Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Blaðsíða 24
36 MÁNUDAGUR 20. MARS 1995 Fréttir Fannfergi á Flateyri: Leikskólinn á kaf i og börnin í f élagsheimilið Allt á kafi í snjó. Hannes Guðmunds- son og fjölskylda eru búin að moka sér leið út úr húsi sínu. Hér sést Hannes í snjógöngunum. Guömundur Sigurðsson, DV, Flateyri; „Þetta er alveg nýtt. Við höfum ekki áður þurft að nota 30 tonna beltagröfu til aö moka frá íbúðarhús- um hér á staðnum," sagði Kristján J. Jóhannesson, sveitarstjóri á Flat- eyri, þegar fréttaritari DV hitti hann að máli. Hann var þá í götunni erfiðu í þorpinu, Ólafstúni, þar sem verið var að moka snjó af húsum. Veðurfar hefur verið afar erfitt það sem af er árinu, stanslausir byljir og ofankoma með ómældum erfiðleik- um. Til dæmis hefur þurft að flylja starfsemi leikskólans Brynjubæjar í félagsheimihð. Hús leikskólans var gjörsamlega komið á kaf í snjó og þakið fariö að síga. Þá hefur snjóílóðahætta verið við- varandi frá því um miðjan janúar og hafa íbúar á hættusvæðunum verið fjarri heimilum sínum á annan mán- uð það sem af er árinu. „Þetta eru ekkert annað en nátt- úruhamfarir. Allt farið úr skorðum og það er öruggt að frambjóðendurn- ir verða krafnir svara, þegar þeir koma hingað, um úrbætur í forvörn- um gegn snjóflóðum," sagði Kristján. K Hreppsgrafan og beltagrafan að störfum við Ólafstún á Flateyri. Fólk man ekki meiri snjó á þessum slóðum og það er allt á svartakafi. DV-myndir Guðmundur Sigurðsson. Mokað ofan af húsi Hinriks Kristjánssonar við Olafstún á Flateyri. Húsið er bókstaflega á kafi og dugðu ekki minna en stórvirkar vinnuvélar á borð við beltagröfu til að moka ofan af húsinu og frá því. Fjölskyldan hefur verið meira og minna að heiman vegna snjóflóðahættu. Þegar þau hafa verið heima hefur iðulega þurft að moka þau út á morgnana. Gamli kjarninn við höfnina á Hofsósi hefur verið byggður upp. Fremst á myndinni er veitingastofa en dökka bygg- ingin er Pakkhúsið sem var byggt árið 1777. Fjærst á myndinni er Kaupfélagshúsið sem nú verður gert að safni fyrir Vestur-íslendinga. DV-mynd Óttar Sveinsson Ákveðið að koma á fót safni 1 húsi frá 1909 á Hofsósi: Miðstöð Vestur-lslendinga fer í Kaupfélagshúsið Ákveðið hefur verið að gera upp hið gamla og myndarlega Kaupfé- lagshús á Hofsósi, sem byggt var árið 1909, fyrir safn og tengslamiðstöð vegna Vestur-íslendinga. Fram- kvæmdir hefjast í næsta mánuði og er ráðgert að þeim ljúki vorið 19%. Valgeir Þorvaldsson, sem staðið hefur að mikilh uppbyggingu gam- aUa bygginga á Hofsósi 1 gamla þorpskjamanum viö höfnina, sagði við DV í gær að hér væri um að ræða hluta af samstarfi 11 Evrópuþjóða sem vilja rækta uppruna vesturfara. Verkefnið á Hofsósi er gert í nánu samstarfi við héraðsnefnd og byggöasafnið. Valgeir sagði aö safnið yrði myndræn sýning þar sem saga Vestur-íslendinga yrði rakin, meðal annars með raunverulegum sögum fólks, t.a.m. úr Skagafirði sem telst prýðilegur sögulegur vettvangur í þessum efnum. Munir á safninu verða bæði frá íslandi og hlutir sem safnast úr eigu Vestur-Islendinga í Norður-Ameríku. Athygh verður vakin á ástæðu brottflutnings fólks- ins, aðbúnaði þess á leiðinni vestur og dvöhnni eftir að komið var á áfangastað. -Ótt Stórtónleikar á Akureyri: Kristján og Diddú í fyrsta skipti saman á sviði Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii Stórsöngvararnir Sigrún Hjálm- týsdóttir og Kristján Jóhannsson syngja í fyrsta skipti saman á sviði á tónleikum sem haldnir verða í iþróttahúsi KA á Akureyri miðviku- daginn 12. apríl. Gunnar Frimannsson, einn af skipuleggjendum tónleikanna, segir að mikhl áhugi sé á þessum tónleik- um og er m.a. talað um skipulagðar sætaferðir úr Húnavatns- og Þingeyj- arsýslum á tónleikana og þá er vitað um áhuga á tónleikunum í Reykja- vík. Á efnisskrá tónleikanna er óperu- tónlist og undirleik annast Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Upphaflega var ráögert að tónleik- arnir yrðu haldnir í íþróttahöhinni á Akureyri en vegna vinnu í hölhnni vegna heimsmeistarakeppninnar í handknattleik varð að færa þá í KA-húsið. Miðasala á tónleikana er hafin á skrifstofu Gilfélagsins við Kaup- vangsstræti á Akureyri. Miðaverð er frá 1.500 til 3.400 krónur, eftir því hvar er setið í íþróttahúsinu. Hægt er að greiða miða í gegnum síma meö greiðslukorti. Siglufjörður: 50 milljónir til fram- kvæmda við viðlegukant Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii Gerð nýs viölegukants fyrir loðnu- og rækjuskip verður aöalfram- kvæmd Sigluíjarðarbæjar á árinu samkvæmt fjárhagsáætlun sem sam- þykkt hefur verið í bæjarráði. Um er að ræða 80 metra langan viðlegukant. Framkvæmdin kostar 80 mihjónir króna og er hlutur Sigl- firðinga í þeirri upphæö 50 mihjónir. Gerð viðlegukantsins á að ljúka í haust og flyst þá útskipun á lýsi frá ónýtum hafnargarði að gömlu loðnu- löndunarbryggjunni. Af öörum helstu framkvæmdum á Siglufirði í ár má nefna að 15 mhljón- ir fara th gatna- og gangstéttagerðar og 10 milljónum verður varið til end- urbóta á gamla bamaskólanum sem er kominn th ára sinna, en fyrsti hluti hans var byggður árið 1913.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.