Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 11. MARS 1995 55 Siglfirðingar: Stef na að borgara- fundi um sérframboð GyJfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þaö veröur allt reynt til þess aö koma á borgarafundi hér um helgina þar sem ákvörðun yrði tekin í máhnu. Það er góður fræðilegur möguieiki á að þver- pólitískt Siglufjarðarframboð gæti komið manni að enda eru um 17% kjósenda í kjördæminu hér á Siglufirði,“ segir Júlíus Kristjánsson á Siglufirði um hugsanlegt sérframboð Siglfirð- inga í kosningunum í næsta mán- uði. Siglfiröingar telja sig mjög af- skipta þegar framkvæmdir í kjör- dæminu eru annars vegar og benda aðallega á vegamálin í því sambandi. Þá má segja að það sem fyllti mælinn hjá Siglfirðingum hafi verið þegar Sauðkrækingar fengu 10 milljóna króna fjárveit- ingu til að byggja veg að fyrirhug- uðu skíðasvæði sínu í Tindastóli. Siglfirðingar hafa í mörg ár sótt um samskonar fjárveitingu til að bygja upp veg að skíðasvæði sínu en jafnan fengið synjun. „Þaö er algjör skandall hvemig þingmennirnir haga sér og nú finnst fólki nóg komið. Stefnu- skrá framboösins ef af veröur þarf ekki að vera flókin, hstinn myndi beita sér fyrir hagsmun- um Siglfirðinga sem þingmenn- imir hafa vanrækt að gera. Við höfum ekkert við þingmennina að tala enda hafa þeir hagaö sér eins og kjánar,“ sagöi Júhus Kristjánsson. Mannréttindaskrifstofan: Lögmenn Aðalfundur Lögmannafélags íslands samþykkti á fundi sínum á Hótel Sögu í gær tillögu átta fyrrverandi formanna félagsins um að félagið hætti aðild að Mannréttindaskrifstofunni. Þótt nýr formaður félagsins heföi ver- iö kosinn, hæstaréttarlögmaður- inn Þórunn Guðmundsdóttir, snerist fundurinn aö mestu um tillögu áttmenninganna og var hart deilt um hana enda fráfar- andi formaður henni algjörlega andvígur. Þegar greidd voru at- kvæöi um hana vora 73 lögmenn henni fylgjandi en 44 á móti. „Ég lýsi mikiih ánægju meö þaö aö aöalfundurinn skyldi, þrátt fyrir aö reynt væri að afflytja til- ganginn með thlögunni, vera þess megnugur að taka þá skýru af- stöðu aö um stjórnmálaágreining fjöllum við ekki um í lögmannafé- iaginu. Þeir lögmenn sem vilja fjalla um slíkt opinberlega veröa að gera það á öörum vettvangí,“ sagöi Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaöur og einn flutningsmannatillögunnar. -pp Morgunpósturinn: Meirihlutinn seldur til ónefndraaðila Sá hópur fjárfesta, undir for- ystu Jóhanns Óla Guðmundsson- ar stjórnarformanns, sem átt hef- ur 70% hlut í Morgunpóstinum, hefUr selt öh hlutabréf sín. í yfir- lýsingu frá hópnum segir að bréf- in hafi veriö seld th „áhugasamra Qárfesta". Jóhann vhdi í samtali viö DV ekki gefa upp hvetjir keyptu né söluveröið. Mokveiði af síld við vesturströnd Noregs í allan vetur: Síldin kemur til íslands - segir Reidar Toreson síldarsérfræðingur 1 sanitali við DV Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Ég geng út frá því sem vísu að síldin birtist á íslandsmiðum í sum- ar. Stofninn hér viö Noreg er orðinn mjög sterkur, skiptir milljónum tonna, og nú er tími síldarinnar kom- inn th að halda á íslandsmið," segir Reidar Toresen, fiskifræðingur við Hafrannsóknastofnunina í Björgvin, í samtali við DV. Reidar hefur und- anfarin fimmtán ár fylgst meö vexti og viðgangi norsk-íslenska síldar- stofnsins við Noregsstrendur. Mokveiði hefur veriö af síld í allan vetur við norður- og vesturströnd Noregs. Vetraraflinn er orðinn um 200 þúsund tonn. Síðustu daga hefur síldin vaðið í stórum torfum viö Mæri og hafa norskir bátar fengiö stór köst þar. Norðmenn höfðu ætlað sér 550 þúsund tonna síldarkvóta í ár. „Þessu síldarævintýri hér lýkur væntanlega næstu daga eða vikur. Fljótlega má búast við að síldin gangi út á hafið og verði í miklu magni í Síldarsmugunni við Jan Mayen í vor 'og við ísland í sumar,“ segir Reidar. Hann vildi ekki kannast við að Norðmenn tækju of mikið af síld nú. „Við fylgjumst náið með stofninum og erum ákveðnir í að ganga ekki of nærri honum. Það græðir enginn á að ofveiða síldina núna eins og gert var fyrir 1970. Við höfum þegar gert áætlun um eftirlit með síldveiöum á úthafinu og það er mikilvægt að ná almennu samkomulagi um slíka áætlun," sagði Reidar. Fiskaren í Bergen fjallaði um síld- armálið í leiðara í gær. Þar var lagt til að Norðmenn viöurkenndu rétt íslendinga til síldveiða í Síldarsmug- unni gegn því að þeir lofuðu að láta smuguna í Barentshafi í friði. Sjá einnig bls. 6 Fréttir Jakob Jakobsson: Togararall sýnir bestárganga- stærðáungfiski „Þaö sem togararallið hefur sýnt best er árgangastærðin á ungfiskinum og þaö hefur reynst mjög vel. Hins vegar hefur það ekki náö eins vel th eldri hluta stofnsins sem er hér sunnanlands á þessum árstíma. Þá fáum við aflaskýrslurnar frá Stefani vini mínum sem eru notaöar ekki síö- ur en togaararallið til mats á eldri hluta stofnsins," segir Jakob Jak- obsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar, vegna þeírra ummæla Stefans Einarssonar skipstjóra að togararall geti ekki verið mæli- kvarði á ástand fiskstofna. Stefán vitnaði þarna th þess aö togarinn Vestmannaey var aö veiðum inn- an um snurvoöarbáta og netabáta út af Reykjanesi og fékk ekkert þrátt fyrir að bátarnir mok- veiddu. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða veröur endurskoðun þorskkvótans aö vera lokið fyrir 15. apríl og vega niöurstöður úr togararaUi þungt við þá endur- skoöun. Nú era 5 togarar i togar- aralli sem stendur ffarn yfir miðj- an mánuöinn. 15-20% afsláttur af rúmdýnum í sýningarsal. 15-20% afsláttur af höfðagöflum, náttborðum og kommóðum úr basti. Sófarúm með dýnu og rúmteppasetti kr. 39.920 15-20% afsláttur af hvíldarstólum. 30% afsláttur af amerískum handklæðum. 20-50% afsláttur af rúmteppasettum og gardínum. 20% afsláttur af amerískum eldhúsborðum og stólum. * V 50% afsláttur af ýmsum útlitsgölluðum svefnherbergishúsgögnum. Marco húsgagnaverslun Langholtsvegi 111, sími 91-680 690.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.