Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 11. MARS 1995 Sérstæð sakamál Forboðin ást íbúum enska iðnaðarbæjarins Saint Helens hefur löngum þótt líf- ið þar einkennast um of af vinnu í kolanámum og stáliðjverum. Því tóku margir þeirra upp á því á sín- um tíma að reyna að gera sér lífið léttara með því aö helga sig sígildri tónlist og brátt fór hún að njóta mikilla vinsælda sem mótvægi við gráan hversdagsleikann. Reyndar fannst sumum svo langt gengið að farið var að ræða um tónlistar- dýrkun eða „trúarbrögð". Áhuga- fólkið um tónlistina lét þó slík ummæli ekki á sig fá og sagði hana taka fram sjónvarpi og myndbönd- um. í Saint Helens bjuggu hjónin Phihp og Gladys Ashcroft. Hann var kennari og þrjátíu og eins árs, en hún tveimur árum eldri. 'Þau bjuggu í litlu húsi í einu úthverf- anna. Bæði voru þau í hljómsveit sem starfaði í bænum. Svo fæddist þeim dóttir sem fékk nafnið Rac- hel, en þá varð Gladys að hætta að leika méð hljómsveitinni og sat í þess stað heima og gætti dótturinn- ar á þeim kvöldum þegar æfingarn- ar fóru fram. Aukakennsla Philip fór nú einn á æfingarnar. Tónlistin var honum jafnkær og áður en eftir nokkurn tíma fékk hann annað áhugamál sem tengd- ist hljómsveitinni. Með henni lék ung stúlka, Angela Page, og eftir nokkum tíma bað hún Phihp um að kenna sér á horn. Hann féhst á það en ekki leið á löngu þar til hann fór hann að kenna henni aðr- ar lífsins listir. Nokkra síðar fór hljómsveitin í ferð til Amsterdam að vori til, þeg- ar túlípanarnir stóðu í blóma, og þá varð hún ástmey hans. Angela var afar hrifin af Philip og lét aldursmuninn ekki á sig fá. Meðan á tónleikaferð til ensku sumarleyfisborgarinnar Blackpool stóð fór hann með hana upp í turn- inn þar en hann er eftirlíking af Eiffeltuminum í París. Þar spurði hann hana hvort hún myndi stökkva fram af útsýnispahinum ef hann bæði hana um það. Hún leit á hann undrandi en sagði svo að ef hún þyrfti að stökkva th að sýna honum hve mikið hún elskaði hann myndi hún vafalaust gera það. Framtíðaráætlunin Það varð ekki af því að Angela stykki fram af pallinum. Þess í stað fóru þau Phihp að leggja á ráðin um hvemig þau gætu tryggt sam- bandið til frambúðar þótt hann væri kvæntur. Þau ræddu máhð fram og aftur en það var ekki fyrr en þau voru á ný komin heim til Saint Helens að þeim fannst þau hafa fundið það ráð sem dygði. Þau yrðu að ráða Gladys af dögum og láta líta svo út sem innbrotsþjófur hefði verið að verki. Kvöld eftir kvöld sátu þau saman eftir æfingar og hlustuðu á lög eftir Mozart meðan þau skipulögðu morðið. Hugmynd þeirra var th- töluiega einföld og það líkaði þeim því einfaldar hugmyndir duga oft betur en þær flóknu. Morðió Kvöld eitt hringdi Phihp til Ang- elu. Tíminn var kominn. Hún átti að flýta sér heim til hans til þess að framkvæma sinn hluta áætlun- arinnar. Gladys var í fastasvefni þegar Angela kom og gengu þau Phihp inn í setustofuna. Þar bauð hann henni í glas th að styrkja taugamar. Þegar þau höfðu setið þar um stund tók hann fram hanska og fékk henni svo hún hljómsveitinni. Reyndar virtist samband þeirra á stundum mjög náið. Þar með taldi rannsóknarlög- regian aö hún hefði hugsanlega fundiö ástæðuna til morðsins. En þá væri eftir að sanna að kenningin væri rétt. Vinkonan Angela Page var nú tekin til yfir- heyrslu. Hún hlustaði á spurning- arnar sem fyrir hana voru lagðar en lést ekkert um það vita sem gerst hafði á heimili Ashcrofts- hjónanna. Hún hélt fast við að umrætt kvöld hefði hún setið heima hjá sér og horft á gamanþátt í sjónvarpinu. Þrátt fyrir nokkrar nærgöngular spurningar tófist ekki aö flækja Angelu í netið og var henni leyft að fara. Ekki féllu þó rannsóknarlög- reglumennirnir frá þeirri kenn- ingu að Philips og Ángela bæru ábyrgð á morðinu. Of margt benti th þess að svo væri, þar á meðal samband þeirra og svo „ófagmann- leg hegðun innbrotsþjófsins". Næsta skrefið var viðræður við vinkonur Angelu. En áður en þær hófust gaf ein þeirra sig fram. Hún sagðist hafa lesið allt um morðið og yrði að skýra frá því aö Angela hefði komið th sín og beðið sig um að segja að hún hefði verið hjá henni umrætt kvöld. Sagðist hún hafa neitað Angelu um þann greiða því hún hefði ekki viljað flækja sig í neitt sem tengdist ástarsambandi Angelu og Phhips. Vinkonan bætti því við að hún hefði þá ekki haft minnstu grunsemdir um að Angela ætti neinn þátt í morðinu. Nú hefði aftur ýmislegt það komið í ljós sem vekti um það grunsemdir hvort hún bæri ekki hluta sakarinnar. Sönnunargagnið Enn á ný hófust yfirheyrslur yfir Phhip og Angelu. Þau neituðu sem fyrr en nú höfðu tæknimenn rann- sóknarlögreglunnar lokið rann- sókn sinni og höfðu með höndum það sem átti eftir að fella þau hjú. „Hefur Angela komið á heimih þitt?“ var Phhip spurður. „Nei,“ var svarið. „Hvemig stendur þá á því að í setustofunni fannst vínglas með fingafórum hennar?" Fátt varð um svör af beggja hálfu. Hjúin höfðu gert mistök. Angela hafði ekki sett upp hanskana fyrr en Phhip gekk upp á efri hæðina og þvi hafði hún handleikið vín- glasið berhent. Málið var tekið fyrir í sakadómi í Liverpool. í upphafi réttarhald- anna sagði saksóknarinn, Michael Maguire: „Þótt Angela Page hafi ekki tekið um háls Gladys Ashcroft er hún jafnsek og Philip. Hún tók þátt í að skipuleggja morðið og því er um hreinan ásetning að ræða hjá henni.“ Draumurinn varbúinn Talsvert var fjallaö um þetta morð því það þótti á ýmsan hátt dæmigert fyrir það sem komiö get- ur fyrir þegar framhjáhald er ann- ars vegar og „ofurhrifning blind- ar“, eins og einhver komst að orði. Glæpir af þessu tagi taka oft á sig ákveðið mynstur sem rannsóknar- lögreglumenn kunna að lesa úr. Að auki tekst fáum að búa svo um hnútana að þeim verði hvergi á nein mistök, hversu þaulhugsað sem afbrotið kann að vera. Draumur Philips og Angelu hafði verið sá að flytjast til Suður-Afríku og setjast þar að. Þess í stað fengu þau lífstíðardóma. skildi ekki eftir sig fingraför þegar hún gengi til verks. Svo stóð hann upp, hækkaði smávegis í hljóm- flutningstækjunum og gekk upp á efri hæðina. Angela sat eftir og hiustaði á menúett eftir Boccher- ini. Philip gekk úr skugga um að Rac- hel litla svæfi. Þá gekk hann að Gladys þar sem hún lá sofandi, kyrkti hana og kastaði líkinu niður stigann. Síðan gengu þau Angela til verks og brutu húsgögn og margt annað, þannig að ljóst þætti að til mikilla átaka hefði komið við innbrotsþjófinn óþekkta sem kennt yrði um morðið. Loks tók Philip skartgripi konu sinnar og faldi. Lögreglan hefurrannsókn Nú hófst síðasti þáttur áætlunar þeirra Philips og Angelu. Hún battt hendur hans bak á bak aftur og keflaði hann með silkivasaklút. Síðan læddist hún óséð út úr hús- inu og fór heim th sín. Þar settist hún fyrir framan sjónvarpið og fór aö horfa á gamanþátt. Philip fór út úr húsi sínu skömmu síðar og lét sem hann hefði við illan leik komist í hús nágrannakonu sinnar. Þar sagði hann frá því að brotist hefði verið inn hjá sér og hefði komið til átaka, með þeim afleiðingum að innbrotsþjófurinn hefði kyrkt Gladys. Nágrannakonan hljóp rakleiðis yfir í hús Ashcrofts-hjónanna th þess að kanna hvort Rachel htla svæfi enn. Það reyndist hún gera og flýtti konan sér að fara með litlu stúlkuna út úr húsinu svo hún yrði þess ekki vör hvað gerst hefði. Brátt kom lögreglan. Gaf Philip lýsingu á atburðum kvöldsins og þegar hún lá fyrir var þegar haft samband við rannsóknarlögreglu- menn sem komu á vettvang ásamt tæknimönnum. Grunsemdir í fyrstu þótti frásögn Phhips geta staðist. En þegar aht í húsi þeirra Ashcrofts-hjóna hafði verið skoðaö og ahar aðstæður athugaðar þótti meðal annars dálítiö undarlegt að innbrotsþjófurinn skyldi hvorki hafa stolið armbandsúri Phhips né Angela Page. Amsterdam. nokkuð verðmætu málverki sem hékk á vegg í setustofunni. Þá þótti furðulegt að þjófurinn skyldi hafa brotið aht híjóöfæra- safn Philips, þar á meðal básúnu hans, því yfirleitt eyddu þjófar hvorki tíma né orku í að skemma slíkt. Turninn í Blackpool. Að venju fóru rannsóknarlög- reglumennimir að ræða viö þá sem líklegastir gætu verið til að varpa ljósi á líf og hætti Ashcrofts-hjón- anna. Það leið því ekki á löngu þar th fram kom að Phhip hefði um hríð gert sér mjög dælt við unga stúlku sem léki með honum í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.