Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Blaðsíða 26
38
MÁNUDAGUR 20. MARS 1995
ówn&imr
/ /
URVAL* UTSYN
MARMARIS
Sólarleikur Úrval-Útsýn er
skemmtilegur leikur þar sem þú
getur unnið glæsilega vinninga.
Þaö eina sem þarf að gera er að
hringja í síma 99-1750 og svara
þremur laufléttum spurningum
um sumar og sól. Svörin við
spurningunum er að finna I
ferðabæklingi Úrvals-Útsýnar
„Sumarsór. Bæklinginn getur þú^
fengið hjá feröaskrifstofunni
Úrval-Útsýn og umboðsmönnum.
99-1750
Verö 39.90 mín.
Glæðilegir ferðavinnihgar A
í boði fyrir heppna þátttakendkr!
Miðvikudagana 8., 15., 22. og 29. mars verður einn heppinn
þátttakandi dreginn úr pottinum og hlýtur hann 5000 kr.
innborgun fyrir tvo inn á ferð til hins glæsilega sólarbæjar
Marmaris í Tyrklandi. Heildarverðmæti hvers vinnings er því kr.
10.000. Allir sem svara öllum þremur spurningunum rétt komast í
pottinn í hverri viku og einnig \ aðalpottinn. 1. apríl kemur í Ijós
hver dettur í lukkupottinn og hlýtur ævintýraferð fyrir tvo í tvær
vikur til lands ævintýranna, Tyrklands, á hinn sólríka stað
Marmaris við Miðjarðarhafið.
HeMarverðmæti aðal-
vinnings er kr. 150.000!!!
Alltaf í fararbroddi þegar
ævintýrin gerast erlendis!
EE3
Gerum allar gerðir
Ijósaskilta
„Á undanförnum 2 árum hefur Augljós Merking sýnt sig og sannaö
fyrir Ölgerðinni. Þeir hafa með eljusemi og góðri þjónustu tekið að
sér alla skiltagerð, bílamerkingar, límmiðaprentun og ýmiss konar
sérverkefni fyrir okkur."
mn
Benedikt Hreinsson
Markaösstjóri
Ölgerðin Egill Skallagrímsson
Skemmuvegi 34 • Sími: 587 5513
Fax: 587 5464 • Farsími: 853 7013
Fréttir
Eiríkur Jónsson um kennarana á loðnuvertíð:
Skiptum okkur ekki
af Eskifjarðarmálinu
- hef ítrekað rætt við vinnuveitanda, segir Hrafnkell A. Jónsson
„Ég mæli því ekki bót aö kennarar
taki vinnu af fólki á atvinnu-
leyssiskrá en geri ekki ágreining við
vinnuveitendur hvaöa einstaka fólk
þeir ráöa í vinnu. Þetta er mál vinnu-
veitanda og viðkomandi verkaiýðsfé-
lags. Við munum ekki hafa afskipti
af því,“ sagði Eiríkur Jónsson hjá
Kennarasambandi íslands aöspurð-
ur um kvartanir sex kvenna á at-
vinnuleysisskrá á Eskifirði sem telja
að kennarar í verkfalh hafi tekið af
þeim vinnu á loðnuvertíð hjá Hrað-
frystihúsi Eskiijarðar.
„Ég hef rætt ítrekað viö viðkom-
andi fyrirtæki og komið á framfæri
öllum athugasemdum sem í mínu
valdi stendur. Ég hef ekki réttarstöðu
fram yfir það,“ sagði HrafnkeU Jóns-
son hjá Verkalýðsfélaginu Árvakri á
Eskifirði. Hrafnkell lét sterklega í
það skína í DV í gær að um væri að
ræða karlastörf.
„Þetta er ekki mín skilgreining á
karla- og kvennastörfum heldur
ákveður atvinnurekandinn hvaða
einstaklinga hann ræður í vinnu.“
Um gagnrýni formanns verka-
kvennafélagsins Framsóknar í DV á
fimmtudag sagði Hrafnkell að hann
vissi ekki til þess að konur í Fram-
sókn ynnu t.a.m. við hafnarvinnu í
Reykjavík.
„Og á Dagsbrúanarfundi um dag-
inn voru ekki margar konur. í
Reykjavík veljast konur frekar í ein-
stök störf og öfugt eins og annars
staðar," sagði Hrafnkell.
-Ótt
Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, á kosningafundi flokksins.
Kosningastefnuskrá Alþýðuflokksins:
DV-mynd Sveinn
Aðildarumsókn að ESB
helsta kosningamálið
- matarkostnaður flölskyldna gæti lækkað um allt að 40 prósent
Eitt helsta baráttumál Alþýðu-
flokksins fyrir alþingiskosningarnar
er að ísland sæki um aðild að Evr-
ópusambandinu og kanni með þeim
hætti hvaða samningum sé hægt að
ná. Þetta kemur meðal annars fram
í kosningastefnuskrá Alþýðuflokks-
ins sem samþykkt var á aukaflokks-
þingi í síðasta mánuði. Þar er þó tek-
ið fram að aðildarumsókn og endan-
leg ákvörðun um aðild séu tvær að-
skilar ákvarðanir. Takist samningar
sé það þjóðarinnar að hafa síðasta
orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Á fundi sem Alþýðuflokkurinn hélt
í Bónusi nýverið kom fram að með
ESB-aðild gæti matarreikningur
fjögurra manna fjölskyldu lækkað
um 88 þúsund krónur á ári, eða um
allt að 40% án þess að það raskaði
afkomu bænda. Á það var bent að
um 70% af útflutningi þjóðarinnar
væri til Evrópu og því brýnt að
tryggja hagsmuni þjóðarinnar þar.
Kratar undirstrika hins vegar mik-
ilvægi þess að í samningum við ESB
verði yfirráð íslendinga yfir fiski-
miðunum tryggð. í raun þurfi þjóðin
ekki að óttast að þetta samnings-
markmiö náist ekki enda hafi hún
góða samningsstöðu gagnvart ESB.
Á sviði sjávarútvegsmála ætlar
Alþýðuflokkurinn að halda áfram
baráttu sinni fyrir því að sameign
þjóðarinnar á auðlindum sjávar
verði fest í stjórnarskránni. Þá segir
í stefnuskránni að núverandi sjávar-
útvegsstefna hafi brugðist. Fram
kemur að flokkurinn vill að veiði-
leyfagjald verði tekið upp, aö allur
afli fari á markaði og að staða króka-
veiða og vertíðarbáta verði tryggð.
Auk þessa leggja kratar til að
menntamál verði látin hafa forgang
til fjárframlaga á næstu árum og að
minnst einum milljarði verði varið á
ári í sértækar aðgerðir gegn atvinnu-
leysi. Til að leysa greiðsluvanda
heimilanna leggur flokkurinn til að
samþykkt verði lög um greiðsluað-
lögun og bætta fjármálaráðgjöf sveit-
arfélaga við einstakhnga, auk þess
sem styrkja þurfi almenha hús-
næðiskerfið. Þá vilja kratar aö kosn-
ingaréttur landsmanna verði jafnað-
ur, að landiö verði gert að einu kjör-
dæmi og að stofnaður verði nýsköp-
unarsjóður fyrir atvinnulífið.
-kaa
Kosið verður um nöf nin tvö
- segir Jónina Sanders í Njarðvík
Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum:
„Þessu verður ekki breytt. Það
verður kosið um þessi tvö nöfn -
Reykjanesbær og Suðurnesbær -
eins og ákveðið var í bæjarstjóm.
Það verður að líta á Suðurnes sem
nýtt nafn í eintölu eins og Akranes
og Borgames. Fólk verður að venjast
Suðumes-nafninu í eintölu," sagði
Jónína Sanders, formaður bæjarráðs
Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna, í
samtali við DV.
Bæjarstjórn hefur ákveðið að kjósa
milli nafnanna samhhða alþingis-
kosningum 8. apríl. Deilt er um hvort
nafnið Suðurnesbær sé hæft á sam-
einaða sveitarfélagið og íslensku-
fræðingar líta svo á að það sé fleir-
töluorð en ekki í eintölu. Nafnið ætti
því að vera Suðurnesjabær.
Sveitarfélögin fjögur á Suðumesj-
um, sem em utan sameinaða sveitar-
félagsins, hafa mótmælt að nota
nafnið Suöurnes. Þá hefur örnefna-
nefnd sagt að nafnið komi ekki til
greina. Sé fleirtöluorð og ótækt með
öhu.
„Fuhtrúar hinna sveitarfélaganna
meta stöðuna. Við höfum rætt við
félagsmálaráðuneytið og sagt að okk-
ur finnist óeðlilegt að nota nafnið
Suðumes. Það er aht svæðið, ekki
bara Keflavík-Njarðvík. Það er ör-
uggt að nafnið mun valda ruglingi
og reyndar þau bæði,“ sagði Sigurður
Jónsson, sveitarstjóri í Garði.