Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Qupperneq 27
MÁNUDAGUR 20. MARS 1995 39 dv__________________Meiming Sembaltónar Guðrún Óskarsdóttir semballeikari lék á Háskólatónleikum sl. miðviku- dag. Áður en hún hóf leik sinn hélt hún stutt erindi um mismunandi stillingar strengja hljóðfærisins, aðallega um svokallaöa mið-tónstilhngu. Var erindi hennar hið fróölegasta og áreiðanlega nauösynlegt mörgum til skilnings á verkefnum tónleikanna en þau voru öll samin með ofan- greinda stillingu í huga. Fyrst lék Guðrún Pavanne í d-moll eftir Jacques Champion de Cham- bonniéres. Chambonniéres var uppi á 17. öld og starfaði m.a. við hirð Loðvíks XIV. Hann var af miklu tónlistarfólki kominn og almennt viðurkenndur einn ágætasti sembaheikari samtíma síns. Hann er í dag áhtinn faðir hins franska skóla í semballeik, þar sem áherslan er fremur á fínleika Tónlist Áskell Másson og mýkt, en á glæsi- eða mikilleika. Guðrún lék einnig Svítu í F-dúr eftir Chambonniéres, sem er í fimm þáttum: Allemande, Courante, Sarabande, Brusque og Chaconne. Þetta er um margt sérkennileg tónhst sem ber sterk höfundareinkenni, m.a. í lagferli og flúri. Guðrún lék verkið á sannfærandi hátt í stíl og meö einkar fallegri hrynj- andi. Ungverska tónskáldið Györgi Ligeti, sem fæddur er árið 1923 og telst í dag meöal helstu tónskálda samtímans, hefur samið nokkur sembalverk. Þeirra þekktast er Continuum, sem hefur verið mikið leikið alveg síðan það fyrst kom út, en Guðrún lék hér annað verk eftir hann, Passacaglia ungherse, frá árinu 1978. Verkið er samið í gömlum stíl, en sérkenni mið-tónstihingarinnar, sem áður er nefnd, er sýnd á eftirminnilegan hátt. Fyrir mörgum hljómar þessi músik sjálfsagt eins og gömul tónlist, leikin á kolfalskt hljóðfæri. Hvað um það, þá er alltaf athyghsvert að heyra verk frá hendi Ligetis, en undirritaður efast um að þetta verk hafi heyrst hér áður. Guðrún er góður semballeikari og gaman væri að heyra hana leika heila, stóra tónleika, með tónhst frá óhkum tímum sögunnar. HYunoni STÓR GLÆSILEGUR EÐALVAGN Nef úr liði II Sigurður Hreiðar setur föðurlega ofan í við mig í DV17. febr. sl. vegna athugasemda minna við þýðingu á Bláhjálmi, bókar númer tvö í bókaröð- inni um Cadfael, hinn ástsæla snuðurmunk. Deilt er um hvort rétt sé að segja að nef einhvers sé aflagað þegar í frumtexta mun átt við að hann hafi verið auðmýktur eða leikið á hann. Kjarni málsins er ekki sá hvort sagt sé að nefið sé úr hði eða aflagað og enn síður hve vel þekkt enska hhðstæðan (nose out of joint) sé. Orðtök verða betur þýdd með íslenskri hhðstæðu en beinni þýðingu. Hvort sem þama þurfti að halda samhengi eður ei hefði þýðanda verið í lófa lagið að lagfæra framhaldið til þess að ekki yrði nykrað. í bókinni verður tal um aflagað nef óskiljanlegt vegna þess að enginn íslenskur lesandi þekkir hhðstætt orðatiltæki. Sigurður átelur mig, með nokkrum rétti, fyrir að tíunda ekki frekar málíjólur sem prýða þýðinguna. Hér era nokkrar: 1. Á bls. 84 er fyrst minnst á prímtíöir. Af samhengi má ráða að hér sé um guðsþjónustu að ræða. í orðabók Menningarsjóðs (útg. 1983) er þetta orð ekki að finna en þar má lesa að orðið prími merki morguntíðir. 2. Á bls. 90 er talað um þustið í einhveijum. Orðabókin tíundar orðið þustarlegur sem þýðir gustmikill eða fyrirferðarmikih en merkir það sem staðbundið málfar. Nafnorðið þust er ekki þar að finna. Er þetta kannski prentviha fyrir þus? 3. Á bls. 126 er því lýst hvernig hermanni er.kastað í angandi mýrar- fen“. Af samhengi má ráða að hann féh af hestbaki. Hver henti honum? Er hklegt að angan sé af mýrarfenjum. Eru þau ekki frekar illþefjandi? 4. Á bls. 153 er sagt að bróðir Cadfael „klífi brekku" á hestbaki. Er sá sem klífur ekki ahtaf fótgangandi? Sigurður fuhyrðir að hann.beri ábyrgð á málfari þýðinga th jafns við þýðendur, handrita- og prófarkalesara og bætir því við að útgáfan leggi mikinn metnað í að þýðingar séu ekki málskemmandi. Slík árvekni er þakkarverð og þessi fátæklegu dæmi, sem ég tíunda að hvatningu Sigurð- ar, sýna að síst er vanþörf á. Ég þakka svo Sigurði hlý orð í minn garð og mun leitast við aö ástunda í framtíðinni þá velvhd og sanngimi sem hann lofar mig fyrir. Páll Ásgeir Ásgeirsson á mun betra verði en sambærilegir bílar Verð frá 1.598.000 kr. á götuna! • 5 gira • 2000 cc -139 hestófl • Vökva- og veltistýri • Rafdrifnar rúður og speglar • SamLesing • Styrktarbitar í hurðum • Útvarp, segulband og 4 hátalarar Ódýrasti btllinn í sínum flokki HYUNDAI S0NATA V0LV0 850 F0RD M0NDE0 T0Y0TA CARINA MMC GALANT RÚMTAK VÉLAR 1997 cc 1984 cc 1988 cc 1998 cc 1997 cc HESTÖFL 139 143 136 133 137 LENGD/mm 4700 4670 4481. 4530 4620 BREIDD/mm 1770 1760 1747 1695 1730 HJÓLAHAF/mm 2700 2670 2704 2580 2635 VERÐ siálfsk. 1.739.000 2.448.000 2.016.000 1.829.000 2.180.000 BIFREIÐAR & LAN DBÚNADARVÉLAR ÁRMÚLA 13 • SÍMI 568 12 00 • BEINN SÍMI 553 12 36 : ■ ' ALVEG h'lNSTÖK GæDI TILBOB ÍÍÍ!l: sem ekki verður endurtekið! Aðelns þessi eina sending. Umboðsmenn um land allt. Q Þvottavél Lavamat 625 ! VinduhraSi 1000 og 700 snúningar á mín.Ullarvagga. UKS kerfi. Bíó kerfi. Takki fyrir aukaskolun. Orkunotkun 1.8 kwst.Oko kerfi. Variomafik vinding. Verð nú 89.140,- Staðgr. kr. 82.900,- Venjulegt verð á sambærilegri vél er a.m.k. 12.000,- kr. hærra. BRÆÐURNIR =)] ORMSSONHF Lágmúla 8, Sími 38820 HOnnun: Gunnar Steinþórsson / FlT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.