Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Side 19
MÁNUDAGUR 20. MARS 1995 19 Merming Skáldað í tóninn Sinfóníuhljómsveit íslands hélt fimmtu áskriftartón- leika sína í rauðu áskriftaröðinni sl. fimmtudagskvöld í Háskólabíói. Einleikari var Rússinn Grigory Sokolov og hljómsveitarstjóri Osmo Vánská, aðalhljómsveitar- stjóri SÍ. Fyrsta verkið sem hljómsveitin lék var hið ljúfsára Adagio eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Verkið samdi Magnús árið 1981, eftir allnokkurt hlé frá tón- smíðum. Með því kemur hann fram með alveg nýjan tón, víðs fjarri stíl sínum á 6. áratugnum. Osmo Vánská, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuljóm- sveitar íslands. Verkið hefur nokkrum sinnum verið flutt af SÍ áður en ekki man undirritaður eftir að hafa heyrt það svo fínlega fram sett eins og í þetta sinn. Hæfði það verk- inu sérlega vel. Frederic Chopin samdi Píanókonsert sinn nr. 2, op. 21 í f-moll, kornungur maður, eða nítján ára. Hann hafði þá nýlokið prófi frá Tónlistarháskól- anum í Varsjá og orðið ástfanginn í fyrsta sinn. Til er bréf þar sem hann segist hafa samið annan þáttinn í verkinu með stúlkuna þá í huga en hún stundaði söngnám við sama skóla og hann. Vísf er að konsert- inn er skáldlega rómantískur og býr yfir mörgum sér- lega fallegum augnablikum í frábærlega skrifaöri ein- leiksröddinni. Hljómsveitarþáttur þessa verks er hins vegar fremur lítill, hann er oftast lítiö annað en undir- leikur og stuðningur við glæsilegan píanóleikinn. Rússneski píanóleikarinn Grigory Sokolov er meöal eftirsóttustu einleikara á hljóðfæri sitt. Auðvelt er að Tónlist Áskell Másson skilja það eftir aö hafa heyrt meistaratök hans á kon- sert Chopins: hér var engin sýndarmennska, yfirveg- unin var alger og tónlistinni gefiö líf sem nýsköpuð væri. Skalar voru sem glitrandi perlufestar og tempó- in öðluðust sveigjanleika sem lutu þeirri litadýrð sem túlkunin krafðist. Vonandi fáum við Sokolov brátt aftur í heimsókn til okkar. Síðast á efnisskránni var Sinfónía nr. 4 eftir pólska tónskáldið Witold Lutoslawsky. Hann samdi þetta verk 1992 og varð það hið síðasta frá hans hendi en hann lést í febrúar 1994. Þessi sinfónía er sérlega vel skrifað verk. Einfaldleik- inn er notaður til þess að ná sem skýrustum tónbálk og þar með áhrifum. Þetta er geysisterkt verk í dýpt sinni og einfaldleika og var það mjög vel flutt af hljóm- sveitinni undir góðri stjórn Vánská. Þetta voru góðir tónleikar. AÐALFUNDUR Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykja- víkur verður haldinn mánudaginn 20. mars kl. 20.30 á Hótel Sögu, Súlnasal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Lítill og nettur Creda þurrkari 19.900f- Tekur 3 kg. af þvotti Upphengisett kr. 850,00 Umboðsmenn um land allt ' >■> '>»',>> >•*>>>,>>"•«• > ■« ■- » RflFTfEKJflUERZLUN ÍSLflNDS If Skútuvogi 1 b, 104 Reykjavík. Sími 568 8660 -'■T-1 ..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.