Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Qupperneq 40
52 MÁNUDAGUR 20. MARS 1995 Margir eiga eftir að fara illa á loðnunni. Nýgræðingamir offjárfestu „Þaö munu margir brenna sig á þeim fjárfestingum sem þeir réðust í fyrir þessa loönuvertíð." Sighvatur Bjarnason i Tímanum. 100% ósammála „Viö erum alveg hundrað prósent ósammála Friöriki Sophussyni í] ármálaráðherra. “ Elna K. Jónsdóttir kennari i DV. Ætlaði ekki að hrekkja neinn „Það var aldrei tilgangurinn að hrekkja neinn. Ég er nýkominn frá útlöndum og lít myndlistina öðrum augum en áður en ég fór út.“ Vignir Jóhannesson i DV. Ummæli Alltaf verið vatnshræddur „Ég veit ekkert um sjávarútvegs- mál. Ég hef alltaf verið vatns- hræddur og lítiö gefinn fyrir fisk.“ Hallgrimur Helgason frambjóðandi í Alþýðublaóinu. Bæjarstjórnin húkti „Þeir létu stofnfundinn ganga fyrir og bæjarstjórnina húka í litlum bæjarráðssal.“ Guómundur Oddsson, bæjarfulltrúi i Kópavogi, i DV. Soldið grillaður í hausnum „Maður er soldið grillaöur í hausnum og mér er alveg sama. Það er gaman að vera svona dof- inn.“ Helgi Sigurjónsson í Morgunpóstinum. Hjólbarðinn er eitt merkasta framfaraspor í gerð hjólsins. Uppblásnir hjólbarðar Vagnar og elstu bifreiðir runnu á stálslegnum hjólum. Þegar tímar liðu tóku menn að klæða hjólin með þykku gúmmílagi. En ökutækin voru höst eftir sem áð- ur. Það var því hin merkasta nýj- ung þegar skoskur maður í Bel- fast á írlandi, John Boyd Dunlop, Blessuð veröldin fann upp loftfyllta hjólbarða 1887. Hjólbarðinn varð eitt merkasta framfaraspor í gerð hjólsins og bætti rennsh þess. Dunlop, sem hafði dýralækn- ingar að atvinnu, datt það snjall- ræði í hug að setja uppblásnar gúmmíslöngur á reiöhjól sona sinna. Belgíumaðurinn Dietz hafði kynnt sömu hugmynd 1836 og Englendingurinn Robert W. Thomson 1845 án þess að þaö vekti athygli. Dunlop hætti dýralækningum, aflaði sér einkaleyfis á uppfinn- ingu sinni og hóf framleiöslu á hjólbörðum með brennisteins- meðferð þeirri sem Goodyear hafði fundið upp. Stofnað var þýskt dótturfyrirtæki er sá fyrstu fjöldaframleiddu Hilde-brand- og Wolfmuller-vélhjólunum fyrir Dunlop-hjólbörðunum. Snjókoma og slydda Fram eftir deginum verður sunnan stinningsgola eða allhvasst meö snjó- komu um sunnanvert landið en síðar Veðrið í dag slyddu. Á Norðaustur- og Austur- landi verður hægur vindur til að byrja með en síðar má reikna með suðvestan stinningskalda eða all- hvössu veðri. Þurrt verður og jafnvel bjart í þessum landshlutum. Það byijar að hlána suðvestan- og vestan- lands, en frost verður áfram eystra. Á Suöur- og Vesturlandi verður hit- inn yfir frostmarki þegar líða fer á daginn, 1 til 3 stig, en í öörum lands- hlutum undir frostmarki, allt niður í 6 stiga frost fyrir austan. Sólarlag í Reykjavík: 19.42 Sólarupprás á morgun: 7.26 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.50 Árdegisflóð á morgun: 9.10 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 18 í gær: Akureyri snjókoma -6 Akurnes léttskýjað -5 Bergsstaðir skafrenn- ingur -9 Bolungarvík léttskýjað -10 Egilsstaðir alskýjað -7 Keíla víkurílugvöllur hálfsitýjað -8 Kirkjubæjarkla ustur léttskýjað -7 Raufarhöfn spjóél -6 Reykjavík skýjað -8 Stórhöfði skýjaö -8 Helsinki snjókoma -1 Kaupmarmahöfn þokumóða 2 Stokkhólmur þokumóöa 1 Þórshöfn slydda 1 Amsterdam rigning 7 Berlin skýjað 2 Fenéyjar hálfskýjað 3 Frankfurt skýjað 5 Glasgow slydduél 2 Hamborg alskýjað 5 London súld 10 LosAngeles þokumóða 16 Lúxemborg rigning 4 Mallorca léttskýjað 1 Montreal skýjað 4 Nice léttskýjað 7 Orlando alskýjað 20 París rigning 8 Róm þokumóða 5 Vín þokuruðn. -4 Washington léttskýjað 11 Einar Guóberg Gunnarsson framkvæmdastjóri: Úðunarkerfið gerði það að verkum að ekki fór verr Ægtr Már Káraaon, DV, Suðumesjunu „Ég hef alltaf verið hræddur um afleiðingarnar ef eldur kæmi upp í þessu húsi. Þegar víð byggðum húsið höfðum viö áhuga á að fara út í fyrirbyggjandi aðgeröír. Voru gerðar kostnaðaráætlanir um hvað það myndi kosta að setja úðunar- Maður dagsins kerfi í húsiö og við fórum út í þess- ar aðgerðir þar sem það var talið að afsláttur af tryggingargjöldum myndi borga kostnaðinn þegar fram líða stundir," segir Einar Guöberg Gunnarsson, annar eig- andí Ramma hf., en þeir leigja Byko húsnæöið. Eldur kom upp í húsinu á dögunum og þar bjargaði öflugt úðunarkerfi fyrirtækinu frá stór- fjóni. Eldurinn náði aðeins yfir 20 fermetra svæði en húsið sjálft er 3.700 fermetrar. Mikill eldsmatur var í húsinu en tjóniö varð mun minna en menn héldu í fyrstu: „Þetta öfluga úðunarkerfi hefur Einar Guðberg Gunnarsson. örugglega sparað tryggingafélög- unum 600-700 milljónir. Slökkvi- liðsmennimir sögðu að ef kerfið heföi ekki verið til staðar hefðu þeir veriö næstu daga að slökkva eldinn.“ Einar Guðberg segir aö að hans mati sé eldvarnahönnunin í húsinu til eftirbreytni fýrir önnur fyrir- tæki. Þá var hann ánægður með þátt slökkviliðsins: „Viöbrög þess voru hárrétt. Ég var fullur aðdáun- ar þegar ég sá slökkviliðsmann vera að slökkva eldinn fyrir ofan sprautuklefann þar sem var mikill eldsmatur. Þarna sá ég við hvaða aöstæður þessir menn þurfa að vinna.“ Einar Guðberg rak Ramma ásamt meðeiganda í tíu ár eða þar til þeir seldu reksturinn Byko árið 1991 og leigðu húsið til tíu ára. Áriö 1993 réðst hann sem framkvæmdastjóri til Golfklúbbs Suðurnesja: „Það má segja að í þessu starfi séu flest mín áhugamál. Félagsstörf, rekstur, uppbygging og golf; það eru mín áhugamál. Það er síöan alveg stór- kostlegt hvað þaö ríkir sterkur og breiður félagsandi hjá okkur. Þá er gaman að heimsækja aðra golf- klúbba, þaö tala allir sama tungu- máhð og nota sama glensið og gam- anið. Eiginkona Einars er Guðný Sigurðardóttir sem einnig leikur golf. Segir Einar það fara best þeg- ar hjón eru saman í golfinu. Þau eiga fimm börn. Myndgátan Latur sækir latan heim Myndlistarsýn - ing leikskóla- bama í dag kl. 14.00 verður opnuð myndlistarsýning á verkum leik- skólabarna í Bakkahverfi í hús- næði SVR í Mjódd. Sýningin er árlegur menningarviðburður og er liður i samstarfi allra leik- skólabarna í Bakkahverfi. Leikskólarnir gegna hér mikil- Sýningar vægu hlutverki. Fjölbreytileg myndgerð og myndsköpun skipar veglegan sess í uppeldisstarfi leikskólanna og tengjast öðrum þáttum þess með ýmsum hætti. Myndlistarsýningin er afrakstur vetrarstarfsins í leikskólunum. Sýningar undanfarinna ára hafa vakiö mikla athygli þeirra sem lagt hafa leið sína í Mjóddina. Kór barna af leikskólunum Arnarborg, Bakkaborg og Fálka- borg munu syngja nokkur lög við opnunina. Skák Vassily Ivantsjúk tryggöi sér sigurinn á stórmótinu í Linares með góöum enda- spretti. Hann hlaut 10 v. af 13 möguleg- um; Karpov kom næstur meö 9, síöan Topalov meö 8,5, Sírov og Khalifman meö 7,5, Beljavskí meö 7, Tivjakov og Illescas með 6, Sokolov og Dreev með 5,5, Short og Ljubojevic meö 5, Lautier meö 4,5 og Akoppjan meö 4 v. Ivantsjúk hafði hvítt og átti leik gegn Dreev í þessari stööu úr naestsíöustu umferð: 25. Rxe6! Dxe6 Ef 25. - Rxe6 þá 26. Bxd5, vinnur manninn til baka og fær meira í kaupbætur. 26. Bxh7 + ! Kxh7 27. Hxe6 Rxe6 28 Dc2 + Kh8 29. Dxc6 og Ivantsjúk vann' Jón L. Árnason Bridge Sveit Tryggingamiöstöövarinnar náöi fyrsta sætinu á silfurstigamóti Bridge- sambands íslands sem haldið var helgina 11.-12. mars síðastliðinn. Spilarar í sveit Tryggingamiöstöövarinnar eru Sigtrygg- ur Sigurðsson, Bragi Hauksson, Siguröur Sverrisson, Hrólfur Hjaltason, Páll Valdi- marsson og Ragnar Magnússon. Jafn- framt mótinu var reiknaður út árangur einstakra para meö Butler-útreikningi og náðu Páll og Ragnar þar bestum árangri. Þeir félagarnir græddu vel á þessu spili í síðasta leiknum en þeir sátu í n-s. Sagn- ir gengu þannig, suöur gjafari og a-v á * 832 ¥ K10984 ♦ 83 + KD9 Suður Vestur Noröur Austur 14 dobl IV 1 g dobl p/h Kerfi Páls og Ragnars er sterkt laufa- kerfi og tígulopnun Páls í suður lofaði 11-15 punktum og ójafnskiptri hendi. Vestur ákvað að dobla þrátt fyrir fáa punkta þar sem hann átti lengd í hálitun- um og austur sagöi óhræddur eitt grand með góðan stöðvara í hjartalitnum og 8 punkta. Páll prófaði aö sjálfsögðu aö dobla þann samning þó aö hann ætti tæpast von á aö fá að spila hann sem þó varð raunin á. Vörnin tók sína upplögðu 9 slagi, 7 á tígul, þjarta- og laufásinn og þáöu 800 fyrir spilið (a-v voru á óhagstæö- um hættum) sem var tvöfaldur sá skammtur sem þeir gátu fengiö fyrir besta samninginn, 3 grönd. ísak örn Sigurðsson hættu: * ÁK94 ¥ DG52 * 64 * G52 ♦ 105 ¥ Á763 ♦ G10 + Á10Í * DG7I ¥ -- ♦ ÁKD + 63

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.