Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 11. MARS 1995 Fréttir Kosningabaráttan að heflast fyrir alvöru: Kostnaður f lokka um 50 milljónir? - ekkert samkomulag um pólitískar auglýsingar flokkanna Fulltrúar stjórnmálaflokkanna hafa reynt að komast að samkomu- lagi um að takmarka auglýsingar á vegum stjómmálaflokkanna fyrir kosningarnar í vor á sama hátt og var fyrir kosningarnar árið 1991. Drög aö samkomulagi um að útiloka leiknar auglýsingar í útvarpi og sjón- varpi og takmarka blaðaauglýsingar við 15-20 blaðsíður hafa legiö fyrir en samkomiag ekki tekist. Fram- kvæmdastjórar Alþýðubandalags, Framsóknarflokks og Kvennahsta eru sammála um að Alþýðuflokkur- inn hafi sagt nei, en Kjartan Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokks, telur að viðræður standi enn. „Það komu fram ákveðnar hug- myndir og menn voru farnir að tak- marka dálksentímetra, síðufjölda í dagblöðum og vildu útiloka ákveðna miðla eins og sjónvarp. Það gátum við ekki sætt okkur við. Við vildum fleiri birtingar og fá aö hafa meira frjálsræði í auglýsingum. Við þurf- um engar takmarkanir því að við getum takmarkað okkur sjálfir. Það er rangt að samkomulag hafi endi- lega strandað á okkur,“ segir Sigurð- ur Tómas Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðuflokksins. Ekki nákvæmar áætlanir „Þaö liggur ekki alveg fyrir hvað við setjum mikla peninga í auglýs- ingar. Við höfum ekki nákvæma kostnaðaráætlun en höfum veriö að kikja á þessa hluti. Ég skýt á fimm milljónir sem viðmiðunartölu flokksins í Reykjavík en þori ekki að segja hvemig þetta skiptist milli ljós- vakamiðla og dagblaða og hvernig þetta lítur út eftir kjördæmum. Mað- ur a eftir að liggja betur yfir þessu,“ segir Egill Heiðar, framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins. „Ég vona að samkomulag sé í sjón- máli. Það hefur strandað á Alþýöu- flokknum því að hann hefur ekki viljað samkomulag en ég tel að viö- ræður séu í gangi enn þá. Það lá fyr- ir samkomulag um að auglýsa ekki leiknar auglýsingar í sjónvarpi og takmarka auglýsingar í dagblöðum við ákveðinn blaðsíðufjölda, 15 eða 20 blaðsíður, en það var engin niður- staða komin. Alþýöuflokkurinn hef- ur ekki getað sætt sig við þetta enn þá,“ segir Kjartan Gunnarsson. Varla undir 50 milljónum Erfitt er að gera sér grein fyrir því Framsóknarflokkurinn ætiar að leggja talsverða áhersiu á auglýsingar síð- ustu vikur fyrir kosningar og hefur flokkurinn, einn íslenskra flokka að því best er vitaö, bryddað upp á þeirri nýjung að auglýsa frambjóðendur sina á gólfum íþróttahúsa. Framsóknarmenn hafa látið líma auglýsingar með Drifu Sigfúsdóttur, i þriðja sæti, og Hjálmari Árnasyni, skólameistara og öðrum manni á B-listanum á Reykjanesi, á gólfið I iþróttahúsinu I Njarðvik og þar er nú „traðkað á“ þessum frambjóðendum daginn út og inn. DV-mynd Ægir Már Kárason hver kostnaður stjórnmálaflokk- anna vegna kosningabaráttunnar verður þar sem framkvæmdastjórar flokkanna eru heldur tregir til að gefa nokkuð upp. Svo virðist sem kosningastjórar í hverju kjördæmi fyrir sig haldi utan um þessi mál eða flokksfélögin sjálf. Gróflega áætlað má þó segja að heildarkostnaður hjá öllum framboðshstum í öllum kjör- dæmum verði hátt í 50 milljónir króna og munar þar langmest um auglýsingar og útgáfumál. Arthúr Morthens, kosningastjóri Alþýðubandalagsins í Reykjavík, segir að hátt í fimm milljónir fari í kosningabaráttuna í Reykjavík og á kosningaskrifstofunni í Hafnarfirði er talað um fjórar milljónir á Reykja- nesi. Starfsmenn Sjálfstæöisflokks- ins þverneita að gefa nokkuð upp en á kosningaskrifstofu Alþýðuflokks- ins fást þau hreinskilnu svör að kostnaðurinn verði 20-25 mihjónir króna. Hrannar Amarsson, kosn- ingastjóri Þjóðvaka, segir að kostn- aðurinn fari ekki yfir fimm mihjónir króna og Reykjavíkurangi Kvenna- Ustans verður langt undir fimm miUjónum. Svo viröist sem fjáröflunarleiöir verði hefðbundnar í þessari kosn- ingabaráttu. Flokkamir reiða sig á að selja happdrættismiða og fá styrktarauglýsingar í blöö og bækl- inga auk sjálfboðavinnunnar sígUdu. Alþýðubandalag og Þjóðvaki virðast leggja megináherslu á maður á mann-aðferðina en hinir flokkarnir hafa beggja blands, auglýsingar í fjölmiðlum, kosningafundir og geng- iö í hús. Sjónvarpsþættir Stjómmálaflokkarnir eru þegar farnir að vinna aö kynningarmálum og undirbúa útgáfu blaða og bækl- inga. Samkvæmt upplýsingum á kosningaskrifstofum flokkanna á höfuðborgarsvæðinu eru flokkarnir að láta vinna sjónvarpsþætti sem sýndir verða á dagskrá Ríkissjón- varpsins á næstunni. Þeir verða hka með skjáauglýsing- ar og útvarpsauglýsingar en að öllum hkindum verður ekkert um leiknar sjónvarpsauglýsingar. Þá fetar Framsóknarflokkurinn ótroðnar brautir og auglýsir frambjóðendur á flettiskiltum og á gólfum íþróttahúsa og kostar sú síðarnefnda í fjórum leikjum um 140 þúsund krónur, sam- kvæmt heimildum DV. Utflutningur á hveraleir fyrir andlit er að hefjast: Mýkir oq sléttir húðina „Fyrir nokkrum árum framleiddi ég leirbaðkör til útflutnings með kunningja mínum. Hann framleiddi körin og ég útvegaði leirinn. í fram- haldi af þessu bað Norömaður mig um að útvega sér andhtsleir og eftir nokkra leit fann ég hann. Þessi starf- semi datt upp fyrir en í vor sem leið langaði mig til að taka hana upp aft- ur og var með ókeypis kynningu í leirböðunum í Laugardal. Ég tók fljótlega eftir því að andht fólks varð sléttara og húöin varð mýkri og hreinni þegar það notaöi leirinn," segir Ásgeir Leifsson, eigandi leir- baðanna í Laugardalslaug. Ásgeir hefur fengið 500 þúsund króna styrk frá atvinnumálanefnd Reykjavíkurborgar til að markaðs- setja hveraleir fyrir andlit erlendis en hann hefur kynnt andlitsleirinn í leirböðunum í Laugardalslaug síð- ustu mánuði og selt þar í litlum krukkum. Ásgeir segir að leirinn hafi virk og góð áhrif á húðina, sér- staklega þegar um húðsjúkdóma, hrukkur og gelgjubólur sé að ræða. Hann hyggst markaðssetja hann sem hreina náttúruafurö og snyrtivöru í Kanada, Bandaríkjunum og Austur- löndum íjær á næstunni. „Ég er búinn að flytja út um 400 krukkur og sendi aðrar 400 út í dag eða á morgun. Útlendingar sem hafa kynnst andhtsleimum hjá mér hafa fengiö að kynna.hann á ráðstefnum snyrtifræðinga 1 Basel, Vancouver og víðar. Ég hef ekki verið með nógu góðar umbúðir og því vildi leirinn þorna og roðna á yfirborðinu. Það hefur hamlar framleiðslunni. Nú er ég búinn að fá nýjar og loftþéttar umbúðir með tvöfóldu loki þannig að leirinn geymist vel,“ segir hann. Framleiðsla á íslenskum andhts- leir er rétt að hefjast og hefur Ásgeir því starfsaðstöðu að mestu heima hjá sér. Þar setur hann leirinn á krukk- umar og bætir örlítilli olíu út í. Ás- geir segir að þaö sé framleiðsluleynd- armál hvar hann fái leirinn og hvernig hann sé fluttur í bæinn. Eitt sé þó vist að Vilhjálmur G. Skúlason, prófessor í lyíjaefnafræði, hafl stað- fest verkunarmáta leirsins og nota- gildi hans og þvi til sönnunar veifar Ásgeir undirrituðu plaggi. Andhtsleirinn frá Ásgeiri Leifssyni fæst í versluninni í Laugardalslaug og kostar 200 krónur krukkan. Talið er að leirinn hafi mýkjandi og leys- andi áhrif á húö, dragi úr flösu og hafi góð áhrif á hár. Leirinn er einn- ig notaður gegn gelgjubólum. DV Augiýsingatekjur fjolmiðla - í milljónum króna - 2500 —------------ ÍTSTO Fjölmlðlar: Enn meira auglýst í dag- blöðunum Hlutdeild dagblaða á auglýsinga- markaðnum eykst enn, samkvæmt úttekt Miðlunar hf. Á síðasta ári jókst hún um 9,6%, eða um 183 milljónir króna, og nam 66,6% af öllum auglýsingum. I krón- um tahð eru það ríflega 2 milljarða í tekjur. Hlutdeild sjónvarpsstöðva var 27,5% og tímarita 5,9%. Athygli vekur hvað hlutdeild tíma- rita á auglýsingamarkaðnum hefur hrunið. Hún var um 8% árið 1993 en fer niður í 5,9% á síðasta ári. Heildartekjur fjölmiðla af auglýs- ingum námu 3,1 milljarði áriö 1994, samkvæmt úttekt Miðlunar. Miðað var við verðskrárverð án afsláttar og virðisaukaskatts. Viðurkenndi vopnaburð Fíkniefnadeild lögreglunnar stöðvaði laust eftir miðnætti í fyrrinótt ökumann bifreiðar á mótum Réttarholtsvegar og Bú- staðavegar. Að sögn Einars Karls Kristjánssonar, starfandi fuhtrúa hjá fíkniefnadeild, höfðu borist upplýsingar um að maðurinn, sem komið hefur við sögu fíkni- efnamála, væri vopnaður skammbyssu. Svo reyndist þó ekki vera en við yfirheyrslur við- urkenndi hann að hafa gengið um vopnaður skammbyssu nýlega. „Þetta sýnir hvernig ástandið er orðiö í fíkniefnaheiminum. Viö megum búast við hverju sem er núoröíð," sagöi Einar Karl. Fíkniefnadeild naut aöstoðar tveggja sérsveitarmanna á vakt viðhandtökumannsins. -pp Námskynning 38 skóla Umfangsmikil námskynning skóla á háskólastigi og annarra sérskóla verður haldin á morgun, sunnudag, frá kl. 13-18.38 skólar kynna 131 námskeiö. Kynningin ferfram á þremur stöðum í Reykjavík, þ.e. í bygg- ingum Háskóla íslands, í Iðnskól- anum og í framtíðarhúsnæði hstaskólanna í Laugamesi. Villa slæddist i töflu um vin- sældir og óvinsældir ríkisstjórn- arinnar sem birt var í blaðinu í gær í tengslum viö frétt um skoð- anakönnun DV, í töflunni var sagt að af þeirn sem afstöðu tóku i könnuninni væru 46,7 prósent fylgjandi stjóminni en 53,3 pró- sent andvíg. Rétt er að fýlgjandi Stjóminni reyndust 45,0 prósent en andvíg 55,0 prósent. Rétt hlut- fóh komu hins vegar fram bæði í grein og grafi sem fylgdi frétt- inni. Beöist er velvirðingar á mis- tökunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.