Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Page 2
2 MÁNUDAGUR 20. MARS 1995 Fréttir Stórt snjóflóð féll á verksmiðju Vestdalsmjöls á Seyðisfirði síðdegis 1 gær: Ellefu manns sluppu naumlega frá flóðinu Jóhann Jóhannsson, DV, Seyðisfirði: Ellefu manns sluppu naumlega þegar mikið snjóflóð féll úr norðan- verðum Bjólfl, þar sem heitir Flata- Qall, á Seyðisfirði um hálöjögurleyt- ið í gær. Flóðið, sem var 400-500 metra breitt og margra metra djúpt, hreif mjölskemmu Vestdalsmjöls hf., áður Hafsíldar, með sér út í fjörð en lenti að hluta á verksmiðjuhúsinu. Kom rifa á vegg hússins svo þaö hálf- fylltist af snjó og kófi. Níu menn voru við vinnu í og við verksmiðjuhúsiö þegar flóðið féll en nokkrir þeirra höfðu rétt áður verið á ferð í mjölskemmunni. Ekki er vit- að nákvæmlega um umfang skemmda á húsum Vestdalsmjöls en ljóst að þær eru verulegar. Almannavamanefnd hafði lokaö svæðinu fyrir allri umferð seinni- hluta fimmtudags en aflétti þvi banni í gærmorgun. Fyrir hádegi var veg- urinn aö verksmiðjunni ruddur og menn kallaðir til vinnu. Ofar í hlíðinni sluppu tveir snjó- mælingamenn almannavarnanefnd- ar, sem voru við mælingar, naum- lega undan flóðinu. Vora þeir á vél- sleðum og óku í hendingskasti til að sleppa undan flóðinu. Fjögur til fimm snjóflóð féllu úr Bjólfinum seinnipartinn í gær. Álmannavarnanefnd endurskoð- aði afstööu sína til snjóflóðahætt- unnar eftir að flóðið féll síðegis í gær. Hefur svæðinu frá kirkjunni og út með firðinum að noröanverðu verið lokað og frá fiskvinnslu Dvergasteins að sunnanveröu. Svæðiö ekki skoðað áður en menn mættu til vinnu: Menn hefðu áttaðskoða svæðið áður - segir Magnús Kjartansson sem slapp naumlega „Þó við værum fegnir að komast aftur til vinnu var töluverður beygur í okkur vegna snjóflóðahættu. Við fórum út eftir fyrir hálfum mánuði og þá féll spjóflóð rétt hjá svo viö höfðum ríka ástæðu til að vera ugg- andi. Ég ætla ekki að saka neinn um neitt en okkur starfsmönnunum finnst að of fljótt hafi verið farið af staö með að aflétta farbanninu. Menn hefðu átt aö skoða svæðið áður en við mættum og bíða til kvölds með að fara í verksmiðjuna. Við vorum í mjölskemmunni rétt áður en snjó- flóðið féll. Hefðum við verið þar hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum, en flóðið reif alla mjölskemmuna með sér og náði út í miðjan fjörð," sagði Magnús Kjartansson, starfs- maður Vestdalsmjöls, við DV. Athygli vakti að vegurinn aö verk- smiðjunni var ruddur og menn boö- aðir til vinnu og byijaðir að vinna áður en svæðið ofan við verksmiðj- una var skoðað af snjómælinga- mönnum. Þeir voru við vinnu í hlíð- inni þegar flóðið féll og sluppu sjálfir naumlega frá flóðinu á vélsleöum. Ekki er vitað um orsakir snjóflóðs- ins en staðkunnugir menn geta sér til aö sólskin hafi getað þyngt snjó- hengjurnar í fjallshlíðinni og sett flóðið af stað. Hins vegar virðist stað- fest að um flekaflóð hafi verið að ræða. „Við vorum byrjaðir að kynda upp og undirbúa bræðsluna og menn í góðu skapi að vera byrjaðir að vinna aftur. Ég var staddur inni í klefa í miðju húsinu að líta á mæla þegar gífurlegur hvinur reið yfir. Þetta voru ægileg hljóð. Ég hélt að gufurör hefði gefið sig. Mér varð htið út úr húsinu og þá skvettist snjór og vatn upp á gluggana. Þá var ég ekki í vafa um hvað væri að gerast. Ég hugsaði fyrst hvar allir mennirnir væru og síðan um að komast út. Það var allt í snjókófi inni í verksmiðjuhúsinu. Þetta var lífsreynsla sem ég vil ekki lenda í aftur," sagði Magnús Kjart- ansson. Magnús og aðrir starfsmenn bræðslunnar voru nýkomnir til vinnu hjá Vestdalsmjöli þegar snjó- flóöið féll og voru nokkrir þeirra nýbúnir að ganga um mjölskemm- una til að gæta að hvort ekki væri allt í lagi eftir þriggja daga vinnslu- stopp. „Ég var í bíl með öðrum á lóöinni fyrir utan verksmiðjuhúsið, um tvö til þijú hundruð metra í burtu, þegar við heyröum hvininn. Við sáum ekk- ert nema gríöarlegt kóf og þustum strax að verksmiðjuhúsinu. Við ótt- uðumst það versta en þegar við kom- um að húsinu mættum við mönnun- um þar sem þeir komu allir gangandi úr kófinu," sagði Friðgeir Sigtryggs- son, annar starfsmaður Vestdals- rryöls, við DV. NIÐURSTAÐA Á tryggingayfirlæknir að láta af störfum vegna skattamála? ,r ö d á FOLKSINS 99-16-00 Tæplega 200 manns höfðu i gærkvöld nýtt sér möguleikann á utankjörstað- aratkvæðagreiðslu í Reykjavik vegna alþingiskosninganna 8. april næstkom- andi. Atkvæðagreiðslan fer fram að Engjateigi 5 alla daga klukkan 10 til 12, 14 til 18 og 20 til 22. Á landsbyggðinni er framkvæmdin i höndum sýslu- manna og hreppstjóra. Ýmsar ástæður geta legið að baki þvi aö fólk kýs löngu fyrir kosningarnar, til dæmis ferðalög á kjördag, og því um að gera að sinna borgaralegri skyldu sinni í tfma. DV-mynd BG Stuttar fréttir Bændur vilja meira Búnaöarþing vill að ríkið tryggi bændum lágmarkstekjur og rýmki reglur um útflutning til að draga úr birgðasöfnun á kjöti. RÓV greindi frá þessu. Davíð og Jóhönnu treyst Fólk treystir Davíð Oddssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur best til að jafna lífskjör í landinu. Þetta kom fram í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ sem Sjónvarpið greindi frá. Afnotagjaldi mótmælt Útvegsmenn á Austurlandi hafa mótmælt afnotagjaldi af fjölmiðlum Ríkisútvarpsins vegna lélegra móttökuskilyrða á miðunum. Mbl. greindifráþessu. Föreftirrisafurur För eftir 12 til 15 milljóna ára risafuruskóga hafa fundist í Vest- fjarðagöngunum. RÖV greindi frá þessu. miostoo vetrariprotta Menntmálaráðherra gaf í gær út reglugerð þar sem Akureyri er skilgreind sem vetraríþrótta- miðstöð íslands. Enginsáttíaugsýn Arangurslaus sáttafundur var í kjaradeilu ríkisins og kennara í gær. Alls 36 sáttafundir hafa nú verið haldnir hjá Ríkissáttasemj- ara í deilunni. RÚV greindi frá. Færritannskemmdir Tannskemmdum hefur fækkað um 70% á undanfómum 13 árum. Þetta kemur fram í grein í Mbl. eför Magnús Gíslason, yfirtann- lækni í heilbrigðisráðuneytinu. -kaa Félláskíðum ogfékkhöfuð- áverka Piltur var fluttur með sjúkrabíl frá skíðasvæði Fram í Bláfjöllum í gær eftir að hann hafði fallið á skíðum og hlotið höfuðáverka. Þyrla Landhelgisgæslunnar var við vegaeftirlitsstörf við Suðurlands- veg þegar ósk barst um aðstoð og var henni flogið á staðinn. Hlúð var að piltinum en síðan ákveðið aö senda sjúkrabíl til að ná í hann. Meiðslin voruekkitalinalvarleg. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.