Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Page 16
HLttumst á skrifstoftmni í dag, á morgun og á íimmtudag verða frambjóðendur sjálfstæðismanna með viðtalstíma á hverfaskrifstofunum mitli kl. 18-19 semhérsegir. Vid Uvkjíirtorg(llajnurstnvti20, 2. h.rd) Sími: 27138 27112 27132 fíjöm Bjantason & PéturBlöndal Valhöll Sími: 588-7052 ' 588-7046 588-7047 Sólveig Pétursdóttir & Kristján Guðmundsson Siidiirluiidsbraitl 12 Sínii; 588-6619 588-6618 GeirH. Haarde & Hattna Binta Kristjdnsdóttir Uraunbær 102b Sími: 587-4240 Lára Margrét Ragnarsdóttir &Ari Edwald Álfabahki 14a, Mjödd Sími: gjj 587-5562 587-5563 587-5564 Guðmundur Hallvarðsson & Katrín Fjeldsted Hverafold 1-3 Sími: 879995 MagnúsL. Sveinsson & ÁstaMöller Hverfaskrifstofumar em opnar virka daga frá kl. 16:00 til 21:00 ogá laugardögum frá kl. 13:00 tilkl. 17:00. % Æ BETRA ÍSLAND MÁNUDAGUR 20. MARS 1995 Úr leikritinu „Saga úr Vesturbænum". Garðar og Valgerður í aðalhlirtverkum Það er vissulega athyglisverð tilhögun við sýningar á Sögu úr Vesturbænum, West Side Story, að æfa upp tvö pör til að fara með aðalhlutverkin. Eini gallinn á þessu fyrirkomulagi er að helst þarf maður að sjá sýn- inguna tvisvar, og þá sína með hvoru parinu, því að munurinn er nokkur. Ég heíöi til dæmis alls ekki viljað missa af því að heyra söng Mörtu G. Halldórsdóttur sem var á sviðinu frumsýningarkvöldið ásamt Felix G. Bergssyni. Hún hefur afburðafallega rödd, en á sama hátt er sýningin með Garðari Thór Cortes og Valgerði G. Guðnadóttur Leiklist Auður Eydal heildstæð og ánægjuleg, þar sem æskuþokki og falleg- ur söngur fara saman og mannlegi þátturinn blómstr- ar. Felix og Marta skiptast á við Garðar og Valgerði um að flytja áhorfendum söguna um elskenduma ungu, Rómeó og Júlíu stórborgarinnar. Þeim er ekki skapað nema skilja og þrátt fyrir einlæga ást geta þau ekki stöðvað illdeilur og átök vina sinna og ættingja. Harm- leikurinn verður ekki umflúinn. Garðar og Valgerður fluttu hlutverkin af miklum þokka á sýningunni sem ég sá nú á laugardaginn. Æska þeirra og persónuleiki hvors um sig fellur ein- staklega vel að efninu og á milli þeirra geislar. Heildar- myndin styrkist við þetta og ástarsagan fær eðlilegt vægi í framvindunni, nokkuð sem maður óneitanlega saknaði á frumsýningunni. Mikið reynir á hæfileika þeirra í mörgum og oft erfið- um söngatriðum og stóðust þau þá raun með prýði, enda bæði með ákaflega fallegar söngraddir. Skólun þeirra segir til sín í raddbeitingu og þó aö söngleikur- inn geri eðli málsins samkvæmt nokkuð sérstakar kröfur til flytjenda er óhætt aö fullyrða að mikils má vænta af þeim báöum sem söngvurum í framtíðinni. Garðar hefur ákaflega látlausa og eðlilega sviðsfram- komu og var prýðilega sannfærandi Tony. Hann er sléttur og felldur, svona dæmigerður góður gæi í upp- hafi, en neyðist síðan til að taka afstöðu þegar allt fer í bál og brand á milli götugengjanna. Valgerður náði á sama hátt vel að sýna forvitni og tilhlökkun Maríu, sem er ósköp óreynd stelpa, en skyndilega breytist líf hennar og hún upplifir á skömmum tima bæði sælu og sorg. Dansatriðin voru ekki eins kraftmikil og á frumsýn- ingu, og kannski ástæða til að athuga það því að dans- inn er máttur og hreyflafl þessarar sýningar. En fram- vindan var þéttari og heildarmyndin, einkum mann- legi þátturinn mun sterkari. Þjóðleikhúsið sýnir á Stóra sviðinu: Sögu úr Vesturbænum - West Side Story Merming Hringiöan Þau Árni Þ. Eyþórsson og Erla S. Eyþórsdóttir svifu um gólfið á íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði á laug- ardaginn en þar var í gangi keppni með fijálsri aöferð. Þau kepptu í flokki 16 ára og eldri og var þátttaka í keppn- inni mjög góð í öllum aldursflokkum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.