Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Blaðsíða 38
50 MÁNUDAGUR 20. MARS 1995 Afmæli Sigurjón Þorbergsson Sigurjón Þorbergsson bókari, Sundabúð III, Vopnaíirði, er sjötug- urídag. Starfsferill Sigurjón fæddist að Fremri-Níp- um í Vopnafjarðarhreppi en ólst upp frá þriggja ára aldri að Hólmum á Vopnafirði. Hann stundaði nám við Samvinnuskólann 1947-48 og var tvo vetur við nám við MA. Sigurjón var starfsmaður Kaupfé- lags Vopníirðinga 1944-59, var for- stjóri Síldarverksmiðju Vopnaljarð- ar 1959-76, forstjóri Söltunarstöðv- arinnar Hafblik 1963-68, forstjóri Fiskvinnslunnar hf. 1969-76 og for- stjóri Tanga hf. 1965-84 en hefur síð- an verið bókari hjá Tanga hf. Sigurjón sat í hreppsnefnd Vopna- fjaröarhrepps 1958-74. Fjölskylda Sambýliskona Sigurjóns var Ólaf- ía Dagnýsdóttir, f. 16.7.1926, hús- móðir og síðar tækniteiknari, en þau slitu samvistum 1973. Börn Sigurjóns og Ólaíiu eru Björk, f. 8.6.1949, kennari, gift Þor- gils Sigurðssyni lækni, og eru börn þeirra Sigurjón, f. 26.4.1980, og Gunnar, f. 5.10.1982, auk þess sem börn Bjarkar eru Guðmundur Jó- hannsson, f. 8.6.1968, og Heiðrún Gígja Ragnarsdóttir, f. 6.5.1971; Ari, f. 31.12.1951, stýrimaður, og eru börn hans og fyrri konu, Guðríöar Óskarsdóttur, Sigrún, f. 13.5.1978, Stella, f. 30.11.1981, og Sigurjón, f. 30.11.1981, en seinni kona hans er Erla Magnúsdóttir og er sonur þeirra Viggó Snær, f. 20.8.1991; Snorri, f. 30.4.1960; Ásta, f. 5.4.1963, tölvunarfræðingur en hennar mað- ur er Sævar Árnason, f. 24.9.1957, og er sonur þeirra Pétur Þór, auk þess sem dóttir Ástu er Inga Dís Pálmadóttir, f. 12.9.1984. Seinni kona Sigurjóns var Guðrún SigríðurÁmundadóttir.f. 11.8.1933, húsmóðir og skrifstofustúlka, en þau skildu 1980. Foreldrar Sigurjóns voru Þor- bergurTómasson, f. 17.11.1874, d. Sigurjón Þorbergsson. 28.2.1928, bóndi, og Sigrún Sigur- jónsdóttir, f. 30.7.1895, ljósmóðir á Vopnafirði. . mars 80 ára Bjarni Pétursson, fyrrv. stöðvarstjóri á Fosshóh í Suöur-Þingeyjarsýslu. Ólína Ólafsdóttir, Sævarstíg 6, Sauðárkróki. Indriði Halldórsson, Reynimel 82, Reykjavik. 75 ára AdolfEinarsson, Eystri-Leirárgörðum I, Leirár- og Melahreppi. Guðmundur Hannes Einarsson, Eystri-Leirárgörðum I, Leirár- og Melahreppi. Lárus L. Kjærnested, Hraunteigi 30, Reykjavik. Óiafur Guðmundsson, Kaplaskjólsvegi 37, Reykjavík. Hólmfriður Sigurðardóttir, MararbrautS, Húsavík. PéturEinarsson, Austurvegi 12, ísafirði. Arnór Sigurðsson, Sæviðarsundi 21, Reykjavík. Hanneraðheiman. Garðar Andrésson, Vogagerði 18, Vatnsleysustrandar- hreppi. Finnur Guðni Þorláksson, Stórateigi 15, Mosfellsbæ. Guðrún Ólafia Jónsdóttir, Bergstaðastræti 81, Reykjavík. Ámi Pétur Króknes Jóhannsson, Auðbrekku 23, Kópavogi. Þorbjörg Pálsdóttir, Blikahólum8, Reykjavík. BragiJafetsson, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. Þórarinn B. Ólafsson, Smáragötu 10, Reykjavík. 50ára Bjarnþór Aðaisteinsson, Stórateigi 20, Mosfellsbæ. Svavar Ólafsson, b. á Bólstað, Austur-Landeyjum. Kona hans er Halldóra Ólafsdóttir. Svavar er að heiman. Svanur Tryggvason, Sæbóli 41, Grundarfirði. ReynirL.Olsen, Birkihæð 7, Garðabæ. 40 ára 70 ára Guðbjartur Oddsson, Hvammstangabraut 23, Hvamms- tanga. Magnús Hjörleifur Guðmunds- son, Heggsstöðum, Andakílshreppi. Páll Jónsson, Eiðsvallagötu 32, Akureyri. Herborg Antoniusdóttir, Skaftahlið33, Reykjavik. 60 ára Þórdís Ásgerður Arnfínnsdóttir, Miðhúsum, Álftaneshreppi. Georg Theódórsson, Fossagötull, Reykjavík. Kolbrún Ósk Þórarinsdóttir, Miötúni5,Keflavík. Valur Benedikt Jóna tansson, Kaplaskjólsvegi 51, Reykjavík. Emil Özcan, Ásgarðsvegi 12, Húsavík. Ólafur Jósef Sigurjónsson, Laufskógum 11, Hveragerði. Eggert Jónsson, Hafraholti 36, ísafirði. Gerður Gísladóttir, Baldursbrekku 9, Húsavík. Jóhann Vilbergsson, Vesturbergi 66, Reykjavík. ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ Ný ættfræðinámskeið byrja bráðlega (15-21 klst. grunnnám- skeið í Reykjavík og víðar; einnig framhaldsnámskeið). Kennsla í ættrakningu og þjálfun í rannsóknum. Lækkað verð. Leiðbeinandi Jón Valur Jensson. Ættfræðiþjónustan er með á annað hundrað nýlegra og eldri ættfræði- og æviskrárrita til sölu, m.a. Bergsætt, Briemsætt, Múraratal o.fl. stéttatöl, Reykjaætt af Skeiðum, Thorarensenætt, Laxdæli, Frá Hvann- dölum til Úlfsdala (Siglf.), Önfirðinga, Ölfusinga, Keflvíkinga, Mannlíf á Vatnsleysuströnd, nafnalykla við manntöl o.m.fl. Bóksöluskrá send ókeypis. Uppl. í s. 27100 og 22275. Ættfræðiþjónustan, Brautarholti 4, s. 27100 LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! Sigurður Sigurðsson Sigurður Sigurðsson, lengst af skipasmiður í Vestmannaeyjum og húsasmiður á Selfossi, Kirkjuvegi 37, Selfossi, varð níutíu og fimm ára ígær. Starfsferili Sigurður fæddist að Klasbarði í Vestur-Landeyjum og ólst upp í Landeyjunum. Hann var tekinn í fóstur fimm ára að aldri af hjónun- um Guðmundi Guðmundssyni frá Arnarhóli í Vestur-Landeyjum og Jóhönnu Jónsdóttur frá Strönd en hjá þeim dvaldi hann þar til hann fór alfarið að heiman átján ára. Guðmundur og Jóhanna bjuggu á Strönd í Vestur-Landeyjum og eign- uöust þrjú börn sem öll dóu í blóma lífsins. Þau hétu Þuriður, Guðni og Daníel. Sigurður fór sextán ára á vetrar- vertíð í Vestmannaeyjum og stund- aði þar tuttugu vertíðir sem háseti og vélstjóri á bátum. Þá lærði hann jafnframt skipasmíðar hjá Gunnari Marel Jónssyni í Vestmannaeyjum og stundaöi siðan skipasmíðar þar til ársins 1958 er hann flutti til Sel- foss þar sem hann hefur síðan átt heima hjá dóttur sinni og tengda- syni. Á Selfossi stundaði Sigurður smíðar á ýmsum stöðum fram á átt- ræðisaldur. Fjölskylda Sigurður kvæntist 20.12.1924 Ing- unni Úlfarsdóttur frá Fljótsdal í Fljótshlíð, f. 6.1.1899, d. 18.11.1957, húsfreyju í Vestmannaeyjum, en foreldrar hennar voru Úlfar Jóns- son, b. á Fljótsdal, og k.h., Guðlaug Brynjólfsdóttir húsfreyja. Sigurður og Ingunn eignuðust þrjú börn. Þau eru Guðlaug, f. 20.12. 1925, d. 9.7.1938; Óskar Þór, f. 25.1. 1930, skólastjóri á Selfossi, var kvæntur Aldísi Bjarnadóttur kenn- ara sem nú er látin og eru börn þeirra sex; Guðlaug, f. 25.12.1937, móttökuritari við Sjúkrahús Suður- lands og Heilsugæslustöð Selfoss, gift Siguijóni Þór Erlingssyni múrarameistara, og eiga þau fjögur börn. Börn Óskars Þórs og Aldísar eru Örn, f. 17.9.1955, líffræðingur og kennari við Fjölbrautaskóla Suður- lands, kvæntur Kristínu Runólfs- dóttur, kennara þar, og eiga þau tvö börn; Úlfur, f. 16.12.1957, M.Sc. í skógfræði og starfsmaður á Sól- heimum í Grímsnesi, kvæntur Sign- hildi Sigurðardóttur hjúkrunar- fræðingi og eiga þaú þijú böm; Hrafn, f. 10.2.1961, garðyrkjufræð- ingur á Tumastöðum, kvæntur Kristrúnu Gísladóttur og eiga þau tvö böm; Gerður, f. 16.11.1963, hús- móðir á Selfossi, gift Gunnari Sigur- geirssyni ljósmyndara og á hún þijú börn; Þrúöur, f. 4.8.1969, nemi í text- ílhönnun; Hreinn, f. 20.10.1971, há- skólanemi í skógfræði í Kaup- mannahöfn. Börn Guðlaugar og Sigurjóns Þórs eru Ingunn Úlfars, f. 15.5.1957, læknaritari við Heilsugæslustöð Selfoss, gift Jóhanni Hannesi Jóns- syni, lögreglumanni á Selfossi, og eiga þau tvö böm; Sigurður, f. 26.7. 1961, lögfræðingur á Selfossi, kvæntur Svandísi Ragnarsdóttur og eiga þau tvö böm; Erla Guðlaug, f. 29.3.1965, húsmóðir á Selfossi, gift Hafsteini Jónssyni sjómanni og eiga Sigurður Sigurðsson. þau þrjú börn; Steinunn Björk, f. 12.1.1973, háskólanemi, í sambúð með Búa Guðmundssyni tækni- skólanema. Sigurður átti sjö systkini sem öll komust til fullorðinsára. Systkini hans: Pálína, f. 14.10.1887, nú látin, búsett í Reykjavík; Þorbjörg, f. 30.3. 1889, nú látin, búsett í Reykjavík; Soffia, f. 16.8.1893, nú látin, hús- freyja í Eystra-Fíflholti; Jóhanna, f. 27.2.1896, nú látin, húsmóðir í Reykjavík; Jón, f. 11.9.1897, nú lát- inn, lengst b. í Vesturholtum undir Eyjafjöllum; Björn, f. 22.2.1902, nú látinn, var búsettur í Reykjavík; Ástrós, f. 13.11.1905, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Sigurðar voru Sigurður Eiríksson, f. í Litlagerði í Hvol- hreppi 25.7.1859, d. í Reykjavík á tíræöisaldri, bóndi á Klasbarða og Norður-Fíflholtshjáleigu í Vestur-- Landeyjum, og k.h., Jórunn Páls- dóttir, f. á Klasbarða, d.1937, hús- freyja. Hringiðan jJjgjFEKMR Þessir ungu menn, sem em meðlimir í karlakór Háskólans í Helsinki, eru í stuttri heimsókn á íslandi um þess- ar mundir. Þeir sungu meðal annars í Háskólabíói í síðustu viku, en þessi mynd var tekin í Tunglinu á fostu- dagskvöldið þar sem þeir félagar skemmtu sér vel. 6 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.