Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Side 14
14 MÁNUDAGUR 20. MARS 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PALL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91)563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 1 50 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Lengi lifi samkeppnin Mikil og merk tíðindi eru að gerast í olíubransanum. Þau nýjustu eru kaup Olíufélagsins á 35% eignarhluta í Olis, sem meðal annars hefur það í fór með sér að Esso og Olís stofna sameiginlegt dreiíingarfyrirtæki. Það hefði ein- hvem tímann þótt saga til næsta bæjar að tvö af þremur olíufélögum landsins rynnu saman, hvað þá að Esso og Olís fyndu sér sameiginlegan farveg. í ohubransanum var hin póhtíska samtrygging á hávegum höfð. Esso var hluta af Framsóknar- og SÍS-veldinu, Ohs og SheU vom máttar- stólpar einkaframtaksmanna og Sjálfstæðisflokksins. Ofannefnd kaup Esso í Olís em nýjasta vendingin í röð átaka og atburða. Ekki er langt síðan Shell stofnaði til samvinnu við Bónus og Hagkaup um bensínsölu og enn áður höfðu olíufélögin öh lagt inn umsóknir um fleiri útsölustaði á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur með öðrum orðum átt sér stað algjör upp- stokkun í þessum viskiptum og öU má þau rekja til „inh- rásar“ Irving OU, hins kanadíska stórfyrirtækis, sem hefur sömuleiðis sótt um lóðir fyrir olíu- og bensínútsöl- ur sem og birgðastöðvar í Reykjavík. Aðkoma Irving-feðganna og áhugi þeirra á viðskiptum hér landi hefur bókstaflega sett aUt á annan endann. Forráðamenn Ohs og Esso hafa vísað því á bug að Irving OU sé ástæðan fyrir samstarfi og nánast samruna þess- ara tveggja félaga, en engum blandast hugur um að þang- að er orsakanna að leita. Þar er upphafið að þeim umbrot- um sem átt hafa sér stað í heimi ohuviðskiptanna. Forsvarsmenn olíufélaganna þurfa ekki að skammast sín fyrir viðbrögðin, né heldur að afneita þeirri staðreynd að þeir eru að bregðast við samkeppni. Þvert á móti er það ánægjulegt lífsmark með þessum fyrirtækjum að þau skuh átta sig á samkeppninni og bregðast við henni eins og gert hefur verið. Út frá sjónarmiðum hagkvæmni og arðsemi hefur það verið í hæsta máta ankannalegt og óeðlilegt að hér hafa lengst af verið rekin þrjú ohufyrir- tæki hvert við hhð annars, án þess að viðskiptavinir hafi fundið tU merkjanlegs mismunar. Þau hafa selt sama bensínið fyrir sama verð og með sömu þjónustu. Þetta ástand var svo langlíft sem raun ber vitni vegna þess að olíufélögin nutu póhtískrar vemdar í verðlags- löggjöf, bróðurlegri skiptingu og einokun á markaðnum. Frelsi í viðskiptum og tengsl okkar við stærra efna- hagslegt markaðssvæði, þar sem höft og bönn eru óleyfi- leg, hefur gert það að verkum að fleiri og öðrum ohufyrir- tækjum gefst kostur á innflutningi, dreifmgu og sölu hér á landi. Landið hefur opnast og gömlu olíufélögin fá ekki lengur að vera í friði með samtrygginguna. Þau hafa neyðst til að bregðast við og þau viðbrögð kaha á hagræð- ingu og eftirspum eftir þjónustu og lægra vöruverði. Forstjóri Esso hefur einmitt nefnt það sem eina megin- ástæðuna fyrir sameiginlegu dreifmgarfyrirtæki að byggja þurfi nýjar birgðastöðvar út frá-nýrri mengunar- löggjöf og það er hagkvæmar gert með sameiningu held- ur en hver byggi í sínu homi. Þau rök em ekki ný af nálinni en em nú fyrst orðin brýn vegna utanaðkomandi samkeppni. Þannig hefur samkeppnin frá Irving Oil og fyrirhugaðri bensínsölu Sheh, Bónuss og Hagkaups knúð á um samruna Esso og Ohs. Aht á þetta efdr að koma neytendum til góða. Og út á það ganga viðskipti, að þjóna viðskiptavinunum, bjóða þeim vömverð sem er samkeppnisfært. Þannig munu og gömlu ohufélögin halda lífi. Samkeppnin og viðskiptafrelsið er að skila árangri. Lengi lifi súsamkeppni. Ehert B. Schram ,TR ætlast til þess, að læknarnir sinni einungis þeim verkefnum, sem falla undir sérgrein hvers og eins, Stýrikerf i tilvísana - viðhorf skattgreiðanda Þeir sérfræðingar í læknastétt, sem reka eigin stofur utan sjúkra- stofnana, eru verktakar hjá Trygg- ingastofnun ríkisins. Allur kostn- aður við rekstur þeirrar stofnunar er greiddur úr sameiginlegum sjóði skattgreiðenda. Því má með sanni segja, að sérfræðingarnir séu verk- takar allra þeirra, sem greiða opin- ber gjöld hér á landi. Sá verktakasamningur, sem áð- urnefndir aðilar hafa gert, tekur sérstaklega fram, að sérfræðing- arnir megi ekki taka að sér verk- efni heimilislækna á stofum sínum og því er augljóst, aö verkkaupinn, TR, ætlast til þess að læknarnir sinni einungis þeim verkefnum, sem falla undir sérgrein hvers og eins. Undir þennan samning hafa sérfræðingarnir skrifað. Ný reglugerð Með nýrri reglugerð um tilvísan- ir hefur ráðherra, sem einn af vörzlumönnum almannafjár og þar með fulltrúi verkkaupa, m.a. reynt að tryggja áðurgreint samnings- ákvæði. Hugmyndin er nefnilega sú, að með hinu nýja kerfi verði verkkaupa, þ.e. skattgreiðendum, betur tryggt að þurfa aðeins að kaupa þá þjónustu sérfræðing- anna, sem samið var um. Þessu mótmæla sérfræðingarnir og hafa sagt samningnum upp. Skoðum málið betur. Rök sérfræðinga Andmæli sérfræðinga hafa birzt landsmönnum á færibandi allra fjölmiðla. Fyrir tveimur árum létu þeir í veðri vaka, að tilvísanakerfið myndi ekki rýra tekjur sínar, en síðar skiptu þeir greinilega um skoðun. Undanfarið hafa þeir reynt að rökstyðja mótmæli sín með ýmsum hætti og farið mikinn. Skattgreiöendum til glöggvunar Kjallariim Gunnar Ingi Gunnarsson læknir og skattgreiðandi skulum við skoða ýmsar áhyggjur og fullyrðingar þeirra í nokkurs konar tímaröð. Þeir hafa sagt: - Að reglugerðin skapi fyrst og fremst óþægindi fyrir sjúklinga. - Að reglugerðin leiði til óþarfa skriffinnsku. - Að áformin um sparnað (skatt- peningar) væru óraunhæf. - Að reglugerðin muni leiða til kostnaðarauka fyrir skattgreið- endur. - Að reglugerðin sé aðför að sjálf- stæðu starfi lækna og lækninga- leyfa þeirra. - Áð reglugerðin svipti sjúkhnga tryggingarétti. - Að reglugerðin sé brot á sam- keppnislögum o.fl. - Að reglugerðin sé aðfór að fjár- hagslegri afkomu og eignum lækna. - Að reglugerðin uppræti faglegt sjálfstæði lækna. - Að reglugerðin leiði til þess, að heimilislæknar finni í því pen- ingalegan ávinning að fara inn á verksvið sérfræðilækna með því að einoka sjúklinga. (Og brjóta þannig grundvallarsiðferði lækn- isfræðinnar.) Álit skattgreiðanda Við sjáum glögglega, að sérfræð- ingarnir hafa þreifað víða fyrir sér. Og öll þessi ósköp vegna þess eins, að fulltrúar skattgreiðenda vilja reyna að hafa eitthvað um það að segja fyrir hvað skuh borga verk- takanum. Ég tel, að flestir skatt- greiðendur séu farnir að skynja, að hér er á ferðinni harðvítug kjarabarátta sérhagsmunahóps, þar sem flest meöul eru talin brúk- leg til að ná settu marki, þ.e. að knésetja stjórnvöld. Takist það, stöndum við frammi fyrir þungum áfellisdómi á íslenzka stjórnsýslu og lýðræðiö í landinu. Gunnar Ingi Gunnarsson „Ég tel, aö flestir skattgreiöendur séu farnir að skynj a, að hér er á ferðinni harðvítug kjarabarátta sérhagsmuna- hóps, þar sem flest meðul eru talin brúkleg.. Skoðardr aimarra Strandríki og rányrkja „Afstaðan til dehu Spánar og Kanada er viðkvæm og er fráleitt að afgreiða málið með flumbrugangi og fljótfærni... Sem strandríki hijóta íslendingar að verja rétt til afskipta af rányrkju og veiðum á stofnum í útrýmingarhættu sem ganga inn og út úr lögsögu strandríkja. Því er mikill ábyrgðarhluti að taka einhhða afstöðu með ESB í deilunni við Kanada og raunar fráleitt þegar htið er til langtímahags- muna.“ Úr forystugrein Tímans 17. mars. Skúffupeningar flokkanna „Úr því hægt er að spara skattgreiðendum tugi mhljóna með því einu að fylgjast með eyðslu ráðherr- anna er spuming hvort næsta skref sé ekki að kanna hvað flokkarnir gera við þá peninga sem þeir hafa tekið af skattgreiðendum og kallað sérfræðiaðstoð við þingflokka og útgáfustyrki til handa flokkunum. í raun er lítih munur á þessari sjálftöku flokkanna úr ríkissjóði og skúffupeningum flokkanna. Sér- fræðiaðstoðin og útgáfurstyrkimir eru notaðir til að gera vel viö fólk sem hefur unnið vel fyrir flokkana eða er hklegt að verða vhjugra til þess gegn greiðslu." Úr forystugrein Morgunpóstsins 16. mars. Matarreikningur Evrópusam- bandsins „Alþýðuflokkurinn vill sækja um aðild að Evrópu- sambandinu og láta á það reyna hvaða kjör íslend- ingum bjóðast við aðhd... Almenningur í landinu er óhræddur við Evrópusambandið. Fólk veit sem er að við aðild að Evrópusambandinu myndu lífskjör þess batna og tækifæri barna þeirra aukast í framtíð- inni. Mörgum finnst umræðan öh svífa í lausu lofti, án tengsla við hversdagslegt líf þess - þangaö til matarreikningur Evrópusambandsins sýnir þeim svart á hvítu ávinninginn við aðhd.“ Úr forystugrein Alþýðubl. 17. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.