Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Blaðsíða 20
20
MÁNUDAGUR 20. MARS 1995
ÁRSHÁTÍÐ - TILBOÐ
Félagasamtök óska eftir tilboði í árshátíð félagsins.
innifalið í tilboðinu þarf að vera:
Matur fyrir allt að 220 manns.
Hljómsveit og annaö tilheyrandi.
Æskileg staðsetning allt að 50 km radíus frá Reykja-
vík.
Tími: laugardagskvöld frá 23. sept. - 21. okt. ’95.
Tilboð leggist inn á augld. DV fyrir 1. apríl, merkt
Árshátíð - 1918.
VIT-A-GEL
meöA vítamíni
Meö VIT-A-GELi hefur M.D. Form-
ulations stigið framfaraskref í notk-
un A vítamíns við húðmeðferð. Vís-
indalegar tilraunir í meira en 60 ár
hafa sýnt að A-vítamín gegnir þýð-
ingarmiklu hlutverki í sambandi við
endurnýjunareiginleika húðarinnar.
Umbreytt (estruð) A vítamín-sýra er
einmitt eitt virku efnanna í M.D.
Formulations VIT-A-GELi. Því er
ætlað að endurnýja áferð og yfir-
bragð húðarinnar án hinna óþægi-
legu aukaverkana sem oft vilja fylgja
slíkum efnum. VIT-A-GEL er fram-
leitt til að nota með og undirstrika
áhrif glýkólsýruefnanna frá M.D.
Formulations.
Umbúðir: 30 ml flaska
fæst á bestu snyrtistofunum.
Aðalfundur
íslandsbanka h.f.
Aðalfundur íslandsbanka hf. 1995
verður haldinn í Borgarleikhúsinu
mánudaginn 27. mars 1995 og hefst kl. 1630.
Dagskrá
1. Aöalfundarstörf í samræmi viö
19. grein samþykkta bankans.
2. Tillögur til breytinga á sam-
þykktum bankans.
a) Vegna breytinga á lögum.
b) Um innlausnarrétt hluthafa.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Framboösfrestur til bankaráös rennur út
miðvikudaginn 22. mars n.k. kl. 1000 fyrir hádegi.
Framboðum skal skila til bankastjórnar. ,
Atkvæöaseðlar og aögöngumiðar aö fundinum veröa
afhentir hluthöfum eða umboösmönnum þeirra í
íslandsbanka hf., Ármúla 7, Reykjavík, 3. hæö,
22. mars frá kl. 1015- 1600og 23. og 24. mars n.k. frá
kl. 915- 1600 og á fundardegi frá kl. 915 - 1200.
Ársreikningur félagsins fyrir áriö 1994 sem og tillögur
þær sem fyrir fundinum liggja verða hluthöfum til sýnis
á sama staö frá og meö mánudeginum 20. mars 1995.
Hluthafar eru vinsamlegast beönir um aö vitja
aögöngumiða og atkvæöaseðla sinna fyrir kl. 1200 á
hádegi á fundardegi.
14. mars 1995
Bankaráð íslandsbanka hf.
ÍSLANDSBANKI
Merming
Villibarnið Nell
Út er komin í flokki svokallaðra Úrvalsbóka sagan
af Nell. Hér segir frá villibarninu Nell og snertingu
þess við heim siðmenningarinnar og tilraunir misvit-
urra en velviljaöra fulltrúa menntunar og manngæsku
til þess að hrífa hana á brott úr sínu náttúrulega
umhverfi.
Nell er alin upp í frumstæðum bjálkakofa fjarri
mannabyggðum. Eina mannvera sem hún þekkir vel
er móöir hennar sem er blest á máli eftir að hafa feng-
ið heilablóöfall. Þegar móðirin feflur frá þarf Nefl að
standa á eigin fótum. Fyrstur kemur til sögunnár Jerry
Lovell, læknir í sveitaþorpi í nágrenninu. Hann heill-
ast af Nell en gerir sér ljóst að erfitt er að byggja upp
traust og ná einhverju sambandi við hana. Hann leitar
til stórborgarirmar og yfirvöld þar fela Paulu Olsen
sérfræðingi aö rannsaka málið. Þau takast á um lögleg
yfirráð yfir Nell en Lovell leggst alfarið gegn því að
hún verði flutt til borgarinnar og rannsökuð á spít-
ölum þar. Paula og Jerry setjast bæöi aö í skóginum
um stundarsakir við að fylgjast með Nell og reyna að
komast til botns í framferöi hennar og tungumáli.
Um þessar mundir er kvikmynd um sama efni sýnd
í kvikmyndahúsum og leikur Jodie Foster hlutverk
Nell með miklum ágætum, Liam Neeson fer með hlut-
verk Lovells en Natasha Richardson leikur Paulu Ols-
en. Foster hefur fengið tilnefningu til óskarsverðlauna
fyrir leik sinn en alls fær myndin fjórar tilnefningar.
Þessi bók er eftir Mary Ann Evans og er skrifuö upp
úr handriti þeirra Wflflam Nicholson og Mark Hand-
ley að kvikmyndinni. Það hefur stundum verið sagt
að ef nefnd hefði verið fengin tfl þess að hanna hestinn
þegar Guð skapaði heiminn þá liti hesturinn sennilega
út eins og úlfaldi. Það sama má segja um þessa bók.
Það liggja ólík lögmál til grundvallar kvikmyndahand-
riti og bók, uppbygging er ólík og atburðarás sem þyk-
ir góð í bíói virkar ekki alltaf sannfærandi þegar hún
er komin á blað í miðri sögu.
Það sem einkum skortir hér á er sannfærandi per-
sónusköpun. Fólkið, að Nefl þó undanskilinni, verður
einfalt og grunnt og tekst ekki vel að gæða það lífi.
Bókmenntir
Pált Ásgeir Ásgeirsson
Bókin heldur þó vel athygli manns en farið er býsna
hratt yfir sögu, stundum án þess að viðhlítandi skýr-
ingar eða undirbygging fylgi.
Almennt séð sýnist málfarið á sögunni vera ágætt
og engar forsendur til þess að gagnrýna það miðað við
frummálið. Einkennilegt finnst mér þó að þýðandi
lætur hvergi nafns síns getið.
Bókin er 190 bls. og verðinu stillt í hóf eins og endra-
nær á Úrvalsbókum. Bókin er handhæg og Frjáls
íjölmiðlun nær stööugt betri tökum á því að gera papp-
írskiljur úr garði eins og þær eiga að vera. Vasa-
brotsbækur þurfa nefnilega aö þola meðferð eins og
nafn þeirra gefur til kynna, að einhver stingi þeim í
vasann og setjist jafnvel á þær. Ég held að þessi þoli
það án þess að hrynja í blöð.
Nell - Mary Ann Evans skrifaði eftir handriti William Nichol-
son og Mark Handley
Útgefandi: Frjáls fjölmiðlun
190 bls.
Þýðandi: óþekktur
á lista L
Áhrifamesta
dauðareynslan
fyrr og síðar
VIKU eftir
VIKU,
MÁHUD eftir
MÁHUD
GARDAGUK 25. FEBRÚAR
____________DV
Métsölukílj
Bandarjkin
Rít almonns öðtis:
't. B.J. Efldle, & C. T.ylor:
Embracsd by lhu Light,
2. Jerry Selnfold: .
Sr-inlp.nguarj«.
3. Nowt Gingrich. O. Anr.„ «■
1 Contract vritn Americá.
K Delany, Dnlany & H«»rth
Having Our Say.
S. Ih.-.ma* Moara
Cara of the Soul.
« M Srett Cnct- -
■ ■ The Road Lns T
| 7. Thames Moore.
SoulMatet.
8. Maya Angelour
Wfliildr-'í r~
METS0LUBÆKUR
almenns eðlis í USA.
Fæst EHN í bókabúðum
á íslandi
FRJÁLS r FJÖLMIÐLUN HF.
i