Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627281234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 11. MARS 1995' Þórhallur „Laddi" Sigurðsson med nýja sýningu: Sýningin byggist upp á mér og röflinu í mér Titanic á jómfrúferð sinni frá Southampton til New York. Um 1500 manns fórust með skipinu. Alls voru rúmlega 2200 um borð. (AfÁA UGL. ÝSINGA. J | Henný Gestsdóttir, Engjaseli 82,109 R. . -pj. ^ (PHILÍPS gufuítraujérn) Æ'Jg } Harðviðarval, Krókhálsi 4,110 R. j (ZODIAC takkasími) J Sigurlína Aðálheiður Gunnlaugsdóttir, Efstasundi 4,104 R. (TELEFUNKEN útvarpsvekjaraklukka) Þórður Kristjánsson, Furubergi 5,220 Hafnarf. ^ (FUJI myndavél) ’ Hreinn Heiðar Oddsson, Litlu Fellsöxl, 301 Akranes J (Fataúttekt í LEVTS búðinni) 1 Vinningar verða > sendir til vinningshafa ' *,,",uo,HCAH - skila árangrí! Laddi fer mikinn á fjölum Sjallans á Akureyri um þessar mundir. Verö 39.90 mín. Ný kenning um Titanicslysið: Gassprenging vegna elds 'jripjKLjr tíVAL* UTSYN 99-1750 MARMARIS Sólarlelkur Úrval-Útsýn er skemmtilegur leikur þar sem þú getur unniö glæsilega vinninga. Það eina sem þarf að gera er að hringja í síma 99-1750 og svara þremur laufléttum spurningum um sumar og sól. Svörinjjþ spurninguni að finna í ferðSBæklingi Jmtejltsýnar „Sumarsól" |pfií<linginn getur þú fengið hjá ferðaskrifstofunni Úrval-Útsýn og umboðsmönnum. nujj^e^ Glæeilegir ferðavinningar í boði fyrihbeppna þátttakendurl 4 aipa reginn úr pottinum og æjar Marmðris í • Miðvikudagana 8., 15., 22. og 29. mars veröur einn heppinn þátttakan hlýtur hann 5000 króna innborgun fyrir tvo inn á ferð til hins glæsilega sóla Tyrklandi. Heildarverðmæti hvers vinnings er því kr. 10.000. % • Allir sem svara öllum þremur spurningunum rétt komast I pottinn í hverri viku og einnig í aðalpottinn. 1. apríl kemur í Ijós hver dettur í lukkupottinn og hlýtur ævintýraferö fyrir tvo í tvær vikur til lan' ævintýranna, Tyrklands, á hinn sólríka stað Marmaris viö Miöjaröarhafiö. HeMarverðmæti aðal- vinninge er kr. 150.000111 Alltafí fararbroddi þegar ævintýrin gerast eríendis! Hópur sérfræðinga hefur varpað fram nýrri kenningu um aðdraganda Titanicslyssins. Enginn dregur í efa að Titanic, sem var stærsta skip heims á sínum tíma og talið ósökkv- andi, hafi rekist á risastóran ísjaka í apnl fyrir áttatíu og þremur árum í jóiiifrúferð sinni frá Southampton til New York. Hins vegar hefur mönnum þótt undarlegt að skipstjór- inn, Edward Smith, skyldi sigla fleyi sínu | fullum hraða inn á hættulegt íssvaœi. Sériræðingarnir telja ekki ólíklegt að viff áreksturinn við ísjakann hafi orðið sprenging í kolarúmi skipsins. Álitið er að gas hafi myndast við óviðráðanlegan eld sem heijað hafði í kolarúminu frá því að skipið sigldi úr höfn í Southampton og að það hafi verið vegna eldsins sem skip- stjórnarmenn hafi siglt svo hratt til New York. Þeir sem rannsakaö hafa flakið, sem fannst fyrir tíu árum 500 mílur undan strönd Nýfundnalands, hafa furðað sig á lögun gats á skips- skrokknum. Ef gatið hefði komið við áreksturinn við ísjakann hefðu brúnir þess átt að vísa inn. Þær vísa hins vegaj út og það styður kenningu sérfræðinganna um sprengingu í skipinu. Greint hefur verið frá því að eig- andi Titanic, J P Morgan, hafi til- kynnt skömmu fyrir brottför skips- ins að hann ætlaði að yfirgefa það. Hann á að hafa fyrirskipað að verð- mæt málverk sem voru um borð yrðu sett í land. Sautján kyndarar eru einnig sagðir hafa yfirgefið skipið áður en haldið var úr höfn. Við rannsókn á slysinu komust menn að þeirri niöurstöðu að eldur- inn hefði verið slökktur daginn áður en skipið sökk og að kolin sem eftir voru hefðu verið fjarlægð. Einn úr áhöfninni sem komst af og unnið hafði að slökkvistarfinu hélt því aft- ur á móti fram að það hefði ekki ver- ið fyrr en skipið sökk sem eldurinn dó. Enn hafa rannsóknarmenn ekki komist að kolarúminu. Þeir segja að finni þeir kol þar ýti það sennilega undir þá kenningu að hin opinbera skýring sé röng. Það er frá þessum kafbáti sem menn hafa rannsak- að flak Titanic. Hluti flaksins á hafsbotni. Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri; „Það sem ég geri í þessari sýn- ingu er mjög frábrugðið því sem ég hef gert áður og hefur að mínu viti ekki verið gert áður hér á landi. Sýningin byggist alfarið upp á mér sjáffum og röflinu í mér, ég er einn á sviðinu allan tímann og spinn þetta áfram þótt auðvitað sé ákveð- inn rammi sem ég fer eftir,“ segir Þórhallur „Laddi" Sigurðsson sem þessa dagana stendur fyrir sýning- unni „Norðan grín og garri“ í Sjall- anum á Akureyri. Laddi segir að fyrirmyndin að sýningunni sé amerísk eða þaö sem þar er kallað „stand up“ á máli leik- ara. „Ég röfia og röfla á sviðinu og þótt ég bregði mér ekki í nein gervi nema að sétja upp gleraugu eða húfu þá koma ýmsir kunnir kar- akterar við sögu, menn eins og Saxi læknir, Bjarni Fel., Bubbi Morthens og búfræðingur sem heldur mikla tölu svo einungis fáir séu nefndir. Ég bregð mér einnig fram í salinn og ræði við fólkið. Það má eiginlega segja aö ég sé á fleygiferð í salnum og það getur ýmislegt komið upp á. A fyrstu sýningunni vissi ég t.d. ekki fyrr til en ég var búinn að vera að í eina og hálfa klukkustund en sýningin átti ekki að vera svo löng.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 60. tölublað - Helgarblað (11.03.1995)
https://timarit.is/issue/195950

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

60. tölublað - Helgarblað (11.03.1995)

Aðgerðir: