Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Síða 23
MÁNUDAGUR 20. MARS 1995 35 Tónlist Hljómsveit- Flytjandi ársins Jet Black Joe er kosin hljómsveit ársins. Þessi hafnfirska hljómsveit hefur átt stöðugum vinsældum aö fagna síöastliðin ár og nýtur mikillar hylli hjá ungu kynslóöinni um þessar mundir. Jet Black Joe gaf út plötu fyrir síöustu jól sem hlaut ekki síðri viðtökur en fyrri plötur þeirra félaga og náöu lög af henni vinsældum á öldum ljósvakanna. í öðru sæti var Unun sem einnig var í öðru sæti í ílokknum Bjartasta vonin og í þriðja sæti var svo Páll Óskar og Milljóna- mæringarnir. Emiliana Torrini. Bjartasta vonin -einstaklingar Emiliana Torrini er ekki aðeins vahn besta söngkona ársins, hún er einnig valin bjartasta vonin af ein- staklingum. í fyrra hlaut Orri Harð- arson þennan titil, en það kemur sjálfsagt fáum á óvart að Emiliana Torrini skuli vera bjartasta vonin, hún hefur þrátt fyrir ungan aldur sýnt þroska og hæfileika sem mun reyndari einstaklingar gætu verið hreyknir af. Það vekur athygli að þrjú efstu sætin í þessum flokki eru skipuð stúlkum. í öðru sæti er Heiða, söngkona hljómsveitarinnar Unun, en sú hljómsveit vakti mikla athygli seinni hluta síðasta árs. í þriðja sæti er svo Margrét Eir Hjartardóttir söngkona sem meðal annars lék í Hárinu. Bjartasta vonin - hljómsveit Spoon er sú hljómsveit sem fær titihnn Bjartasta vonin af hljóm- sveitum. Spoon var mikið áberandi á síðasta ári. Kom fram á safnplötu síðasthðið sumar með lag sem náði miklum vinsældum og gaf síðan út plötu fyrir jólin sem náði miklum vinsældum. Það voru margar nýjar hljómsveitir sem fyrst komu fram á sjónarsviöið á síðasta ári og í öðru sæti er Unun sem nýtur mikilla vin- sælda um þessar mundir og í þriðja sæti er svo Tweety sem þau Andrea Gylfadóttir og Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson stofnuðu á síðasta ári. Spoon. Tónlistarmenn heiðruðu Ragnar Bjarnason Stórsöngvarinn Ragnar Bjarna- son var heíðraður sérstaklega þeg- ar íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent á Hótel íslandi í gær- kvöldi. Ragnar byrjaöi að syngja sem unghngur og hann er enn i fuhu fjöri en kappinn varð-sextug- ur á síðasta ári Ragnar, sem er sonur Bjama Böðvarssonar, fyrsta formanns FÍH, hefur sungið i áratugi en hann hóf einmitt feril sinn i hljómsveit fóður síns en þá sem trommuleik- ari! Ragnar söng með hljómsvcit- um KK og Svavars Gests og var svo með sina eigin hljómsveit að ógleymdri Sumargleðinni. Hann hefur sungið inn á ótal plötur en samt aðeins sent frá sér eina sóló- nagnar öjarnason. plötu en það var árið 1972. Ragnar hyggst bæta úr þessu fljótlega en hann er með sóló-plötu í bígerð. Jet Black Joe. Lag ársins Higher and Higher er lag ársins. Flytjendur eru strákarnir í Jet Black Joe. Hljómsveitin Unun á lagið í ööru sætinu en það heitir Lög unga fólks- ins og munaði fáum atkvæðum á þessum tveimur lögum. Taboo, sem hljómsveitin Spoon flytur, lenti svo í þriðja sætinu. Á síðasta ári féllu þessi verðlaun hljómsveitinni Todmobile í skaut fyrir lagið Stúlkan. Emiliana Torrini. Söngkona ársins Emiliana Torrini, söngkona hljóm- sveitarinnar Spoon, er söngkona árs- ins. Sigur hennar var sannfærandi en Björk Guðmundsdóttir verður að sætta sig við annað sætið þetta árið. Andrea Gylfadóttir, sem ásamt félög- um sínum í Todmobile, sópaði th sín verðlaunum í fyrra, varð svo í þriðja sæti. Andrea er nú söngkona hljóm- sveitarinnar Tweety. Björk Guðmundsdóttir var kosin söngkona ársins á síðasta ári. Gunnlaugur Briem. Lagahöfund- ur ársins Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson í Tweety er lagahöfundur ársins. Ekki munaði þó mörgum atkvæðum á honum og Bubba Morthens sem varð annar. Þar á eftir kom -svo Gunnar Bjarni Ragnarsson í Jet Black Joe, sem háði einnig harða baráttu við Guðmund Pétursson um gítarleik- aratitihnn. Þorvaldur Bjarni fékk einnig þessa sömu viðurkenningu í fyrra. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Trommuleikari ársins Gunnlaugur Briem er trommu- leikari ársins. Gunnlaugur hefur um árabil leikið með Mezzoforte en einn- ig starfað með öðrum hljómsveitum. Atkvæðamunur á Gunnlaugi og öðr- um trommuleikurum var umtals- verður. Birgir Baldursson, sem hefur leikið í Kombói Ellenar og í Hárinu, varð annar og Ólafur Hólm þriðji en hann hefur barið húðir með hljóm- sveitinni Ný dönsk og Tweety. Gunnlaugur var líka besti tromm- arinnífyrra. Bassaleikari ársins Eiður Arnarsson er bassaleikari ársins. Eiður, sem leikur með hljóm- sveitinni Tweety, fékk mun fleiri at- kvæði en aðrir bassaleikarar í þessu kjöri. Jakob Smári Magnússon, sem leikur meö Pláhnetunni og Bong, hlaut annað sætið en Birgir Braga- son varð númer þrjú. Birgir er hðs- maður Milljónamæringanna. í fyrra þótti Eiður einnig vera besti bassaleikarinn. Eiður Arnarsson. Nýr glæsilegur myndalisti er kominn. Úrval af nýjum vörum og fjölmörg tilboð Hefur þú séð breytingarnar í Habitat? habitat Laugavegi 13 - S(mi 562-5870

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.