Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627281234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Blaðsíða 36
44 LAUGARDAGUR 11. MARS 1995 * Sviðsljós Claudia Schiffer. Iifirá loftinu Ofurfyrirsætan Claudia Schif- fer neytir aðeins 458 kaloría á dag. Hún snæöir ávexti og drekk- ur te og appelsínusafa á morgn- ana, í hádeginu borðar hún Kjúkl- ingabringu, soðíð egg og grænt salat. Um miöjan dag fær hún sér tómatsafa, svört vínber og jurtate og í kvöldmat grænt salat með gufusoðnu grænmeti. Frá þessu er greint í erlendum tímaritum. Haft er eftir næringarfræðing- um að þeir skilji ekki að Claudia skuli halda lífi. Úr klámmyndum í Melrose Place Nýja stjarnan í sjónvarpsmynda- flokknum Melrose Place heitir Traci Lords. Henni hefur tekist að slá í gegn í fötum en það hefur fáum öðr- um klámkvikmyndaleikkonum tek- ist hingað til. Líf Traci, sem er orðin 25 ára, hefur ekki verið dans á rósum. Faðir henn- ar var áfengissjúklingur og mis- þyrmdi henni. Henni var nauðgað þegar hún var tólf ára. Hún fór snemma að neyta áfengis og eitur- lyíja og fimmtán ára var hún farin að starfa í klámbransanum. Traci segist hafa verið bráðþroska líkamlega. Hún hafi þurft að afla sér peninga til kaupa á kókaíni og með því aö ljúga til um aldur sinn hafi hún fengið hlutverk i klámmynd. Þegar hún var átján ára var hún búin að leika í mörg hundruð klám- myndum. Vendipunkturinn varð 1988 þegar bandaríska alríkislögregl- an gerði rassíu heima hjá henni. Þá ákvað Traci að breyta líferni sínu. „Ég er ekki stolt yfir því sem ég gerði í æsku,“ segir Traci í tímarits- viðtali. „En því verður ekki breytt. Ég vil í staðinn sýna öðrum að það er hægt að ná sér upp úr svartasta helvíti." Þegar Traci hafði hætt allri vímu- efnaneyslu tókst henni að fá hlut- verk þar sem hún var alklædd. Hún byrjaði í hryllingsmyndum en hefur smátt ogsmátt fengið betri hlutverk. í Melrose Place leikur Traci þjón- ustustúlkuna Rikki. Traci Lords, nýja stjarnan í Melrose Place. Gáfaða kvik- myndastj arnan Kylie Minogue. Ekta barmur Leikkonan Kylie Minogue brást illa við á dögunum þegar einhver fullyrti að barmur hennar hefði stækkaö. „Ég er alls ekki meö silikon í brjóstunum,“ lýsti hún yfir. Kylie, sem er 26 ára, lék i sjón- varpsmyndaflokknum Nágrönn- um fyrir nokkrum árum. Á næst- unni geta kvikmyndaunnendur séð hana í nýrri mynd Jeans Claudes van Dammes, Streetfig- hter. Jodie Foster er 32 ára og hefur leik- ið í 32 kvikmyndum. Hún hefur tvi- svar hlotið óskarsverðlaun og er nú tilnefnd til verðlaunanna enn einu sinni fyrir leik sinn í kvikmyndinni Nell sem frumsýnd var á íslandi nú í vikunni. í kvikmyndinni Nell leikur Jodie unga stúlku sem elst upp í einangrun með móður sinni sem hefur orðið málhölt í kjölfar veikinda. Mál móð- urinnar verður mál ungu stúlkunnar og þegar móðirin deyr skilur enginn stúlkuna. Jodie Foster greinir frá því í blaða- viðtali að hún hafi verið skelfingu lostin þegar hún var að búa sig und- ir hlutverkið því að það hafi virst sem allir væru vissir um að hún færi létt með það. Álit manna er nefnilega að Jodie Foster sé skarp- greind, vel menntuð og víðlesin. Hún var þriggja ára þegar kvik- myndaferill hennar hófst. Hún fór aldrei í leiklistarskóla heldur nam hún við hinn virta Yale-háskóla. Nú er hún sögð áhrifamesta kona Holly- wood. Hún hefur þegar leikstýrt einni mynd og framleitt aðra og er nú að búa sig undir að leikstýra á ný. Polygram hefur greitt kvik- myndafélagi Jodie, Independent Company, 100 milljónir dollara fyrir að gera þrjár myndir á næstu þremur til fjórum árum. Aidan Quinn þykir risandi stjarna. Aidan Quinn: Konur spennandi ánand- litsfarða Aidan Quinn, sem leikur í Legends of the Fall með Brad Pitt og Anthony Hopkins, þykir konur sem láta það vera að mála sig kynþokkafullar. „Ég lék í sjónvarpsmynd með Isabellu Rossellini og hún farðaði sig aldrei þegar hlé varð á vinnunni í þessar fimm vikur sem tökur fóru fram. Ég kann vel við hrukkur og veðurbarin andlit. Þau segja ákveðna sögu.“ Aidan er kvæntur og á einn son og býr með fjölskyldu sinni í Bandaríkj- unum. Foreldrar hans eru frá írlandi en fluttu til Kanada og síðan til Bandaríkjanna. Fjölskyldan hefur búið af og til á írlandi þar sem Aidan kveðst kunna afar vel við sig. Kvikmyndaferill Jodie Foster hófst þegar hún var þriggja ára. ... að Daniel Day Lewis væri í tygjum við starfskonu á frönsku geðsjúkrahúsi. Daniel dvetur þar vegna þunglyndis en hann hefur neitað að hitta Isabellu Adjani, frönsku leikkonuna sem ber bam hans undir belti, frá þvi í sept- ember. ... að Geena Davis hefði verið örmagna af völdum hita þar sem hún var að leika í kvikmynd við strendur Taílands auk þess sem hún hefði fengið matareitrun. Tökum á myndinni hefur verið frestað um mánuð. ... að Johnny Bryan, sem kyssti tærnar á Söru Ferguson á sínum tíma, væri nú í Noregi til að kikja á norskar fegurðardísir. Johnny situr í dómnefnd sem velja á ungfrú Noreg. ... að þegar fyrrum hjónakornin Atana og George Hamilton unnu saman að gerð sjónvarpsþáttar hefði George uppgötvað að Al- ana væri dauðhrædd við bakter- iur og veirur. Hún þvær sér alltaf með sérstakri sápu eftir að hafa tekið í höndina á fólki. ... að kærasti Catherine Zeta Jones, Angus MacFadyen, hefði reiöst ákaflega þegar hann sá ástarsenur á frumsýningu á kvik- myndinni Katarina mikla. í ástar- atriðunum lét Catherine nefni- lega vel að fyrrum kærasta sin- um, Paul McGann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 60. tölublað - Helgarblað (11.03.1995)
https://timarit.is/issue/195950

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

60. tölublað - Helgarblað (11.03.1995)

Aðgerðir: