Zeta
Jones, Angus MacFadyen, hefði
reiöst ákaflega þegar hann sá
ástarsenur á frumsýningu á kvik-
myndinni Katarina mikla. í ástar-
atriðunum lét Catherine nefni-
lega vel að fyrrum kærasta sin-
um, Paul McGann.