Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 20. MARS 1995 Fréttir___________________________________________________________________dv Fomleifanefnd ekki starfaö 1 átta mánuöi: Ráðherra ekki enn gengið frá skipun nef ndarinnar „Það stóð lengi á að Háskólinn gengi frá sinni tilnefningu en svo var það nú gert í janúar og dr. Vil- hjálmur Öm Vilhjálmsson, forn- leifafræðingur á Þjóðminjasafninu, tilnefndur. Síðan hefur borist er- indi frá einum deildarforseta í há- skólanum þar sem dregið var í efa hæfi dr. Vilhjálms Arnar með til- vísun til sljómsýslulaga. Það er eftir að taka afstöðu til þess máls,“ segir Árni Gunnarsson, skrifstofu- stjóri í menntamálaráðuneytinu. AUt frá því í júlí á seinasta ári, tilnefning dr. Vilhjálms Amar kærð til ráðuneytis að ný þjóðminjalög tóku gildi, hef- ur fornleifanefnd, sem meðal ann- ars sér um útgáfu leyfa til fornleif- auppgraftar, ekki verið starfandi. Nú er svo komið að beiðnir hafa borist eða eru farnar að berast nefndinni til úrlausnar. Árni fellst á það að bagalegt sé að nefndin sé ekki starfandi en hann vonast til að málið leysist sem fyrst og niður- staða fáist um hæfi tilnefnds full- trúa. í erindinu er dregið í efa hæfi Vilhjálms Amar til setu í nefndinni þar sem hann gegni „þess háttar stöðu í Þjóðminjasafninu að það geti orðið árekstur milli stöðu hans þar og stöðu hans í fomleifanefnd- inni,“ segir Árni. Harðar deilur hafa staðið um til- nefningu fulltrúa Háskólans í forn- leifanefnd, sem skipuð er þremur fulltrúum, fulltrúa þjóðminjaráðs, fulltrúa Félags fornleifafræðinga og svo loks fulltrúa háskólaráðs. Gengið hefur verið frá tilnefningu tveggja fyrrnefndu fulltrúanna og í janúar síðastliðnum töldu menn sig hafa komist að niðurstöðu með fulltrúa Háskólans eftir deilur frá því í september. Háskólaráð hafði þá tilnefnt Mjöll Snæsdóttur í nefndina, en í ljósi þess að menntun hennar uppfyllti ekki menntun- arkröfur laganna varð í janúar að kjósa á ný í háskólaráði um full- trúa. Varð dr. Vilhjálmur Örn ofan á eftir miklar umræður og klofnaði ráðið í afstööu sinni. Afstaða kennara sagnfræðiskor- ar heimspekideildar var skýr aUan tímann en þar hafði verið mælt með dr. Vilhjálmi Erni í upphafi. Töldu þeir því tilnefningu Mjallar á sínum tíma hreina faglega íhlut- un. „Ég veit nú ekki hvort það eru erindi sem bíða afgreiðslu en það er alveg ljóst að það er orðið brýnt að ganga frá þessu. Ég þori bara ekki að segja til um það hvenær máhð verður afgreitt en það hggur á því að koma nefndinni saman,“ sagði Árni. -PP Geysimikill snjómokstur á flugvöllum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við áætluðum að kaupa vinnu vegna snjómoksturs á flugvöhum fyrir 18,5 milljónir króna á árinu en ég er ansi hræddur um að sú upphæö muni duga skammt," segir Jóhann H. Jónsson hjá Flugmálastjóm, en geysUegur snjómokstur hefur verið á flugbrautum á landinu í vetur, sér- staklega á Vestfjörðum og á Norður- landi. Þótt Flugmálastjóm sé með fast- ráðna menn á flestum flugvöllum landsins sem annist snjómokstur á flugbrautum hefur verið mikið um aðkeypta vinnu við moksturinn. Jó- hann segir að þótt moksturinn hafi verið langmestur á Norðurlandi og á Vestfjörðum hafi kostnaður vegna mokstursins einnig verið mikill í Reykjavík og í Vestmannaeyjum. í höfuðborginni hefur ekki snjóað mikið í einu en oft á nóttunni og þá hefur orðið að kaUa til mannskap snemma á morgnana svo flug gæti hafist á tilsettum tíma út um land. Jóhann segir að það sé helst á Aust- urlandi sem snjómoksturinn hafi ekki verið óvénjumikill í vetur. Kjamaskógur: Nítján tilboð í smíðihúsanna Gylfi Kristjánssan, DV, Aknreyri: AUs bárust 19 tilboð í smíði 10-12 sumarhúsa sem verða nærri Kjama- skógi á Akureyri á nýskipulögðu or- lofshúsasvæði þar. Um helmingur tílboðanna var yfir kostnaðaráætlun. Húsin verða 55 fermetrar að stærð með stónun sólpalh. Lægsta tUboðið í smíði þeirra kom frá þremur aðUum á Sauðárkróki. Trésmiðjunni Borg, Trésmiðjunni Eik og Friðriki Jóns- syni og nam það 4,359 mUljónum króna fyrir hvert hús og er það tæp- lega 84% af kostnaðaráætlun. TUboð Stefáns Jónssonar nam 4,397 miUjón- um króna, tilboð frá SG einingahús- um nam 4,476 miUjónum og Tré- smiðja Hilmars bauðst til aö smíða húsin fyrir 4,848 mUljónir hvert. Hæsta tilboðið kom frá Timburtaki og nam það 7,207 milljónum fyrir hvert hús. Ákvörðim um hverju tilboðanna verði tekið verður tekin á næstiuini. Þá er að hefjast útboð á gatnagerð, lögnum og vinnu við grunna hús- anna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.